Morgunblaðið - 05.01.1989, Page 36

Morgunblaðið - 05.01.1989, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Árið framundan hjá Tvíbura í dag ætla ég að fjalla um árið framundan hjá Tvíbura (21. maí-20. júnQ. Hér er ekki um atburðaspá að ræða held- ur er verið að huga að þeirri náttúrulegu orku sem verður sterkust á árinu. Fólk í merk- inu hefur síðan ftjálsan vilja til að bregðast við eftir eigin geðþótta. Einungis er flallað um afstöður á Sólina, eða það sem varðar grunneðli og lífsorku. Árþenslu Það sem strax vekur athygli er að Júpíter fer i gegnum Tvíburamerkið á árinu, eða næsta vor og sumar. Það táknar að lykilorð fyrir árið er þensla og jafnframt þörf fyrir útvíkkun, aukið svigrúm, hreyfanleika og ferðalög sem víkka sjóndeildarhringinn. FerÖalög Það hvemig þessi þensluorku birtist í lífi hvers og eins fer að sjálfsögðu eftir fyrri að- stæðum. Yfirleitt er orku Júpíters lýst sem hagstæðri og þægilegri en slíkt er ekki algilt. Sem dæmi má nefna að hún getur haft óþægileg áhrif á mann sem er staddur í miðju verkefni sem krefst einbeitingar eða er á annan hátt bundinn vegna vinnu eða skylduverka. Hann þráir frelsi og vill út í heiminn en kemst ekki. Þegar slíkt gerist getur eirðarleysi orðið ráðandi. Það má því segja að til að koma í veg fyrir innri óróa er æski- legt að Tvíburar víkki sjón- aeildarhring sinn á einhvem hátt á næstunni, ferðist og búi við fijálsræði í daglegu lífi. Uppgjör við þenslu Undirritaður hefur rekið sig á eitt í sambandi við framvind- ur. Ef viðkomandi Tvíburi hefur sterkan Júpíter fyrir í korti sínu og er meira eða minna í stöðugri þenslu verð- ur það spuming hversu mikið hann geti þanið út í viðbót þegar Júpíter myndar af- stöðu. í slíkum tilvikum má segja að framvinda Júpíters tákni tímabil þar sem tekist er á við þenslu og þá jafnvel með þeim afleiðingum að hún ”minnkar eða færist yfir á önn- ur svið en áður. Viðkomandi fer að hugsa um þensluáráttu sína, hún verður á dagskrá og hann fær nýja sjón á þenn- an þátt í eigin persónuleika. Að lokum má geta þess að Júpíter á Sól fylgir gjaman aukin bjartsýni og sjálfs- traust. Eyjólfiir ætti því að hressast á komandi ári og taka að hugsa hærra og af meiri bjartsýni en áður. ISOgráður Aðrar plánetur hafa einnig sitt að segja þó engin þeirra sé í hefðbundinni afstöðu. Satúmus, Úranus, Neptúnus og Plútó mynda allar 150 gráðu afstöðu á Sól Tvíburans frá Sporðdreka og Steingeit. Ég hef haft tilhneigingu til að horfa framhjá þessari af- stöðu undanfarið, en atburðir síðustu mánaða í eigin lífi og þeirra sem ég hef rætt við um þessa afstöðu bendir til þess að hún sé mikilvæg á sinn hátt. Aðsjá . . . „Að sjá er annað en að fá“ er setning sem kemur upp í huga minn þegar 150 gráðu aístaðan er annars vegar. Þetta táknar að margvísleg áhrif koma inn í líf Tvíburans sem vekja til umhugsunar, án þess að allt of margt gerist. Næsta ár verður því ár þenslu, frelsis og aukins léttleika jafnframt því sem margar hugmyndir kvikna sem bíða betra tíma. Tvíburinn losar um böndin, sáir í jörðina og bíður síns vitjunartíma. il l ■ 'J ni GRETTIR BRENDA STARR srueeflR se/n MALDA AB FRAAInh LyE)- —FUSE>IS/h/S ByGGIST A //EFUDÐUYBL AD/HFUí- l trú aæ 6E7STÞA&Tj\ D'GA EKICIÆD þ/NGMADUey SPyRTA, SP//J. -þE/p LJOSKA SMAFOLK I TRIEP TO 6IVE TME REP BARON A BIRTMPAV CAKE.AMP ME 5M0T IT FULL OF M0LE5... Ég reyndi að gefa Rauða baróninum afmælistertu, en hann skaut hana í klessu . .. JE RE6RETTE BEAUCOUP., g P0N‘T BE 5AP; FLYIK6 ACE... | YOU UUERE VERY BRAVE, ANP ! YOU MAPE MIM L00K F00LI5M..I En leitt, vertu ekki dapur, flugkappi ... þú varst mjög djarfur og þú gerir hann kjánalegan. TOUT VA 0IEN! 50MEPAY THEY WILL LAU6M ANP 5AY |lME 5M0T POWN E16MTY PLANE5 ANP ONE BlRTMPAY CAKE.'" Og hvað svo! Einhvern tíma verður hlegið og sagt, „Hann skaut niður 80 flug- vélar og eina afmælis- tertu!“ -k BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður verður sagnhafi í sex hjörtum, án þess að andstæðing- amir hafi skipt sér af sögnum. Norður ♦ 843 • *D3 ♦ 109754 ♦ K72 Vestur Austur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Suður ♦ ÁK6 ♦ ÁKG1094 ♦ - ♦ ÁD63 Útspil vesturs er tígulás. Hvemig er best að spila? Sagnhafi á 11 slagi og ekki marga möguleika á þeim 12. Helsta vonin er að laufið liggi 3—3, en fyrirframlíkur á því eru ekki mjög miklar, eða tæplega 36%. En getur hann unnið spilið í einhverri legu ef laufið er ekki 3-3? Ein hugmynd er að taka einu sinni tromp og spila svo laufinu þrisvar. Ef sami andstæðingur á tvö lauf og eitt hjarta má trompa fjórða laufið í blindum. Slík lega er heldur ólíkleg og betri hugmynd er að fara strax í laufíð, spila ás, kóng og síðan litlu á drottninguna. Þá er verið að hugsa um þessa legu: Norður ♦ 843 ♦ D3 ♦ 109754 ♦ K72 Vestur Austur ♦ D95 ♦ G1072 ♦ 752 II ♦ 86 ♦ ÁK6 ♦ DG832 ♦ G985 Suður ♦ ÁK6 ♦ 104 ♦ AKG1094 ♦ - ♦ ÁD63 Trompi austur, á sagnhafí enn laufdrottninguna til góða. Hann getur þá tekið einu sinni tromp, fleygt spaða niður í laufdrottn- inguna og stungið spaða. Og trompi austur ekki, verður íjórða laufíð stungið með drottningu blinds. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í deildakeppninni í vetur kom þessi staða upp í skák þeirra Þrastar Þórhallssonar, Taflfé- lagi Reykjavíkur, suðaustur- sveit, sem hafði hvítt og átti leik, og Þorvaldar Logasonar, Tafl- félagi Garðabæjar. Svartur hafði haft góða stöðu fyrr í skákinni, en þegar hér var komið sögu hafði hann gert þau mistök að opna línur á kóngsvæng, sem hvítur gat hagnýtt fyrir hróka sína. 32. HxfB! (Mun betra en 32. Hh2? - Bh3) 32. - HxfB 33. Dg3 — Dh7 34. Dg5 (Hótanir hvíts eru of margar, svartur verð- ur að gefa drottninguna eða verða mát) 34. - Hh6 35. Dd8+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.