Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 11 Davíð Schevlng Vilhjálmur Jón Torfl Albert Thorsteinsson Lúðvíksson Jónasson Jónsson Framkvæmdanefnd oq einstakir höfundar skýrslna: LAN6ÞREYTTIR, EN VILJA EINDREGIÐ LJÚKA VERKINU „Það þarf oft minna til en það að formaður nefiidarinnar verði ráðherra, til þess að starf nefiidar sem þessarar, leggist í dvala,“ sagði Vilhjálmur Lúðvíksson, forsljóri Rannsóknaráðs ríkisins, er hann var spurður álits á því að störf framtíðarspámeftidarinn- ar lögðust niður, en hann átti sæti I framkvæmdanefhdinni. Við- hjálmur vísar þarna til þess að Jón Sigurðsson, þáverandi for- stjóri Þjóðhagsstofiiunar og formaður framkvæmdanefiidar um framtíðarspá ákvað að snúa sér að stjórnmálum, og var skömmu síðar orðinn viðskiptaráðherra, eins og alkunna er. Fleiri taka í sama streng og telja að það hafi ráðið úrslitum um starfið að Jón snéri sér að pólitík, en allir virðast þó þeirrar skoðunar að ljúka beri verkinu hið fyrsta, og teþ'a það af hinu góða. Vilhjálmur segist telja að mjög gott undirbúningsstarf hafi verið unnið, og komið ýmsu til leiðar. Nú þurfi að fylgja því eftir og fullvinna það sem ólokið sé og það sé vissulega ámælisvert að verkinu hafi ekki verið lokið á sínum tíma. Vilhjálm- ur er ekki þeirrar skoðunar að það sé tilgangslítið að reyna að gera sér í hugarlund hvernig hlutimir lítí út hér á landi eftir aldarfjórð- ung eða svo: „Það er ekki spáin sjálf sem skiptir máli, eða það hvort hún er rétt eða röng. Held- ur það að reyna að sjá fyrir hætt- ur eða möguleika og vekja við- brögð til þess að bregðast við hættunum eða hagnýta sér tæki- færin. Þriðja markmiðið með svona verkefni er að vekja um- ræðu um mikilvæg mál, jafnvel þó að menn sjái ekki endanlega hina einu sönnu lausn eða niður- stö_ðu,“ segir Vilhjálmur. í sama streng tekur Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrek- andi sem einnig átti sæti í fram- kvæmdanefndinni. Davíð segist ekki efast um að störf þeirra sem unnu að framtíðarspánni hafi ver- ið af hinu góða og að endurvakn- ing þess starfs verði það einnig. „Mér hefur satt að segja ofboðið og ég hef haft afar miklar áhyggj- ur af því hversu það hefur dregist úr hömlu að ljúka þessu verki og koma skýrslunum út á prent, en ég fagna því ef nú á að ljúka því, þar sem ég tel að hér sé ver- ið að vinna mjög þarft verk,“ seg- ir Davíð. Davíð bendir á að umræða af þessu tagi vekji menn til um- hugsunar um það sem koma skal á öðru plani, en dagleg stjóm- málaumræða geri. Hvort spáin sem slík fái staðist skipti engu máli, enda hljóti hún að vera meira og minna röng. Hann nefn- ir sem dæmi að í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar um skólamál, sem nú bíður útgáfu komi fram að árið 1960 hafí verið einn starfs- maður í skólakerfinu um hveija 20 nemendur, en 25 árum síðar, árið 1985 sé einn starfsmaður skólakerfisins um hveija 10 nem- endur, og að því sé spáð í fullri alvöru að 10 árum síðar, eða 1995, verði aðeins sex nemendur á hvern starfsmann skólakerfis- ins. Þó að enginn stóri sannleikur sé fólginn í svona hugleiðingum, hljóti þetta að vekja fólk til alvar- legrar umhugsunar um hvert stefni í íslensku þjóðlífi. Jón Torfi Jónasson, prófessop í uppeldisfræðum við Háskóla ís- lands er höfundur skýrslunnar um skólamál. Hans skýrsla hefur ver- ið tilbúin til útgáfu síðan sl. haust og segist hann vera orðinn nokkuð langeygur eftir því að í útgáfuna verði ráðist. Til stendur að gefa þessa skýrslu út í bók með skýrslu um menningarmál og skýrslu um tækni og menningu. Allar þessar skýrslur eru tilbúnar til útgáfu, en hugsanlega stóð til að fjórða skýrslan væri gefin út með þess- um þremur, og hefur staðið á því að hún yrði tilbúin. Jón Torfí telur þetta vera ástæðu þess að útgáfan hefur dregist svo á langinn. Jón Torfi sagðist hafa nokkrar áhyggjur af þessu máli, þar sem hans skýrsla væri þannig að hún úreltist. „Ég grennslaðist því fyrir um þetta hjá Hallgrími Snorra- syni, hvort skýrslan yrði gefin út í bráð, eða hvort ég yrði að gera þetta sjálfur," sagði Jón Torfí, og bætti við að hann hefði ekki hugs- að sér að bæta neinu við skýrslu sína, því slíkt yrði ekkert annað en umskrift á öliu verkinu. Albert Jónsson starfsmaður öryggismálanefndar, er höfundur öryggismálaskýrslunnar sem um langa hríð hefur verið fullsamin, og vel það, þar sem hann hefur fært skýrsluna til nútímans einu sinni, frá því hann lauk skrifunum og á sl. sumri var hann beðinn um að gera það öðru sinni, en neitaði. „Ég sagði einfaldlega að ég hreyfði ekki við því að breyta kaflanum, fyrr en mér væri sagt nákvæmlega hvenær mín skrif ættu að koma út, og þá skyldi ég hafa minn hluta tilbúinn á réttum tíma,“ sagði Albert. Hann kvaðst allt eins eiga von á því að hefja endurskrifin enn einu sinni, innan tíðar, fyrst nú væri stefnt að því að ljúka verkinu. Hallgrímur Snorrason unni, en hún væri að kalla tilbúin í hapdriti, og hefði verið um nokk- urt skeið. Hann'sagði að ritið um Löggjöf og landshagi væri ekki jafnvel á veg komið, þar sem skoð- unin á þróun loggjafar og stjóm- arfars, fram í tímann, væri mjög umfangsmikið. Aðrir þættir í það rit, eins og Fjárhagur hins opin- bera og Fjármagnsmarkaður 1 væru tilbúnir eins og frá þeim hefði verið gengið'fyrir hálfu öðru ári. Þó kynni að vera að eitthvað þyrfti að endurskoða þá, vegna þess hversu það hefði dregist að koma þeim út. Jón telur að það sé ekki langt í land með að hægt verði að gefa út aðra þætti könn- unarinnar, sem ekki eru komnir á prent, eins og efnahagshorfur fram yfir aldamót og yfirlitsrit. Hallgrímur Snorrason, hag- stofustjóri tekur í sama streng, en hann mun taka við formenns- kunni í framkvæmdanefndinni af Jóni. Hallgrímur áætlar að hægt verði að ljúka því starfi sem eftir er á um einu ári og að það verði ekki svo kostnaðarsamt, þar sem þegar hafi verið svo mikið gert. Telur hann að kostnaður við vinnu, prentun o.þ.h. sem eftir er, ætti ekki að fara mikið yfir 2 milljónir króna. Forsætisráðherra var spurður hvort það væri ekki nægjanlega erfítt viðfangsefni, sem Þjóð- hagsstofnun fengist við, þ.e. að gera þjóðhagsspár frá ári til árs: „Þjóðhagsstofnun er að skoða þróun á líðandi stundu í efnahags- málum, en hér er verið að reyna að horfa til framtíðar og hvert þróunin stefnir," sagði Steingrím- ur og bætti við að hann gerði sér grein fýrir að hér væri ekki um nákvæm vísindi að ræða, en hann teldi skoðun af þessu tagi engu að síður geta verið mjög gagn- lega. • Forsætisráðherra nefndi sem dæmi um það sem hann taldi hafa komið að gagni nú þegar, væri mannfjöldaspá, álagskönnun á heilbrigðiskerfið og álit fiski- fræðinga um afkastagetu fiski- stofnana. Því kvaðst hann telja að sjálfsagt væri að ljúka þvi verki sem hafið hefði verið, fyrir tæpum fimm árum. — Spurningunni hvort svona könnun væri þá nauðsynleg þjóð- inni, svaraði forsætisráðherra á eftirfarandi hátt: „Nauðsynleg og ekki nauðsynleg. Vitanlega er ekki nóg að sulla bara hér í sund- laugunum, eins og ég geri stund- um í hádeginu og láta sér líða vel! í hreinskilni sagt tel ég að allt það verk sem búið er að vinna núna, til þess að grafast fyrir rætur vandans, hefði átt að vinn- ast miklu fyrr. Menn hefðu átt að gera sér grein fyrir þvl miklu' fyrr, hvernig stefnir með fjár- magnskostnað og skuldastöðu fyrirtækjanna. Við höfum hagað okkur eins og algjör fífl á undanf- örnum árum,“ sagði forsætisráð- herra. HHB ELDHÚS Vegna breytinga á verslun okkar eru nokkur sýn- ingareldhús til sölu með 30% afslætti. Einnig er til sölu með góðum afslætti og greiðslu- - kjörum stórglæsileg eldhúsinnrétting, sem notuð var í íbúð Ragnhildar og Jakobs á heimilissýningu í Laugardalshöll ’88. ALNO eldhús, Grensásvegi 8. S. 84448 - 84414. KARATEFÉLAG REYKJA VÍKUR Erum að hefja starfsemi í nýju húsnæði í kjallara Sundlaugarinnar í Laugardal og getum nú loks tekið inn byrjendur aftur. Skráning fer fram í síma 35025 dagana 9.-13. janúar milli kl. 18.30-20.00. Fullorðinna- og krakkaflokkar. K.F.R. GOLF8KÓLI IOII\ •^ J DRlMMO\D Opnar á morgun í rúmgóðu húsnæði á Bíldshöfða 16. Skólinn er ætlaður byrjend- um og lengra komnum golfurum. Opið á virkum dögum kL 16-22 og um helgar kl. 11-16. Pantið tíma sem fyrst. Golfskóli John Drummond 8iml 674199 mmá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.