Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 40
 GÆÐANNA VEGNA! MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Dansinn hækkar um 20% DANSSKÓLARNIR fengu ný- lega heimild hjá Verðlagsstofiiun til að hækka skólagjöldin um 20%. Dansskólamir hækka þjónustu sína yfírleitt einu sinni á ári. Þegar skólamir hófust í haust óskuðu for- ráðamenn þeirra eftir hækkun en vegna algerrar verðstöðvunar sem gilti í september var hækkun ekki heimiluð. Guðmundur Sigurðsson viðskiptafræðingur Verðlagsstofn- *»nar segir að í þeirri verðstöðvun sem nú gilti væru heimilaðar hækk- anir sem kæmu til einu sinni á ári og tekið mið af verðlagsþróun. Dansskólamir hefðu ekki hækkað skólagjöldin í heilt ár og því hefði þessi hækkun verið heimiluð. Hann sagði að einstaka þjónustufyrirtæki önnur, sem væru í svipaðri aðstöðu, hefðu einnig fengið heimild til hækkunar. Bensínverð- ið óbreytt um sinn NÝTT verð á bensíni verður ekki tekin upp strax þrátt fyrir gengisfellingu isiensku krónunnar. Gengisfellingin raskaði for- sendum verðlagningarinnar um áramótin en samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar Sigurðsson- ar hjá Verðlagsstofnun veitir staða innkaupajöfnunarreikn- ings svigrúm til að fresta end- urskoðun bensínverðsins. Óli Þ. fjórði ráðherra krata? ÓLA Þ. Guðbjartssyni, þing- manni Borgaraflokks i Suður- landskjördæmi, hefur verið boð- ið 1. sæti á lista Alþýðuflokks þar í næstu þingkosningum, gangi hann í flokkinn. Hann mun líklega þekkjast þetta boð, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Framsóknarmenn munu ekki sáttir við að gengið sé til samninga við Borgaraflokkinn undir þessum formerkjum. Þá liggur það svo gott sem fyrir að Borgaraflokkurinn gengur ekki óskiptur til samstarfs við ríkisstjómina. Ingi Bjöm Al- bertsson lætur að því Iiggja í sam- tali við Morgunblaðið í dag, að hann muni ekki styðja slíkt samstarf. Þannig kann að vera að hann, ásamt föður sínum, Albert Guð- mundssyni, og að öllum líkindum einnig Hreggviði Jónssyni, muni segja skilið við Borgaraflokkinn innan tíðar, takist samkomulag á milli stjómar og annarra Borgara- flokksmanna. Sjá Stjórnmáladagbók, bls. 6 og viðtal við Inga Björn Al- bertsson, bls. 16-17. Morgunblaðið/Sverrir Viðgerð á rafinagnslínunni hófst í gærmorgim. Á myndinni sést er komið var með nýjan staur á þann stað er línan var í sundur. Á innfelldu myndinni sést línuendinn. Aburðarverksmiðjan rafinagnslaus: Talið að rafinagnslínan hafi verið skotin í sundur 17 megavött með 35.000 volta spennu eru flutt um línuna Áburðarverksmiðjan í Gufunesi stöðvaðist um kl. 2.30 aðfara- nótt laugardagsins er rafinagnið fór af henni. Talið er að raf- magnslínan til verksmiðjunnar hafi verið skotin í sundur. Rann- sóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en fúndist hafa 7 riffilskothylki á þeim stað sem rafinagnslínan er í sundur. Um er að ræða línuna frá spennistöðinni við Korpu. Um þessa línu er flutt 17 mega- vatta orka með 35.000 volta spennu. Talið er að skotið hafi verið á einangrara sem línan hangir í á staur sem er í um 800 metra fjarlægð frá verksmiðj- unni. Er línan fór brann staurinn. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar, segir að í um 15 metra fjarlægð frá staumum sem brann sé vegaslóði og að á þessum slóða hafi skothylkin sjö fundist þannig að ekki sé hægt útiloka að um skemmdarverk hafi verið að ræða. „Við verðum fyrir töluverðu framleiðslutjóni af völdum raf- magnsleysisins, en ekki er hægt að segja til um nákvæmlega hversu mikið það tjón verður fyrr en vitað er hversu lengi fram- leiðslan mun liggja niðri,“ segir Hákon Björnsson. Viðgerð við línuna hófst strax í gærmorgun og átti Hákon von á að henni myndi ljúka laugar- dagsnóttina eða á sunnudags- morgun. Sundhöllin og Laug- ardalslaug þarftiast mikilla endurbóta VERULEGAR endurbætur þarf að gera á Sundhöllinni og sund- lauginni í Laugardal samkvæmt úttekt er byggingadeild borgar- verkfræðings og Iþrótta- og tóm- stundaráð hafa látið framkvæma. Einhveijar viðgerðir þarf einnig að framkvæma á Vesturbæjar- lauginni, Laugardalshöllinni og Laugardalsvelli. Málið er enn á frumstigi en talið er að kostnað- urinn við þessar viðgerðir geti numið um 200 m.kr. Guðmundur Pálmi Kristinsson, yfirmaður byggingadeildar, sagði að safnast hefði saman margra ára viðhald á þessum mannvirkjum, þau væru sum einfaldlega komin á tíma. Niðurstöður úttektarinnar og tillögur byggingadeildar hefðu nú verið kynntar forstöðumönnum við- komandi stofnana og ráðum borgar- innar og væru til umræðu í spamað- amefnd borgarinnar. Taldi hann ekki miklar líkur á að hafist yrði handa við viðgerðir á þessu ári. Brýnustu málin væru Sundhöllin og sundlaugin í Laugardal. í Sund- höllinni þyrfti m.a. að gera við eða skipta um flísar og glugga. Þakið væri farið að leka og trévirki ofan á steyptri plötu væri orðið fúið. Þá væri einangrunin ónýt. I Laugardalslauginni væri það sjálf laugin og lagnimar sem þyrfti að endurnýja og þyrfti því að loka lauginni í einhvem tíma. Hefði m.a. komið upp sú hugmynd að skipta lauginni í tvennt og hafa grunnu laugina opna ásamt heitu pottunum og vatnsrennibraut meðan djúpa laugin er tekin í gegn, en hún væri í verstu ásigkomulagi. Enn er þó alls óráðið hvernig staðið verði að þessu. í Laugardalshöll þarf að huga að rafmagnsmálum og einhvetjar end- urbætur þarf einnig að gera á Laug- ardalsvelli og Vesturbæjarlauginni. Sorp flokkað ínnanhúss Stórir skálar reistir í Hádegismóum BYLTING er fyrirhuguð í meðferð sorps á höfúðborgar- svæðinu í samvinnu 8 sveitarfélaga sem taka við 67% af sorpi landsmanna. En þar kemur meira sorp frá hverjum íbúa að meðaltali á ári en vitað er um í nokkru öðru landi, eða 900 kg á mann. Verður öllu sorpi ekið í tvo skála, 2.000 fermetra skála fyrir iðnaðarsorp og 1.000 fermetra skála fyrir húsasorp, þar sem tekið verður úr sorpinu það sem nýta má og endurvinna og öll varhugaverð efiii Qarlægð, en afgangurinn pressaður í vírbundna bagga til flutnings á urðunarstað. Sótt hafði verið um lóð undir skálana miðsvæðis í Fífu- hvammslandi í Kópavogi, en því var nýlega hafnað. Reykjavíkur- borg nefur því úthlutað landi undir flokkunarstöðina í Hádeg- ismóum sunnan við Golfvöllinn í Grafarholti, þ.e. milli hans og Rauðavatns. Hefur verið sótt um staðsetningarleyfi fyrir húsin til Hollustuvemdar. Þar með er haf- ist handa um framkvæmdir og breytt vinnubrögð, sem taka eiga við eftir að Gufuneshaugamir verða lagðir niður á árinu 1990. Ekki hefur enn verið fenginn urðunarstaður fyrir baggana. Miklar rannsóknir hafa farið fram á heppilegasta urðunarstað og stór svæði útilokuð vegna vatnsvemdar, grunnvatns, lekra hrauna, nálægðar við byggð og matvælaframleiðslu o.fl. Fýsileg- ustu urðunarstaðimir reynast vera frá Köldukvísl að Tíðaskarði vegna þétts undirlags, nálægðar við sjó, minnstrar umhverfis- röskunar og nægs þekjuefnis. Sveitarstjóm Kjalameshrepp hefur alfarið hafnað því að nokk- urt sorp komi þar í hrepp til urð- unar. Hafa menn augastað á 1-2 öðmm stöðum, en málið er óleyst og Gufuneshaugarnir að verða fullnýttir. Sjá nánar grein og myndir á bls. 22-24 í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.