Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 3

Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 - C 3 Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur: Onæmísþjálíun Slökun best gegn fœlni „Það er afar einstaklingsbundið hvaða aðferð dugir til að draga úr eða „lækna“ tannlækna- hræðslu. Ein aðferð, sem byggist á slökun, er ef til vill sú besta,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Ef einstaklingur þjáist af fælni, hvort sem það er tannlækna- fælni, eða fælni við aðra hluti eða aðstæður, er mikilvægt að athuga sálfræðilega þætti í fari viðkomandi áður en meðferð er valin," segir Johann Ingi. „Meðal þess sem þarf Jóhann ingi Gunnarsson sál- fræðingur: „Mikilvægt að gefast ekki upp þó ein aðferð hafi ekki borið tilætlaðan árangur, heldur þarf þá að reyna nýja leið.“ að athuga er eðli viðbragða hins hrædda. Þá er mikilvægt að gefast ekki upp þó ein aðferð hafi ekki borið tilætlaðan árangur, heldur þarf þá að reyna nýja leið. Ein algengasta aðferðira til að draga úr fælni byggist á slökun, og er svokölluð ónæmisþjálfún. Pólki er kennd einföld slökunar- tækni, því til að ná góðum árangri í sálfræðilegri meðferð er mikilvægt að viðkomandi geti slakað vel á. í meðferðinni sjálfri lærir hinn hræddi stig af stigi að nálgast það sem hann hræðist og ná tökum á hræðslunni, í þessu tilfelli hræðslu við tannlæknastofuna og aðstæður þar. Viðkomandi bytjar á að komast í slökunarástand, þá ímyndar hann sér að hann fari til tannlæknis. Hann byijar t.d. á því að ímynda sér: Sjálfan sig taka ákvörðun um að fara til tannlæknis. Panta tíma hjá tannlækni. Mæta á tannlæknastofuna. Bíða á biðstofunni. Setjast í tannlæknastólinn. Að tannlæknirinn byiji að skoða tennumar; og svo framvegis. Mikil- vægast er að viðkomandi sé alltaf í slökunarástandi þegar hann kallar þessar myndir fram í huganum. Viðkomandi fer síðan yfir allt ferlið í huganum aftur, ímyndar sér aftur að hann taki ákvörðun um að fara til tannlæknis, hringi og panti tíma o.s.frv. án þess að verða hræddur eða spenntur. Þannig getur maður undirbúið sig undir raunveruleikann, en lykilatriði hér er að menn læri að tengja ákveðið viðbragð við áreiti sem áður olli kvíða, í þessu tilfelli tilhugsuninni um tannlækninn. Önnur aðferð sem einnig’ byggist á slökun Einnig eru til aðferðir sem eru í eðli sínu svipaðar, en byggjast þó á því að fólk nálgast í raun og veru það sem veldur hræðslu (tann- lækninn, tannlæknastofuna og að- stæðumar þar.) Slökun blandast einnig inn í þessa aðferð. Maður nálgast „hinar hræðilegu aðstæður" smám saman án þess að verða felmtri sleginn. Það tryggir maður til dæmis með slökunartækni. í þessu tilfelli er einnig mikilvægt að einstaklingurinn veiti sér ekki þann munað að öðlast hugarró með því að flýja aðstæðumar." HVAÐ BORGAR HIÐ OPINBERA? I íki og sveitarfélög greiða fyrir þjónustu skólatannlækna og skipt- XVast greiðslumar til helminga. Kjósi fólk frekar að leita til ann- arra tannlækna er endurgreiðsla sem hér segir: 0 til 6 ára: 75% 6 til 16 ára: 100% af almennum viðgerðum. 6 til 16 ára: 50% af gullkrónum og tannréttingum. 16 til 17 ára: 50% af allri þjónustu. Ellilífeyrisþegum og öryrkjum: yfirleitt 50 til 75%, en þó eru dæmi þess að hjá þessum hópi sé tannlæknaþjónusta endur- greidd að fullu. lu SKYNDISALA 20% AFSLATTUR af öllum vörum i 3 daga. M.a*. frakkar ★ jakkar ★ buxur ★ úlpur ★ peysur ★ skyrtur ★ sloppar ★ teppi ★ mottur ★ töskur ★ grill ★ o.fl. ★ o.fl. Notió tækifærió. Aóeins 3 dagar. Aðalstræti 2, Sími 11350 9 9 TRYGGT TOLVUNAM! Tölvuskólar Stjórnunarfélags íslands og Gísla J. Johnsen sf. hafa sameinað krafta sína. Námsgögnin verða enn betri en áður og reynd- ir leiðbeinendur tryggja hagnýt og vönduð námskeið. Að baki standa traustir aðilar, sem háfa mikla reynslu í atvinnulífinu og vita hverj- ar þarfir atvinnuvega og einstaklinga í tölvumálum eru. Hver nem- andi hefur tölvu út af fyrir sig. NÁMSSERÁ í JANtJAR 1989 NÁMSKEIÐ KLST. TÍMI DAGS. KENNSLUSTAÐUR TÖLVUÞJÁLFUN 60 08.30-12.30 23. JAN - 10. FEB. ÁNANAUST 15 TÖLVUGRUNNUR 40 19.30-22.30 16. JAN. - 17. FEB. ÁNANAUST 15 GRUNNNÁMSKEIÐ 8 13.00-17.00 16.-17. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 DOS STÝRIKERFI 1 12 13.00-17.00 18.-20. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 WORDPERFECT 16 08.30-12.30 16.-19. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 WORD 16 08.30-12.30 10.-13. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 MULTIPLAN 16 13.00-17.00 23.-26. JAN. NÝBÝLAVEGU R 16 EXCEL 16 13.00-17.00 10.-13. JAN. NÝBÝLA VEGU R 16 VENTURA 20 08.30-12.30 30. JAN. - 3. FEB. NÝBÝLAVEGUR 16 Upplýsingar og skráning í símum 621066,641222. m TÖLVUSKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS TÖL VUSKÓLARA TÖLVUSKÓLI GÍSLA J. JOHNSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.