Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 9

Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 8. JANÚAR 1989 € U VÍSINDIÆrfimmti krafturinn ab gufa upp? Vegið að lögmáli Newtons 5. Einar Eiríksson sýslumaður í Vatnsfirði (d. 1381). 6. Björn Einarsson Jórsalafari í Vatnsfirði (d. 1415). 7. Kristín Bjarnadóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) (d. 1459). 8. Björn Þorleifsson hirðstjóri á Skarði á Skarðsströnd (d. 1467). 9. Þorleifur Björnsson hirðstjóri á Reykhólum (d. um 1486). 10. Helga Þorleifsdóttir í Haga á Barðaströnd 11. Kristín Eyjólfsdóttir biskupsfrú í Skálholti (um 1560). 12. Árni Gíslason prestur í Holti undir Eyjafjöllum (um 1549-1621). 13. Guðríður Árnadóttir sýslumannsfrú í Eyjum í Kjós (1578-1668). 14. Ingibjörg Ormsdóttir í Bæ í Borgarfirði (um 1598— 1671). 15. Ingibjörg Björnsdóttir á Suður-Reykjum. 16. Grímur Sigurðsson hreppsstjóri í Litla-Lambhaga í Skilmannahreppi (f. 1671). 17. Ólafur Grímsson bóndi í Hvítanesi. 18. Böðvar Ólafsson bóndi í Melkoti í Leirársveit (1749-1779). 19. Margrét Böðvarsdóttir í Örnólfsdal í Þverárhlíð (1778— 1838). 20. Böðvar Jónsson bóndi í Fljótstungu í Hvítársíðu (1802-1869). 21. Helgi Böðvarsson bóndi á Lambastöðum í Álftanes- hreppi (1842-1899). 22. Guðjón Helgason vegavinnuverkstjóri í Laxnesi (1870-1919). 23. Halldór Laxness rithöfundur á Gljúfrasteini (f. 1902). Almennir eiginleikar efnisins, eins og það að vera hart, fljót- andi, geislavirkt eða gegnsætt, ákvarðast af tilvist krafta sem virka, hver á sinn hátt, á milli sam- einda efnisins. Þangað til fyrir rúmlega tveimur árum voru eðlis- fræðingar sann- færðir um að skýra mætti alla fjölbreytni efnisins með tilvist og virkni einungis fjögurra náttúrukrafta. Þyngdar- krafturinn stýrir gangi himintungla og vetrarbrauta, bylgjur rafsegul- kraftsins eru undirstaða hljóðvarps, sjónvarps og annarra fjarskipta- tengsla, sterki kjarnakrafturinn sér um það að halda atómkjarnanum saman, en veiki bróðir hans veldur geislavirkni af margskonar tagi. Það kom ýmsum mjög að óvart þegar eðlisfræðingurinn E. Fisch- bach og félagar hans frá Prude- háskólanum í Bandaríkjunum töldu sig hafa fundið vísbendingu um „fimmta kraftinn". Athuganir þess- ara fræðimanna bentu til þess að þyngdaraflsfræði Newtons, sem verið hefur ein af meginstoðum hefðbundinnar eðlisfræði í meir en þijár aldir, þarfnaðist smávægilegr- ar leiðréttingar. Aðdráttarkraftsjafna Newtons lýsir því hvernig þyngdarkrafturinn á milli tveggja efnislegra hluta er í réttu hlutfalli við margfeldið af massa þeirra og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina á milli þeirra í öðru veldi. Fischbach og félagar telja að jafna Newtons sé ekki rétt þegar um ijarlægðir af stærðargráðunni 10—1.000 m'etrar er að ræða. Leið- réttingin lýsir sér sem tilvist frá- hrindandi viðbótarkrafts sem breyt- ir styrkleika þyngdarkraftsins á þessu lengdarbili. Til að byq'a með voru viðbrögð eðlisfræðinga við tilgátu Fischbach og félaga varkárnisleg og full efa- semda, en með tímanum hefur dregið úr efasemdunum (a.m.k. hjá sumum) þar sem ýmsar mælingar, framkvæmdar af mismunandi starfshópum í mismunandi löndum, virtust styðja við bakið á hugmynd- inni um 5. kraftinn. Þyngdarsviðsmælingar eru erfið- ar þar sem langdrægni þyngdar- kraftsins útilokar að hægt sé að taka tillit til alls þess efnis sem hefur áhrif á niðurstöður mæling- anna. Þær mælingar sem hingað til hafa verið taldar nákvæmastar voru gerðar í 1,6 kílómetra djúpri borholu í Grænlandsjökli. Þyngdar- sviðsmæli var sökkt ofan í bor- holuna og hundrað mælingar í senn framkvæmdar á 200 metra milli- bili. Niðurstöður mælinganna bentu til þess að viðbótarkraftur væri að verki, sem yfir stuttar vegalengdir styrkti þyngdarkraftinn um 1,7 til 3,9 prósent. Þetta er andstætt því sem Fisch- bach og félagar gerðu upphaflega I ráð fyrir (þeir töldu að 5. krafturinn mundi veikja þyngdarkraftinn), en í samræmi við niðurstöður mælinga sem gerðar voru af vísindamönnum bandaríska flughersins í háumsjón- varpsturni á síðastliðnu ári. í ljósi þessara niðurstaðna hafa nokkrir fræðimenn því freistast til að gera ráð fyrir tilvist 6. kraftsins! Jafnvel þó ís Grænlandsjökuls sé mjög samleitur er erfitt að taka til- lit til truflandi áhrifa berggrunnsins sem jökullinn hvílir á. Það er því von manna að fljótlega verði hægt að endurtaka mælingarnar í 4 kíló- metra djúpri borholu á suðurskaut- inu. Jökulbreiða suðurskautsins er langtum þykkari en Grænlandsjök- ull og því mun truflandi áhrifa berg- grunnsins ekki gæta þar að sama skapi. Verstu fréttimir fyrir 5. kraftinn komu þann 17. nóvember síðastlið- inn, en þá birtu D.F. Bartlett og Stefan Forche frá háskólanum í Colarado grein í vísindatímaritinu „Physical Review Letters" þar sem þeir leiða rök að því að líta megi á fimmta kraftinn sem tilraunafræði- legt vandamál frek- ar en nýja spennandi kenningu. Þeir benda á að upphaf vandamálsins sé trúlega sú staðreynd að erfítt er að stað- festa lögmál New- tons þegar um er að ræða fjarlægðir sem eru á bilinu frá nokkrum tugum metra og upp í nokkur hundruð kílómetra. Hugmyndin um fimmta kraftinn sé því fyrst og fremst tilkominn vegna ónákvæmni mælinga. Sú staðreynd að nokkrir starfshópar hafa ýmist greint sterkari eða veik- ari kraft en hefðbundna kenningin gerir ráð fyrir bendir til að þessi skýring geti verið rétt. Trúlegt er að sumum hitni í hamsi við að heyra slíkar stað- hæfingar, en hvað sem því líður er áreiðanlegt að síðasta. orðið um fimmta, eða sjötta kraftinn hefur ekki verið mælt. eftir dr. Sverri Ólafsson Vetrarútsalan hefst á morgun í báðum búðunum. Kápur — kjólar — buxur — pils — sloppar — náttfatnaður Komið og gerið góð kaup. lympi Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.