Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 10

Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 10
1« c MoitGtiNBLAÐiÐ MANNLÍFSSTRAUMAR ÍM MM jmbtAjarájaaoM DAGUR 8. JANÚAR 1989 AUGNLÆKNASTOFA FLYTUR Hef flutt augnlæknastofu mína í Uppsali, 3. hæð, Kringlunni 8-12. Nýtt símanúmer 680797. Tímapantanir daglega frá kl. 9-17. Kristján Þórðarson, augnlæknir. AUGNLÆKNASTOFA OPNAR Hef opnað augnlæknastofu í Uppsöl- um, 3. hæð, Kringlunni 8-12 Tímapantanir daglega í síma 680757. Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir. KARATE SANKU-DO-KAI Námskeiðfyrir byrjendur og lengra kgmna hefjast í Arseli íÁrbæ 16. janúar. Kenntverður mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19.00-22.00 og laugardaga frá kl. 13.00-16.00. Karate fyrírkonur, karla, unglinga og börn. Þjálfari er V. Carrasco, 1 DAN. Innritun á staðnum Upplýsingarí síma 77593 eftirkl. 19.00. KARATEDEILD FYLKIS Tilt þn veróa sklptinemi í §umar? AFS býður ungu fólki 6 vikna sumardvöl og mála- nám sumarið 1989 í: ★ Danmörku, Finnlandi, Spáni, Sviss, Þýskalandi, Portúgal, Túnis: 15-18 ára. ★ Bretlandi, sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. ★ Noregi, sveitastörf: 18-20 ára. ★ Bandaríkjunum, enskunám: 15-25 ára. Umsóknartíminn er frá 9. janúar til 15. febrúar. Skrifstofan er opin frá kl. 14-17 virka daga. AFS Á (SL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagötu 61, Pósthólf 753 121 Reykjavík, sími 91-25450. «EITT BESTA HEILSURÆKTARTILBOD ÁRSMS ” Þolleikfimi, æfingar í tækjum og teygjur. Ódýrt, einfalt og gott, í frábærum félagsskap undir leiðsögn valinna leibeinenda. Námskeiðin hefjast mánudaginn 9. janúar. Skráning í síma 42230 eða 45417 alla daga. ÆFPfiASTODIRl ROSKVA í DIGRANESI LÖGFHÆÐI/TT/r hjúskapurinn ógildur eba ógildanlegur? Gifting í annars nafiii Isumar sem leið kom all sérstætt mál fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Það sýnir e.t.v. að raunveruleikinn getur stundum verið lygilegri en skáldskapurinn. A.m.k. má ljóst vera að langt er í land með að lögin verði svo fullkom- in að þau taki á öllum mögulegum álitaefnum sem upp geta komið. effir Davíð Wr Enda þótt mál Björgvinsson þetta hafi verið nokkuð í fréttum í sumar sem leið og vakið talsverða athygli er rétt að rifj'a það svolítið upp. Málsatvik voru þauu að snemma árs 1986 komu skötuhjú nokkur fyrir prest í Reykjavík og fóru þess á leit að hann gæfi þau saman í hjónaband. Við vígsluna gaf konan upp nafn systur sinnar og falsaði undir- skrift hennar undir öll nauð- synleg skjöl og afhenti fæðing arvottorð hennar. Var þessu komið í kring að undirlagi svaramanna „brúðhjónanna" í því skyni að ná út skyldu- sparnaðarinneign syst- urinnar. Það var ekki fyrr en einu ári síðar að systurinni varð ljóst að hún var í hjóna- bandi. Sneri hún sér tafarlaust til dóms- málaráðuneytisins um leiðréttingu sinna mála. Þar sem dómsmálaráðuneytið hafðist ekkert að í málinu varð úr að systirin höfð- aði mál fyrir bæjarþingi Reykjavík- ur. Þegar lögin um stofnun og slit hjúskapar nr. 60/1972 eru skoðuð er e.t.v. ekki með öllu ljóst hvaða leið rétt er að velja út úr þessum ógöngum. Skv. fyrrnefndum lögum koma tvær leiðir til greina. í fyrsta lagi að krefjast þess að hjúskapur- inn verði ógildur með dómi á grund- velli 25. gr. Þar segir að annað hjóna geti krafist ógildingar hjú- skapar síns.: 1. Hafi það verið viti sínu fjær, þegar vígsla fór fram eða að öðru leyti svo ástatt, að það mátti þá eigi skuldabinda sig til hjúskapar að lögum. 2. Hafi það af vangá látið vígja sig öðrum en þeim sem það hafði bundist hjú- skaparorði, eða hafi það verið vígt án þess að það ætlaðist til þess. 3. Hafi eiginkona eða eiginmaður komið því til að eiga sig með því að villa á sér heimildir eða leyna atvikum úr lífi sínu, er mundu hafa fælt hitt frá hjúskapnum, ef vitað hefði. í öðru lagi mátti líta á að hjúskaparstofnunin hafi verið markleysa frá upphafi, þ.e. að hjú- skapurinn hefði aldrei stofnast, sbr. skilyrði 2. mgr. 21. gr. laganna. Þar segir: „Vígslumaður spyr hjónaefni, sem bæði eru viðstödd, hvort fyrir sig, hvort þau vilji stofna til hjúskapar og lýsir þau hjón er þau hafa játað því.“ Það er rétt að geta þess hér að nokkur munur er á þessu tvennu. í fyrra tilfellinu er litið svo á að hjúskapur hafi í raun stofnast og að viðkomandi aðilar séu í hjónabandi þar til ógildingar- dómur hefur gengið. Þetta merkir að á tímabilunum sem líður frá vígslunni og þar til dómurinn geng- ur eru öll réttaráhrif hjúskapar skv. lögum virk, þ.e. erfðaréttur er milli aðila, þeir mega ekki ganga í hjú- skap með öðrum o.s.frv. Aðilar hafa sem sagt verið í hjónabandi tiltekinn tíma. Þar sem ekkert af því, sem talið er upp í 25. gr. og rakið er hér að framan, þótti eiga við, var síðari leiðin valin. Jafnframt því sem hún felur í sér viðurkenningu á því að aðilar hafi aldrei verið í hjóna- bandi. „Eiginmanninum" var því stefnt til að þola dóm þar sem viður- kennt væri að hjúskapurinn hefði aldrei stofnast, dómsmálaráðherra til að afmá hjónavígsluna úr opin- berum skrám og prestinum til að afmá hana úr prestþjónustubók. Kröfum konunnar var að hálfu þessara aðila ekki mótmælt. Kröfurnar byggði systirin á 2. mgr. 21. gr., sem fyrr er nefnd, og því haldið fram að tveimur skilyrð- um greinarinnar hefði ekki verið fullnægt. í fyrsta lagi hefðu hjóna- efnin ekki bæði verið viðstödd og í öðru lagi hefðu þau ekki játast vilja stofna til hjúskapar. í niðurstöðu dómsins, sem Jón L. Amalds borgardómari kvað upp, var fallist á þessar röksemdir. .Þar segir: „Samkvæmt framangreind- um lagaákvæðum, verður að telja ótvírætt, að bæði hjónaefni verði að vera viðstödd hjónavígslu til að hún teljist gild. Að öðrum kosti verði að líta á hana sem markleysu, þ.e. að ekki hafi stofnast til hjú- skapar að lögum.“ M.ö.o. allar kröf- ur konunnar voru teknar til greina. HAGFRÆÐI//7vad bobarnýárs blessub sól'? 3 1989 Hvemig mun íslendingum farn- ast í efnahagslegu tilliti á ný- byijuðu ári? Hvað ber árið 1989 í skauti sér? Hvað boðar nýárs bless- uð sól? spurði séra Matthías. Ytri skilyrði munu vitaskuld ráða miklu eins og jafnan: afli úr sjó, verð á erlendum markaði, fleira af því tagi. En það að íslendingar hljóti að beygja sig undir öfl náttúru og markaðs breytir ekki því, að hver er sinnar gæfu smiður. Far- sæld er ekki síst undir þjóðinni sjálfri komin og því hvernig hún skipar eigin málum. Hagsæld ræðst m.a. af þeim skilyrðum sem sköpuð em í landinu fyrir efnahagslegri starfsemi, fyrir rekstur atvinnu- vega, fyrirtækja og heimila. Spáð er samdrætti þjóðartekna á þessu ári af völdum samdráttar í aflamagni og lakari skiptakjara í utanríkisviðskiptum . Og fleira verður landsmönnum til hrellingar. Um þessar mundir blasir erfiður rekstrarvandi við atvinnufyrirtækj- um. En aukin erlend lán hjálpa ekki fyrirtækjum sem vafin em skuldum. Bót verður ekki ráðin á þessum vanda nema með því að búa atvinnurekstrinum eðlileg starfs- skilyrði svo að fyrirtækin geti stað- ið á eigin fótum og byggt upp eig- infjárstöðu á ný. Með því móti má styrkja fjárhagslegan gmndvöll at- vinnurekstrarins og leysa fyrirtæki úr viðjum skuldasöfnunar. En þótt nú séu tímar samdráttar (nema hjá ríkissjóði) er brýnt að búa þjóðarbúskapinn undir næstu uppsveiflu sem gæti komið fyrr en varir þegar ytri skilyrði breytast Islendingum í hag. Nefna má nokk- ur atriði. Endurskoða þarf þau ákvæði skattalaga sem gætu verk- að sem hvati til offjárfestingar þeg- ar vel árar og gera fyrirtækjum kleift að mynda sveiflujöfnunarsjóð. íslensk atvinnufyrirtæki þurfa að eiga sömu möguleika og erlendir keppinautar til að eiga samskipti við erlendar lánastofnanir, enda geri þær það í krafti arðsemi og áhættumats og án ábyrgðar ríkis- ins. Jafnframt þurfa fyrirtækin að eiga möguleika á að sækja aukið eigið fé á innlendan hlutabréfa- markað og til erlendra aðila, sem fjárfesta vilja hér á landi. Hluta- bréfamarkaður sem risið fengi und- ir því nafni fyrirfinnst ekki, en slíkur markaður skapar íjármagni farveg til að renna þangað sem það skilar mestum arði. Fjármagnsvið- skipti við umheiminn takmarkast að mestu leyti við erlendar lántök- ur. Að þessu leyti er brýn þörf á endurskoðun á reglum og tilhögun fjármagnshreyfinga í landinu og að því og frá. Peningar era afl þeirra hluta sem gera skal. Sumir virðast hafa allt á hornum sér þegar minnst er á fjármálavið- skipti og vilja gera alla slíka starf- semi sem tortryggilegasta. Slík sjónarmið mega ekki verða ofan á. íslendingar hafa of lengi verið eftir- bátar allra nágrannaþjóðanna og jafnvel Þriðjaheimslanda á þessu sviði. Þjóð sem bergt hefur svo ótæpilega af bikar fjárfestingarmis-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.