Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 I t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, MAGNÚS ÓLAFSSON fyrrv. leigubifreiðastjóri, Stórholti 36, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðrún Sveinsdóttlr, Ingibjörg Magnúsdóttir, Gunnar Ólafsson, Steinar Magnússon, Margrét Aðalsteinsdóttir, Ólafur Magnússon, Hulda Aðalsteinsdóttir, Þröstur Magnússon, Ingibjörg Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum inniiega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, Bjarnabœ, Suðurgötu 38, Hafnarflrði. Sórstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki St. Jósefs- spítala, Hafnarfiröi. Eiríkur Ólafsson, Hafdfs Jóhannesdóttir, Bjarni Helgason, Margrét Helgadóttir, Helgi Helgason, barnabörn og barnabarnabarn. Jóhanna Gísla- dóttir - minning Á morgun mánudaginn 9. janúar fer fram útfor mágkonu minnar Jóhönnu Gísladóttur. Hún lést á heimili sínu, Efstasundi 64 hér í bæ, að morgni 30. desember sl. Jóhanna var fædd á ísafírði 1. apríl 1917. Hún var dóttir hjónanna Marín Rannveigar Níelsdóttur (1894—1951) ættaðri úr Bolung- arvík og Gísla Bjamasonar (1876— 1954) frá Ármúla við ísafjarðar- djúp. Jóhanna var elst bama Maríu Rannveigar og Gísla. Systkini henn- ar vom Jósefína Oddný f. 4.12 1918, d. 5.10 1062, eiginkona Þor- steins heitins Jósepssonar blaða- manns og rithöfundar, og Bjami f. 3.8 1923, d. 4.6. 1981, kvæntur undirritaðri. Jóhanna var um það bil 10 ára þgar fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur og þar var heimili hennar æ síðan. Á unglingsárum sínum settist hún í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Þrátt fyrir góðar námsgáfur varð hún að hverfa frá námi, en það var t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir °g afi, GUÐMUNDUR KARL SVEINSSON, írabakka 10, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, ólöf Ragnarsdóttlr, Margrét G. Björnsson. imiwnoinmimiiiiinniwwiiiiii ........... m einmitt hlutskipti margra á kreppu- ámnum. Eftir það stundaði hún ýmis störf og var um skeið við af- greiðslu hjá G. Ólafsson & Sandholt. Jóhanna var ung þegar hún kynntist eiginmanni sínum, gjörvu- legum fullhuga og ferðagarpi, Karli Péturssyni rafvirkja. Þau Karl og Jóhanna gengu í hjónaband 1940 og bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Stýrimannastíg 10. Ungu hjónin áttu margt sameiginlegt, vom bæði gestrisin og hlý heim að sækja auk þess vom þau gædd einstakri kímnigáfu og margt eitt kvöldið var setið í litlu stofunni á loftinu á Stýri- mannastíg og hlustaði á húsbónd- ann segja skemmtilegar sögur á þann hátt sem honum einum var lagið. Jóhanna og Karl vom sérlega atorkusöm og dugleg og ekki leið á löngu þar til þau höfðu byggt sér eigið hús í Efstasundi 64, þar sem heimili þeirra hefur staðið síðan 1945. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið, þau em: María Elsa f. 1940, búsett / Luxemborg, gift Lucien Husmann, þau eiga 2 börn. Hrafn- hildur f. 1942 búsett í Hafnarfirði, gift Friðjóni Pálssyni, þau eiga 2 börn. Lilja f. 1947 búsett í Hafnar- firði, gift Sigurði Erni Guðmunds- syni, þau eiga 1 son. Yngstur er Karl Jóhann f. 1956 búsettur í Reykjavík, kvæntur Gíslínu Sigur- jónsdóttur, þau eiga 2 syni. Öll em systkinin dugnaðarfólk og hafa þau fengið í vöggugjöf kosti foreldranna í ríkum mæli. Það var til fyrirmyndar hve fjöskyldan böm og tengdaböm skiptu með sér verkum til þess að uppfylla þá ósk Jóhönnu að mega dvelja heima þar til yfír lyki. Jóhanna var hafin yfir alla smá- munasemi og dægurþras. Hún tal- aði aldrei illa um náungann. Á hinn bóginn var hún laus við allt skjall og skrúðmælgi. Hún var vel verki farin, allt lék henni í hendi, hann- yrðir jafnt og blóma- og tijárækt. Hún hafði mikið yndi af söng og tónlist og hafði sjálf fallega söng- rödd. Hún lagði gjörva hönd á margt en miklaðist þó aldrei af verkum sínum. Mér verður hún þó ávallt minnisstæðust fyrir þá velvild og hlýju sem hún veitti mér og sem mun ylja mér til æviloka. Þegar ég lít til baka, hverf á vit minninganna, blandast söknuður minn ótal atvikum smáum og stór- um. Mörg eru þau tengd spaugi og skopi, því eins og fyrr segir var Hanna gædd góðu skopskyni og var hún glögg-á það spaugilega í fari sjálfrar sín ekki síður en annarra. Hanna var jafnan dul um eigin hag, aldrei heyrði ég hana æðrast þótt móti blési. í seinni tíð duldist engum að hún gekk ekki heil til skógar, en slík var háttvísi hennar að hún íþyngdi ekki öðrum með eigin raunum. Ekki er ýkjalangt síðan Hanna hætti störfum í þvottahúsi Klúbbs- ins. Þar hafði hún unnið um árabil, undi þar vel hag sínum og varð henni þar vel til vina. Góðvild Hör.nu og fórnarlund ásamt næmum skilningi hennar á mannlegum vandamálum höfðu í för með sér að margir leituðu til hennar og mörgum veitti hún lið- sinni og- hluttekningu af sinni al- kunnu hógværð. Nú að leiðarlokum kveð ég hug- ljúfa vinu mína og mágkonu með söknuði og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Blessuð sé hún um alla eilífð. Ég sendi Karli, börnunum ogflöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Guðný Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.