Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 36

Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 HINAR GÓÐU, HINAR SUEMU OGHINAR Snæfellsnesið framan í sér. í „Rox- anne“ var hann slökkviliðsstjóri sem háði einvígi með tennisspaða og varð skotinn í Daryl Hannah í titil- hlutverkinu. Áhorfendur urðu skotnir í Martin, sumir í fyrsta skipti á ævinni. I öðrum gamanmyndum skipti aðalstjarnan líka mestu máli. Sjón- varpsfréttir („Broadcast News“), um lífið á bak við sjónvarpsfréttirn- ar í Bandaríkjunum, var gerð í vönduðum og yfirveguðum sjón- varpsstíl James L. Brooks með al- gerlega ómótstæðilega Holly Hunt- er í aðalhlutverkinu. Óskarsverð- launanefndinni þótti Cher betri í „Moonstruck", sem fjallaði um skondið ástarlíf ítala í Brooklyn og kom þægilega á óvart undir leik- stjórn Norman Jewisons. Robin Williams orgaði sig inní hjörtu áhorfenda í Góðan daginn, Víetnam („Good Morning Vietnam“) og gaf ágætri gamanmynd Barry Levin- sons það trukk sem hún þurfti og Tom Hanks vann langþráðan leik- sigur í Þeim stóra (,,Big“) um dreng sem verður fullorðinn en er samt áfram drengur (reynið ekki að út- skýra þessar líkamsskiptingamynd- ir). Líklega olli engin mynd meira umtali á árinu en Hættuleg kynni, Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Myndir gleymast misseint. Sum- ar lifa ekki poppinn á meðan a.m.k. bútar úr öðrum geta setið í manni alla ævi. Þegar litið er yfir erlendu kvikmyndimar, sem sýndar voru í bíóhúsunum í Reykjavík á síðasta ári, er erfitt að framkalla nokkra þeirra hvað þá að ímynda sér að maður eigi eftir að minnast þeirra í ellinni. Og þó. Árið var óvenju gott í kvikmyndalegu tilliti, mynd- imar óvenju fjölbreyttar, það voru gullmolar innanum af öllum stærð- um og gerðum og eins og gengur góðar, slæmar og ljótar myndir. Nýja árið hófst með keisaralegri tign Bemardo Bertolucci. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðg- að,“ stundi Marlon Brando þegar hann sá sig í Síðasta tangó í París. Engin slík viðbrögð við Síðasta keis- aranum („The Last Emperor“), ekk- ert nema aðdáun og Óskarsverðlaun í hrönnum. Myndin átti þau flest skilið. Viðfangsefnið var hinn full- komni þolandi, jafn hryllilega ómerkilegur maður og saga hans var ævintýraleg en Bertolucci bjó um hana undir silkimjúku rúmteppi í anda sögulegra stórmynda með ráðum og dáðum Kínverja, sem veittu honum aðgang að áður for- boðnum ávexti, keisarahöllinni í Kína. Um sama leyti gerði Mel Brooks Pskarsverðlaunalaust grín að stjömustríðs- og öðrum álfamynd- um í sinni bestu grínmynd í mörg ár, „Spaceballs". Geimskip Brooks komst á ljóshraða og svo á „fárán- legan hraða" og myndin fylgdi fast á eftir. Önnur og betri tæknibrellu- gamanmynd var sú sem Tim Burton gerði og kallaði „Beetlejuiee". Hún var með Michael Keaton óstöðvandi í titilhlutverkinu, brellumar voru brandarar og Bjölludjúsinn var í bananastuði og hafði gráthlægilegt lag á kalypsó. Hláturinn var heldur aldrei fjarri þegar Steve Martin sneri uppá nef- ið á sér í frábærri nútímagerð leik- ritsins um Cyrano de Bergerac, rómantíska aðalsmannsins með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.