Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 -4 ÆSKUMYNDIN... ER AF HRAFNIGUNNLAUGSSYNIKVIKMYNDARGERÐARMANNI ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Forsætis- ráðhemi dansar polka Afhverju eru hildimar ekki étnar einsogallt annað hér? Hrafn Gunnlaugsson þykir ákveðinn og fylginn sér. Var hann nokkuð feiminn í bemsku? Hrafn Gunnlaugsson er flórum árum yngri en lýðveldið, fæddur á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1948. Hann er elsti sonur dr. Gunn- laugs Þórðarsonar hæstarréttarlög- manns og Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu. Yngri systkin Hrafn eru: Þorvaldur, fæddur 1950, Snædís sem er fædd 1952 og að endingu Tinna Þórdís sem er í þennan heim borin 18, júní 1954. Ekki skeikaði nema hálftíma á því að hún deildi ‘ afmælisdeginum með Hrafni og lýð- veldinu. Heimild er til fyrir því að Hrafn hafi þóst svikinn um afmælis- gjöfina. Heimildir geta ekki um annað en að Hráfn hafi alist upp í for- eldrahúsum fram til sex ár aldurs. Þá „flaug hrafninn" úr hreiðrinu til sumardvalar í Skáleyjum í Breiðafirði. Tildrögin voru að vetur- inn 1953-54 réðst á heimili Hrafns, Guðlaug Guðmundsdóttir, dóttir hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar bónda í Norðurbæ í Skáleyj- um og Júlíönu Sveinsdóttur. Herdís móður Hrafns var starfandi leikari og ekki kona einsömul því hún gekk með Tinnu sem í dag er alþekktur leikari. Að öllum líkindum mun Gunnlaugur hafa álitið þörf til þess að Herdísi væri ekki ofgert með bamastússi. Sumarið 1954 varð það að ráði að þeir bræðumir Hrafn og Þorvaldur fóm með bamfóstm sinni vestur í Skáleyjar á Breiðafirði. Þar dvaldi Hrafn á sumrin fram til tólf ára aldurs. Veran og lífshættir á Breiðafirði hafa verið Hrafni síðan hugstæðir og hefur hann stundum minnst fagurlega á reynslu sína þar, t.d. af veiðiskap, sér í lagi af selveiðum. Tvíbýlt var í Skáleyjum, Norður- bær og Sólheimar, mikið var af unglingum og bömum á báðum heimilum. Börnin í Skáleyjum sner- ust í kringum fullorðanna að störf- um. Hrafn fylgdist töluvert með Kristrúnu Guðmundsdóttur sem þá var unglingur. Hún sagði Hrafn hafa verið mjög eðlilegan krakka, dálítið ákveðinn, samt mjög viðráð- anlegan. Guðlaug Guðmundsdóttir segir Hrafn hafa verið kátan, íjörugan og uppátektasaman, „en dálítið stríðinn. Alltaf líf og íjör í kringum hann. — Að vísu stundum óþarflega mikið.“ Eysteinn Gíslason frá Sól- heimum man eftir þeim bræðmm tvö fyrstu sumrin sem þeir dvöldust í Skáleyjum. Aðspurður sagði hann Hrafn síður en svo hafa verið feim- inn, þvert á móti verið verið skýr og kotroskinn í tali. Ófeiminn að spyrja og vildi vita hlutina. Kristrú” Guðmundsdóttir stað- festi þessar upplýsingar „Hrafn feiminn? Nei, það var hann sko ald- eiis ekki, hann var óskaplega spur- ull og þurftrallt að vita.“ En Hrafn v.'i' dálítið sérstakur og hann var borgarbam. „Honum fannst mata- ræðið öðmvísi sem von var. Við borðuðum það sem til féll, sel og fugla. Einu sinni var ég að vitja um kind sem var að bera og tók kauða með mér. Þar vom fleiri kind- ur bomar og lausar við hildimar. Hrafn stoppaði við eina hildina og sagði svo: „Heyrðu Kristrún, hvem- ig er það, af hveiju em hildirnar ekki étnar eins og allt annað hér?““ Þessar myndir úr myndasafhi Olafs K. Magnússonar fúndust í umslagi sem merkt var: „Forsætisráðherra dansar polka.“ Að sögn Ólafs hafa þær ekki birst áður, en þær voru teknar einhvem tíma á ámnum 1947 til 1949 í forsætisráðherratíð Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þar má sjá ráðherrann stíga dans í veislu, sem Ólafúr kvaðst ekki muna af hvaða tilefni haldin var. Stefán Jóhann varð formaður Alþýðuflokksins árið 1938 og var það í sextán ár. Hann varð tvisvar ráðherra og í annað sinn forsætisráðherra 1947 til 1949. í bók Magnúsar Magnússonar, „Ráð- herrar Islands 1904 til 1971“ segir meðal annars um ráðherradóm Stefáns Jóhanns með tilvísun í end- urminningar hans: „Ekki er alveg laust við að dálítillar sjálfsánægju kenni, þegar hann minnist þessarar ráðherrastöðu og víðar finnst fyrir því, að honum þyki það góður árangur af lífsstarfi að hafa hlotið ráðherratign." STARFIÐ BJARKILAXDAL VERKSTJÓRIOGSPRENGINGAMAÐUR Morgunblaðið/Bjami Rjarki Laxdal verkstjóri og sprengingamaður Alltverðurað vera pottþétt Iljíirk Lnxrla) er verkstjóri hjá Istak, hann sér einnig um spreng- ingar hjá fyrirtækinu. Góð sprenging er vandaverk. Holur em boraðar í bergið fyrir sprengihleðslur. Hve langt á að vera milli þeirra og hve öflug hleðsla í hverri holu? Rétt val á hvellhettum skiptir líka máli, á allt að springa í einu eða eiga einhveijar millisek- úndur að líða á milli? Algengasta sprengiefni var dínamítið góðkunna en á síðari tímum er kjarnaáburður frá Áburðarverksmiðjunni notaður eftir að hann hefur fengið ákveðna meðhöndlun. „Það mikilvægasta er að ákveða hve mikið sprengiefni er notað á hvem rúmmetra. Of lítið, þá riðlast klöppin til en þú nærð ekki neinu. Ef of mikið sprengiefni er notað verða afleiðingamar skelfilegar, allt fer fjandans til eða í háloft, eftir því hvemig á það er litið. í flestum tilvikum em notaðar yfirbreiðslur til að halda sprenging- unni niðri, smásteinar geta flogið ansi langt. Mín kjörorð em að taka enga áhættu, allt verður að vera pottþétt." ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Kórsöngsgutl Hið ólistfenga kórsöngsgutl, sem nú tíðkast stundum, má minnka og hverfa, af því að það er hvorki þjóðlegt né getur talist listrænt í alþjóðlegum skilningi. Það mun vera réttara að taka það fram, að þessar skoðanir, sem hér var lýst, em algerlega ópersónulegar, algildar og að- eins almenns eðlis.“ J6n Leifs tónskáld í Lögréttu 4. júlí 1928. BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU IManna Þorláks- dóttir húsmóðir Eg er að lesa ljóð. Aðeins eitt blóm eftir Þuríði Guðmunds- dóttir. Einnig hef ég verið að lesa kvæðin eftir Jón Helgason. Það er gott að grípa í ljóðabæk- urnar þegar maður hefur lítinn tíma.“ Kristín Bragadóttir bókasafns- fræðingur Bókin á náttborðinu. Hún heitir Óbærílegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera. Ég er að byija lesturinn." — Ertu búin að sjá myndina? „Nei, ég hef ekki séð myndina." PLATAN Á FÓNINUM Sverrir Páll Erlendsson íslensku- kennari Afóninum núna er plata með bassaleikaranum John Patituc- ci, sem er snillingur á það hljóð- færi, og einnig hef ég verið að hlusta á gítarleikarann A1 Di Meola og á uppáhaldsplötuna mína, sem er með Sting. Ég hlusta mikið á jazz og oftast er einhver plata á fóninum þegar gestir koma. Svanhildur Kaaber kennari Þú kemur vel að mér þar, ég hef verið að hlusta á Fred Akerström syngja Belman. Lífsglöð tónlist.“ MYNDIN I TÆKINU Garðar Siggeirs- son kaupmaður. Horfði á ævintýramynd eftir Ste- ven Spielberg með dóttir minni. Hún hét „Batteries not included". Þorsteinn I. Sigfússon eðlisfræðingur Eg horfði á Space-Ball með stráknum mínum. Og svo horfði ég reyndar líka á vinnslu- myndband sem við erum að vinna að um Raunvísindadeild háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.