Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 40

Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 BAKÞANKAR Hvað varð um skóinn? Þá eru jólin blessunarlega af- staðin, og þessi gríðarlegi óró- leiki sem farinn er að fylgja þeim nú á tímum. Og allur misskilning- urlnn sem orðinn er í sambandi við hvað sé skemmti- legt og nauðsyn- legt svo jólahald megi verða sem mest og best. Hér kemur litil togstreitusaga úr lifi þrævetra drengs sem hóf að eftir Sigríði klambra saman Holldórsdóttur svokölluðum jól- askó í leikskól- anum, snemma í nóvember. Fyrsta desember kom hann heim með skó- inn og jafnframt fyrirmæli um að skóinn ætti að setja út í glugga á hverju kvöldi í tuttugu daga u.þ.b. Allan þann dag var drengurinn þö- gull, fölur og venju fremur lystarlít- ill. Skórinn stóð glampandi gylltur og rauður í glugganum við rúmið hans. Svo kom kvöld. Hann háttaði sig þegjandi og hljóðalaust, breiddi oná sig sængina sína og hvorki datt af honum né draup. Eftir svona Hálfrar klukkustundar legu kom hann fram með skótúttuna milli tveggja fingra og sagði við foreldra sina: Þið megið eiga þennan skó! Eins og við mátti búast brugðust foreldrarnir hvumsa við og sögðu hvort uppí annað: Almáttugur elsk- an, viltu ekki sjálfur eiga fina, fína skóinn sem þú bjóst aleinn til, næstum því? Þú ert búinn að vera svo ósku góður í dag að jólasveinn- inn kemur alveg hvað úr hveiju og setur i fina skóinn, pabbi er lika hálfþreyttur eftir daginn og ætlar snemma i háttinn. Nei, þig megið eiga þennan skó. Ég nenni ekkert að fá einhvern karl inn til mín þegar ég er sofnað- ur. En ykkur langar kannski í eitt- hvað þegar þið vaknið á morgun. ég skal setja hann útí glugga hjá rúminu ykkar. Svo setti hann þann rauða, loga- gyllta í gluggann hjá foreldrum sínum. Næsta morgun vöknuðu for- eldrarnir og ætluðu nú að éta það sem væri i skónum. En viti menn, það var ekkert í glugganum. Ekki skórinn. Ekkert. Tómur gluggi. Skólaus. Þau hlupu inn til sonarins og gáðu í gluggann. Heldur ekki nokkur skapaður hlutur. í rúminu undir glugganum lá sonur þeirra þrævetur og horfði á þau. „Eruði að gá að einhverju?" spurði hann. „Já, við botnum ekkert i hvað hefur orð- ið. af skónum, hann var ekki i glugganum okkar þegar við vöknuð- um.“ „Já, er skórinn týndur, ég nenni heldur ekki að vera með neina kalla í kringum húsið útaf þessum skó. Ég held að skórinn sé alveg týndur. Eg veit ekkert hvar hann týndist.“ Allan desember leituðu foreldr- arnir að skónum og spurðu dreng- inn ísmeygilegra spurninga í þess- um dúr: „Lilli minn, kannt þú alveg sjálfur að opna öskutunnuna?“ Eða: „Lilli minn, hvað er það flottasta sem þú hefur búið til í leikskólan- um, þú mátt alveg segja allt sem þú vilt, alveg frá fyrsta klósettrúllu- ornamentinu uppí eitthvað mjög fallegt?" En allt kemur fyrir ekki. Jóla- skóhvarfið er enn hulin ráðgáta. Núorðið segir drengurinn stundum ef honum finnst foreldrarnir eitt- hvað daprir eða þegjandalegir: „Leiðinlegt hvaðjólaskórinn týndist aiveg hérna heima hjá mér!“ Hann veit að jólasveinahættan er liðln hjá, svo hann þarf ekki að vera hræddur við óþarfa átroðning að næturlagi. Hann er líka búinn að komast að því að hann hefur nýtt og íljót- virkt vald yfir foreldrunum ef skór er nefndur á þvi heimili. Hvað for- eldrana varðar eru nokkur atriðl borðleggjandi í málinu: Var gottið étið áður en skórinn hvarf? Eða hvarf hann með gotti og öllu sam- . an? Nú, hvernig þorði sá þrævetra að læðast í myrkri nætur að fjar- lægja skóinn úr glugga foreldranna og eiga það á hættu að flana beint í flasið á jólasveininum? Og það sem foreldrunum finnst erfíðast að kyngja, þvi þau eru eldra fólk og bæði með gagnfræðapróf: Kom kannski alvörujólasveinn og tók skóinn með öllu gúmmilaðinu til þess að hegna þeim fyrir frekju og svo ekki sé mefra sagt, ótrúlega græðgi? Tork kerfið er ómissandi öllum sem bjóða aðeins vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman- stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til notkunar hvar sem hreinlætis er þörf. í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður miklu máli. Pá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök. mrnl r i i i i i i i Nafn: f yrirtaV'- jieimiVisfan8; - Starfsgrein: — ^__ s“: nVinsamlc?;v ^r^aconf 1 I I 1 I I 1 i _____I Tork kerfíð. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Mölnlycke NGUM • Þriggja vikna afgreiöslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. ttmqar 2000 Siöumúli 32i Sfmi: 680624. Eftir opnun.artfma 667556. ELDHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR OG BAÐ- INN RÉTTINGAR, I hvltu, hvltu og beyki, gráu, gráu og hvltu, eik, beyki, furu og aski. Við erum við hliðina á Álnabæ i Siðumúla. Opið 9-19 alla daga. Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. H JARTAS JUKLINGAR - VIÐHALDSÞJÁLFUN Nú býður Heilsugarðurinn viðhaldsþjálfun fyrir hjartasjúklinga undir ábyrgri leiðsögn Heimis Bergssonar, íþróttafræðings. o A HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71. Júdófélag Reykjavíkur Byrjendanámskeið hefjast þriðjudaginn 10. jan. í nýjum æfingasal í sundlaugarbyggingu í Laugardal. Kennari: Michal Vachun, lands- liðsþjálfi. Innritun á staðnum 10. jan. kl. 17.-19. Upplýsingar í símum 39414 og 31976. ♦ Tork. Þegar hreinlæti er nauðsyn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.