Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Tilraunaeldi sæ- snigla gengur vel Ahugi fyrir að reisa eldisstöð á Reykhólum TILRAUN með eldi sæsnigla í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknar- stofnunar í Grindavík hefur gengið vel og lofar mjög góðu að sögn Ingvars Níelssonar verkfræðings. Hann hefur haft veg og vanda af tilrauninni, og stendur að henni í samvinnu við ísal og bandarískt eldisfyrirtæki, Abalone Unlimited, Inc. Ingvar segir að komið hafi til tals að reisa eldisstöð á Reykhólum í tengslum við Þörungaverksmiðjuna, og einnig hafí Fiskeldi Grindavíkur áhuga á að koma upp eldisstöð á Reykjanesi. Eitt þúsund sæsniglar voru fluttir til landsins frá eldisstöð í Kalifomíu í byijun september sl., og segir Ingvar að þeir hafi aðlag- ast mjög vel þeim aðstæðum sem þeim hafí verið búnar í tilraunaeld- isstöð Hafrannsóknastofnunar. „Dýrin eru alin í sjó úr borholum sem hitaður er með jarðhita, og éta þara sem þau hafa á allan hátt vaxið og dafnað eðlilega af. Þegar búið var að yfírstíga ákveðna erfíðleika í sambandi við flutning dýranna til landsins hafa nær engin dauðsföll orðið," segir Ingvar. Stofnkostnaður við að reisa sér- hæfða sniglaeldisstöð af lág- marksstærð, og hægt væri að ala í um eina milljón dýra á ári, er áætlaður á bilinu 60-70 milljónir króna. „Milljón dýr gefa af sér tæplega 100 milljónir króna í veltu, en það tekur tæplega flögur ár að ala sniglana i fulla stærð, sem er um 100 millimetrar fyrir markað á vesturströnd Bandaríkjanna og í Japan. Ef hins vegar verður hægt að fljúga með dýrin lifandi til Jap- ans fæst þrefalt verð fyrir þau, og sem stendur er allt útlit fyrir að það verði hægt með Flying Tigers flugfélaginu, en markaður fyrir slíka vöm er þó takmarkað- ur.“ Að sögn Ingvars verður innan skamms farið að huga að því að reisa eldisstöðvar fyrir sæsnigla, og meðal annars hefði Fiskeldi Grindavíkur lýst áhuga á slíkri stöð á jarðhitasvæðinu á Reykja- nesi. A Reykhólum væri einnig fyrir hendi áhugi heimamanna á að reisa eldisstöð, en afgangshiti frá Þörungaverksmiðjunni mun vera nægilegur fyrir eldisstöð fyr- ir eina milljón dýra, auk þess sem þaraöflunin er þegar fyrir hendi á staðnum, og af þeim sökum ódýr- ara að reka stöðina þar en annars staðar á landinu. Þá segir Ingvar að til greina komi að reisa sér- staka klakstöð við álverið í Straumsvík, sem gæti selt vænt- anlegum eldisstöðvum hálfs árs gömul dýr, sem búið væri að venja á að éta þara. „Hér er um töluvert mikið fjár- magn að ræða sem þarf til fjárfest- inga, og ég hef leitast við að fá erlenda aðila til samstarfs. Þó er- lendir aðilar kæmu til með að eiga stöðvamar að nafninu til, þá tel ég að hér sé um mjög þjóðhags- lega hagkvæma hluti að ræða, þar sem segja má að með þessu móti verði hægt að flytja út þara fyrir nálægt hundrað krónur hvert kíló,“ segir Ingvar Níelsson. Morgunblaðið/Sverrir Steingrimur Einarsson, afgreiðslumaður i fískversluninni Sæbjörgu við Dunhaga, með bakka af hrognum. Fólk sólgíð í hrogn eftír jólaketið „FÓLK er nyög sólgið i hrogn- in eftir allt kjötmetið sem það hefur kýlt í sig um jólin og þau seljast gífurlega vel, líkt og allur fískur," sagði Rafh Stef- ánsson, verslunarstjóri físk- verslunarinnar Sæbjargar við Dunhaga. Nú eru hrognin komin í físk- verslanir og raunar sagði Rafn að hann hefði fengið þau 19. des- ember. „Ég man ekki eftir að hafa fengið hrognin jafn snemma þá áratugi sem ég hef verslað með físk. Fólk trúði varla sínum eigin augum og þorði tæpast að kaupa hrognin. En það er svo sem ekkert óeðlilegt við þetta, það er allt orðið svo hlýtt í kringum okk- ur og sjórinn heitur." Rafn sagði að hrognin 'væru nú sem fyrr á sama verði og ýsu- flök með roði, eða 300 krónur kílóið. „í fyrra var kílóið á 280 krónur, en nýlega hækkaði verðið lítillega," sagði Rafn. Grænfriðungar í Bandaríkjunum: Ætla að mótmæla við 4 veit- ingahúsakeðjur til viðbótar Grænfriðungar í Bandaríkjun- um hafá ákveðið að fjölga starfs- fólki við herferðina gegn íslensk- um fískafurðum þar í landi, og ætla að hefja mótmæli gegn fíór- um veitingahúsakeðjum til við- bótar þeim, sem þegar hafa orð- ið fyrir mótmælaaðgerðum. Umboðsmaður Alþingis: Herða þarf kröfiir til starfs hlutafélagaskrár Á síðasta ári fíallaði umboðsmað- hefiir hann skilað áliti um eitt ur Alþingis um 3 mál sem hann þeirra. Er þar um að ræða til- tók upp að eigin frumkvæði, og högun skráningar í hlutafélaga- Leituðu manns sem sat í fangageymslu UMFANGSMIKIL leit var gerð að manni um þrítugt á Kjalarnesi aðfaranótt þriðjudags. Snemma morguns uppgötvaðist að hann hafði setið i fangageymslum Reykjavíkurlögreglunnar frá þvi um miðjan mánudag. Ættingjar mannsins óttuðust um manninn, sem saknað hafði verið frá því á sunnudagskvöld. Þeir sneru sér til rannsóknarlögréglu í Hafnarfirði síðdegis á mánudag og báðu um að svipast yrði um eftir honum. Að sögn Eðvars Ólafssonar rannsóknar- lögreglumanns var lögreglu í nær- liggjandi umdæmum þá tilkynnt um nafn mannsins og tegund og númer bíls hans. Reykjavíkurlögregla fann bílinn skömmu síðar á Álfsnesi á Kjalamesi. Maðurinn var hvergi sjá- anlegur en sporhundur rakti slóð hans í átt að sjó. „Ferill mannsins var ekki þannig að manni kæmi í hug að leita hans í fangelsum og það var ekki annað veijandi en að heija strax leit þar sem bíllinn fannst," sagði Eðvar. Skömmu eftir miðnætti voru kall- aðir út 80 björgunarsveita- og slysa- vamafélagsmenn. Þrír bátar voru látnir Ieita með ströndinni og varð- skip kom til aðstoðar. A sjöunda tímanum um morgun- inn uppgötvaðist svo að maðurinn hafði verið handtekinn af lögreglu, fótgangandi og undir annarlegum áhrifum, skammt frá þeim stað sem bíllinn fannst síðar á. Vegna vakta- skipta hjá lögreglunni uppgötvaðist ekki hið sanna I málinu fyrr en sama vakt, og staðið hafði að handtöku mannsins og fangelsun, mætti að nýju til starfa um morguninn. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðalvarð- stjóra þeirrar vaktar, kom þá strax í ljós hvers kyns var. „Fj’rir hand- vömm eða mannleg mistök hafði aldrei verið spurst fyrir um manninn í fangageymslum," sagði Jónas. skrá og birtingu þess sem skráð heftir verið, en þar telur hann að hertar kröfur þurfí að koma til. Hlutverk hlutafélagaskrár er einkum tvíþætt, þ.e. að skrá vissar upplýsingar um hlutafélög, sem skylt er að skila til hlutafélaga- skrárinnar, og að sjá um opinbera birtingu á aðalefni þess, sem skrá- sett hefur verið. 'í áliti sínu bendir umboðsmaður Alþingis meðal annars á að hlutafélagaskrá ber lagaskylda til að ganga úr skugga um lögmæti þess sem tilkynnt hefur verið. Varð- andi tilkynningar um hlutafjár- aukningu telur hann að hlutafé- lagaskrá verði að ganga eftir skýr- um yfirlýsingum félagsstjórna um það með hvaða verðmætum hluta- fláraukning sé greidd, og tilkynn- ingu verði að fylgja örugg gögn um verðmæti ef greiða á hlutafjár- hækkun með öðru en peningum. Þá telur umboðsmaður Alþingis að ekki fái staðist sem almenn regla að algjörlega sé byggt á þeim upp- lýsingum sem tilkynning fyrirsvars- manna hlutafélaga geymir varðandi aukatilkynningar til hlutafélaga- skrár. Telur hann að hlutafélaga- skrá beri að ganga ríkar eftir sönn- unargögnum og skýringum í því sambandi, og kalla eftir þeim ef þau fylgja ekki tilkynningu. Að sögn Cambells Plowdens, sem stjómar aðgerðum Grænfriðunga í Bandaríkjunum gegn hvalveiðum íslendinga, munu Grænfriðungar hefla mótmælaaðgerðir við veit- ingahús Merriottsamsteypunnar sem selur m.a. matvæli til skóla og flugstöðva, Tasty Freeze veitinga- hús, Arthur Treacher’s veitingahús sem nær eingöngu selja fískrétti, og Red Lobster veitingahús. Plowden sagði að verið væri að heija nýja undirskriftaherferð, sem einnig væri beint gegn Burger King og Wendy’s, en þau fyrirtæki, ásamt Long John Silver’s urðu mest fyrir barðinu á mótmælum Grænfriðunga á síðasta ári. Þá verða mótmælagöngur skipulagðar á næstunni í 8 borgum í Flórída. Ekki er enn Ijóst hvenær mál- flutningur hefst í máli Grænfrið- unga gegn bandaríska viðskipta- ráðuneytinu, en málið var höfðað vegna þeirrar ákvörðunar viðskipta- ráðuneytisins að beita ísland ekki viðskiptaþvingunum þrátt fyrir vísindahvalveiðar. Dómari hefur enn ekki ákveðið hvort orðið verður við kröfu Gre- enpeace um að fá í hendur ákveðin skjöl varðandi samkomulag íslenskra og bandarískra stjóm- valda, eða hvort tilteknir embættis- menn verða kallaðir fyrir réttinn til að bera vitni. Greenpeace lagði þessa kröfu fram fyrir nokkrum mánuðum, og fyrir jól var bandarískum stjóm- völdum gert að leggja fram svokall- aða stjómarskýrslu, og þar á meðal voru nokkur skjöl varðandi málið. Hins vegar telja bandarísk stjóm- völd önnur skjöl vera ríkisieyndar- mál sem ekki sé hægt að opinbera, og dómari mun ákveða hvort það sé réttmætt. Fundur Borgaraflokks: Skiptar skoðanir um stjórnarþátttöku SKIPTAR skoðanir voru um við- ræður um aðild Borgaraflokks- ins að ríkisstjórn á opnum fúndi í Reykj avíkurfélagi flokksins i gærkvöldi. „Fundurinn var mjög hreinskiptinn og menn skiptust í hópa með og á móti viðræðum um stjómarþátt- töku. Þó virtist mér meirihlutinn vera á móti viðræðum,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þingmaður Borg- araflokksins. Júlíus Sólnes, formaður flokks- ins, var ekki sammála Inga Bimi og taldi að meirihluti fundarmanna hefði verið fylgjandi umræðum. „Menn vilja auðvitað setja fram ákveðnar kröfur í þeim umræðum og þama var auðvitað líka að finna menn sem gátu ekki hugsað sér að ganga til liðs við stjómina," sagði Júlíus. „Þó skiptar skoðanir séu í flokknum þá óttast ég alls ekki að til neins klofnings komi. Ef Borg- araflokkurinn tekur þátt í rfkis- stjóminni þá mun hann gera það heill og óskiptur. Stjóm flokksins og þingflokkur fjalla að sjálfsögðu um málið og það gengur enginn einn Borgaraflokksmaður til liðs við stjómina." Ingi Bjöm sagði, að fundarmenn hefðu sumir harmað þá afstöðu þingmanna Borgaraflokks að g^reiða tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjómarinnar atlcvæði sitt. Hann tók í sama streng og Júlíus og sagði að engin hætta væri á klofningi í flokknum vegna um- ræðna um stjómarsamstarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.