Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri: Afturför ef vextir verða neikvæðir „ÉG VONA að vextir verði ekki aftur neikvæðir, það yrði aftur- £br,“ segir Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbankanum. Morgunblaðið spurði hann í gær- kvöldi álits á vaxtaþróun með tilliti til yfirlýsinga ráðherra um að vextir eigi ekki að hækka og að þeir muni beita sér gegn vaxtahækkunum. „Við höfum ekki hugsað okkur að breyta vöxtum fyrr en þá þann 21. þegar við vitum hver þróunin verður og ný láriskjaravísitala ligg- ur fyrir," sagði Jón Adolf. „Við höfum ekki rætt vaxtamál það sem af er árinu og ætluðum ekki fyrr en kæmi að 20., þá kemur ný vísi- tala. Persónulega vil ég segja að ég hlýt sem stjómandi banka að þjóna hagsmunum sparifjáreigenda og ég vona að vextir verði ekki aftur neikvæðir, það yrði afturför," sagði Jón Adolf Guðjónsson banka- stjóri. Sverrir Hermannsson bankasljóri: Reikna með veru- legri vaxtahækkun „BANKASTJORAR Landsbank- ans munu leggja tillögur um breytta vexti fyrir bankaráð 19. janúar, þegar útreikningar á verðbólgu og lánskjaravisitölu liggja fyrir. Eg reikna með þvi að þar verði um verulega hækk- un bæði á innláns- og útláns- vöxtum að ræða, sem komi til framkvæmda þann 21.janúar,“ segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans. „í Landsbankanum töldum við ekki vera komnar forsendur fyrir vaxtahækkun nú, þar sem við höfðum ekki upplýsingar um vísi- töluna. Ef svo fer sem horfír að verðbólga verði 20-25%, þá elta vextimir rakleiðis. Mér sýnist þetta vera byijunin á nýju verðbólguæði, og við eigum eftir að súpa seyðið af því að nýi ijármálaráðherrann jós út sjö mill- jörðum á síðustu þremur mánuð- um síðasta árs, en það á eftir að koma fram í aukinni þenslu," seg- ir Sverrir Hermannsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FN ásamt tveimur öðrum starfsmönnum félagsins við nýju vélina í gær. Frá vinstri: Helgi Stefánsson flugvirki, Sigurður og Gunnar Jakobsson aðstoðar- maður. Ný vél í flota Norðlendinga FLUGFÉLAG Norðurlands festi nýverið kaup á Twin Ott- er-flugvél og er hún komin til landsins. Nú er unnið að þvi að setja nýjar innréttingar í vélina en áætlað er að hún verði tilbú- in til notkunar í byrjun febrúar. Félagið flutti alls 19.544 far- þega í áætlunarflugi á nýliðnu ári, sem er 2,49% aukning frá því árið 1987. Félagið flutti tæp 487 tonn af frakt á síðasta ári, sem er 3,88% minna en árið áður. Þá flutti Flugfélag Norðurlands 201 tonn og 722 kíló af pósti, Þrír viðskiptabankar og sparí- sjóðirnir hækka vexti í dag ÞRÍR viðskiptabankar, Verzlun- arbankinn, Iðnaðarbankinn og Útvegsbankinn, og sparisjóðimir hækka nafhvexti á innlánum í dag. Verslunarbankinn og Iðnað- arbankinn hækka einnig forvexti af vixlum um 2-3% og Útvegs- bankinn hækkar yfírdráttarvexti um 1%. Líta bankamir á þessar breytingar sem fyrsta stig aðlög- unar vaxta að aukinni verðbólgu. Búast bankamenn við almennri hækkun vaxta 21. janúar eða 1. febrúar ef lánskjaravísitalan hækkar um Ú/2 til 2% í þessum mánuði og 1% i þeim næsta eins og spáð hefur verið. Verzlunarbankinn hækkar í dag nafnvexti innlána um V2 til 5 pró- sent. Vextir almennra tékkareikn- inga hækka úr V2 í 1%, TT-tékka- reikninga og almennra sparisjóðs- bóka úr 3 í 5%, Kaskó-reikninga úr 4V2 í 9% og Rentubóka úr 5V2 í 10V2%. Á móti hækka forvextir af víxlum úr 12 í 15%. Tryggvi Pálsson bankastjóri sagði í gær að vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á Ríkisvaldið getur þurft að stýra vöxtunum niður — segir Ólafur Ragnar Grímsson „Ef bankakerfið i heUd ætlar að fylgja eftir þessum vaxtahækkun- um og knýja upp vextina á næstu vikum, án þess að hafa til þess nokkurn efiiislegan grundvöll, þá er óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi afdráttarlaust inn i og stýri vöxtunum niður. Til þess má beita ýmsum aðferðum, meðal annars fortölum eða málefnalegum rökum, en það getur einnig þurft að beita beinum aðgerðum, sem stundum hafa verið kallaðar handaflsaðgerðir, “ segir Ólafiir Ragnar Grímsson fíármálaráðherra. „Þær verðhækkanir sem einka- bankamir nota til að rökstyðja þess- ar vaxtahækkanir núna eru mjög tímabundnar. Þær endurspegla að- gerðir sem ekki velta upp á sig, heldur eru gerðar í eitt skipti til þess að styrkja tekjugrundvöll ríkis- fjármálanna að hluta til 0g þar með draga úr þenslunni og skapa skil- yrði fyrir vaxtalækkun. Ég tel að þessar^vaxtahækkanir einstakra banka sanni þá kenningu að íslenska bankakerfið starfar eins og fákeppnismarkaður, en ekki í anda þess sem þeir telja sjálfír, að þeir séu samkeppnisbankakerfí sem fari eftir almennum markaðssjónar- miðum. Fyrirtæki á fákeppnismark- aði eru mjög fljót að hækka vöru sína, sem í þessu tilfelli eru vextir, en að sama skapi mjög treg til að lækka vöruna þegar aðstæður breytast. Þess vegna þurfa utanað- komandi aðilar að grípa inn í til þess að knýja Iækkunina fram. Þró- un undanfarinna ára hefur sýnt að stundum eru bankamir allir mjög fljótir til við minnsta tækifæri að sækja sjálfum sér aukið rekstrarfé í formi vaxtahækkana. Það endur- speglast meðal annars í því að íslenska bankakerfíð er á hveiju ári um það bil tveimur milljörðum króna dýrara en sambærileg banka- kerfí annars staðar. Þegar aðstæð- ur eru hins vegar hagstæðar og vextir geta lækkað þá gera þeir það mjög seint og lítið. Hvað litlu einkabankamir gera er þeirra mál, en sumir forsvars- menn þeirra eru í einhveijum ímynduðum leik að þeir séu ein- hveijir stórfurstar i einhveiju miklu bankakerfí á alvöru samkeppnis- markaði, og virðast hafa takmark- aða getu til að átta sig á þeim raun- veruleika sem núna er í íslensku efnahagslífí. Vaxtaákvarðanir þeirra skipta ekki höfuðmáli heldur ákvarðanir þeirra fjármálastofnana þar sem meginhluti fjármagnsins er,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Iánskjaravfsitölu í þessum og næsta mánuði muni nafnvextir ekki verða í takt við aðra vexti og því sé nauð- synlegt að samræma kjörin. „Við ætlum að bíða með almennar hækk- anir vaxta þar til vísitalan verður reiknuð út. Á hinn bóginn töldum við ekki hægt að bíða með að hækka forvexti vegna sérstöðu þeirra svo og innlánsvexti," sagði hann. Nokkrar breytingar eru á vöxtum hjá Iðnaðarbankanum. í frétt frá honum segir að nafnvextir hafí lækkað ört síðustu mánuði síðasta árs til samræmis við lækkandi verð- bólgu. Til þess að gæta samræmis milli verðtryggðra og óverðtryggra inn- og útlána verði á sama hátt nauðsynlegt að hækka nafnvexti á næstunni vegna aukinnar verð- bólgu. Bankinn telur fyllstu ástæðu til að he§a þegar aðlögun vaxta að breyttum verðlagsaðstæðum. Vextir af almennum sparisjóðs- bókum hækka úr 3 í 5%, óverð- tryggðir vextir Bónusreiknings úr 4-5,5% í 6-7,5% og forvextir víxla úr 12 í 14%. Aðrir liðir breytast ekki. í fréttinni kemur fram að þessar breytingar hafa ekki umtals- verð áhrif á vaxtamun bankans, sem nú er um það bil 50% minni en hann var að meðaltali árið 1988. Útvegsbankinn hækkar vexti á Ábótareikningi úr 4 í 11% og al- mennum sparisjóðsbókum úr 2 í 4% og á móti hækka yfírdráttarlán úr 16 í 17%. Guðmundur Hauksson bankastjóri vildi sem minnst gera úr þessari breytingu, verið væri að hækka nafnvexti ábótareiknings- ins, sem væri skiptikjarareikningur, í átt til verðtryggðu kjaranna. Sparisjóðimir hækka nafnvexti á óverðtryggðum innlánum. Vextir á Tromp-reikningum hækka úr 3,5 í 8% og á Topp-bókum úr 4,5 í 9%. Þá hækka vextir á 12 mánaða bók Sparisjóðs vélstjóra úr 4,6 í 9,25%. Ástæðan er sú sama og hjá öðrum, fyrirsjáanleg hækkun vísitölunnar, að sögn Sigurðar Hafstein fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, en þó er beðið með al- mennar hækkanir þar til línur skýr- ast frekar. Að þessu sinni eru ekki vaxta- breytingar hjá Landsbankanum, Búnaðarbankanum, Samvinnu- bankanum og Alþýðubankanum. Bankastjóramir sögðust vilja sjá hvað verðbólgan yrði mikil áður en þeir tækju ákvarðanir sínar. Vandlega verður fylgst með vaxtamálunum - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra „ÉG tel þessar vaxtabreytingar ekki skipta neinum sköpum, en með þessum málum verður vand- lega fylgst á næstunni, og þeim ákvæðum laga sem ríkið hefur yfir að ráða verður beitt tíl þess að tryggja sanngjarnar vaxta- ákvarðanir ef með þarf,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. „Ríkisstjómin hefur lagt á það áherslu við foiystumenn bankamála að haldið verði aftur af nafnvaxta- hækkun á næstunni og reynt að taka lengri tíma viðmiðun til greina þegar metnar em verðbreytingar. Annars er þetta mál, sem er ákvörð- unarefni hvers banka samkvæmt þeim reglum sem í gildi em, og þeir meta það út frá þeim sjónar- miðum sem þeir bera fyrir bijósti," segir Jón Sigurðsson. Runólfur Guðmundsson á Asbrandsstöðum látinn RUNÓLFUR Guðmundsson á Ásbrandsstöðum lést miðviku- daginn 4. janúar síðastliðinn á legudeild elliheimilisins á Vopnafirði, níræður að aldri. Runólfur var fæddur að Haga í Vopnafirði 21. janúar árið 1898, elstur af sex systkinum. Hann fluttist þaðan 3 ára gamall að Ásbrandsstöðumj þar sem hann bjó allt sitt líf. Atján ára gamall gerðist hann póstur á leiðinni á milli Vopnaijarðar og Víkinga- vatns í Kelduhverfí og var með þá póstleið í 16 ár, til 1931. Eftir það fór hann póstferðir á milli Vopnafjarðar og Fossvalla til 1945. Þá var hann verkstjóri við sýsluvegagerð um allmörg ár. Arið 1946 fékk Runólfur leyfí til að reka verslun á Ásbrandsstöð- um og rak hana í 40 ár. Árið 1920 giftist Runólfur eft- irlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Hrauntanga á Öx- aifyarðarheiði. Þau eignuðust sjö böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.