Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Færeyjar: Heildarfiskaflinn dróst saman um 30.000 tonn byrjendanámskeió Fjölbreytt, vandað og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilva- lið námskeið til að losna við alla vanmáttar- kennd gagnvart tölvum. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ Ritvinnslukerfið WordPerfect. ★ Töflureiknirinn Multiplan. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 17., 19., 24. og 26. janúar kl. 20-23. Innritun í símum 687S90 og 686790. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. EP r^TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Heildarveiði færeyska fiskiskipaflotans minnkaði á síðasta ári um 30.000 .tonn. Kom samdrátturinn fram í mörgum fisktegnndum en var þó mestur í kolmunna-, spærlings- og loðnuaflanum. Sagði frá þessu í færeyska Dagblaðinu fyrir nokkrum dögum. Reuter Kúbverskir hermenn ásamt ungum aðdáendum sínum er fyrstu Kúbveijarnir héldu í gær frá Afríkuríkinu Angólu. Á síðasta ári jókst þorskaflinn um 9.000 tonn, ufsaafli um 3.000 tonn og nokkuð meira veiddist af löngu og karfa. Rækjuafli var 4.000 tonnum meiri, hörpudiskur var 6.000 tonnum meiri og einnig jókst hrossamakríls- og keiluaflinn. Ýsuaflinn minnkaði hins vegar um 4.000 tonn, grálúðuafli um 1.000 tonn, kolmunni um 11.000 tonn, spærlingur um 9.000 tonn, loðnan um 20.000 tonn, sand- og trönusíli um 3.000 tonn, makríll um 5.000 tonn, sfld um 1.500 tonn og Angóla: Hafinn brottflutningur kúbverskra hersveita Luanda, Jóhannesarborg. Reuter. BROTTFLUTNINGUR kúbverskra hersveita frá Afrikuríkinu An- gólu hófst í gær í samræmi við sáttmála í þá veru sem fulltrúar Angólu, Kúbu og Suður-Afríku undirrituðu í New York í síðasta mánuði. Þúsundir Angólubúa fylgdust með því er 450 Kúbveijar, klæddir hermannabúningum, stigu um borð í sovéska Djúsjín-þotu á flugvellinum í Luanda og héldu heim á leið. Samkvæmt samningi ríkjanna í Angólu. Hafa þeir barist við hlið þriggja á brottflutningi herliðsins hermanna kommúnistastjómarinn- að vera lokið um mitt ár 1991 en ar í Angólu í 13 árgegn hersveitum um 50.000 kúbverskir hermenn eru skæruliða UNITA-hreyfíngarinnar. Stjómvöld í Suður-Afríku fögnuðu því í gær að brottflutningurinn v^ri haflnn en samkvæmt samn- ingnum fyrmefnda munu Suður- Aftíkumenn, sem stutt hafa skæm- liða UNITA, veita Namibíu sjálf- stæði eftir að hafa ráðið landinu í rúmlega 70 ár. Jose Eduardo dos Santos, forseti Angólu, ávarpaði kúbversku her- mennina og þakkaði þeim frækilega framgöngu í bardögum við suður- afrískar hersveitir. Yflrmaður kúb- verska herliðsins, Abelardo Colome Ibarra hershöfðingi, sagði hersveitir Kúbveija og Angólu hafa afsannað þá goðsögn að hersveitir Suður- Afríku væm ósigrandi. Sagði hann að hermenn þeir er eftir væm yrðu búnir til bardaga allt þar til brott- flutningnum væri lokið. Því næst var fallinna Kúbveija minnst en stjómvöld í Havana hafa ekki viljað láta uppi hversu margir hafa fallið í bardögum í Angólu frá því landið hlaut sjálfstæði frá Portúgal fyrir 13 ámm. Almennt er þó talið að Kúbveijar hafi misst nokkur þúsund menn í Angólu. Heimkvaðning hersveitanna hefst formlega 1. apríl næstkom- andi og ber að ljúka henni á 27 mánuðum. í ráði er að flytja 3.000 hermenn úr landi fyrir þann tíma. Sameinuðu þjóðimar munu hafa eftirlit með brottflutningi herliðsins og var yfírmaður sveita Sþ í An- gólu, Pericles Ferreira hershöfðingi frá Brasilíu, viðstaddur er fyrstu Kúbveijamir héldu aftur til síns heima. annar afli um 5.000 tonn. Heildarveiðin á síðasta var 356.000 tonn en var 386.000 tonn 1987. Þótt fískunum hafi fækkað nokk- uð upp úr sjó hafa Færeyingar afl- að vel á öðmm miðum. Á síðasta ári vom bamsfæðingar fleiri en verið hefur í háa herrans tíð eða síðan á miðjum sjöunda áratugnum. 869 Færeyingar litu þá dagsins ljós fyrsta sinni, 352 stúlkur og 358 drengir. 1966 vom nýburar rúm- lega 900 talsins og verður síðan að leita aftur til stríðsáranna til að flnna hlutfallslega jafn stóran ár- gang. Kynlífsbrölt í þyrlu: Andstætt rétttrúnaði -segir ísra- elskur rabbí Jerúsalem. Reuter. YFIRRABBÍ í Tíberías í ísrael hefiir svipt hótel í borginni leyfí til að státa af svonefiid- um kosher-mat eða feeðu sem rnatbúin er í samræmi við trú- arreglur sanntrúaðra gyð- inga. Ástæðan fyrir þessu er sú að hótelstjóramir efiidu til veislu á gamlárskvöld og leyfðu þá m.a. nöktum karli og konu að hafa samfarir í þyrlu sem sveif yfir sundlaug hótelsins, að sögn dagblaðsins Jerusalem Post. Blaðið segir að loftfarimar hafí varað í tuttugu mínútur og ótvírætt verið það skemmtiatriði er mestan fögnuð vakti hjá veislugestum. Hótelgestir gátu virt athöfnina fyrir sér út um herbergisgluggana. Rabbíinn, Davíð Peretz, sagði að hótelstjóramir hefðu syndgað og ætti staðurinn ekki skilið að halda kosher-leyfínu. Blaðið hafði eftir borgarstjóranum í Tíberías, Yigal Bibi, að hótel- stjóramir væm „kolbijálaðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.