Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989
29
í minningn látins vinar
Rætt við Auði Matthíasdóttur félagsráðgj afa
Nýlega voru stofnuð í Reykjavík Samtök áhugafólks um alnœm-
isvandann. Tilgangur samtakanna mun vera að styðja smitaða
og sjúka og aðstandendur þeirra og að auka fræðslu um al-
næmi. Forvígismenn þessara samtaka segja að þrátt fyrir tals-
verða fræðslu um alnæmi á undanförnum árum þá virðist svo
sem margir telji að þessi sjúkdómur sé einkamál tiltölulega fá-
menns hóps. Staðreyndin sé hins vegar sú að þótt tiltekinn ein-
staklingur telji sig ekki vera í neinni smithættu þá verði hann
hins vegar oft átakanlega var við þennan sjúkdóm ef ættingi eða
vinur smitast. Jafhframt er bent á að nýlegar skoðanakannanir
leiði í ljós að hér þrífist hræðsla og fordómar gegn smituðum
einstaklingum og smitað fólk eigi oft í miklum erfíðleikum með
að halda atvinnu sinni og finna sér öruggt húsnæði.
Allar götur frá því menn fóru
að gera sér grein fyrir að sumir
sjúkdómar smita þá hafa menn
hræðst og reynt að forðast þá sem
veikir eru af hinum smitnæmu
sjúkdómum. Hvaða maður, kom-
inn til vits og ára, hefur ekki
heyrt um Svarta dauða, sem lagði
stór byggðarlög í eyði og olli því
að heilu ættbogamir dóu út.
Munnmæli herma að allt þetta
hafi orðið vegna þess að fatnaður
af svartadauðasjúklingi barst hér
á land úr erlendu skipi, með að-
komumanni. Bólusóttarsjúklingar
voru heldur ekki vel séðir af þeim
sem frískir voru. Afmynduð and-
lit af bóluörum eða dauðinn sjálf-
ur var hlutskipti þeirra sem þann
sjúkdóm fengu. Berklaveikin er
nútímamönnum kannski hvað
nærtækust þegar hugsað er til
lífshættulegra eða banvænna
smitsjúkdóma. Næstum allt eldra
fólk hér á landi man eftir ein-
hveijum jafnöldrum sínum drag-
ast upp úr þessum illvíga sjúk-
dómi. Blómi íslensks æskufólks
var fluttur hópum saman brott
úr sínu umhverfi og komið fyrir
á berklahælum. Læknavísindin
voru lengi framan af máttlítil
gagnvart berklaveikinni. Margt
af þessu ógæfusama fólki háði
langa og harða baráttu við berkl-
ana, sem oftar en ekki lyktaði
með dauða. Sumum batnaði þó
en margir þeirra urðu aldrei sam-
ir og fyrr. Það eru augljós líkindi
rrteð örlögum þessa fólks og þeirra
manna sem á allra síðustu árum
hafa verið að falla fyrir hinum
nýja vágesti, alnæmi, sem barst
til okkar utan úr heimi, líkt og
margar plágur hafa gert. En
líkindin ná varla lengra, það er
margt sem aðskilur þessa sjúk-
dóma, ekki síst smitleiðimar. Ber-
klar voru oft á tíðum bráðsmit-
andi og stundum afar illt að var-
ast smit en alnæmi er hins vegar
vel hægt að verjast ef vissum regl-
um er fylgt.
Óttinn við alnæmi er mikill
Auður Matthíasdóttir félagsr-
áðgjafi er formaður hinna ný-
stofnuðu samtaka um alnæmis-
vandann. Hún starfar á Heilsu-
vemdarstöðinni og sinnir þar ráð-
gjöf fyrir alnæmissjúklinga og
aðstandendur þeirra á vegum
Reykjavíkurborgar. Ég heimsótti
hana einn daginn, skömmu fyrir
hádegi. Ég hitti hana frammi á
gangi og gekk á hæla henni inn
í hvítmálað herbergi. Á leiðinni
þangað varð mér hugsað til þeirra
sem eiga til Auðar annað og alvar-
legra erindi en ég átti nú. Hvem-
ig skyldi þeim manni líða sem .
fengið hefur þau tíðindi að hann
sé smitaður af lífshættulegum
sjúkdómi? Margir þeirra sem smit-
ast em úr minnihlutahópi í þjóð-
félaginu. Fyrst hafa þeir menn
mátt aðlagast því að vera af sum-
um litnir homauga fyrir kynferð-
islegar langanir sínar og svo þeg-
ar þær öldur hefur kannski lægt
þá bíður þeirra þetta. Ótti þeirra
hlýtur að vera mikill. Fyrst og
fremst óttinn sem allir menn bera
í bijósti gagnvart sjúkdómum og
dauða og svo óttinn við að verða
útlægur ger.
Við Auður setjumst við
gluggann og ég hef máls á þessum
hugsunum mínum um óttann.
Auður segir mér að vissulega sé
ótti margra sem til hennar leita
mikill. Bæði þeirra sem sjúkir em
svo þeirra sem í kring em og ótt-
ast að smit. „Margir af þeim sem
umgangast alnæmissjúklinga em
fullir af ótta,“ segir Auður. „En
þann ótta má slá talsvert á með
fræðslu og upplýsirigum. Alltof
margir em fullir af ástæðulausum
ótta við alnæmissmit. Þeir óttast
að fá alnæmi af fólki sem það
hittir og tekur t.d. í höndina á eða
það óttast að alnæmisveirur séu
í sundlaugum og svo mætti lengi
telja. Þetta er ástæðulaus ótti.
Alnæmisveiran þarf blóð til þess
að lifa í og deyr, hafi hún það
ekki. Sýnt hefur verið fram á að
alnæmi getur smitast við sam-
farir, blóðgjöf og sameiginlega
notkun á sprautunálum, eigi sýkt-
ur einstaklingur þar einhvem hlut
að máli.“
Auður sagðist sjálf ekki óttast
smit þó hún hefði mikinn sam-
gang við smitað fólk. Hún sagði
að fólkið sem til hennar kæmi
ræddi oft við hana um kynlíf sitt
og hún reyndi að veita því fræðslu
um hvemig það ætti að haga sér
svo það smitaðist ekki og að hinir
smituðu einstaklingar smituðu
ekki frá sér.
„Allflestir þeirra sem smitast
hafa og ég hef talað við era mjög
ábyrgðarfullir í sinni afstöðu til
þessara mála. Flestum er mikið í
mun að forðast að smita frá sér
Auður Matthíasdóttir ásamt heimilishundinum.
Morgunblaðið/Sverrir
og gera sér vel ljóst að það er
forsendan fyrir því að takst megi
að vinna bug á fordómum gegn
alnæmissjúklingum. Við í samtök-
um um alnæmisvandann teljum
að auka verði þekkingu fólks á
þessum sjúkdómi, eðli hans og
afleiðingum. Lítil þjóð, eins og við
íslendingar, á miklu auðveldara
með að takast á við þennan sjúk-
dóm heldur en stórar þjóðir. Hér
getum við fylgt hinum smitaða
einstaklingi eftir, stutt við bak
hans þegar á móti blæs og hjálp-
að honum að lifa og starfa og
takast á við þá höfnun samfélags-
ins, sem margir alnæmissjúkling-
ar finna sárt fyrir. Á þennan hátt
getum við komið í veg fyrir að
smitað fólk varpi frá sér allri
ábyrgð í beislg'u og biturleika og
þannig hindrað smithættu sem
ella gæti af þessu fólki stafað.
Þetta hafa stórar þjóðir miklu
minni möguleika á að gera. Þama
ættu hin nýstofnuðu samtök að
geta unnið mikið starf. Þau era
stofnuð til þess að styðja alnæmis-
sjúklinga eftir getu, andlega sem
fjárhagslega.
Hvað snertir ótta almennings
við að smitast af alnæmissmituð-
um mönnum þá vil ég leggja
áherslu á að ég skil þessa hræðslu
og mér þykir ekki óeðlilegt að
fólk sé hrætt. Það era allir hrædd-
ir við smitsjúkdóma og viss
hræðsla er líka nauðsynleg til
þess að fólk sýni aðgát, t.d. hjúk-
ranarfólk og aðstandendur. En
þegar slík hræðsla fer út fyrir
skynsamleg mörk er hún skaðleg
og jafnvel hættuleg. Menn skulu
jafnan hafa í huga að alnæm-
issmiti má veijast ef farið er eftir
þeim ráðleggingum sem fróðir
menn hafa gefið. Allir eiga að
nota smokk við samfarir, nema
vitað sé með vissu að hvoragur
aðilinn sé smitaður af alnæmisvei-
ranni og lykilorðið er: Hver og
einn ber ábyrgð á sjálfum sér.“
Að lokum spurði ég Auði hvem-
ig á því stæði að hún hefði svona
mikinn áhuga á að verða alnæmis-
sjúklingum og aðstandendum
þeirra að liði. „Ég átti vin sem
dó úr alnæmi," svaraði Auður.
„Þessi vinur minn var þýskur
skólabróðir minn, sem mér þótti
mjög vænt um. Hann skrifaði mér
eitt sinn, eftir að ég var flutt til
Danmerkur og starfaði þar hjá
Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna. í bréfinu sagði
hann mér að hann væri veikur en
læknirinn hans vissi ekki hvað
væri að honum. Nokkra seinna
varð ljóst að þessi vinur minn var
smitaður af alnæmi. Hann var
hommi og hafði reynt að fara
leynt með þær tilhneigingar sínar.
Þessi tíðindi vora því fjölskyldu
hans tvöföld raun. Eg hófst þegar
handa við að safna saman öllu
tiltæku efni um þennan sjúkdóm
og hugsanleg læknislyf og sendi
allt sem mér áskotnaðist í þá vera
jafnóðum til Þýskalands. Én ekk-
ert er enn þekkt sem getur lækn-
að alnæmi, aðeins er hægt með
vissum lyfjum að halda þessum
sjúkdómi í skeíjum um stundar-
sakir. Það hallaði fljótt undan
fæti hjá vini mínum. Hann fékk
að lokum sýkingu í heila og dó
úr því. Þá vora liðin tæp tvö ár
síðan sjúkdómurinn uppgötvaðist.
Mér þótti vænna um þennan vin
minn en flesta aðra sem ég hef
fyrirhitt á lífsleiðinni. Það er með-
al annars til að heiðra minningu
hans sem ég vil leggja mitt af
mörkum til að styrkja og styðja
alnæmissjúklinga og aðstandend-
ur þeirra."
TEXTI: GUÐRÚN
GUÐLAUGSDÓTTIR
Laugarneskirkja:
Kyrrðarstund-
ir í hádegi
í Laugarneskirkju verða fram-
vegis kyrrðarstundir í hádeginu
á fimmtudögum. Kyrrðarstund-
irnar eru öllum opnar og getur
fólk komið með fyrirbænarefiii
til sóknarprestsins ef óskað er.
Leikið verður á orgel kirkjunnar
frá klukkan 12, tíu mínútum síðar
hefst altarisganga og fyrirbænir en
klukkan 12.30 verður boðið upp á
léttan hádegisverð í Saftiaðarheim-
ilinu.
Síðasti fundur sýslu-
nefndar A-Hún.:
Gróðurvernd-
armálin í
brennidepli
Óánægja með umfjöll-
un sjónvarpsins
Blönduósi.
SÍÐASTI fundur sýslunefiidar
Austur-Húnavatnssýslu var hald-
inn á Blönduósi 21. desember.
Meðal síðustu verka sýslunefiid-
ar var að lýsa megnri óánægju
með umfjöllun ríkissjónvarpsins
varðandi náttúru- og gróður-
verndarmál sem verið hefur i
þáttum þess að undanfömu.
í ályktun frá síðasta sýslunefnd-
arfundi segir meðal annars aðt
stjórnendur sumra gróðurvemdar-
þáttanna lýsi um of eigin skoðunum
og byggi þætti sína upp á hlut-
drægan hátt. Orðrétt segir síðan í
ályktun sýslunefndar A-Hún.:
„Jafnframt vill sýslunefndin vekja
athygli á að hún hefur ásamt sveit-
arfélögum í A-Húnavatnssýslu haft
forgöngu um aukna gróðurvemd
og bætta meðferð lands á undan-
fömum áram.“ í lok ályktunarinnar
beinir sýslunefndin þeim eindregnu
tilmælum ti! ríkissjónvarpsins að
það fjalli um viðkvæm mál eins og
náttúra- og gróðurvemdarmál era,
á sanngjaman og hlutlausan hátt,
án allra fordóma um stéttir, menn
og málefni.
Jón Sig.
/_
DT8AIM hefsl á morgun
Uðutttu
Lokac5 T d<
breytinga
HF
VERSLUNv/NESVEG, SELTJARNARNESI