Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 15 Lengst af hefur verið gengið út frá því að táknmál sé til trafala og rétt sé eftir megni að aðlaga heym- arlausa að veröld þeirra sem hafa eðlilega heym. Þessi stefna talmáls- sinna gekk svo langt að banna bömum að nota fingramál eða önn- ur tákn og neyða þau til þess að nota eingöngu talmál. Bókarhöf- undar em fulltrúar fyrir nýjan tíma í kennslu heyrnarlausra, táknmáls- sinnana, sem vilja nota alhliða tjá- skipti eins og það er kallað í bók- inni. Tjáningarmáti heymarlausra er að þeirra mati ekki annars flokks og táknmál vel nothæft til að tjá blæbrigði í máli og óhlutbundin (ab- strakt) hugtök. Þess vegna eigi að beita öllum þeim aðferðum sem baminu virðast henta. Ekkert bendi til þess að heymarlaust barn, sem byijar snemma að læra táknmál (eins og böm heymarlausra for- eldra), eigi erfiðara með að læra talmál síðar, nema síður sé. Þá er og hvatt til þess að fullorðið heyrn- arlaust fólk sé virkjað sem mest við kennslu og uppeldi barnanna, ekki síst sem hvatning og uppörvun fyrir þau og fyrirmynd. Tækninýjungar skjóta upp kollin- um af og til, en oft er gert of mik- ið úr árangri af „nýjum lækninga- aðferðum" í fjölmiðlum áður en vandlegar rannsóknir hafa farið fram. Nauðsynlegt er því talið að foreldrar vanræki ekki mikilvæg- asta hlutverkið, sem er að sam- þykkja hið heyrnarlausa bam sem fullgildan fjölskyldumeðlim. Bamið á að vera hluti af fjölskyldunni en ekki miðdepill hennar. Ahrifamesta „lækning" á heymarleysi er skiln- ingur. Þessi bók er ekki ,jólabók“ í hefðbundnum skilningi þótt hún hafi komið á markað nú. Efni henn- ar er hafið yfir dægurþras og af- þreyingu og hún á svo sannarlega erindi til allra þeirra sem umgang- ast heymarlaus börn og fullorðna eða em sjálfir heymarlausir. Opið bréf til stjórnvalda frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda Samband íslenskra kvikmynda- framleiðenda vill vekja athygli stjómvalda á því, að Menningar- sjóður útvarpsstöðva var eitt af þeim baráttumálum sem kvik- myndagerðarmenn setiu á oddinn, þegar rekstur útvarps_ og sjónvarps var gefinn frjáls á Islandi. Bæði Félag kvikmyndagerðarmanna og Samband íslenskra kvikmynda- framleiðenda börðust fyrir því með einhuga stuðningi Bandalags íslenskra listamanna að sjóðurinn hlyti brautargengi. í ljósi þess að auglýsingar munu væntanlega minnka hjá ríkisfjölmiðlunum í framtíðinni og færast meir til einka- stöðva, sem láta stjómast öðm fremur af sölusjónarmiðum, teljum við nauðsynlegt að Menningarsjóð- urinn haldi áfram að starfa á þeim gmndvelli sem hann var reistur á. Hins vegar má endurskoða úthlut- unarreglur og lög um hann. A það skal bent að þau 10%, sem lögð voru á auglýsingatekjur vegna þessa sjóðs, voru viðbót, en ekki tekin af þeim tekjum sem stöðvam- ar höfðu fyrir. Það er því tillaga SÍK að sjóðurinn haldi áfram að fá þær tekjur sem honum hafa verið tryggðar. Hveijir sitja í stjórn sjóðs- ins og úthlutunarreglum má hins vegar breyta þannig að hann nái sem best markmiðum sínum. Aðalatriðið er að lögum og regl- um um sjóðinn verði breytt þannig að leikstjórar og kvikmyndafyrir- tæki geti sótt milliliðalaust um styrki í hann til framleiðslu á kvik- myndum sem eiga heima í sjón- varpi, og íslensku heimildarefni. Með þessu yrði tryggð menningar- leg kvikmyndastarfsemi í landinu og opnaður nýr möguleiki, sem ætti að koma öllum til góða jafn- framt sem þessi sjóður fengi aukinn tilgang. Fé í Menningarsjóð er ekki sótt í vasa almennings né í ríkis- sjóð, heldur ekki auglýsenda. Við skorum á stjórnvöld að sjá til þess að sjóðurinn lifi áfram. All- ar úrtöluraddir um að leggja hann niður bera vott um skammsýni og á það skal bent að í þeirri nefnd, sem menntamálaráðherra hefur nýskipað til að skoða rekstur RÚV, sitja fréttamenn og skrifstofufólk, en gengið er fram hjá leikstjórum og kvikmyndagerðarmönnum. Eðli- legt hefði verið að leita umsagnar FK, SÍK og Bandalags íslenskra listamannar Sjóðurinn er einn af mikilvægustu áföngum sem fram- leiðendur kvikmyndaefnis hafa náð í starfsemi sinni og væri mikill ósig- ur ef hann hyrfi af vettvangi, nú þegar útvarpslögin eru endurskoð- uð. Jafnframt væri eðlilegt að Sin- fóníuhljómsveit hefði sinn eigin tekjustofn, en tengdist ekki sjóðn- um. Stjórn Sambands islenskra kvikmyndaframleiðenda. „Hvað er heymarleysi?“ V#"-------msi'on.s f 1-53900 JÖROUR Bókmenntir Kafrín Fjeldsted Höfúndar: Roger D. Freeman, Clifton F. Carbin og Robert J. Boese Þýðing: Ólafur Halldórsson og Þuríður J. Kristjánsdóttir Kápa: Sigurþór Jakobsson Setning og prentun: Steinholt hf. Bókband: Arnarfell hf. Útg. af Foreldra- og styrktarfé- lagi heyrnardaufra 1988 sem handbók fyrir foreldra og aðra uppalendur. Nýlega gaf Foreldra- og styrkt- arfélag heymardaufra út íslenska þýðingu á bókinni „Hvað er heyrn- arleysi?", en hún kom fyrst út í Kanada, Bandaríkjunum og Bret- landi árið 1981. Bókin hefur verið löguð að íslenskum aðstæðum að þvi leyti að tveir síðustu kaflarnir §alla um málefni heyrnarlausra á Islandi og um fáanleg hjálpartæki hér á landi. Það kom mér á óvart að uppgötva hve mörg félög starfa að málefnum heymarlausra hér. Væri ekki nær að sameina kraft- ana? Aðeins 1 af hveijum 1000 böm- um er talið heymarlaust og af for- eldrum heymarlausra barna hafa 9 af hveijum 10 eðlilega heyrn. Sam- kvæmt skilgreiningu Moores (1978) er heyrnarlaus sú manneskja sem hefur svo takmarkaða heyrn að hún getur ekki skilið talað mál eingöngu með hjálp heyrnarinnar, jafnvel þótt hún noti hjálpartæki. Heyrn- ardauf kallast sú manneskja sem er það mikið heymarskert, að það veldur henni erfiðleikum að skilja talað mál, en útilokar það þó ekki (með heyrnartækjum eða án þeirra). Höfundar bókarinnar em þrír, allir starfandi í Kanada, og hafa til samans mjög víðtæka þekkingu á heymarleysi og kennsiu heyrnar- Um vínberin á Vín- landi hinu góða eftirSigurð Björnsson í lesbók Morgunblaðsins hinn 7. janúar sl. skrifar Hermann Pálsson fróðlega grein, sem hann nefnir „Að átta sig á Vínlandi." I grein hans stendur: „Um gróð- urfar í grennd við Leifsbúðir er þess sérstaklega getið að vínviður óx þar, og gefur það nokkra hug- mynd um legu Vínlands, þar sem vínber munu ekki hafa þekkst fyrir norðan Nýja England, en á hinn bóginn þreifst vínviður langt suður- eftir." Nú langar mig að varpa þeirri spurningu til fræðimanna, hvaða merkingu þeir leggja í „vínberin", og við hvað er átt, þegar í hinum fornu frásögnum er talað um vínvið. Er það sá viður, sem á vaxa vín- þrúgur, eða einhver annar beija- mnni, sem glatað hefur uppmna- legu nafni og hlotið annað nafn í munni núlifandi íslendinga? Á síðasta hausti átti ég, ásamt fleimm, leið til Þingvalla með virt- um sænskum verkfræðingi. Hann undraðist nokkuð, að mnnar í görð- um þar, og víðar hér á hjara verald- ar, skyldu bera þroskuð vínber. Hér var um að ræða þau ber, sem enn í dag heita á sænska tungu röda og svarta vinbar, en við hér nefndum rifs- og sólber, eins og Danir. Verður ekki að telja líklegt að þessi ber hafi, þegar Vínland fannst, einnig heitið vínber á íslensku, og að vínviður sá, sem frá er greint í Grænlendingasögu, hafi verið sami mnni og við nú nefnum rifs og sólber? Sé svo hlýtur það að skipta sköpum um hversu norð- arlega á ströndum vesturheims Vínland hið góða kann að hafa leg- ið. Höfundur er verkfræðingur. lausra. Bókin skiptist í 22 kafla og er efni þeirra vel lýst í kaflaheitum eins og „Hvernig er það að vera heyrnarlaus?" og „Hvernig getur þú verið viss?“, svo dæmi séu nefnd. Hún er unnin á óvenjulegan hátt þar sem uppkast að hveijum kafla var sent tugum manna í Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi til af- lestrar, mörgum heyrnarlausum, sérfræðingum og foreldrum, þar á meðal fólki í alþjóðasamtökum for- eldra heymarlausra barna (IADP). Bókin er skrifuð af vandvirkni og er auðveld aflestrar. Hún er þýdd á góða íslensku, en prentvillur em heldur margar fyrir minn smekk. Einnig em nokkur orð mér fram- andi, til dæmis fötmn, fatrandi vinna, heilkenni, hópsjálflægni og tvítyngi. Mér em slík orð heldur til ama. Bókarkápan er afar falleg. Höfundar hvetja foreldra til að afla sér sem flestra upplýsinga en ákveða sjálf hvemig þau eigi að ala upp heyrnarlaust bam sitt. Þeir benda á að barnið veiji mestum tíma sínum að jafnaði með fjöl- skyldu sinni og jafnvel 92% af tíma sínum utan skólastofunnar. Þeir ræða um orsakir heyrnarleysis og sektarkennd foreldra og vanlíðan, þegar það uppgötvast að barn þeirra ér ekki með eðlilega heym. Það virðist oft ekki liggja ljóst fyr- ir fyrr en bamið er orðið um 20 mánaða gamalt. Ýmsir áverkar, lyf og smitsjúkdómar geta valdið heyrnarleysi, en oftast er orsökin óþekkt. Áður fyrr var heymarleysi fyrst og fremst afleiðing af sýkingum og em þekktustu dæmin rauðir hundar og heilahimnubólga. Ég sakna þess að í íslensku köflunum er þess að engu getið, hve ötullega hefur verið unnið að útrýmingu rauðra hunda hér á landi, ekki síst fyrir tilstilli Margrétar Guðnadóttur, prófessors í veimfræði. Síðasti rauðu hunda- faraldurinn gekk hér 1964 og síðastliðin 11 ár hefur mótefni gegn rauðum hundum verið mælt hjá öll- um 12 ára telpum og þeim mótefna- lausu (um 25%) boðin bólusetning, sem flestar þiggja. Nú hefur land- læknir ákveðið að tekin verði upp bólusetning fyrir öll böm gegn hettusótt, mislingum og rauðum hundum (oftast nefnt MMR) fyrir 2 ára aldur með það fyrir augum að hindra faraldur í framtíðinni. Ljóst er þó að endurbólusetja verður bömin á skólaaldri eins og gert er í nágrannalöndum okkar. í bókinni er heldur ekki minnst á þátt heilsugæslunnar hér á landi sem á mikinn átt í að finna böm sem ’þurfa frekari rannsókna við vegna skertrar heymar. Mælt er með að svokallað BOEL-próf sé gert við 10 mánaða ungbarnaskoð- un og síðan fer heymarmæling fram við 4 ára aldur á heilsugæslu- stöðvum um allt land og á vegum barnadeildar Heilsuvemdarstöðvar- innar í Reykjavík. Þá er alls staðar fylgst með heyrn og sjón skólabarna á kerfisbundinn hátt og gera það hjúkrunarfraeðingar. Heimilislækn- ar, bamalæknar og háls- nef- og eymalæknar fylgjast einnig með bömum með eymabólgur og er mikilvægt að greina hvort vökvi verður eftir í miðeyra upp úr slíkum veikindum svo gera megi ráðstafan- ir, sé þess þörf. Vökvinn veldur heymardeyfu og dregur þess vegna úr málþroska hjá ungum bömum. Viðhorf þeirra sem kenna heym- arlausum bömum em mismunandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.