Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Hugmyndir íbúa í Glerárhverfi um sérframboð til bæjarstjórnar: Get ekki fallist á að Gler- árhverfi hafi orðið afekipt — segir Sigfiis Jónsson bæjarstjóri SIGFÚS Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir bæjarstjórn styðja það að lyfjabúð verði sett upp í Glerárhverfi og að hún myndi einn- ig fagna því ef pósthús kæmi í hverfið. Hins vegar væri við ríkið að eiga en ekki bæjaryfirvöld í þessu efiii. Sigfús sagði þetta i sam- tali við Morgunblaðið er leitað var til hans i framhaldi af frétt blaðs- ins í gær um hugmundir nokkurra ibúa í Glerárhverfi um sérfram- boð ibúa í þeim bæjarhluta til næstu bæjarstjórnarkosninga, vegna óánægju með þjónustu i hverfinu. „Það hefur gífurlegt flármagn farið í uppbyggingu Síðuskóla, í undirbúningi er að koma upp útibúi frá Tónlistarskólanum í hverfinu, búið er að greiða fyrir því að skáta- félagið verði með æskulýðsstarf- semi í Glerárkirkju, tvær dagvistir voru teknar í notkun í fyrra í hverf- inu, Hlíðarból og Sunnuból, þannig að vel er búið að þeim málum. Svo hefur bærinn aðstoðað einstakling við að koma upp verslunarmiðstöð í Móasíðu. Ég get því ekki fallist á að Glerárhverfi hafí orðið afskipt. Þjónustan kemur smám saman í hverfum sem eru að byggjast upp,“ sagði bæjarstjórinn. Sigfús gat þess ennfremur að bæjarstjóm hefði slegið af bygging- argjöldum til að hraða uppbyggingu í hverfinu. Þá væri nýlega búið að breyta leiðakerfi Strætisvagna Ak- ureyrar til mikillar hagræðingar fyrir íbúa í Glerárhverfi. Hann sagði forráðamenn bæjarins hafa rætt við lækna og forráðamenn heilsugæslu- stöðvarinnar í bænum og hefði þeim litist illa á þá hugmynd að skipta stöðinni — en eitt af því sem þeir sem að hugmyndinni um sérfram- boðið standa telja ábótavant í hverf- inu, er að þar sé ekki heilsugæslu- stöð. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Bjömsson Guðlaugur Halldórsson, íþróttainaður KA 1988, tekur við bikarnum úr hendi formanns félagsins, Gmðmundi Heiðrekssyni. Guðlaugur Halldórs- son kjörinn Iþrótta- maður KA1988 Ungir þjóíkr* handsamaðir ÞRÍR ungir piltar, 17 og 18 ára, sem játuðu tvö innbrot um helgina á Akureyri, eins og greint var frá í blaðinu í gær, hafa einnig játað á sig önnur innbrot, sem rannsóknarlög- reglan á Akureyri hafði til rannsóknar — hátt i 10 mál. Þar er um að ræða ýmsa smá- þjófnaði frá því undanfama mán- uði; þar sem stolið var hljómtækj- um úr bílum og ýmsu öðru. Þá hefur rannsóknarlögreglan í bænum handsamað 15 ára pilt sem játað hefur að hafa stolið 20.000 krónum úr búningsklefa í íþrótta- Fyrsta loðn- an komin í Krossanes FYRSTA loðnan á vertiðinni barst í Krossanesverksmiðjuna á Akur- eyri í upphafi vikunnar, er Súlan EA landaði þar 800 tonniun. Tvö skip voru væntanleg í verk- smiðjuna í nótt — Börkur NK með 1.200 tonn og Þórður Jónasson EA með um 750 tonn. Krossanesverk- smiðjan greiðir nú 3.900 krónur fyr- ir tonnið af loðnu. höllinni í nóvember síðastliðnum. Fleira hafði sá á samviskunni — hann braust einnig inn í kjörbíl Skutuls sem staðsettur er í Lunda- hverfínu, í sama mánuði, og stal þar sígarettum og skiptimynt. íþróttahöllin: Sýning á vélsleðum LANDSSAMBAND íslenskra vélsleðamanna gengst fyrir sýn- ingu á vélsleðum, útbúnaði og útilífsvörum í íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi. Verkleg sýnikennsla í notkun á Loran-staðsetningartækjum verð- ur kl. 15.00 á laugardag, skátar gefa leiðbeiningar og heilræði um ferðalög og á útisvæði verður markaður fyrir notaða sleða, kerr- ur og aðra hluti tengda íþróttinni. Sýningin verður opin kl. 13.00- 18.00 á laugardag og kl. 10.00- 17.00 á sunnudag. Þess má geta að árshátíð LÍV verður svo haldin í Sjallanum á laugardagskvöldið. Vélsmiðjan Atli hættir störfiim VÉLSMIÐJAN Atli hf. á Akur- eyri hættir störfum 1. febrúar næstkomandi. Öllum starfs- mönnum, 18, var sagt upp störfiim 1. nóvember siðastiið- inn vegna verkefiiaskorts, og að sögn framkvæmdastjórans er ekki lengur grundvöilur fyr- ir áframhaldandi starfsemi. Fyrirtækið hefur starfað i 48 ár. Uppsagnarfrestur starfsmanna var misjafn, en nú eru um átta manns starfandi hjá fyrirtækinu. „Það er frágengið að við lokum 1. febrúar. Það verður ekki bakk- að með það. Við þorum ekki að halda áfram meðan við sjáum ekki fram á örugg verkefni," sagði Marteinn Hámundarson, fram- kvæmdastjóri Atla hf., í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði flesta þá sem væru hættir hjá fyrirtækinu hafa fengið vinnu annars staðar. Marteinn sagði Atla hf. hafa tapað talsvert á síðastliðnu ári — „tapið er svo mikið að það er ekki grundvöllur fyrir því að starfa áfram," sagði fram- kvæmdastjórinn. Að hans sögn kom tapið aðallega til vegna við- skipta við fyrirtæki I útgerð eða fyrirtæki sem tengjast útgerð. „Það er margt sem spilar þama inn í, en segja má að erfíðleikar þessara fyrirtækja séu aðalástæð- an,“ sagði hann. Þannig vildi til við síðustu bæjar- stjómarkosningar að allir þeir sem kosnir voru í bæjarstjóm eiga heim- ili á Brekkunni. Bæjarstjóri sagði bæjarfulltrúa þar af leiðandi ef til vill þekkja betur til í þeim bæjar- hluta, „en þeir gera auðvitað hvað þeir geta til að bæta hag íbúa í Glerárhverfi," sagði hann og bætti við að tvö stærstu verkefni bæjarfé- lagsins á árinu væru einmitt í Gler- árhverfi: sundlaugin sem vonast er til að verði tekin í notkun í haust, og áframhaldandi vinna við Síðu- skóla. „Það er alls ekki víst að það sé verra að kjósa bæjarfulltrúa úr sérstökum hverfum en úr pólitísk- um flokkum, og það tíðkast reyndar víða erlendis — þá í einmennings- kjördæmum. En ef menn ætluðu sér út í slíkt held ég að best væri að skipta bænum í 11 einmennings- kjördæmi — stíga skrefið til fulls," sagði Sigfús Jónsson. GUÐLAUGUR Halldórsson júdó- maður var á föstudaginn út- nefiidur íþróttamaður KA fyrir árið 1988. Þetta er í fyrsta skipti sem útnefhing þessi fer fram, en það var KA-klúbburinn í Reykjavík sem gaf félaginu bikar til þess arna, í tilefiii af 60 ára afinæli félagsins í fyrra. Það er tíu manna aðalstjóm KA sem kýs íþróttamann félagsins. Guðlaugur hlaut flest stig að þessu sinni, 61, annar varð Erlingur Kristjánsson sem á sæti í tveimur fyrstudeildarliðum félagsins — í handknattleik og knattspymu, með 52 stig og í þriðja sæti varð Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona með 51. Guðlaugur Halldórsson varð m.a. íslandsmeistari í mínus 78 kg flokki í fyrra, sigraði í sama flokki 21 árs og yngri á afmælismóti JSÍ og varð í fimmta sæti í karlaflokki á Norð- urlandamótinu, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Þá fékk hann tækni- verðlaun Júdósambandsins í fyrra. Guðlaugur á sæti í íslenska landslið- inu og var kjörinn Júdómaður Akur- eyrar 1988. Í hófi í KA-heimilinu þar sem kjörinu var lýst var Svavar Ottesen sæmdur gullmerki KA, fyrir rit- stjóm 60 ára sögu félagsins, sem nýlega er komin út. Þá voru félagar Svavars í ritnefnd bókarinnar, Her- mann Sigtryggsson og Haraldur Sigurðsson, heiðraðir, svo og sögu- ritari, Jón Hjaltason. Einnig var forráðamönnum fyrirtækjanna sem unnu bókina afhentar viðurkenn- ingar, en það vom Dagsprent, Prentstofa G. Ben og bókbandsstof- an Amarfell. Sjómenn á björgunaræfingu SKIPVERJAR á Harðbak EA, einum togara Útgerðarfélags Akureyringa, tóku í gær þátt í björgunaræfingu á vegum Slysavarnaskóla sjómanna, við Torfunefsbryggjuna. Þeir hafa verið á námskeiði í skólanum siðan á sunnudagsmorgun, en síðasti hluti þess fer fram í dag. Skipverjar annarra togara UA hafa farið á þetta námskeið áður. „Það er mjög vel farið í alla hluti á þessu námskeiði — þetta er bráðnauðsynlegt," sagði Jón Jóhannesson, skipstjóri á Harð- bak, í samtali við. Morgunblaðið eftir æfinguna í gær. „Skólinn er góður og ég held að allir séu mjög ánægðir með þetta allt saman, það fer ekki á milli mála. Að minnsta kosti er mín áhöfn stórhrifín af því sem þarna fór fram,“ sagði Jón ennfremur. Stærsta þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, var á Akureyri í gær og tók þátt í æfing- unni. Skipveijar vom m.a. hífðir í þyrluna úr gúmmíbát eftir að hafa verið skipað að stökkva í sjó- inn og komist þaðan í björgunar- bátinn. Frá björgunaræfingunni í gær, sem fór fram í Þorsteini EA, sem liggur við Torfunefsbryggju, og sjónum í kring. Morgunblaflið/Rúnar Þ6r Bjömsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.