Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 23 Frumstæðar aðferðir við snjómokstur á götum höfuðborgarinnar Búkarest. Þrælar ríkisins íbúar sveitanna — en raunveru- lega bændur er hvergi að finna lengur — eru skyldugir til að af- henda ríkinu mjólk, ost, egg, timbur og eitt alisvín á ári. Lögreglumaður- inn í þorpinu safnar öllu þessu sam- an af mikilli skyldurækni. Einnig gerir hann upptækt allt brauð sem lítur út fyrir að hafa verið keypt í borginni og handtekur þá sem haf a slátrað búfénaði sínum ólöglega. Eftir uppskerutímann fá verka- mennirnir á samyrkjubúunum aldr- Sovétleiðtoga, og Wojciech Jaruz- núnistaleiðtogar frá Tékkóslóvakíu, igólíu. ei þær vörur og korn sem þeim er lofað á vorin. Lögreglumaðurinn sér hins vegar um að þeir hefji aftur vinnu næsta vor. Það er svindlað á iðnverkamönn- um rétt eins og þeim sem starfa við landbúnað. Yfirleitt fá þeir ekki nema helminginn af þeim launum sem þeim hefur verið lofað, eða þeir eru sendir í launalaus frí mán- uðum saman. Það er bannað að minnast á atvinnuleysi í Rúmeníu. Atvinnuleysingjar eru samt sem áður til staðar þótt þeir fái engar bætur frá ríkinu. Fólk hefur þó að minnsta kosti tíma til að standa í biðröðum meðan það er í þessum „launalausu leyfum". Og hvað er svo að finna í búðunum? Fáeinar tegundir nauðsynjavöru, sem öll er skömmtuð. Ég sá eitt sinn til sölu bein sem búið var að hreinsa hverja einustu kjöttægju utan af. \ Rádist gegn menningu En Ceaucescu hefur ekki einung- is eyðilagt afkomumöguleika þjóð- arinnar, hann er einnig kominn á fulla ferð að leggja rúmenska menningu í rústir. Seint á sjöunda áratugnum var menningunni sýnd nokkur virðing en því tímabili lauk fljótlega aftur. í stað raunverulegr- ar menningar var komið á laggirnar samblandi af dýrkun alþýðunnar og dýrkun á persónu leiðtogans. Eina hlutverk menningarstofnana er að koma á framfæri lofgerðum um Ceaucescu og eiginkonu hans og ritskoðendur leggja hart að sér við að tryggja að engin önnur starf- semi fari þar fram. Þ6 hafa emb- ætti ritskoðenda opinberlega verið lögð niður. Það skiptir~þó ekki máli hvort eitthvað er til í þeirri staðhæfingu eða ekki því allt sem skrifað er ritskoðar höfundur sjálf- ur, síðan menningarnefnd sú sem hann tilheyrir og að lokum ritsjóri tímaritsins þarsem textinn á að birt- ast. En það eru ekki aðeins þeir text- ar sem ætlaðir eru til útgáfu sem ritskoðaðir eru. Árið 1984 þegar rúmenska leyniþjónustan yfirheyrði mig vitnuðu embættismenn í bréf sem ég hafði skrifað vini mínum sem búsettur er erlendis. Auðvitað komst bréfið aldrei úr landi. Það eru einfaldlega stað- reyndir lífsins að póstur „týnist" og símar eru hleraðir. Njósnarar á hverju strái Þótt fæstir hlutir gangi eðlilega fyrir sig í Rúmeníu er þar eitt ráðu- neyti einstaklega skilvirkt. Það er innanríkisráðuneytið. Ceaucescu heyr stríð gegn sinni eigin þjóð með hjálp lögreglu og leyniþjónustu. Njósnarar hafa með höndum mikil- vægt hlutverk: I bænum þar sem ég bjó voru tveir af ellefu kennurum í barnaskólanumnjósnarar og allir vissu af því. I fangelsum eru barsmíðar og pyntingar daglegt brauð, einnig þar sem menn eru hafðir í gæsluvarðhaldi. Oft kemur fyrir að fólk hverfur sporlaust. Að nokkrum tíma liðnum finnst það svo látið í einhverju fangelsinu. Yfirleitt eru engar skýringar gefnar og fjöl- skyldur fórnarlambanna þora ekki að athuga málið frekar. Þeir sem ofsóttir eru vegna stjórnmálaskoðana eða trúarsann- færingar sinnar enda oft á geð- veikrahælum. Jafnvel þeir sem eru svo heppnir að sleppa út síðar verða aldrei aftur sömu menn og fyrr. I bænum Petru Groza sá ég slíkt sjúkrahús. Allt um kring var há gaddavírsgirðing og verðir spígsporuðu fyrir utan; það minnti einna helst á fangelsi. Ráðist á þjóðarbrot Þjóðernislegir minnihlutahópar eru ofsóttir af einstakri hörku. í Rúmeníu búa Ungverjar, Þjóðverj- ar, gyðingar, sígaunar, Serbar, Slóvakar, Tékkar og Úkraínumenn. Frá æðstu stjórn ríkisins berst mik- ill þjóðernislegur áróður, þjóðremba og jafnvel gyðingahatur og því hef- ur verið ómögulegt að leysa mál hinna ýmsu þjóðarbrota. Enn starfa fáeinar stofnanir tileinkaðar menn- ingu minnihlutahópanna en þær hafa í raun ekkert að segja. Eina hlutverk þeirra er að dreifa áróðrin- um fyrir stjórn Ceaucescus til hinna ýmsu málhópa. Búið er að leggja niður skóla þar sem kennt var á öðrum tungumálum en rúmensku og aðeins er boðið uppá námskeið í tungum þjóðarbrotanna í landinu. Búið er að stöðva sjónvarpsútsend- ingar á ungversku og þýsku. Svona mætti halda lengi áfram. Yfirvöld leyfa Þjóðverjum og gyðingum að flytjast úr landi, en þeir sem það vilja verða að ganga í gegnum hinar mestu þrengingar. Yfirvöld hafa raunar góðar ástæður fyrir að leyfa brottflutning fólks því Vestur-Þýskaland og ísrael borga fyrir hvern einasta innflytj- anda sem kemur frá Rúmenfu. Búkarest í rúst En þekktari er barátta Ceauc- escus gegn hinni áþreifanlegri teg- und menningar, þ.e.a.s. byggingar- list. Hann hafði ekki einu sinni lok- ið við að leggja Búkarest í rústir þegar hann gerði opinbera áætlun um að eyðileggja 8000 þorp í sveit- um landsins. Þessari áætlun er aðal- lega beint gegn hinum hötuðu minnihlutahópum og hófst raunar í þorpinu Gottlob. sem var á svæði þar sem Þjóðverjar éru fjölmennir. En áætlanir Ceaucescus uppræta ekki aðeins þjóðarbrotin heldur einnig hans eigið fólk. Með þeim er ráðist beint á grundvallarmann- réttindi með því að neyða fólk til að flýja heimili forfeðra sinna og setjast að í risavöxnum steinsteypt- um íbúðarblokkum. Jafnvel náttúran sjálf er fórnar- lamb Ceaucescus. Gífurlegum fjár- hæðum hefur verið ausið í gerð skurðar sem tengir Dóná Svarta- hafi. Skurðurinn, sem grafinn var af hermönnum, skólafólki og föng- um, hefur lítt verið notaður nema^ fyrir snekkjur Ceaucescus sem hann notar til að vekja hrifningu hátt- settra erlendra gesta. Hann hefur nú á takteinunum áætlanir sem koma til með að eyðileggja þá nátt- úrugersemi sem óseyrar Dónár eru. Allir vilja flýja Það er engin furða að Rúmenar vilji helst forða sér úr landi allir sem einn. Það er hins vegar ómögulegt og því geta þeir ekki annað en reynt að sætta sig við örlög sín. Tilraunir til að brjóta gegn þessari afstöðu — líkt og uppreisn verkamanna i Brasov, barátta fáeinna mennta- manna og stöku mótmælaaðgerðir — fá lítinn stuðning almennings, sem búið er að hræða til hlýðni. Einstaka maður reynir að flýja úr landi en það er erfitt að reyna að komast yfír landamærin vegabréfs- laus, jafnvel þótt landamæri Rúm- eníu liggi hvergi að vestrænu ríki. Sumum tekst að sleppa, aðrir eru færðir fjölskyldum sínum í líkkist- um og enn aðrir nást lifandi, eru pyntaðir og settir í fangelsi. í tíu ár hafa landamæraverðir orðið að skjóta á Rúmena sem reyna að komast yfir landamærin til Júgó- slavíu. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum skjóta þeir líka á þá sem reyna að flýja til Ungverjalands og jafnvel Sovétríkjanna! Hvernig getur þetta átt sér stað í Evrópu, á tímum alþjóðlegrar slök- unarstefnu, endurbóta, glasnost, perestojku? Jú, aðallega vegna þess að upplýsingastreymið er heft. Vestrænir stjórnmálamenn hafa lokað augunum fyrir ástandinu í ríki Ceaucescus og kjósa fremur að líta á hann sem vandamál Sóvét- manna. Persónuleg samskipti við útlendinga eru bönnuð. Jafhvel rúmenskir ferðamenn erlendis minnast aldrei á ástandið heima fyrir; þeim hefur verið bannað það. Tími er kominn til að rjúfa þögn- ina. Það verður að skýra frá því bæði fyrir austan og vestan hvað raunverulega er að gerast í Rúm- eníu. Almenningur í bæði Austur- og Vestur-Evrópu verður að beita harðstjóra þennan þrýstingi, þenn- an mann sem fer betur með hund- inn sinn en megnið af þeirri þjóð sem hann ríkir yfir. (Það er raun- verulegt, þetta með hundinn. Síðastliðinn vetur var ég á gangi á götu í Búkarest en bifreiðalest Ce- aucescus fer þar oft um. Nú var öll umferð skyndilega stöðvuð og lögreglumenn streymdu inn á svæð- ið. Svo birtust lífverðir á vélhjólum, á eftir þeim komu tveir lögreglu- bílar og síðan bifreið Ceaucescus. Á eftir henni kom afgangur fylgdar- liðsins. Eini farþeginn í forsetabif- reiðinni var hundur Ceaucescus!). I upphafi máls míns staðhæfði ég að mannréttindabrotin hæfust við fæðingu og oft fyrr. Því miður get ég ekki sagt að þeim ljúki við andlát manns. Hvað gerir Ceauc- escu við grafir hinna dauðu þegar hann hefur lagt í rústir þorpin þar sem þeir eyddu ævinni?_ Hann eyði- leggur grafreitina líka. í ríki Ceauc- escus eiga hvorki hinir lifandi at- hvarf, né hinir dauðu. Eldvarnareftirlitið: Gerðar voru 2600 athugasemdir við eldvarnir í fyrra Eldvarnareftirlitið gerði 2600 athugasemdir við eldvarnir hjá rúmlega 3800 aðilum sem eftirlitið skoðaði á síðasta ári. í flestum tílfellum var um minniháttar athugasemdir að ræða. í tilfellum þar sem um minniháttar athugasemdir er að ræða eru menn oft- ast fljótir að bæta úr. En í þeim tilfellum sem endurbæturnar kosta mikið fé, eins og uppsetning eldvarnahurða og veggja vilja þær oft dragast úr hömlu. Þessar upplýsingar komu fram í samtali Morgunblaðsins við þá Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra, Hrólf Jónsson varaslökkviliðsstjóra og Gunnar Ólason forstöðumann Eldvarnareftirlitsins. Þeir segja að mikið megi læra af brunanum á Réttarhálsi 2 en þó einkum að auka þurfí samstarf þeirra aðila sem vinna að eldvörnum við trygg- ingarfélögin og byggingarfulltrúa. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að þeir eru uggandi um að æ stærri einingar í atvinnurekstri eigi eftir að verða stór vandamál svipað og gerst hefur meðal grannþjóða okkar. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri segir að hann telji að bregð- ast eigi við þessum vanda á svipað- an hátt og gert var fyrir tveimur áratugum í kjölfar stórbruna þá. Sett var í gang fimm ára áætlun þar sem fjölgað var um einn vakt- mann á ári eða þar til þeir urðu 15 á vakt. Nú eigi að gera nýjar tillögur um eflingu eldvarna og slökkviliðs. Aðspurður um hvort einhverjar slíkar tillögur liggi þegar fyrir seg- ir Rúnar að í seinni tíð hafí verið lagt til að fjölga um einn vaktmann og kaupa nýjan slökkvibíl. Hrólfur bætir því við að einnig þurfi að auka tölvuvæðinguna hjá slökkvi- liðinu. Eldvarnareftirlitið sé þegar tölvuvætt en það kerfi megi stækka. Fjárveitingarvaldið hefur ekki tekið afstöðu til þessara hug- mynda en fjallað hefur verið um fjölgun vaktmanna í borgarráði. Fyrir liggur að tjónið á Réttar- hálsi 2 nemur líklega ekki undir 500 milljónum króna. Rúnar var spurður, hvað hægt væri að gera í eldvörnum með slíkri fjárveitingu á tíu ára tímabili. „Fyrir fímmtung þeirrar fjárhæðar eða 100 milljónir króna gætum við komið upp tækjum og útbúnaði sem dygði liðinu til næstu alda- móta. Og hvað mannahald varðar má nefna að fyrir hverja 4 sem fjölgað er í liðinu áætlum við um 4,8 milljóna króna kostnað á árs- grundvelli," segir Rúnar. Víða er pottur brotinn I máli þeirra þremenninga kem- ur fram að víða er pottur brotinn í eldvörnum fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Gunnar Ólason segir að Eldvarnaeftirlitið sé ber- skjaldað gagnvart ýmsu sem betur mætti fara. Hann nefnir sem dæmi að eftirlitið er yfírieitt ekki kallað til að taka húsnæði til úttektar fyrr en á lokastigi byggingar þess. Hinsvegar þyrfti eftirlitið að geta fylgst með byggingum á öllum stigum þeirra til að gæta þess að öryggi og reglum sé framfylgt. „En það er ekki nóg að gera kröfur um úrbætur. Það verður að vera hægt að fylgja þeim eftir. Þeim sem fá athugasemdir frá okkur fara yfírleitt strax í að lag- færa hlutina en mörgum er í lófa lagið að fresta um lengri eða skemmri tíma að gera nauðsynleg- ar úrbætur," segir Gunnar Ólason. Rúnar bætir því við að í raun geti þeir ekki lokað, eða hótað lokun fyrirtækja nema sýnt sé fram á verulega almenna hættu. Hann tekur sem dæmi veitingastaði þar spm dansleiVir »m Á síðasrn n>i Morgunblaðið/Sverrir Frá eldsvoðanum Réttarhálsi. var þremur slíkum hótað lokun, og raunar einum þeirra lokað, sök- um þess að eldvarnir þóttu ekki í lagi. Sá sem varð fyrir lokunni kippti málinu í Iag á einum sólar- hring. Eins og fyrr greinir gerði Eld- varnareftirlitið alls 2600 athuga- semdir á síðasta ári. Margar þess- ara athugasemda voru léttvægar og í raun ráðgjöf til handa viðkom- andi. Sem dæmi má nefna ef ein- býlishúsi er breytt í barnaheimili. Viðkomandi kallar Eldvarnareftir- litið til og vill fá upplýsingar um hvernig standa ber að eldvörnum. Honum er sagt það og slíkt érjafn- framt skráð á skoðunarplögg. Á plöggunum eru endurbæturnar síðan bókaðar sem athugasemdir fram að næstu skoðun þótt þær séu kannski framkvæmdar strax að lokinni upphafsskoðuninni. „Flestir þeir sem við eigum sam- skipti við eru löghlýðnir og vilja hafa hlutina í lagi hjá sér. Þetta á við í um 90% tilfella," segir Gunn- ar. Hrólfur bætir því við að ef um smávægilegar breytingar sé að ræða séu þær yfirleitt fram- kvæmdar strax. Hinsvegar snýr málið öðruvísi við ef breytingarnar kosta mikið fé. Þá sé hlutfallið langt undir 90%. Hann nefnir sem dæmi að í 20 ár hafí slökkviliðið bent á að eldvarnarkerfi skortir á Landspítalanum án þess að slíkt hafi verið sett upp. Samt er það skylt samkvæmt lögum að eldvarn-" arkerfí séu til staðar á spítölum en peningarnir hafa verið settir i annað. Þá má nefna að Kópavos- hælið hafði ekki eldvarnakerfí fyrr en eldur kom þar upp. Þá fyrst - var kerfíð sett þar inn. „Málið er að við höfum ýmsar leiðir til að bæta úr þessum málum- ef almenningi stafar hætta af ónógum eldvörnum. Þá er hægt að gera hlutina í hvelli. Ef þessi hætta er hinsvegar ekki beint til staðar horfír málið öðruvísi við. Þá geta menn hummað fram af sér endurbæturnar í lengri eða skemmri tíma," segir Hrólfur. í máli þeirra þriggja kemur fram að ábyrgðin á því að eldvarnir séu í lagi er fyrst og fremst hjá viðkom- andi húseiganda. Hann eigi að sjá til þess að úrbætur séu gerðar ef athugasemdir koma fram. Fari hann ekki eftir þeim athugasemd- um og slíkt leiðir til tjóns er áhvroflin hans on pVH annara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.