Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 33 FNSKUFI TfcK' Cl.lNT CASTWOOD tn MAGNljM FORCÉ. HOLBROOK •« KKMU «■««< • #xv:< Wijc mrsMMMv' «0K« WVRNER HOME VIDEO Clint Eastwood er DIRTY HARRY Lv. Olav var síðan gerður út í 10 ár undir skipstjóm Guðmundar, á síld öll sumur en í ýmsum verkefn- um að vetrinum, m.a. í flutningum á vegum hersins í Hvalfirði á stríðsárunum og í póstflutningi og öðrum flutningi um Ísafjarðardjúp. Eftir að lv. Olav var seldur stund- aði Guðmundur næstu árin kompás- viðgerðir og kompásréttingar á Norðurlandi og í Vestmannaeyjum. Guðmundur var einn af stofnend- um Útgerðarfélags Akureyringa sem hóf starfsemi sína árið 1947, og varð fyrsti framkvæmdastjóri þess. Því starfi gegndi hann í 12 ár. Verkefni Útgerðarfélagsins juk- ust hratt þau ár samfara vaxandi togaraútgerð. Fyrsti togari Útgerð- arfélagsins, Kaldbakur, sem jafn- framt var fyrsti togari Akur- eyringa, kom til landsins árið 1947 en alls urðu togarar ÚA fjórir í Minning: Guðmundur Linnar Guðmundsson Fæddur 17. mars 1908 Dáinn 3. janúar 1989 Guðmundur fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Solveigar Steinunn- ar Stefánsdóttur og Guðmundar Kristjáns Bjamasonar. Solveig fæddist á Stóm-Vatns- leysu á Vatnsleysuströnd árið 1878 en átti ættir að rekja í Mýrdalinn. Faðir hennar, Stefán Magnússon, fæddist á Brekkum í Mýrdalshreppi árið 1843 en dó á besta aldri. Móð- ir hennar, Guðríður Sigurðardóttir, fæddist árið 1840 í Kerlingardal í sama hreppi og dó árið 1915 í Norðurvík. Solveig ólst upp í Mýr- dalnum en fluttist til Reykjavíkur árið 1900. — Guðmundur fæddist árið 1872 að Dalshúsum í Önundar- firði þar sem bjuggu foreldrar hans, Rósamunda Guðmundsdóttir og Bjami Jónsson, sjómaður og bóndi. Guðmundur tók skipstjórapróf á ísafirði og fékk þar viðbótarskír- teini til utanlandssiglinga, en var síðan við framhaldsnám í skip- stjómarfræðum við Stýrimanna- skólann í Stafangri í Noregi árið 1904-1906 og lauk þaðan prófi. Hann var skipstjóri á ýmsum skip- um hérlendis og erlendis um árarað- ir, byrjaði á vélbátnum Súlunni EA og var síðast með botnvörpunginn Otur í Reykjavík. Hann lést árið 1928. Þau Solveig og Guðmundur gift- ust árið 1907 og eignuðust átta böm. Þrjú þeirra dóu ung en upp komust, auk Guðmundar Linnars, Axel sjómaður, nú látinn, Stefán, fyrrum sjómaður, Njáll skólastjóri, nú látinn, og Bjarni fyrrv. yfímm- sjónarmaður hjá Pósti og síma. Guðmundur Linnar ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Fljót- lega upp úr fermingu fór hann að vinna til sjós á togurum sem faðir hans var með en síðar undir ann- arra stjóm, þar til hann fór í Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Prófi þaðan lauk hann árið 1932. Fór þá til Noregs þar sem hann var á ann- að ár við nám í kompásviðgerðum og leiðréttingum. Síðan lá leið hans til Akureyrar þar sem hann var stýrimaður á ýmsum fiskiskipum þar til hann stofnaði til eigin útgerð- ar með tengdaföður sínum. Keyptur var línuveiðari í Noregi, Olav, og fór Guðmundur þangað ásamt verð- andi eiginkonu sinni snemma árs 1934 til að ganga frá kaupum og sjá um breytingar og endurbætur á skipinu. A leiðinni frá Álasundi til Akureyrar í maí 1934 hreppti skipið aftakaveður í Norðursjó og var raunar talið af um tíma en komst klakklaust til heimahafnar eftir u.þ.b. tveggja vikna útivist. skúrir skiptust á þá eins og nú, það komu tímabil velgengni og tímabil þrenginga, og voru þó hin fyrr- nefndiL algengari en hin síðar- nefndu. Tildrög þess að Guðmundur lét af starfi framkvæmdastjóra ÚA árið 1959, að loknu einu þrenginga- tímabilinu, verða ekki rakin hér, en ekki voru þau honum að skapi. Guðmundur flutti suður árið 1959 ásamt fjölskyldu sinni. Hann starfaði hjá Skipaskoðun ríkisins í 5 ár en hóf störf sem fulltrúi við embætti bæjarfógeta í Hafnarfirði árið 1965. Þar hafði hann með höndum skipaskráningu og tollskrá og starfaði við embættið til ársins 1977 að hann hlaut að láta af störf- um sökum alvarlegs heilsubrests. Starfsævi Guðmundar var þannig öll tengd sjó og helguð sjómennsku, skipstjórn, framkvæmdastjórn út- gerðar og þjónustu við skip. Guðmundur kvæntist 3. nóv- ember 1934 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu, dóttur Jóns Guðmunds- sonar byggingameistara og konu hans, Maríu Hafliðadóttur, ljósmóð- ur á Akureyri. Böm þeirra Guðrún- ar og Guðmundar eru tvö: María, hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi, f. 1935, gift undirrituðum. Dottir hennar er Dóra Guðrún Wilde, f. 1963. Jón ókv., f. 1946, búsettur í Svíþjóð, auglýsingateiknari og geð- hjúkrunarfræðingur. Guðmundur var hár maður vexti, herðabreiður og mikill á velli fram á efri ár. Hann var maður athafna, félagslyndur mjög og glaðlyndur og þótti góður húsbóndi. Guðmundur veiktist hastarlega er þau hjón voru á ferðalagi erlend- is árið 1977. Enda þótt hann næði sér aftur nokkuð á strik fór samt svo að með ámnum þurru kraftar hans í vaxandi mæli svo að hin síðari ár komst hann ekki um nema í hjólastól. Á þessum ámm dvaldist hann tíðum á Reykjalundi og raun- ar samfleytt hin síðustu ár. Þar lést hann 3. þ.m. Fjölskylda hans flytur starfsfólki Reykjalundar inni- legar þakkir fyrir ágæta umönnum og aðra þjónustu honum til handa í þungbæmm og langvinnum veik- indum. Að sama skapi þakkar und- irritaður tengdasonur Guðmundar honum fyrir einlægt vinarþel og trúnað samvemárin sem hefðu mátt vera honum léttbærari, mér fleiri. Útför Guðmundar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, miðvikudag, 11. janúar kl. 13.30. Haukur Þórðarson framkvæmdastjóratíð Guðmundar. Á eftir Kaldbak kom Sólbakur og síðan togararnir Harðbakur og Sléttbakur. Hraðfrystihús félagsins var byggt á þessum ámm. Umsvif félagsins vom þannig mikil á þessu tímabili og störf Guðmundar að sjálfsögðu mjög margþætt. Skin og í MAGNUM FORCE, the ENFORCER og SUDDENIMPACT t-UK S T E I N A R VIDCO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.