Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Viltu hætta að reykja? Til Velvakanda. Sé svo þá eru kunnar ýmsar að- ferðir til þess að hætta reykingum. Sumir sækja námskeið, aðrir hætta á eigin vegum. Við íslendingar erum um sumt miklir einstaklingshyggju- menn og hver getur auðvitað notað sína aðferð, ef hún dugir. Rétt er að hafa í huga að margir hafa hætt að reykja og flestir geta gert það, ef þeir leggja sig fram. Sumir segja að þetta sé bara spuming um „kar- akter“, en ég er ekki þeirrar skoðun- ar. Þetta er ekki síður spuming um það að afla sér nokkurrar þekking- ar, bæði á skaðsemi reykinga og mannlegu eðli. Við vitum að reykingar eru mjög hættulegar heilsu manna. Þær hafa valdið mörgum óbætanlegu tjóni og dregið þá til dauða langt um aldur fram. Landlæknir Bandaríkjanna sagði nýlega að tóbaksreykingar væru alvarlegasta heilsuvandamál almennings og þar í landi dæju um 360 þús. manns árlega sökum reykinga. Og hérlendir sérfræðingar telja að um 300 íslendingar dejri af völdum reykinga á hveiju ári (Mbl. 18.3. ’88 og 15.6. ’88). Læknar hafa og notað sterk orð til að lýsa þessum ömurlega meinvaldi. Og mikilhæfir læknar hafa bent á að reykingar stytta ekki einungis ævina, heldur flýta þær mjög fyrir komu ellinnar. Menn verði í raun gamlir langt um aldur fram. Reykingar draga einnig úr lífs- nautn á margan hátt. Bragð- og lykt- arskyn hverfur að verulegu leyti. Allt þrek og þol snarminnkar. Menn verða sjálfír illa lyktandi og eitra andrúmsloft fyrir öðrum, einkum fjölskyldu og vinnufélögum. Af reykingum stafar og eldhætta og oft hafa orðið hryllilegir eldsvoðar af þessum sökum. Reykingar eru mjög dýrar. Pakki af sígarettum kostar ásamt eldspýt- um um 150 kr. Reyki maður einn pakka á dag kostar það um 55 þús. kr. á ári. (Auðvitað verður launamað- urinn að vinna fyrir mun hærri upp- hæð, því að hann þarf fyrst að greiða sína skatta.) Reyki maki hans einnig hið sama kostar þetta um 110 þús. kr. Á 4-5 árum reykja þau fyrir hálfa milljón króna. Þetta eru því veruleg- ar upphæðir sem hér er um að ræða. Hætti menn að reykja þá fá þeir þessar háu skattfijálsu tekjur, þ.e. miðað við fyrri útgjöld. Flestir menn geta hætt að reykja ef þeir leggja sig fram. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. En hafa ber í huga að yfirleitt gerast hlutimir ekki af sjálfu sér. Ef menn vilja ná árangri í námi, íþróttum, viðskiptum eða öðru þá verða þeir að leggja sig fram og svipað á líklega við hér. Og menn mega ekki láta sjálfs- blekkinguna ná tökum á sér. Sumir menn segja að þeir geti ekki hætt því að þá verði þeir svo leiðinlegir við böm og maka sinn. Því verði þeir að halda áfram þessum háttum. Aðrir segja að þeir geti ekki hætt því að þá verði matarlystin svo mik- il að þeir hlaupi í spik og því verði þeir að halda áfram. Þetta er auðvit- að hvort tveggja sjálfsblekking. Mig langar til þess að greina hér frá aðferð sem maður einn notaði með góðum árangri. E.t.v. gætu ein- hveijir notað þá aðferð einnig. Mað- urinn hafði reykt frá því um tvítugt, samfellt í um 16 ár. Hann hafði byij- að með fikti, hélt að hann væri að missa af einhveiju merkilegu. Hann vissi ekki að hann var að taka upp ljótan ávana sem vont væri að losna við. Ekkert ungmenni ætti að byija að reykja. Maðurinn hafði áður reynt að hætta en án árangurs og hafði qálfstraustið beðið nokkum skaða af. Hann gerði því samning við sjálf- an sig. Hann ætlaði að hætta að reykja og lofaði sjálfum sér því að fikta ekki, prófa ekki að taka eina rettu eða einn vindil. Ef hann vildi gæti hann byijað á ný en þá til þess að hefja gömlu stórreykingamar á ný. Auk þessa ákvað maðurinn að Lækningastofa Hef opnað lækningastofu mína í Álfheimum 74, sími 686311. Sigurður E. Þorvaldsson, lýtalæknir. festa í minni sér og hafa jafnan ljós- ar ástæður þess að hann vildi hætta að reyiqa. Þetta skyldi hann hafa jafnan tiltækt þegar tóbaksdraugur- inn heijaði á hann: Ástæður þess að maðurinn hætti að reykja vom þessar: 1) Reykingar em að mati hæfustu lækna hættulegar heilsu fólks. Þeir sem reykja auka mjög líkur á áföllum og dauða um aldur fram. Menn með ung böm á fram- færi mega ekki haga sér þannig að það auki mjög líkur á alvarleg- um áföllum. 2) Reykingar eitra andrúmsloft ann- arra. Það er ekki veijandi að spilla mjög andrúmslofti bama og annarra sem menn bera ábyrgð á. 3) Reykingar valda mæði, þreytu, höfuðverk, ertingu í hálsi o.fl. 4) Reykingar valda því að erfítt er að vakna á morgnana. 5) Eldhætta. Reykingar manna hafa oft valdið miklu tjóni og jafn- vel dauða vegna eldsvoða. 6) Kostnaður. Reykingar em mjög dýrar. Maður sem hættir að reykja sparar sér stórfé miðað við fyrri útgjöld. 7) Niðurlæging. Reykingar em ekki fijáls nautn. Margir reykinga- menn em nánast þrælar tóbaks- ins. Þeir verða að birgja sig upp fyrir stórhátíðir eða ferðalög í óbyggðum. Það er vond tilfinning að verða uppiskroppa með tóbak og geta ekki keypt það í næstu búð. Það er afar niðurlægjandi að vera á valdi slíkrar nautnar langtímum saman og greiða fyrir það stórfé á hveiju ári. Rétt er að geta þess að framleið- endur tóbaks veija til þess miklu fé að slæva tilfínningu manna fyrir því sem hér að framan var rakið. Þeir birta auglýsingar til þess að blekkja menn. Þar em gjama myndir af hraustlegum körlum og ungum og fallegum konum í glæsilegum fötum. Þetta er auðvitað gert til þess að plata fólk til þess að reykja. En auð- vitað gera reykingar fólk ekki hraustlegt, unglegt eða fallegt. Það er einmitt hið gagnstæða. En auglýs- ingar þessar em til þess ætlaðar að láta fólk gleyma því. Og svo hætti maðurinn að reykja. Þetta var um áramót. Fyrstu dag- amir vom ekki eins erfíðir og hann hafði búist við. Þó stóð hann sjálfan sig að því að horfa á reykingamenn líkt og krakkar horfa á aðra krakka fá sér sælgæti. En svo breyttist þetta. Hann fór fljótlega að vorkenna tóbaksþrælunum, sem vom svo aum- ir að vera háðir þessum óþverra. Draugar sjálfsblekkingar og sjálfsvorkunnar fóm stundum á kreik. Þeir spurðu: „Hví ekki að leyfa sér að fá sér bara eina rettu? Þú leyfir þér ekki svo margt.“ En þá íhugaði hann samninginn og greip til minnislistans góða. Og þar með vom draugamir kveðnir niður. Smám saman fann maðurinn að ýmsar breytingar til hins betra urðu á líkama hans. Þrek jókst og erfið vinna varð mun auðveldari viðfangs. Erting í hálsi og höfuðþyngsli hurfu og það varð miklu auðveldara að vakna á morgnana. Maðurinn hafði áður fengið siæmt kvef u.þ.b. tvisvar á ári og verið næmur fyrir ýmsum umgangspestum. Þetta gerbreyttist. Hann fékk sjaldan kvef og slíkar pestir og þetta lagðist ekki þungt á hann, eins og áður var. - Hann fór og að finna bragð að ýmsu, sem hann hafði ekki lengi gert, og hann fór að finna blómaangan, en slíkt minnti hann á æskuár. Þol og úthald jókst mjög, svo og allt sjálfstraust. Líf hans varð á allan hátt miklu betra eftir að hann losnaði úr viðjum tó- baksins. Nú em liðin níu ár síðan maðurinn hætti reykingum. Hann sárvorkennir þeim sem enn em háðir þessum óþverra. Þessi skrif em tekin saman til þess að reyna að hjálpa þeim sem vilja hætta. Maðurinn, sem hér hefur verið greint frá, er sá sem þetta rit- ar. Og það er svo sem ekkert sérs- takt afrek að hætta að reykja. Þetta hafa margir gert. En þetta skiptir miklu máli fyrir hlutaðeigandi ein- stakling og getur orðið honum mikil persónulegur sigur. Og það skiptir einnig miklu máli fyrir samfélagið í heild að dregið sé sem mest úr reykingum og þannig reynt að efla heilbrigði þjóðarinnar. Sumir hætta af sjálfsdáðum, aðrir þurfa hvatningu og enn aðrir sækja sérstök námskeið. Sumir nota „tyggjó". Aðferðin sjálf skiptir ekki höfuðmáli, aðalatriðið er að menn hætti. Og það get ég með sanni sagt að það er allt annað og miklu betra og ánægjulegra líf að vera laus við tóbakið. Og við þig, sem hefur verið háður þessum óþverra um skeið, segi ég að lokum: Hví ekki að hætta núna? Kennari í Reykjavík Hressingarleikfimi karla Nýft námskeió heffst mánudaginn 16/1 '89. Morguntímar á mánud. og fimmtud. kl. 07.40- 08.30. Kennt verður í íþróttahúsi Vals. Upplýsingar og skráning í síma 84389. Hilmar Björnsson, íþróttakennari. Vilt þú spara fyrir þig og þitt fyrirtæki? Kynning ú ALLT hugbúnaði HUGBÚNAÐUR Fimmtudag, föstudag og laugardag. verður kynníng á ua O • Fjárhagsbókhaldi § • Viðskiptabókhaldi O SE • Birgðabókhaldi WI i • Tollakerfi • Launabókhaldi i og fl. TÖLVU IfMBil |B HUGBÚNAÐUfí W Beilwwlw SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17.108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 UTSALA er h< VALtlV I IIMU Hallveigarstfg I Iðnaðarmannahúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.