Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐBD IÞROTT1R MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 ÍÞRÚmR FOLK ■ NOKKUR umræða er nú um það í Vestur-Þýskalandi hvað eigi eiginlega að gera við Arie Haan þjálfara Stuttgart, en hann hefur ekki tilskilin réttindi Frá Einari til að þjálfa í þýsku Stefánssynii deildarkeppninni. V-Þýskalandi Reyndar er hann ekki einn um það, aðeins 5 eða 6 úrvalsdeildar þjálfar- ar hafa þau réttindi. Hugsanlegt er að þessum þjálfurum verði gert að sitja í stúkunni þegar lið þeirra leika í náinni framtíð. Ifép ^ Haan Mlll ■ ÞAÐ gengur ekki sem skyldi hjá Frank Mill einum snjallasta framheija V-Þýskalands, hjá Dortmund. Hann hefur ekki kom- ist í lið að undanfömu og er upp á kant við þjálfara liðsins. Nú er talið að hann verði seldur á ný og hefur hann átt viðræður við Ntimberg og Frankfurt, auk síns gamla fé- lags Borussia Mönchengladbach. SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM Nierlich skaut frægu köppunum aftur fyrir sig RUDOLF Nierlich frá Aust- urríki skaut frœgum köppum aftur fyrir sig er hann sigraði í stórsvigi karla í Kirchberg í Austurríki í gœr. Pirmin Zur- briggen varð annar og ítalinn AlbertoTomba þriðji. Nierlich, sem er 22 ára og hafði aðeins einu sinni unnið heimsbikarmót, náði besta tíman- um í fyrri ferð stórsvigsins í gær og keyrði af öryggi í síðari um- ferð og tryggði sér sigur. Hann fékk samanlagðan tíma 2:44.72 mínútur og var 38/100 úr sek á undan Pirmin Ziirbriggen. Alberto Tomba varð þriðji á 2:45.26 mín., en hann náði næst besta tímanum í síðari umferð. Tomaz Cizman frá Júgóslavfu varð flórði og Marc Girardelli, sem náði besta tíman- um í síðari ferð, varð fimmti. Til gamans má geta þess að Svíinn Ingemar Stenmark hafnaði í 14. sæti eftir að hafa verið aðeins í 27. sæti eftir fyrri ferð. Nierlich vann stórsvigið á heimsmeistaramóti unglina 1984 og hefur aðeins unnið eitt stórs- vig síðan það var í Schladming í fyrra. „Ég kann best við mig í Reuter Rudolf Nlorllch sést hér á fullri ferð i Kirchberg í gær. Hann kom, sá og sigraði. keppni á heimavelli fyrir framan þjóð mína,“ sagði Nierlich eftir sigurinn. Pirmin Ziirbriggen var ánægð- ur með annað sætið. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég næ verðlauna- sæti í Kirchberg. Eg keyrði út úr 1984 og náði aðeins áttunda sæti 1982. Eg er í góðri æfingu núna og vona að ég nái að sýna mínar bestu hliðar í bruninu í Kitz- buehel um helgina þar sem er besta brunbraut heims," sagði Zurbriggen. Alberto Tomba var einnig ánægður með bronsið. „Ég tapaði þessu stórsvigi með hálfri sek- úndu og ég tel mig hafa tapað þeim tíma í neðsta hliðinu í fyrri ferð þar sem ég gerði mistök," sagði Tomba. Hann segist hafa æft mjög vel í jólafríinu og náð að létta sig um tvö kg og væri í topp æfingu núna og væri bjart- sýnn fyrir næstu mót. Zurbriggen jók forskot sitt í keppninni samanlagt í gær. Hann hefur nú hlotið 160 stig, Marc Giardelli kemur næstur með 112 stig og Alberto Tomba er kominn í þriðja sæti með 78 stig. Firmakeppni Víkings í innanhússknattspyrnu verður haldin helgina 14.-15. janúar í íþróttasal Réttarholtsskóla. Þátttökugjald er kr. 6.000 á lið. Allar nánari upplýsingar og skráning eru veittar á skrif- stofu félagsins í síma 83245 á milli kl. 9.00 og 17.00. Knattspyrnudeild Víkings. -ekk1 hepP^ Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 2. LEIKVIKA - 14. JAN. 1989 1 X 2 Leikur 1 Aston Villa Newcastle Leikur 2 Charlton Luton Leikur 3 Derby • West Ham Leikur 4 Everton Arsenal Leikur 5 Man.Utd. Millwail Leikur 6 Norwich m Coventry Leikur 7 Sheff.Wed. m Liverpool Leikur 8 South.ton m Middlesbro Leikur 9 Wimbledon - Q.P.R. Leikur 10 Leicester • Portsm. Leikur 11 Oldham Man.City < Leikur 12 Watford - W.B.A Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. Þrefaldur pottur KNATTSPYRNA / SPÁNN Cruyff fær 50 millj. í árslaun Hefurframlengt samningi sínum við Barcelona Johan Cruyff hefur framlengt samning sinn við Barcelona um tvö ár. Cruyff mun fá um 50 milljón- ir ísl. kr. í árslaun og einnig ýmis- konar aukagreiðslur en hann mun einnig sjá um ýmislegt annað sem við kemur félaginu. „Er ég dýrasti þjalfari í heimi? Ef við vinnum titla þá er ég ódýr,“ sagði Cruyff. Hann tók við liðinu í haust og síðan hefur gengið vel hjá Barce- lona sem er í 2. sæti í spænsku deildinni. Crujrff vill nú fá Hollendinginn Ronald Koeman til liðs við Barce- lona. Hann hefur boðið PSV Eind- hoven 6,9 milljónir dollara og Koe- man sjálfum 1,3 milljónir dollara í árslaun. Johann Cruyff Real Madrid hefur hinsvegar boð- ið PSV 5,2 milljónir dollara og Koeman 4,3 milljónir fyrir fjögurra ára samning. KNATTSPYRNA / ENGLAND UtandeildaHiðið Kettering áfram Wigel Callaghan skoraði sigur- mark Derby er liðið sló Sout- hampton út úr enska bikamum í gærkvöldi. Eftir venjulegan ^■■1 leiktíma var staðan Frá jöfn, 1:1, en Callag- Bob Hennessy han skoraði í fram- /Englandi lengingunni og tryggði sigur Derby. Watford og Newcastle verða að eigast við í þriðja sinn, en liðin gerðu aftur jafntefli í gærkvöldi, 2:2, eftir framlengdan leik. Liðin mætast á heimavelli Newcastle á mánudagskvöld og mun sigurliðið mæta Derby í 4. umferð. Kettering, sem er utandeildarlið, kom mjög á óvart með því að sigra Halifax, sem leikur í 4. deild, 3:2. Johan Cooke skoraði tvö af mörkum Kettering sem mætir Charlton í næstu umferð. Brentford sigraði Walsall með einu marki gegn engu og skoraði Robbie Cooke, fyrrum miðvörður Millwall, sigurmarkið. Brentfod, sem leikur í 3. deild, mætir Manc- hester City í 4. umferð. Loks sigraði Swindon Portsmo- uth, 2:0 og leikur við annað hvort Arsenal eða West Ham í 4. umferð, en þau leika í kvöld. foám FOLK ■ FORRÁÐAMENN spænska liðsins Real Madrid eru óánægðir með V-Þjóðverjann Bernd Schuster. Þeir hafa lýst yfir að þeir vilji selja hann. Schuster hefur leikið flesta leiki vetrarins og þykir hafa staðið sig nokkuð vel. Forráða- menn félagsins segja hins vegar að hann falli ekki sem skyldi inn í leik- kerfí liðsins. Schustar Maradona ■ ENGINN efast um snilli Di- ego Maradona, hins vegar hafa ýmsir orðið til að gagnrýna kapp- ann fyrir leti á leikvelli. Hefur hann þá gjaman svarað snúðugt og sagt að verkin tali sínu máli. Um síðustu helgi tóku einhveijir íþróttafrétta- menn sig til og mældu sveininn með skeiðklukku. Mældu þeir hversu lengi hann var á hlaupum og mældu einnig hversu lengi hann stóð kyrr á vellinum. Niðurstaðan var sú að Maradona hljóp í alls 28 mínútur, en í 62 mínútur stóð hann kyrr! NBA-deildin Boston Celtics - L.A. Clippers ....119:84 Utah Jazz - Charlotte..........114:92 Phitadelphia - Dallas.........121:103 Seattle - Cleveland...........106:103 Golden State - Phoenix........130:124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.