Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 18
'18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Rannsókn á orsökum flugslyssins í Bretlandi CFM56-3-hreyfillinn: Varað var við flugi við lágt liitastig- og mikitiii loftraka London. Daily Telegraph. Reuter Fyrsta Boeing 737-400 þotan, sem tekin var í noktun í Evrópu. Hún var afhent brezka flugfélaginu Air UK í október í fyrrahaust. Hún hefur nú verið kyrrsett meðan rannsókn á flugslysinu í Mið-Englandi á sunnudagskvöld stendur yfir. BREZKIR og bandarískir flug- menn hafa haft áhyggjur af hönnun CFM56-3 hreyfilsins, sem tekin var í notkun fyrir Qór- um árum á Boeing 737-300- þotum. Þessi hreyfill knýr einnig Boeing 737-400 þotur. Rannsókn á orsökum brotlendingar B-737- 400 þotu British Midland-flugfé- lagsins i Mið- Englandi á sunnu- dagskvöld beinist að því hvers vegna báðir hreyflar hennar bi- luðu samtímis. Líkur á að það geti átt sér stað þykja stjarn- fræðilega litlar. Bandaríska flugmálastjómin (FAA) hefur fylgst með hreyflum af þessari tegund í hálft annað ár, eða frá því að drapst á öðrum hreyfli 737-300 þotu frá Taca- flugfélaginu. Þotan var á flugi yfir New Orleans í rigningarveðri. Flug- mönnum hennar tókst að gangsetja hreyfilinn aftur, en þá kviknaði eld- ur í honum og þotan brotlenti. í framhaldi af slysinu gaf FAA út viðvömn þar sem varað var við flugi á þotum með þessum hreyfli ef saman færi, að lofthiti væri und- ir 10 gráðum á Celcius og loftraki væri mikill. Brezka flugmálastjóm- in (CAA) kom þessari viðvömn á framfæri við þarlenda flugmenn. Samkvæmt upplýsingum flug- manns var átta stiga hiti og nær alskýjað í 2.000 feta hæð þegar þota British Midland lagði upp í hinstu ferð sína - „eða ákjósanleg skilyrði til hreyfilstöðvunar." í fyrra stöðvuðust báðir hreyflar Boeing 737-300 þotu brezka flugfé- lagsins Air Europe er hún var stödd yfir norðanverðu Grikklandi. Flug- mönnunum tókst að gangsetja hreyflana, sem skemmdust ekki, og flugu þotunni á leiðarenda eins og ekkert hefði í skorizt. Flugmenn telja að fleiri hreyfíl- stöðvanir kunni 'að hafa átt sér stað. Frá þeim hafí ekki verið skýrt þar sem tekist hafi að gangsetja þá að nýju. í sumum tilvikum hafi flug- menn áttað sig á að hætta var á ferðum og slökkt sjálfir á hreyflun- um en síðan gangsett þá aftur. Annar möguleiki, sem rannsókn- armenn munu kanna, er hvort smíðisgalli sé á hreyflunum. Frá- sögn Kevins Hunts, flugstjóra, af gangtruflunum og titringi í hreyfl- um British Midland-þotunnar bend- ir til þess að túrbínublað hafí brotn- að. Ef blað brotnar er hverfíllinn framleiðir nær fullt afl getur það leitt til þess að hann tætist í sund- ur. Ef brotin fara í gegnum hreyfíl- húsið geta þau tætt í sundur elds- neytisleiðslur og þannig leitt til eldsvoða. Afastar við hreyfilinn eru einnig dælur og leiðslur fyrir vökva- kerfi stjómflata þotunnar og hjóla- búnað. Þetta stjómkerfí er þó einn- ig tengt hinum hreyflinum og hætta þarf því ekki að_ vera á ferðum þó annar hreyflanna bili. Fregnir benda til þess að flug- mennimir hefðu talið sig hafa slökkt elda í hreyfli. Þeir hefðu lok- að fyrir eldsneytisleiðslur og notað síðan slökkvibúnað hreyfilsins til að kæfa eldinn. En hugsanlega hafa skemmdimar í hreyflinum ver- ið umfangsmeiri og stjómkerfi þot- unnar jafnvel laskast. Það gæti skýrt hvers vegna Hunt flugstjóri átti í erfíðleikum með að stýra þot- unni í aðflugi að East Midlands- flugvellinum. Þar sem hreyfillinn stendur að mestu leyti fram undan vængnum er þó ólíklegt talið að stjómkerfí geta laskast ef túrbí- nublöð brotna. Ef sýnt verður fram á með ótví- ræðum hætti að báðir hreyflar Brit- ish Midland-þotunnar hafi bilað munu efasemdir vakna um öryggi flugs á tveggja hreyfla þotum. Núverandi reglur heimila tveggja hreyfla þotum í langflugi að fljúga í allt að tveggja flugstunda fjarlægð frá næsta varaflugvelli. Sícndhal NAMSKEIÐ Sophie Jean-Pierre snyrtifræðingur og förðunarmeistari frá Stendhal kynnir það nýjasta í París á námskeiðum er haldin verða í GASA sem hér segir: NÁMSKEIÐ I Fyrir starfsfólk verslana Mánudaginn 16. jan. Kl. 9:30-16:30 Þriðjudaginn 17.jan. Kl. 9:30-16:30 NÁMSKEID II Fyrir starfsfólk verslana Miðvikudaginn 18.jan. Kl. 9:30-16:30 Fimmtudaginn 19. jan. Kl. 9:30-16:30 NÁMSKEIÐ III F. starfsf. snyrtist. Föstudaginn 20.jan. Kl.13:00-17:30 Vinsamlegast bókið ykkur sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur Heildverslunin GASA, s: 686334. Hreyflar þotu British Midland: Ekkert óeðlilegt kom fram við reynslupróf Verksmiðja kærð fyrir að prófa ekki hluta hreyflanna Cincinnati, Ohio-ríki. Reuter. RICK Kennedy, talsmaður framleiðenda hreyfla þotu Britísh Mid- land-flugfélagsins er fórst í Mið-Englandi á sunnudagskvöld, sagði í gær að ekkert óeðlilegt hefði komið í Ijós er hreyflar þotunnar hefðu verið reynslukeyrðir fyrir afhendingu. Hann sagði að bilun í svokölluðum stillibúnaði hreyfilsins ætti ekki að leiða til þess að hann stöðvist. Hreyflar Boeing 737-400 þotu British Midland vom af gerðinni CFM56-3. Þeir vom framleiddir í samvinnu bandaríska fyrirtækinu General Electric (GE) og frönsku hreyfílverksmiðjunnar SNECMA. „Samkvæmt okkar gögnum störf- uðu báðir hreyflar British Midland- þotunnar eðlilega við prófanir. Fram komu engin frávik er bent gætu til þess að stillibúnaður starf- aði óeðlilega," sagði í yfirlýsingu GE. Anthony DiVincenzo, fyrmm háttsettur starfsmaður verksmiðju GE í Seattle, þar sem stillibúnaður í CFM56-hreyflana er framleiddur, höfðaði mál í fyrrahaust á hendur fyrirtækinu. Hann hélt því fram að búnaðurinn hefði ekki verið prófað- ur sem skildi áður en hann var send- ur frá verksmiðjunni. DiVincenzo var lækkaður í tign og færður til annarrar verksmiðju GE er hann reyndi að vekja athygli nokkurra af æðstu mönnum GE í maí í fyrra á því að stillibúnaðurinn hefði ekki verið nægilega prófaður. Mál hans hefur ekki verið tekið fyrir hjá dóm- stólum. í yfirlýsingu, sem GE gaf út í gær, segir, að „okkar eigin athugun bendir til þess að tímabúnaður af þessu tagi hafi verið skoðaður og prófaður". James Helmer, lögmaður Divincenzo, sagði hins vegar: „Tæk- in sem nota átti til að prófa stilli- búnaðinn var bilaður og hafði verið svo um skeið“. Á þeim tíma hefði búnaður í 2.000 hreyfla verið fram- leiddur og sendur frá verksmiðj- unni. „Bili stillibúnaður í þotuhreyfli getur það í versta falli leitt til þess að útblásturshiti hækki um 20 gráð- ur á Celcíus. Það er fyllilega innan þeirra marka, sem gilda um CFM- 56-3Cl-hreyfilinn,“ sagði Rick Kennedy, talsmaður GE, hins veg- ar. NTB Náðist afstrandstað Sovéski verksmiðjutogarinn, Sevríba, strandaði við Lófóten í Norður-Noregi á mánudag en náðist á flot skömmu síðar. Var myndin tekin er skipið lá við akkeri úti fyrir strönd Norður-Lófóten síðdegis á mánu- dag. Stórt gat kom á síðu togarans, sem er um 10.000 tonn. Áhöfnin, 201 maður, var að sögn björgunar- manna aldrei í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.