Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989
31
Hverfisgata 4-62
Skólavörðustígur
AUSTURBÆR
Stigahlíð 49-97
fór að tapa sjón og var alblind
síðustu árin. Það var þung raun
bókelskri konu. Þrátt fyrir háan
aldur hélt hún andlegri heilsu sinni
vel allt til æviloka, fylgdist vel
með sínum stóra afkomendahóp,
og var óþreytandi að biðja honum
alls velfarnaðar.
Búrfell, Göltur og Hádegishom
heilsa á ný góðum granna. í þeim
fjallafaðmi er þreyttum vegfar-
anda hvíldin góð.
Nú er hvítt yfir að líta í Súg-
andafirði. Gróðurinn og blómin,
sem hún unni svo mjög, blunda.
En góð er sú vissa, að að vori
grænkar og lifnar allt á ný. Þá
mun reynirinn góði aftur laufgast
og blómgast fagur minnisvarði um
alþýðukonu, sem gaf afkomendum.
sínum og landi allt.
Sé hún blessuð.
Guðvarður Kjartansson
því auk fjölskyldunnar átti þar
heimili bróðir ömmu, sem var
þroskaheftur og fleira fólk. Þó var
heimilið frekar veitandi en þiggj-
andi í sínu samfélagi. Kom þar
hvort tveggja til, að húsbóndinn
stundaði ekki aðeins búskapinn,
heldur dró hann og margan fisk
úr sjó, og oft kom haglabyssan
sér vel, að ná í fugl eða sel, sem
og dugnaður og búhyggindi
ömmu. Og það ríkti glaðværð í
Kveðjuorð:
Albertína Jóhann-
esdóttirfrá Botni
Fædd 19. september 1893
Dáin 2. janúar 1989
Kveðja til ömmu frá dóttursyni.
Lokið er langri og gifturíkri
starfsævi. I dag er kvödd hinstu
kveðju í Suðureyrarkirkju við Súg-
andafjörð, elskuð móðir, tengda-
móðir,' amma, langamma og
langalangamma Albertína Jó-
hannesdóttir áður húsfreyja að
Botni í Súgandafirði. I þessum
firði ól hún allan sinn aldur, nema
síðustu árin. Þá vistaðist hún á
Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði
vegna mikillar vanheilsu
Hún fæddist á Kvíanesi þann
19. september 1893, dóttir hjón-
anna Jóhannesar Guðmundssonar
og Guðrúnar Jónsdóttur er þar
bjuggu. Þann 25. október giftist
hún Guðna J. Þorleifssyni frá
Norðureyri í Súgandafirði. Tóku
þau við búi að Kvíanesi og þar
fæddust eldri bömin. Einhveija
orsakir lágu til þess, að þau urðu
að fljdja frá Kvíanesi árið 1927.
Oftar en einu sinni sagði amma
mér, að það hefðu verið sér þung
spor er hún gekk frá Kvíanesi,
teymandi kusu sína annarri hendi,
en leiðandi yngsta bamið við hina.
Leiðin lá að Botni.
En þó þungt hafi verið í huga
á þeim degi, er hitt jafn ljóst, að
í Botni búnaðist þeim hjónum vel.
Bamahópurinn stækkaði, óx og
dafnaði. Alls urðu bömin ellefu.
Þó urðu þau fýrir þeirri sorg, að
missa yngsta bamið, Sólveigu
Dalrósu, aðeins fimm ára að aldri.
Þá gróðursetti amma reyninn
fagra, sem enn er höfuðprýði
garðsins kringum Botnsbæinn,
garðsins sem hún átti ófáar yndis-
stundir við að rækta og prýða.
Einig misstu þau elsta bamið, son-
inn Sigurð, sem fórst á miðjum
aldri með togaranum Júlí á Ný-
fundnalandsmiðum.
Heimilið í Botni var fjölmennt,
Botnsbænum, bömin frísk og táp-
mikil, og þar vom bundnar fjöl-
skyldutryggðir, sem vel hafa stað-
ist tímans tönn. Arið 1945 hættu
þau hjónin fastri búsetu í Botni,
og áttu upp frá því heimili hjá
syni sínUm Guðmundi Amaldi á
Suðureyri. Enn dugar Botnsbær-
inn þó vel sem samkomustaður
fjölskyldunnar. Það er ekki sumar
nema komið sé í Botn.
Ekki var það minnst ánægja við
búskapinn í Botni, að eiga þar
góðum grönnum að mæta. Með
fólkinu á Botnsbæjunum tókst góð
vinátta. Fyrir það skal þakkað
hér, bæði þeim sem gengnir em,
svo og hinum sem eftir lifa og enn
yrkja jörðina.
Afi lést árið 1970 og hafði þá
átt við mikla vanheilsu að stríða
um árabil. Amma hafði góða heilsu
þar til fyrir um átta ámm, að hún
NÝR BMW
fyrir 835 þúsund
*verö frá þvi fyrir tollabreytingu aö viöbœttu gjaldi fyrir ryövörn og skránlngu.
Þaö er mikil reynsla aö aka BMW í fyrsta
skiptið og lýsa þeim gæöum og þeirri
fágun sem einkenna þennan vestur-þýska
gæöing.
BMW er framleiddur af einum þekktasta og
virtasta bifreiðaframleiöanda veraldar, þar
sem þaö besta er sjálfsagður hlutur.
Útlit BMW segir allt um hiö innra; hönnun-
in er óaðfinnanleg, frágangurinn tákn um
fullkomnun og vélin dæmi út af fyrir sig.
Þessi nýi BMW 316, er góöur fulltrúi fyrir
eitt virtasta merki veraldar, BMW. Vélin er
90 hestöfl, 1800 cc meö rafstýrðum blönd-
ungi. Sportlegt útlit og aksturseiginleikar
sem þeir kröfuhöröu kunna aö meta.
Eignist þú BMW, ertu kominn í hóp stoltra
eigenda sem vita nákvæmlega hversu góö
fjárfesting er í BMW.
Nú eru nokkrir BMW 316 og 318i, árgerö
1988 til afgreiðslu strax á veröi sem kemur
verulega á óvart.
Dæmi um verð: BMW 316, 2ja dyra
kostar frá kr. 835 þúsund.*
Þetta er síðasta tækifærið til að eignast
nýjan BMW árgerð 1988.
Haföu samband viö söludeild sem fyrst, því
fjöldinn er takmarkaður.
Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9
til 18 og laugardaga frá kl. 13 til 17.
Bílaumboðið hf
BMW einkaumboð á íslandi
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
GAMLIBÆRINN
Hlaðbexar
óskaet