Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 Plastpokahneykslið Er unnið markvisst gegn umhverfísmálum á íslandi? Fara ríkisstjómin eða ríkisstofíianir þar iremstar í flokki? eftir Birgi Þórðarson I lok síðasta árs gerðu Kaup- mannasamtök íslands, kaupfélögin og stórmarkaðir annars vegar og Landvernd, landgræðslu- og Nátt- úruvemdarsamtök íslands hins veg- ar með sér það samkomulag að umhverfísgjald yrði sett á alla plast- innkaupapoka sem hingað til hafa verið gefnir í verslunum hér á landi. Markmiðið með gjaldi þessu var að minnka þá óhóflegu sóun sem notk- un plastpoka er orðin hér á landi og um leið að vekja almenning til umhugsunar um umhverfismál. Hluti þessa gjalds átti að renna til umhverfísmála og hluti til kaup- manna til að minnka umbúðakostn- að þeirra. Gert var ráð fyrir að sjálf- sögðu að söluskattur væri innifalinn í gjaldinu og rynni því hluti einnig til ríkisins. Landvemd og þeir sem að umhverfísmálum starfa litu björtum augum til framtíðar. Nú væri loks hægt að fara að vinna markvissara að ýmsum gróður- vemdar- og náttúruvemdarmálum, en þeir málaflokkar hafa á undan- fömum ámm átt undir högg að sækja vegna fjárskorts og sveltis af hálfu stjómvalda, svo ekki sé talað um skort á samræmingu í þeim málaflokkum hér á landi. Innheimta umhverfísgjaldsins á plastpokunum hófst síðan í fyrstu viku janúar 1989. Strax á fyrstu dögum þessarar innheimtu var ljóst að neytendur flestir tóku þessu framtaki vel. Færri pokar voru nú notaðir við innkaupin og almenn- ingur áttaði sig strax á hvað hér var um að ræða og flestir fögnuðu þessu átaki. En ekki er hægt að segja að við- brögð stjómvalda væru jafn ábyrg. Þau fáheyrðu tíðindi bárust á öldum ljósvakans í fímmfréttum núna sjötta janúar sl. að Verðlagsstofnun hafí úrskurðað, eftir síðdegisfund Verðlagsráðs þann sama dag, að hið stórmerka átak Landvemdar og kaupmanna að taka gjald af plast- innkaupapokum hafi verið dæmt ólöglegt og brot á verðstöðvunar- lögum, samkvæmt ályktun verð- lagsráðs og að fengnu áliti lög- manns Verðlagsstofnunar. Rök lögmannsins og Verðlags- stofnunar vom reyndar harla létt- væg, þ.e. að ekki hafí verið rétt að málum staðið, að mál þetta hafí ekki verið borið formlega upp við stofnunina. Hér er augljóslega dæmt í málinu á röngum forsendum og vísvitandi farið með ósannindi. Bæði fulltrúar Landvemdar og talsmenn kaupmanna höfðu rætt mál þetta við verðlagsstjóra og verðlagsráðsmenn strax í nóvember og formlegt erindi var sent til Verð- lagsstoftiunar í desemberbyijun. í viðræðum þessara aðila í nóvember og desember var málið útskýrt og Nauðsyn á eflingu bankaeftirlitsins eftirlngimar Sigurðsson í grein Þórðar Jónassonar, dags. 28. desember sl. undir heitinu „Ávöxtun undir eftirliti", kemur fram hörð gagnrýni á starfshætti og viðbrögð bankaeftirlitsins í svo- nefndu Ávöxtunarmáli. Gremja þeirra sem ráðstafað höfðu sparifé sínu til Ávöxtunar sf. er skiljanleg og eðlilegt að þeir reyni að leita skýringa á því hversvegna fór sem fór. Hér er hins vegar ekki ætlunin að leggja mat á þátt bankaeftirlits- ins í þessu máli heldur spyija hvort því sé sköpuð nægjanlega góð að- staða til að stunda það forvamar- starf sem því er ætlað. Því miður virðast möguleikar þess til virks eftirlits fara minnk- andi ef tekið er mið af þeim sívax- andi kröfum, sem gerðar eru til þess og koma m.a. fram í nýlegum lögum um banka og sparisjóði, en þeir em nú samtals 42. Þá er því og ætlað að gegna mikilvægu hlut- verki við eftirlit með hinum ört- ijölgandi verðbréfafyrirtækjum og verðbréfasjóðum, sem em nú um 20 talsins. Til viðbótar þessu er því samkvæmt nýju fmmvarpi til laga ætlað að fylgjast með fjármögnun- arleigunum fjórum, sem tekið hafa til starfa á sl. 4 ámm, eins og flest verðbréfafyrirtækin og sjóðimir. Það gefur því augaleið að verkefni bankakeftirlitsins hafa vaxið gífur- lega á síðustu 4 ámm, á sama tíma og starfsmönnum þess hefur aðeins Qölgað lítillega. Það vekur þvi spumingar um hvort nægjanlegu fé sé varið til uppbyggingar banka- eftirlitsins svo það geti sinnt hlut- verki sínu sem best. Það vekur einn- ig upp spurningar hvort löggjafínn veiti því nægjanlega skýrar heimild- ir til markvissra athugana og fram- kvæmdavalds. Hér er því fyrir hendi tilvalið tækifæri fyrir stjómvöld til að auka forvamarstaf og neytenda- vemd á hinum sífellt flóknari Qár- magnsmarkaði með því í fyrsta lagi að veita meira fé til uppbyggingar bankaeftirlitsins og í öðru lagi að skérpa heimildir til handa bankaeft- Ingimar Sigurðsson „Opinbert eftirlit, hversu g'ott sera það getur orðið, losar samt spariijáreigendur aldr- ei undan því að sýna árvekni í viðskiptum sínum við Qármála- stofinanir sem aðra.“ irlitinu í lagaákvæðum t.d. með því að byija á fyrirliggjandi frumvarpi til laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Að lokum er þó rétt að benda á að opinbert eftirlit, hversu gott sem það getur orðið, losar samt spari- fjáreigendur aldrei undan því að sýna árvekni í viðskiptum sínum við flármálastofnanir sem aðra. í því sambandi er mikilvægt að kynna sér öll kjör sem best svo og hveijir standa á bak við viðkomandi stofn- un, hvort sem um er að ræða banka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki. Höfundur er stjómarmaður l Sam- tökum sparifiáreigenda. „Landvernd og þeir sem að umhverfismál- um starfa iitu björtum augum til framtíðar. Nú væri loks hægt að fara að vinna markviss- ara að ýmsum gróður- vemdar- og náttúra- verndarmálum, en þeir málaflokkar hafa á undanförnum áram átt undir högg að sækja vegna fjárskorts og sveltis af hálfu stjórn- valda.“ tóku starfsmenn Verðlagsstofnunar og ráðsmenn mjög vel í mál þetta og sáu því ekkert til fyrirstöðu að gjaldið yrði sett á strax í ársbyijun 1989. Var t.d. sagt að þar sem verið væri að taka gjald af hlut sem hefði verið gefínn áður ættu verð- stöðvunarlögin ekki við í þessu til- felli. Nægan tíma hafði Verðlags- stofnun til að gera athugasemdir við væntanlegt gjald. Engar at- hugasemdir voru gerðar heldur kom sú ákvörðun Verðlagsstofnunar á óvart öllum og máttu aðstandendur gjaldsins heyra um þessa dæma- lausu ákvörðun í fjölmiðlunum. Verðlagsstjóri mun m.a. hafa sagt í fjölmiðlaumfjöllun af um- ræddu banni að margar kvartanir hefðu borist frá almenningi útaf plastpokagjaldinu. Hvað skyldu þær kvartanir hafa raunverulega verið margar? Var kannski einungis um að ræða kvartanir frá stofnana- mönnum og úr ríkiskerfínu? Það skyldi þó ekki vera. Á sama tíma og þetta fímm krónu-gjald var sett á plastpokana leyfír ríkisstjórn landsins sér að setja lög, þá væntan- lega í trássi við verðstöðvunarlögin, lög, sem heimila hækkun á og eru samstundis framkvæmd m.a. á eft- irfarandi: bensíni og olíum, inn- flutningsgjaldi á bifreiðum, víni og tóbaki. Sjálfsagt hafa engar kvart- anir borist til Verðlagsstofnunar útaf þessum hækkunum? Eða hvað?. Fleiri ráðamönnum en þeim hjá Verðlagsstofnun var vel kunnugt, með góðum fyrirvara, um væntan- legt samstarf Landvemdar og kaupmanna: Forsætisráðherra var kynnt mál þetta síðla í haust, einn- ig var átak þetta kynnt á opnum aðalfundi Landvemdar 26. og 27. nóvember en þar var Steingrímur Hermannsson einn af ræðumönnum og flutti ágæta ræðu um umhverfís- mál. Fjallaði Steingrímur m.a. um vandamál sem af plastpokum og öðrum einnota umbúðum stafa. Fjármálaráðherra var einnig kynnt þetta mál svo og ráðherra náttúruvemdarmála, Svavari Gestssyni. Allir vom þessir ágætu menn sammála um að hér væri sérlega gott mál á ferðinni sem yrði um- hverfismálum landsins mikil lyfti- stöng. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra hefur undanfarið látið umhverfísmál til sín taka, má þar nefna umdeilda ræðu ráðherrans á síðasta flokksþingi Alþýðuflokks- ins, greinaskrif og viðtöl undanfarið í Alþýðublaðinu og víðar. Plast- pokar og einnota umbúðir em títt nefnd í þeirri umfjöllun viðskipta- og iðnaðarráðherra. Einnig er rétt að benda á um- hverfísmálakaflann í stefnuyfírlýs- ingu þeirri sem ríkisstjómin hefur að leiðarljósi í sínu starfí. Þar segir m.a.: „Stuðlað verður að endur- vinnslu og nýtingu úrgangsefna. Komið verður á skilagjaldi á ein- nota umbúðir til að auðvelda eyð- ingu þeirra eða endurvinnslu." Hér er því skorað á áðumefnda ráða- menn þjóðarinnar að láta mál þetta sig varða og ógilda ákvörðun Verð- lagsstofnunar um að samstarfs- verkefni Landvemdar og kaup- manna sé ekki löglegt. Ef ekki þá hlýtur að vera hægt að álykta sem svo að unnið sé markvisst gegn umhverfísmálum á Islandi og að þar fari ríkisstjórnin fremst í flokki. Til áréttingar því sem hér að framan hefur verið fjallað um vil ég að lokum nefna eftirfarandi stað- reyndir: Sams konar gjald og rejmt var að koma á hér á landi með samstarfí Landvemdar og kaup- manna hefur verið staðreynd í ná- grannalöndum okkar um árabil. í Danmörku var sett umhverfis- gjald á allar einnota umbúðir 1. janúar sl., þetta gjald er frá einni krónu uppí tuttugu krónur íslenskar eftir eðli umbúða. í Noregi hefur einnig nýverið verið sett umhverfísgjald á einnota umbúðir fyrir gos, öl og svala- drykki, allt að átján krónum á hveija einingu. í báðum þessum löndum rennur gjald þetta til umhverfísmála og til þróunar umbúða sem ekki em til vandræða í umhverfinu og á sorp- eyðingarstöðum. Fleiri dæmi mætti nefna um hlið- stæða gjaldtöku erlendis. Á íslandi gengur erfíðlega að koma á slíku gjaldi. Landvemd, í samvinnu við Náttúruvemdarráð og Hollustuvemd ríkisins, vann að drögum að reglugerð um umhverf- isgjald á einnota umbúðir fyrir öl, gos og svaladrykki. Reglugerðar- drögum þessum var skilað til við- komandi stjómvalda síðla árs 1987, í hvaða skúffu skyldu þau hafa lent???? Árleg notkun hérlendis á einnota áldósum er um 55 milljónir dósa og verður líklega um 75 milljónir dósa með tilkomu bjórsins á næsta vori. Hvers eðlis er þessi tregða stjómvalda að skilja ekki þennan skort á menningu og samræmingar- leysi á öllu því sem snýr að einnota umbúðum og umhverfísmálum? Höfiindur er umh verfísskipulags- frœðingur og starfar við mengun- arvarnir. Húseign Hótel Borgar selt á nauðungaruppboði HÚSEIGN Hótel Borgar við Pósthússtræti var seld á nauð- ungaruppboði í gær. Hæsta boð, 50 milljónir króna, átti Helgi V. Jónsson hrl. fyrir hönd ekkju Arons heitins Guðbrandssonar og annarra þeirra sem á sínum tima seldu húsið Sigurði Kára- syni og fleirum. Sigurður tók við formennsku í stjórn Hótels Borg- ar h/f þann 29. apríl 1983. Að sögn Helga nema kröfur umbjóð- enda hans vegna vanefhda á kaupsamningi um það bil 300 milljónum króna. Uppboðshald- ari tók sér Qórtán daga frest til að kanna tilboðin. Ólafur Lauf- dal hefiir hótel- og veitingarekst- ur í húsinu á leigu til 31. ágúst 1989. Enginn var mættur á uppboðið, hið þriðja og síðasta, fyrir hönd uppboðsþola en fjöldi aðila hafði krafíst nauðungarsölu, þeirra á meðal Landsbanki íslands og Út- vegsbanki. Fyrsta tilboð í húsið átti Gunnar Jónsson, iðnrekandi í Gunnars Ma- jonesi s/f: 10 milljónir króna. Helgi V. Jónsson bauð 11 milljónir króna, og síðan Valdimar Bergsson, bak- arameistari, 12 milljónir króna. Þá bauð Helgi V. Jónsson 20 milljónir, Valdimar Bergsson 22 milljónir króna, Helgi V. Jónsson 30 milljón- ir, Gunnar Jónsson 40 milljónir og Helgi V. Jónsson 50 milljónir. Hærra boð barst ekki en uppboðs- haldari, Jónas Gústavsson borgar- fógeti, tók sér hefðbundinn fjórtán daga frest til að kanna tilboðin. Aður en uppboð var sett hafði fógeti lesið upp bókun, sem gerð hafði vérið fyrir hönd Olafs Lauf- dal, þar sem greint var frá því að, Morgunblaðið/Sverrir Jónas Gústavsson borgarfógeti les uppboðsskilmála. Aðrir á mynd- inni eru, frá vinstri: Helgi V. Jónsson hrl, Ragnar Aðalsteinsson hrl, tveir starfsmenn Ólafs Laufdals og Ingólfur Sigurz, fúlltrúi hjá embætti borgarfógeta. þann 10. október síðastliðinn, hefði leigutími í samningi hans við hús- eigendur verið styttur og í stað þess að ná til 31. ágúst 1995, hafí hann nú húsnæðið á leigu til 31. ágúst á þessu ári. Leiga er greidd til loka þess tíma og jafnframt, sagði í bókun Ólafs, hefur eigutaki lagt í miklar fjárfestingar, skipt um húsbúnað á herbergjum, breytt hús- næðinu þannig að það rúmi nú heimingi fleiri gesti en áður og sam- kvæmt samningi aðilanna er laus búnaður vegna rekstursins í eigu- leigutakans. Helgi V. Jónsson lýsti því yfír, fyrir hönd umbjóðenda sinna, að hann véfengdi bókunina og þá samninga sem þar væri vísað til. Fallist uppboðshaldari á tilboð Helga er því viðbúið að úr ágrein- ingi umbjóðenda hans, fyrri húseig- enda og Ólafs Laufdals þurfí að skera fyrir dómstólum. Uppboðs- skilmálar kveða á um að kaupandi sé bundinn af löglega gerðum leigu- samningum. Gunnar Jónsson vildi í samtali við blaðamann ekki skýra frá því hvaða áform hann hefði haft með húseignina en sagði að hann hefði þar verið í félagi við fleiri aðila. Hann vildi að öðru leyti ekki ræða málið. Ekki náðist í Valdimar Bergsson vegna þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.