Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 Rekstrarhagræðing hjá Útvegsbankanum: Tveimur útibúum lokað fyrir hádegi Fækkað um 25 stöðugildi UMFANGSMIKIL rekstarhagræð- ing er nú á döfinni hjá Útvegs- banka Islands hf.. A fúndi með starfsmönnum á fimmtudagskvöld var skýrt frá því að fyrirhugað væri að stytta viðskiptatíma tveggja útibúa, á Smiðjuvegi og Bankaeftirlitið: Spurt um eignir Sverris Bankaeftirlitið hefur sent Sverri Hermannssyni, banka- stjóra Landsbankans, bréf þar sem spurst er fyrir um hvort Sverrir sifji í nefhdum og ráðum stofiiana utan bankans eða eigi hlut í atvinnurekstri. Tilefiiið er fréttir um að Sverrir eigi enn hlut i útgerðarfélaginu Ogurvík. Að sögn Þórðar Olafssonar, yfir- manns bankaeftirlitsins, er um fyr- irspurn almenns eðlis að ræða. Sverrir Hermannsson segist hafa reynt að selja hlut sinn og bókað það á aðalfundi fyrirtækisins, en ekki tekist að selja. við Lóuhóla, og hafa þau aðeins opin frá hádegi til kl. 16. Að sögn Guðmundar Haukssonar banka- stjóra eru fleiri breytingar fyrir- hugaðar, sem hafa munu í för með sér að stöðugildum hjá bankanum fækkar um 25. í útibúunum, sem aðeins verða opin hálfan daginn, verða tveir starfs- menn í fullu starfi við bókhald og tölvuvinnslu til að búa í haginn fyrir starfsfólk sem kemur til vinnu eftir hádegið. Aætlað er að nýi viðskipt- atíminn taki gildi í bytjun apríl. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á starf- semi útibúa á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Frá blaðamannafundi Félags íslenskra iðnrekenda í gær. Á mynd- inni eru formaður og framkvæmdastjóri félagsins þeir Víglundur Þorsteinsson og Ólafiir Davíðsson. Víkinga- sýningin opnuð í dag SÝNINGIN „Víkingar í Jórvík og vesturvegi" verður opnuð í Norræna húsinu í dag kl. 15.00. Tveir fyrirlestrar verða haldn- ir í fyrirlestrasal Norræna húss- ins um helgina. Sir David Wil- son, forstöðumaður British Museum, heldur fyrirlestur á ensku í dag kl. 17.15 sem hann nefnir „Víkingar í Kúmbríu og á eynni Mön“. Dr. Helge Ingstad heldur fyrirlestur á morgun kl. 17.00 um það þegar norrænir menn fundu Ameríku. Félag íslenskra iðnrekenda: Raungengi krónunn- ar er 10-17% of hátt Stefnir í 15 milljarða króna viðskiptahalla á árinu STJÓRN Félags ísienskra iðn- rekenda telur að raungengi krónunnar sé 10-17% of hátt Morgunblaðið í 49.770 eintökum MORGUNBLAÐIÐ seidist að meðaltaii í 49.770 eintökum dag hvem í september, október og nóvember 1988. Þetta kemur fram í niðurstöðum upplagseftirlits Verslunarráðs Is- lands. Þar eru einnig birtar tölur yfir lengra tímabil, júní-nóvember. Auk Morgunblaðsins tekur Dagur á Akur- eyri þátt í upplagseftirlitinu. Tímabil- ið júní-nóvember voru seld eintök af Degi að meðaltali 4.472, en af Morg- unblaðinu 49.484. Ef litið er á mánuð- ina þrjá, september, október og nóv- ember, er daglegt upplag af Degi að meðaltali 4.418 eintök, en af Morgun- blaðinu 49.770. Meðaltal seldra eintaka af Morgun- blaðinu tímabilið apríl-september 1987 var 47.740 eintök. Söluaukning milli áranna 1987 og 1988 er 2.030 eintök eða 4,25%. Mánuðina apríl- september 1986 seldist Morgunblaðið að meðaltali í 46.719 eintökum. Seld eintök af Degi apríl-september 1987 voru 4.814 að meðaltali. Upplagstölur dagblaða verða fram- vegis birtar á þriggja mánaða fresti, en hafa hingað til verið birtar tvisvar á ári. Með næstu birtingu talna, í apríl, verður greint á milli áskriftar- sölu og lausasölu. Breytingin er gerð til þess að auka notagildi upplagstaln- anna, meðal annars að beiðni auglýs- enda, segir í frétt frá Verslunarráði fslands. óháð því hvað menn vilja semja um i komandi kjarasamningum. 16-17% gengisfelling myndi þýða 15% hækkun á erlendum gjald- miðlum og 6-7% kaupmáttar- rýrnun fyrir launafóik. Þetta kom fram á blaðamannafúndi, sem formaður og framkvæmda- stjóri félagsins, Víglundur Þor- steinsson og Ólafur Dávíðsson, héldu í gær. „Raungengi krónunnar er of hátt og jafnvægi í þjóðarbúskapnun næst ekki nema með því að lækka gengi krónunnar. Verði sú lækkun miðuð við að ná hallalausum ut- anríkisviðskiptum á allra næstu árum, ætti afkoma útflutnings- og samkeppnisgreina að batna til muna og samkeppnisaðstaða þeirra að styrkjast. Með þessum aðgerðum væri lagður grundvöllur að fjöl- breyttu atvinnulífi og hagvexti á næstu árum,“ segir í ályktun frá stjóm félagsins. Aðhald í ríkisfjár- málum og háir raunvextir myndu duga skammt til að eyða viðskipta- hallanum. Viðskiptahallinn á síðasta ári nam nálægt ellefu milljörðum kr., eða 4,3% af landsframleiðslu. A þessu ári gæti hallinn orðið 14-15 milljarðar króna, eða um 5,5% af landsframleiðslu, að óbreyttu raun- gengi og miðað við horfur um út- flutningstekjur, segir í ályktun fé- lagsins. Ef við gerum ráð fyrir að viðskiptahallinn haldi áfram göngu sinni næstu árin og einnig að hag- vöxturinn verði svipaður og undan- farið ár, þetta 2,5%, myndi skulda- hlutfallið aðeins halda áfram að hækka og mun árið 1993 vera kom- ið upp í 60% sem þýðir að heildar- skuldir þjóðarinnar verða komnar upp í 180 milljarða króna eða 700 þúsund krónur á hvert mannsbam, að sögn Ólafs Davíðssonar. Nú nema erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af landsframleiðslu 40%. „Ef ekkert er að gert, þá er ekkert sem komið getur í veg fyrir að þetta gerist. Jafnvel þó að ríkis- sjóður verði hallalaus og jafnvel þó að raunvextir haldist jafnháir og þeir eru í dag, þá mun viðskiptahall- inn halda áfram. Þegar skuldimar aukast, vex greiðslubyrðin af öllum lánunum og þarf því að taka fleiri og fleiri krónur af þjóðartekjum til að greiða af þessum erlendu lánum. Skrif Prövdu um Jóhann Einvarðsson og Hafskipsmálið: Höfundurínn foríngí í KGB og sérfróður uni Norðurlönd HÖFUNDUR tveggja greina, sem Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, birti um Hafskipsmálið óg meinta hlutdeild Jó- hanns Einvarðssonar, formanns utanríkismálanefiidar Alþingis, í því, er foringi i sovésku leyniþjónustunni KGB og að líkindum tengd- ur Alþjóðadeild kommúnistaflokksins, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Pravda birti tvær greinar um gjaldþrot Hafskips og var í hinni fyrri að finna harðvítugar árásir á Jóhann Einvarðsson. Höfúndurinn, Júrí Fjedorovítsj Kúznetsov, sem nú er fréttaritari málgagnsins í Helsinki i Finnlandi, hefúr einu sinni komið hingað til lands, árið 1973. Pravda birti fyrri greinina þann 28. nóvember síðastliðinn og var í henni veist harkalega að for- manni utanríkismálanefndar Al- þingis vegna meintrar hlutdeildar hans í gjaldþrotinu. í greininni sagði að hún væri rituð af „sérleg- um fréttaritara Prövdu í Reykjavík". Seinni greinin, sem birtist nokkru síðar, var mun mild- ari og sagði í henni að höfundurinn væri Jú. Kúznetsov. Vladimír Verbjenko, yfírmaður sovésku fréttaþjónustunnar APN á Islandi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að höfundur beggja greinanna væri Júrí Kúznetsov, fréttaritari mál- gagnsins í Heisinki. Kvað hann af og frá að Pravda hefði fréttaritara hér á landi og kvaðst ekki skilja skrif „þessa undarlega manns“. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Morgunblaðinu ekki tekist að ná tali af Kúznetsov. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér í Finnlandi heitir fréttaritarinn Júrí Fjedorovítsj Kúznetsov og er fædd- ur 14. júlí 1927. í bókinni „Stríð á friðartímum" (Krig í fredstid), sem sænski blaðamaðurinn Charlie Nordblom ritaði um umsvif sov- éskra leyniþjónustumanna á Norð- urlöndum og út kom 17. ágúst síðastliðinn er Júrí Fjedorvítsj Kúz- nestov sagður vera foringi í KGB. í bókinni koma einnig fram nöfn fjölmargra sovéskra sendimanna hér á landi og segir t.a.m. að ígor Níkolajevítsj Krasavín, sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík, , starfi á vegum Alþjóðadeildar sovéska kommúnistaflokksins, sem áð sögn Nordbloms annast njósnir á vegum miðstjómar flokksins. Bók Nord- bloms hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum en árið 1984 ritaði hann bók um iðnaðamjósnir Sovét- manna í Svíþjóð þar sem bent var á 34 sendiráðsmenn sem stunduðu njósnir. Fimm þeirra tóku morgun- vélina til Moskvu daginn eftir að bókin kom út og hálfu ári síðar höfðu 13 til viðbótar verið kallaðir heim. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins starfa flestir fréttaritara Prövdu í tengslum við Alþjóða- deildina sem aftur heyrir undir miðstjóm flokksins. Pravda er þriðja útbreiddasta dagblað Sov- étríkjanna og kemur út í tæpum 11 milljónum eintaka á degi hveij- um. Júrí Fj'edorovítsj Kúznetsov er sérfræðingur í málefnum Norður- landa og talar reiprennandi sænsku. Arið 1963 var hann skip- aður yfirmaður Norðurlandadeild- ar málgagnsins, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Hann kom fyrst til Svíþjóðar árið 1960 sem fulltrúi ungliðahreyfingar sovéska kommúnistafiokksins er sænskir kommúnistar gengust fyrir þing- haldi í Stokkhólmi. Hann hefur áður verið búsettur í Finnlandi (1979 -1981) og kom hingað til lands í tíu daga í september 1973. Þess vegna getur aukning kaup- máttar ekki fylgt aukningu þjóðar- tekna og það mun óhjákvæmilega leiða til togstreitu í kjarasamning- um á vinnumarkaðinum. Með þetta í huga, verður elcki lengur hjá því komist að setja sér það markmið að eyða viðskiptahallanum á næstu tveimur árum,“ sagði Ólafur. Víglundur benti á að frá 1986 hefði launakostnaður á íslandi hækkað um 20% umfram hækkun launakostnaðar í helstu viðskipta- löndunum. Hann sagði að afleiðing- ar hækkandi raungengis væru við- skiptahalli og slæm staða útflutn- ings- og samkeppnisgreina. Að- gerðir stjómvalda hefðu ekki megn- að að draga úr viðskiptahalla. Þess í stað hefði verið gripið til milli- færslu ijár til einstakra atvinnu- greina sem mismunaði stóriega öðr- um greinum. Leitumann- að verði þesskrafist - Segir íramkvæmda- stjóri Samvinnuferða Landsýnar „KOMI fram krafa frá launþega- samtökum um að Samvinnuferð- ir-Landsýn leiti annað en til Flug- leiða eftir tilboðum í orlofeferð- ir, þá verður það að sjálfeögðu gert,“ segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, í samtali við Morgunblaðið. Undanfarna daga hafa ýmis stéttarfélög mótmælt málshöfðun Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suður- nesja, og í ályktunum frá þeim hefiir því meðal annars verið lýst yfir, að verði málið ekki dregið til baka muni það leiða til endur- skoðunar félaganna á viðskiptum við Flugleiðir. „Við fylgjumst vel með þessu máli, en við trúum ekki að Flugleið- ir haldi þessu til streitu. Við lítum reyndar svo á að Vinnuveitenda- sambandið standi að baki þessari málshöfðun en ekki Flugleiðir, og því viljum við ógjaman vera með hótanir gagnvart þeim. Samstarf okkar við Flugleiðir hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár og ég trúi því ekki að það sé vilji félags- ins að stefna þessu góða samstarfi við Samvinnuferðir-Landsýn og hin ýmsu stéttarfélög í hættu. Komi hins vegar fram krafa frá launþega- samtökum um að við leitum annað eftir tilboðum í orlofsferðir fyrir þeirra hönd, þá munum við að sjálf- sögðu verða við þeirri kröfu," segir Helgi Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.