Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 21 Útgefandi mVtofrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Borg á bjargi, ríki á sandi Ræða Davíðs Oddssonar borgarstjóra þegar fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar var lögð fram í fyrradag ber með sér, að vel hefur verið að málum staðið við stjóm Reykjavíkurborgar. Þar sannast enn einu sinni, að samhentur meirihluti undir öruggri forystu skilar miklu betra verki en sund- urlaus her margra flokka, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Til þess að gera þennan mun sem skýrastan í huga sér, þurfa menn ekki annað en líta á fjárhagsstöðu Reylqavíkur- borgar annars vegar og ríkis- sjóðs hins vegar. Davíð Oddsson lýsti þessum mun þannig í lok ræðu sinnan „Það hlýtur að vekja mesta athygli, að á sama tíma og ríkis- valdið treystir sér ekki til þess að ganga frá sinni fjárhagsáætl- un, sínum fjárlögum, nema með því að auka stórkostlega álögur á borgarana enn eitt árið í röð og með því að taka stórfelld lán, leggur Reykjavíkurborg fram sína fjárhagsáætlun án þess að hækka sína skatta, án þess að stefna í stórkostlegar lántökur. Og þetta er ekki einstakt ár. Þannig hefur það verið nú nokk- ur síðustu ár.“ Fráleitt er að ætla að það sé eitthvert náttúrulögmál, að Reykjavíkurborg standi betur að vígi fjárhagslega en ríkissjóður eða að íbúum borgarinnar fjölgi sem nemur því, að þar hafí byggst upp byggðarlag á við Akureyri á aðeins tíu árum. Á þeim §órum árum sem vinstri menn fóru með stjóm borgar- málefna á árunum 1978 til 1982 kom í ljós, að glundroðinn og sundurlyndið, pólitísku hrossa- kaupin og vinstrimennskan voru ekki til þess fallin að styrkja stöðu eða hag Reykjavíkurborg- ar. Þar eins og annars staðar þarf í sjálfu sér ekki að bíða lengi eftir slæmum afleiðingum stjómleysis. Vegna þess að Reykjavíkurborg er vel stjómað sækist fólk eftir að setjast að í borginni. Ríkisstjóm vinstri flokkanna sem nú situr við völd jók álögur á landsmenn nú fyrir áramótin um 7,2 milljarði króna á þessu ári og naut til þess stuðnings frá Borgaraflokknum. í borgar- stjóm Reykjavíkur leggja sjálf- stæðismenn til að úsvar hækki ekki, gjaldskrár verði óbreyttar fyrir aðstöðugjöld og gatnagerð- argjöld. Fasteignaskattar hækki um 25,9% en þar er miðað við 28% framreikning á fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis en 20% á mati annnarra fasteigna og allra lóða. í því samhengi er ástæða til að velta fyrir sér, hvort raun- virði fasteigna í Reykjavík og annars staðar gefí Fasteigna- mati ástæðu til að hækka mats- verð íbúðarhúsnæðis um 28% frá fyrra ári og annarra fasteigna og lóða um 20%. Er þetta í sam- ræmi við þróunina á fasteigna- markaði? Því fer víðsfjarri að þessi að- haídsstefna sjálfstæðismanna í Reykjavík í skattheimtu leiði til þess að framkvæmdir minnki. Vinstri stjómarherramir sem ráða ekki neitt við neitt í stjóm landsmála sjá ofsjónum yfír þeim framkvæmdum sem unnið er að í Reykjavík. Þeir og vinstri minnihlutinn í borgarstjóm ein- blína að vísu aðeins á tvær fram- kvæmdir, Ráðhúsið og vetrar- garðinn og útsýnishúsið á Oskjuhlíð og hafa jafnvel látið á stundum eins og hag landsins alls mætti bjarga með því að hætta við þessar framkvæmdir, en samtals á að veija tii þeirra 644 milljónum króna á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætluninni, en sú fjárhæð er innan við 10% af halla ríkissjóðs á síðasta ári. Ef menn einblína á þessi tvö mannvirki, hvað sem líður af- stöðu til þeirra, fá þeir alls ekki rétta mynd af framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar eða fyrirtækja á hennar vegum. Hinn 21. október er til áð mynda ráðgert að taka Borgarleikhúsið í notkun. Unnið er að stærsta umhverfísátaki landsins með því að hreinsa strendur borgarlands- ins og koma upp nýju dælukerfí fyrir holræsi. Unnið er við að reisa skóla, íþróttamannvirki, dagvistarheimili, þjónustumið- stöðvar og hjúkrunarheimili fyrir gamalt fólk. Ný umferðarmann- virki eru í smíðum og nýtt land er brotið til byggðar. Hitaveita Reykjavíkur er síðan að koma höfuðborgarsvæðinu öllu upp nýju orkuveri á Nesjavöllum og stendur f framkvæmdum á fjórða milljarð króna. Rafmagnsveita Reykjavíkur vinnur að því að reisa tvær aðveitustöðvar og leggja 132 kílóvolta rafstreng frá aðalspennistöð Landsvirlg- unar sunnan Hafnarfjarðar. Og þannig mætti lengi áfram telja. Munurinn á stjóm Reykjavík- urborgar annars vegar og ríkis- ins hins vegar er skýr og af- dráttarlaus. Borgin stendur á bjargi en ríkið á sandi. Að fara út á land að reka Jóhannes ; F.jmskinafélaglð Gerir kleift að rækta 100 hektara skóglendisj fyri^kjaskattoF alltað66% eftír skattalagabreythionmar eftír Þorstein Pálsson í þessari viku hefur tveggja merkra tímamóta verið minnst. Eimskipafélag íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt og íslenskir út- vegsmenn minntust þess að Lands- samband íslenskra útvegsmanna hefur starfað í 50 ár. Stofnun þess- ara félaga markaði, að vísu með ólíkum hætti, tímamót í íslenskri atvinnusögu. Það er þess vegna skemmtileg tilviljun að stofndagur- inn skuli vera hinn sami með aldar- fjórðungsmillibili. Eimskipafélag íslands var með réttu nefht óskabam þjóðarinnar. Stofnun þess var veigamikill þáttur í sjálfstæðisbaráttunni. Það hefur vaxið og dafnað á traustum grunni almenningseignar í landinu. Fyrir vikið hefur Eimskipafélagið á marga lund verið tákn og merkis- beri fyrir frjálst atvinnulíf og fijálst framtak á Islandi. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur á hinn bóginn engan atvinnurekstur með höndum. En innan þess hafa bundist samtökum einstaklingar, hlutafélög og sam- vinnufélög, sem hafa útgerðar- rekstur með höndum. Óhætt er að fullyrða án þess að halla á nokkum að hvergi hefur kraftur og atorka athafnamannsins blómstrað betur en innan vébanda íslenskra útvegs- manna. Þar er að finna raunveru- lega burðarása í íslensku atvinnu- lífi. Ólíkar aftnæiisgjafír Útvegsmenn minntust afmælis síns með því að veija myndarlegri fíárhæð til varðveislu sjóminja. Og Eimskipafélagið notaði tileftiið til þess á sama hátt að styrkja ræktun og uppgræðslu landsins. Þessar gjafir lýsa ekki aðeins rausnarskap heldur em þær tákn um ræktarsemi íslenskra atvinnufyrirtækja við landið og menningu íslendinga. Gjafimar ættu að vera okkur áminning um, að það er aðeins með öflugu atvinnulífi sem við getum sinnt mikilvægum menningarlegum verkefnum eins og þeim sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. • Á þessum tímamótum í sögu íslenskrar útgerðar er vert að leiða hugann að því hveijar vom af- mælisgjafir ríkissijómar íslands. Þær fólust í ákvörðun um áfram- haldandi taprekstur atvinnuveg- anna, ákvörðun um stóraukna skattheimtu á íslensk atvinnufyrir- tæki, ákvörðun um að tvíefla ríkis- afskipti í gegnum nýtt sjóðakerfi sem bæði útgerðarmenn og sjó- menn hafa ámm saman verið að beijast gegn. Á þessum tímamótum þótti ríkis- stjóm íslands hentugast að leggja auknar byrðar á þessa burðarása í fslensku atvinnulífi og auka opinber afskipti af hinu fijálsa framtaki sem staðið hefur undir verðmætasköpun landsmanna og frjálsum siglingum í áratugi. Með sanni má því segja að stjóm- arstefnan seiji skugga á þessi merku tímamót í íslenskri atvinnu- sögu. Höfuðlausn í nokkur ár hefur það gerst með reglulegu millibili að forystumenn Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins hafa ýmist sameiginlega eða hvor í sínu lagi boðað til funda úti á landsbyggðinni í þeim tilgangi að segja fólkinu í landinu að þeir hafí það ráð helst til úrbóta í þjóðarbú- skapnum að reka Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra. Og það hefur sjaldan bmgðist að einhveijir for- ystumenn Framsóknarflokksins hafa komið í kjölfarið og etið þess- ar yfírlýsingar upp. I hvert skipti sem fundir em boðaðir úti um allt land til að til- kynna brottrekstur Jóhannesar Nordals ijúka fjölmiðlar upp til handa og fóta og flytja miklar yfir- lýsingar og greinargerðir um efnið.. Það þykir alltaf jafn fréttnæmt og jafn spennandi og jafn merkilegt í hugarheimi þeirra sem fjölmiðlun ráða í landinu. Þessar síendurteknu uppákomur um nauðsjm þess og mikilvægi að reka Jóhannes Nordal em að verða eins konar tákn um lágkúmna í íslenskum stjómmálum. Þegar menn þurfa að draga fíöð- >ur yfir lélegan málstað, úrræðaleysi og mistök er gripið til þessarar gömlu lummu. Stjómmálamennim- ir sem í hlut eiga geta treyst því að fjölmiðlamir blása lummuna upp. Ekki veit ég hvort þessar gömlu lummur um að reka Jóhann- es Nordal virka sem kvalastillandi lyf á þjóðariíkamann, en hitt er ljóst að forystumönnum ríkisstjómar- flokkanna líður greinilega miklu betur sjálfum. Þeir kveljast hins vegar undir umræðunum um stjóm- arstefnuna og afleiðingar hennar. Eitt gat upp á 500 milljónir í kjölfar fundar með forsætisráð- herra 2. janúar síðastliðinn og þeirr- Þorsteinn Pálsson „Útvegsmenn minntust afmælis síns með því að verja myndarlegri §ár- hæð til varðveislu sjó- minja. Og Eimskipafélag- ið notaði tileftiið til þess á sama hátt að styrkja ræktun og uppgræðslu landsins. Þessar gjafir lýsa ekki aðeins rausnar- skap heldur eru þær tákn um ræktarsemi íslenskra atvinnufyrirtækj a við landið og menningu ís- lendinga. Gjafirnar ættu að vera okkur áminning um, að það er aðeins með öflugu atvinnulífí sem við getum sinnt mikilvægum menningarlegum verk- efiaum eins og þeim sem hér hafa verið gerð að umtalsefhi.“ ar gengisbreytingar sem þá var ákveðin ritaði ég forsætisráðherra bréf þar sem ég óskaði eftir að ríkis- stjómin gæfi upplýsingar um ýmis atriði sem hún hafði látið undir höfuð leggjast að gera Alþingi grein fyrir. Svör hafa nú borist en það hefði sannarlega verið ástæða fyrir forystumenn ríkisstjómarflokkanna að fjalla um þau efni á fundum sínum vítt og breitt um landið, en það forðast þeir greinilega eins og heitan eldinn. Eitt af þeim atriðum sem ég ósk- aði svara um var spumingin um það, hver væri staða sjávarútvegs- ins ef ekki væri fyrir hendi ríkis- framlag til verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins og hversu mikla fíáröfl- un þyrfti til viðbótar á þessu ári ef halda ætti ríkisframlaginu áfram til ársloka. Ég tala hér um ríkis- framlag vegna þess að sjávarút- vegsráðherra hefiir margsinnis lýst því yfir að lántökur sem farið hafa fram í þessu skyni eigi að lenda á ríkissjóði. í svari Þjóðhagsstofnunar segir orðrétt þetta: „Falli þessar bætur niður versnar afkoma frystingar um liðlega 4 pró- sentustig sem þýðir um 7% tap- rekstur miðað við rekstrarskilyrði í janúar 1989. Ef litið er á botnfiskút- veginn í heild má gera ráð fyrir að afkoman myndi versna um 2V2 pró- sentustig við niðurfellingu á þessum verðbótum sem þýddi um 6V2% tap- rekstur í stað -4%. Við að viðhalda óbreyttum verðbótum á landfrystan freðfisk út árið 1989 þyrfti verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins að verða sér úti um fjárhæð á bilinu 400-500 milljónir króna." Hér er gat á stjómarstefnunni. Annað gat upp á 220 milljónir Ein af 10 fyrirspumum mínum laut að því hvaða horfur væm á verðbreytingum búvara miðað við að niðurgreiðslur verði samkvæmt fjárlagatölum. í svari Þjóðhags- stofnunar kemur fram að 220 millj- ónir króna vanti í fjárlögin til þess að niðurgreiðslur haldi raungildi sínu miðað við árið 1988. í þessu felst, segir Þjóðhagsstofnun, að öðm óbreyttu að landbúnaðarvömr þurfa að hækka um nálægt því 1,5% umfram verðlagsbreytingar til þess að mæta þessari lækkun niður- greiðslna. Þessi tvö dæmi úr svömm við fyrirspumum mínum sína að ríkis- stjómin getur ekki gert hvort tveggja í senn, að halda því fram að hún hafí samþykkt raunhæf fíár- lög og að markmiðin um lækkun verðbólgu standist. Og ríkisstjómin getur heldur ekki haldið því fram að hún hafí samþykkt raunhæf fíár- lög og geti jafnframt tryggt rekstur útflutningsatvinnuveganna án gengisbreytingar. Þó að hér sé aðeins vikið að tveimur atriðum liggur í augum uppi að stjómarstefnan hefur leitt þjóðina inn í blindgötu og hún verð- ur að snúa við af þeirri braut sem hún er á. Það sýnir best ráðleysi ríkisstjómarflokkanna að ráðherr- amir skuli hvorki hafa rætt þessi efni á Alþingi né á fundum sínum úti um landið síðustu daga. Vörugjald, samkeppnis- hæfiii og Stöð 2 í fréttum Stöðvar 2 miðvikudags- kvöldið 11. janúar sl. var því haldið fram að ummæli mín í umræðu- þætti kvöldið áður um áhrif nýrra skatta ríkisstjómarinnar á sam- keppnishæfni iðnfyrirtækja hefðu ekki við rök að styðjast. Ég sagði í þættinum að mér hefði verið tjáð að iðnfyrirtæki á Sel- fossi, sem hefði gert tilboð í verk á vegum ríkisins á móti erlendum aðila, hefði verið með Iægsta tilboð- ið fyrir áramót, en eftir skatta- hækkanir ríkisstjómarinnar hefði tilboðið verið hærra en erlenda til- boðið. Ég sagði að þetta sýndi að athugasemdir samtaka atvinnulífs- ins við skattahækkanimar væra réttmætar. Þær skekktu samkeppn- isstöðu íslensks atvinnulífs. Af ummælum framkvæmda- stjóra umrædds fyrirtækis í frétta- tíma Stöðvar 2 daginn eftir mátti ætla að vörugjaldslækkunin í fyrra hefði skekkt samkeppnisstöðuna. Ég fór þess vegna strax daginn eftir á fund eiganda fyrirtækisins og kannaði málið frekar. í Ijós kom að stjómendur þess misskildu fyrst hvemig vöragjaldið legðist á. Röð tilboðanna mun því ekki hafa breyst, en eftir stendur meginatrið- ið í fullyrðingu minni og samtak.-y atvinnuveganna, að fíárbinding vegna hráefniskaupa erlendis raskar samkeppnisstöðu þessa fyr- irtækis eins og annarra íslenskra fyrirtækja í sömu aðstöðu. Það var þetta og almenn skattahækkun á atvinnufyrirtækin sem ég var að leggja áherslu á og sú fullyrðing stendur óhögguð. Vöragjaldsbreytingin sem ríkis- stjóm mín framkvæmdi fyrir ári fól í sér lækkun og afhám vöragjalda. Hún raskaði því í engu samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja. Eini hugsanlegi möguleikinn á því að sú breyting hafi raskað samkeppnis- stöðu er sá að eitthvert fyrirtæki hafi ekki fyrir þá breytingu greitt vöragjald eins og lögin sögðu til um. Ég er mjög ánægður með það að Stöð 2 skuli kanna hvort stað- hæfingar stjómmálamanna stand- ist. Hitt ber svo vott um óvönduð vinnubrögð að Stöð 2 neitaði að gera grein fyrir athugasemd sem ég sendi frá mér af þessu tileftii. Ég hef einnig undir höndum at- hugasemd frá Landssambandi iðn- aðarmanna, sem Stöð 2 fékk í hend- ur en gerði ekki grein fyrir. í ýtarlegu máli gerir Landssam- band iðnaðarmanna þar grein fyrir< því óhagræði fyrir íslenskan iðnað sem vöragjaldsbreytingin nú f byij- un þessa árs hefur í for með sér. Kjami þessa máls er sá, að lækkun og afnám vöragjalda fýrir ári fól í sér hagræðingu fyrir iðnaðinn, en hækkun vöragjalda nú og fíárbind- ing vegna vöragjalda á hraéfnis- kaup, eykur óhagræði og skekkir samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar. Þetta mál sýnir því í hnotskum ólíka afstöðu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Alþýðubandalags- ins hins vegar til atvinnulífsins. . Höfundur er formaður Sjál/stæð- isfíokksins. Stefnumörkun og þjóðfélagsvald eftír Guðmund H. Garðarsson Einu sinni sagði góður vinur minn við mig: „Það er tilgangs- Iaust að taka upp gagnrýnin skrif gegn skoðunum leiðarahöfunda dagblaðanna. Flestir líta þeir á sig sem æðstu presta nútfmans f túlkun viðhorfa um hvað til heilla horfir. Ein og ein grein frá ein- hveijum einstaklingi „úti f bæ“ er eins og að stökkva vatni á gæs. Á móti hverri einni grein koma fleiri leiðarar, ritstjóra- hugleiðingar í sérstökum helgar- greinum og ef ekki vill betur, óbeinar athugasemdir í ýmsum sérþáttum f blöðum o.s.frv." Ofurvald fjölmiðlanna blaða, sem birtist í ýmsum myndum, sem og skipulögð ófrægingarskrif þeirra um pólitfska andstæðinga. Hvorki Morgunblaðið né DV ástunda ófrægingarskrif um per- sónur manna. I því felst m.a. styrk- ur lýðræðisins í landinu. Morgun- blaðið hefur lagt sérstaka rækt við það að halda leiðaraskrifum sínum á málefnalegum grandvelli. Hið sama má segja um Reykjavíkur- bréf. DV hefur á síðustu áram tek- ið miklum framföram í þessum efn- um, en á fyrstu áram blaðsins vora því miður of mikil brögð að því að ákveðinn ritstjóri blaðsins átti það til að ráðast óvægilega að mönnum, sérstaklega stjómmálamönnum, ef honum líkaði ekki athafnir þeirra og skoðanir. Helgarbréf DV era oft með skemmtilegasta lestrarefni dagblaðanna. Morgunblaðið og DV En hvað sem þessu líður era ein- hliða áhrif þessara tveggja dag- blaða gífurlega mikil í uppeldi og skoðanamyndun landsmanna. Leið- araskrif og sérstök helgarskrif (Reykjavíkurbréf Mbl. og helgar- síða DV) hafa gífurleg áhrif á hugs- anlega afstöðu manna og þar með þróun mála í landinu. Framhjá þess- ari staðreynd verður ekki gengið. Ábyrgð þeirra, ritstjóra þessara blaða, er því mikil og þeim mun meiri þegar haft er í huga, að hér er aðeins um 3 menn að ræða á Mbl. og 4 menn á DV eða aðeins 7 manns. Hugsanlegt er, að ein- hveijir fleiri komi við sögu leiðara- skrifa Mbl., þar sem þeir era ekki merktir. En hvað sem því líður er hér svo sannarlega um fámennisvald að ræða í skoðanamyndun, þegar haft er í huga, að daglega er þessum tveim dagblöðum dreift í um 60- “'.000 .............. Svar Ellerts B. Schram, ritstjóra DV, á dögunum á Stöð 2 varðandi fyrram þingmennsku hans annars vegar og ritstjórastarfsins hins veg- ar um völd og áhrif á Alþingi eða hjá DV var því skiljanlegt, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að þar væri ólíku saman að jafna að tjá sig sem ritstjóri DV, með ör- uggri vissu um að boðskapurinn kæmist beint í æð svo til daglega til tugþúsunda lesenda, eða tala á Alþingi yfir auðum stólum. Það er svo undir hælinn lagt, hvað fjöl- miðlamir láta áfram ganga til þjóð- arinnar í þeim efnum. Stefiiumörkun Það sem að framan er skrifað er nokkuð langur formáli að megin- efni þessarar greinar, sem er að fjalla um leiðara í Mbl. 14. janúar sl. undir fyrirsögninni „Stefnu- mörkun til lengri tíma". Þetta var einkar áhugaverður leiðari. Efni hans og umfíöllun býður upp á mikla möguleika til alhliða umræðu um nálgun mála í íslensku þjóð- félagi. Ekki eingöngu út frá sjónar- miði stjómmálanna eða almennra hugleiðinga leiðarahöfundar, heldur einnig út frá því grandvallarsjónar- miði, sem snýr að öllum íslending- um, um hvert við íslendingar viljum stefna sem þjóð. Við þeirri spum- ingu er ekkert einhlítt svar. Mat manna um möguleika lands og þjóð- ar í heimi harðnandi samkeppni og þverrandi auðlipda heimsins er afar mismunandi. Ýmsir era helteknir af algjörri efnishyggju og era svart- sýnir á möguleika þessarar þjóðar, sem býr við takmarkaðar auðlindir, borið saman við vestræn iðnað- arríki, sem velflest búa enn að upp- söfnuðum auði frá þeim tíma er þau vora heims- og nýlenduveldi. Bandaríki Norður-Ameríku hafa sérstöðu. Þrátt fyrir tímabundna hnignun dollarans er auðlegð og skapandi kraftur Bandaríkjanna og Kanada með þeim hætti að ekkert fær stöðvað áframhaldandi þróun til aukinnar velmegunar í þessum löndum.’ Samanburði lítillar þjóðar við efnahagsframfarir þessara þjóða hlýtur ætíð að vera ákveðin takmörk sett. Frá þjóðemislegu sjónarmiði getur hann verið hættu- legur svo framarlega sem íslend- ingar vilja halda áfram að þróa hér á landi frjálst og sjálfstætt þjóðríki. Að þekkja sitt umhverfí Höfundur þessarar greinar efast ekki um vilja meiri hluta þjóðarinn- ar í þeim efnum. Þar af leiðir að vegna skiljanlegra takmarkana 250.000 manna þjóðar, er býr við takmarkaðar auðlindir og í umtals- verðri fjarlægð frá öðram þjóðum, verða Islendingar að meta stöðu sína og möguleika út frá því um- hverfi sem þeir lifa í. Jafnframt hljóta þeir að endurmeta möguleika sína út frá sjónarmiði þróunar í atvinnu- og viðskiptaháttum, sem hafa fært þjóðir heims nær hver annarri og breytt samskiptaformum og afstöðu til vemdunar þjóðemis og þjóðlegrar menningar. Okkur íslendingum er að vissu leyti meiri vandi á höndum við stefnumörkun til lengri tíma í þróun atvinnu- og efnahagsmála heldur en nágrannaríkjum okkar. Á það bæði við í sögulegum skilningi sem og í ljósi þeirrar þróunar sem nú á sér stað í íslenzku þjóðlífí. Umræða síðustu mánaða hefur á ótvíræðan hátt leitt í ljós, að íslendingar í heild hafa mjög fjarlægst upprana sinn, án þess að gera sér fullkom- lega hugmynd um hvar þeir era raunveralega staddir. Kemur þetta einkar skýrt fram í háttalagi ýmissa stjómmálaforingja, sem leggja höf- uðáherslu á pólitískar leiksýningar, í stað þess að treysta grandvöll íslensks atvinnu- og efnahagslífs, sem er rétt staða útflutnings- atvinnugreinanna, þ.e. þeirra at- vinnugreina, sem máli skipta við myndun og spamað gjaldeyris- tekna. í þeim efnum skipta utanrík- isviðskiptin og út- og innflutnings- verslun höfuðmáli, sem og sam- göngur, ferðaiðnaður og almennur samkeppnisiðnaður. Hæpnir stjórnmálamenn í leiðara Morgunblaðisins 14. janúar sl. segir í upphafí: Þjóðin er að byija að fá ofnæmi fyrir stjómmáiamönnum. Of mikið af fréttaflutningi fjölmiðla snýst um stjómmál og stjómmálamenn. Þeir era nánast daglega í sjónvarpi, út- varpi og dagblöðum með hvers kjms jrfirlýsingar en virðast ekki ná tök- um á þeim störfum, sem þeir hafa tekið að sér. íslenskt þjóðlíf snýst ekki bara um stjómmál og þátttak- endur í þjóðmálabaráttunni. Það er orðið tímabært að beina kastljósinu að öðram þáttum samfélagsins." Kaldlynd viðhorf Þótt höfundur þessarar greinar sé þessa stundina þátttakandi í stjómmálum getur hann heils hugar tekið undir þessi orð. Sem þátttak- andi í atvinnulífinu í um þijá ára- tugi vill hann vekja athygli á að þar era víða fyrir mun hæfari menn til að fjalla um einstaka þætti íslensks þjóðlífs heldur en ýmsir þeir bóklærðu stjómmálamenn, sem nú ríða húsum á íslandi. Það er oft raun að hlusta á suma þessara stjómmálamanna fjalla um málefni íslenskra atvinnuvega. Eigi skortir orðaflaum og mælsku. En raun- veraleikinn — rekstur fyrirtækj- anna og brauðstrit fólksins — er jafn fjarri þeim og draumur og veraleiki. Þetta era innantómar klisjur manna, sem ekkert þekkja til atvinnulífsins. Þeir fjalla um þessi mál, um sameiningu fyrir- tækja, hagræðingu, betri vinnu- brögð eins og ekkert hafi verið gert í þessum efnum. Þetta era atriði, sem eru í stöðugri umfjöllun úti í atvinnulífinu. Kaldljmd viðhorf hinna hámenntuðu sósíalísku for- ingja Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, til þess fólks, sem starfar úti í atvinnulífinu hafa ekki farið framhjá nokkram manni. Það birtist m.a. í aukinni skattheimtu, þjmgri álögum á fólk og óskil- greindum og illa rökstuddum kröf- um um sameiningu fyrirtækja með þar af leiðandi atvinnuleysi. Dæmi: Árásir Ólafs Ragnars á bankamenn lýsa vel innræti þessa menntaða, velsetta prófessors, sem nú gegnir embætti fjármálaráð- herra. I starfsemi þessa fólks sér prófessorinn möguleika til að spara fleiri milljarða króna. Á mæltu máli þýðir það uppsagnir hundraða starfsmanna. Víða má betur gera Öragglega má víða hagræða í rekstri, sameina fyrirtæki og spara, en það á ekki aðeins við í atvinnulíf- inu. Hvað um hið opinbera? Hvað um fræðslukerfið? Hvað um Há- skóla íslands? — Hvemig nýtast íslensku þjóðinni fjárfestingar í þessum greinum? Hvemig er dag- legum rekstri háttað? Vinnutíma? Vinnuskyldu? Og síðast en ekki síst: Hvemig nýtist nemendum sjálfum námið? Er námið í samræmi við íslenskar aðstæður eða stefnir það að útflutningi þúsunda íslendinga til útlanda til starfa í samræmi við nám og væntingar? Þetta era örfáar spumingar sem snúa að einum mikilvægasta þætti Guðmundur H. Garðarsson „Þótt höfundur þessar- ar greinar sé þessa stundina þátttakandi í stjórnmálum getur hann heils hugar tekið undir þessi orð. Sem þátttakandi í atvinnu- lífinu í um þrjá áratugi vill hann vekja athyg-li á að þar eru víða fyrir mun hæfari menn til að fjalla um einstaka þætti . íslensks þjóðlífs heldur en ýmsir þeir bóklærðu stjórnmálamemij sem nú ríða húsum á Is- landi. Það er oft raun að hlusta á suma þess- ara stjórnmálamanna Qalla um málefni íslenskra atvinnuvega.“ íslensks þjóðlífs hvað varðar framtíð og búsetu þeirra þúsunda íslendinga, sem era við háskólanám heima fyrir og erlendis. Er það ekki verðugra verkefni fyrir okkur stjómmálamennina að hefía m.a. umræður um þetta efni frekar en að efna til ómerkilegra leiksýninga, þar sem upphafning formanna stjómmálaflokka, s.s. Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins, er í hávegum höfð en mál- efnin og raunveraleikinn látinn lönd og leið? Tímabær athugasemd Það er hárrétt hjá Morgunblaðinu að það er orðið tímabært að beina kastljósinu að öðram þáttum sam- félagsins en upphafningu og sýnd- armennsku í stjómmálum. Ýmsir þessara manna hafa á liðnum áram öðram fremur haft sérstakt lag á ví að hagnýta sér Morgunblaðið. ljós hefur komið af máli Morgun- blaðsins að megnið af því sem ýms- ir stjómmálamenn, sem hafa verið mikið á ferðinni í fíölmiðlum, höfðu fram að leggja í umræðunni var lítið annað en „innantómt skvald- ur“. Þessi grein er hugsuð sem inn- gangur að frekari skrifum um langtímastefnumörkun í málefnum lands og þjóðar. Eigi er víst að allt það, sem sagt verður verði í anda ritstjómar Morgunblaðsins. En þá rejmir á það hvort blaðið er vanda sínum vaxið og gegni lýðræðislegri skyldu sinni um að öllum sé gert jafnt undir höfði, þ.e. að aðstöðu- munur verði ekki notaður þeim skoðunum í hag, sem era þóknan- legar ritstjóm blaðsins. Með þessu er ekki verið að gefa f skjm að hætta sé á þeirri tilhneigingu hjá blaðinu, nema síður sé. í upphafí erfiðrar umræðu er mikilvægt að aðilar átti sig á því hveijar era eðlilegar leikreglur, og að allir hafi sama svigrúm til tján- ingar. Höfundur er alþingismaður Sjilf- stæðisflokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi. I stuttu máli sagt: Ofurvald þeirra, sem ráða yfir fjölmiðlum, er svo mikið, að þeir sem utan við standa era raunveralega áhrifalaus- ir þegar til lengri tíma er litið, þar sem þeir hafa ekki sömu möguleika til endurtekningar á skoðunum sínum og td. ritstjóramir. Því miður felst ákveðinn sann- leikur í þessari skoðun vinar míns. Að vísu má segja, að í Reykjavík séu 5 dagblöð. Þess vegna sé unnt að koma skoðun sinni víða á fram- færi. En málið er ekki svona ein- falt. Tvö þessara dagblaða hafa yfirburðastöðu f dreifingu og era þar af leiðandi, „markaðsráðandi", ef nota mætti það hagfræðilega hugtak. Þessi blöð era Morgun- blaðið og DV. Hið fyrra mun vera komið hátt f 50.000 eintök á dag, en hið sfðara milli 30-40.000. Hin dagblöðin, Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn, eru algjör flokksblöð og þjóna þeim stjómmálaflokkum, sem að þeim standa, í einu og öllu. Þessu til staðfestingar nægir að benda á flokkslega foringjadýrkun þessara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.