Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 23
Jón Sigurðarson um viðræður við Sovétmenn: Trúi ekki öðru en þeir uppfylli lægri mörk viðskiptabókunarmnar VIÐRÆÐUR forráðamanna Álafoss hf. og Sovétmanna um kaup þeirra síðarnefiidu á ullarvörum á þessu ári hefjast í Moskvu 30. þessa mánaðar. Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss, segist vongóð- ur um að þær geti gengið vel. „Það er ljóst að það skiptir okk- ur gífurlega miklu máli að þessar viðræður gangi upp tiltölulega fljótt, til að framleiðsla upp í samn- inginn geti farið fram á þeim tíma sem annars er lítið að gera hjá okkur,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég trúi ekki öðru en að Sovétmenn uppfylli lægri mörk viðskiptabókunar land- anna að þessu sinni," sagði Jón Sigurðarson í gær. Skv. viðskipta- samningi þjóðanna vantaði í fyrra þtjár milljónir dollara upp á að Sovétmenn uppfylltu viðskipta- bókun landanna, og „það er óvið- unandi fyrir ísland," sagði Jón. Fari svo að sovéska ríkisfyrir- tækið kaupi fyrir þá upphæð sem eru „neðri mörk viðskiptabókunar- innar“ eins og Jón orðar það munu þeir kaupa ullarvörur frá Álafossi fyrir 5 milljónir dollara á yfir- standandi ári. Samvinnusambandinu. Hann sagðist vonast til að um aukningu yrði að ræða í kaupum samvinnu- sambandsins frá því í fyrra, en þá keypti það ullarvörur fyrir 3 milljónir dollara frá Álafossi. --------------- Frá Ólafsfirði Qlafsfjörður: Ekki fallist á sameiningu fry stihúsanna að óbreyttu Atvinnutryggingasj óður frestaði afgreiðslu umsóknar frystihósanna Jón sagði að í ferðinni til Moskvu um mánaðamótin yrði einnig rætt við menn hjá sovéska Tveir árekstr- ar í liálkunni MJÖG hált var á Akureyri í gær. Tveir árekstrar urðu I bænum og var það „furðu vel sloppið miðað við ástandið“ að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Eng- inn meiddist í þessum árekstrum og bílarnir skemmdust ekki mik- ið. væri að gefa grænt ljós á sameining- una. „Við teljum m.a. að það þurfi að koma til endurmat á stöðunni, ekki síst sem lýtur að eignamati, bæði hvað varðar mat á eignum í heild og einstaka eignum,“ er haft eftir Gunnari. Hann segir að þó stjóm Atvinnutryggingarsjóðs hafi frestað afgreiðslu málsins hafi hún „síður en svo lokað dyrum á fyrir- greiðslu til sameinaðs frystihúss í Olafsfirði". Siglingamálastofiiuii: Qryggismál eyfírskra skipa er í góðu lagi SKIP sem bera einkennisstafina EA, og eru gerð út í Eyjafirðin- um, komu best allra skipa á landinu út úr öryggisskoðun Siglingamálastofhunar og verða eigendur skipa með þessa ein- kennisstafi heiðraðir sérstak- lega. Von var á Magnúsi Jóhannes- syni, siglingamálastjóra, til Akur- V. eyrar í gær þar sem hann ætlaði að veita hlutaðeigandi viðurkenn- ingar vegna þessa, en þar sem ekki var flogið var athöfn þeirri frestað þar til á morgun, sunnudag. Umrædd skoðun sem Siglinga- málastofnun framkvæmir fer fram minnst einu sinni á ári og er mjög víðtæk. KA-menn heiðra Þorvald Knattspyrnudeild KA heiðraði Þorvald Örlygsson, einn leik- manna félagsins, í vikunni. Þorvaldur var kjörinn Knattspyrnu- maður Akureyrar í fyrra og varð auk þess þriðji markahæsti leikmaður 1. deildarinnar og hlaut þar með bronsskó Adidas. KA-menn færðu Þorvaldi að gjöf innrammaða mynd af honum í Ieik, sem Rúnar Þór Bjömsson Ijósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri tók í sumar. Á rammanum var skjöldur með áletrun þess efhis að Þorvaldur væri handhafi bronsskós Adidas keppn- istímabilið 1988. Þess má geta að Þorvaldur er nú á leið til Vest- ur-Þýskalands þar sem hann mun leika með utandeildarliði í vetur, til að komast í sem besta æfingu fyrir sumarið, en hann leikur aftur með KA á sumri komanda. STJÓRN Atvinnutryggingarsjóðs ákvað á fiindi sínum sl. miðvikudag að fresta afgreiðslu umsóknar frystihúsanna tveggja í Ólafsfirði, vegna hugsanlegrar sameiningar fyrirtækjanna. Ástæða þess að af- greiðslu málsins var frestað var sú að fyrir fundinum lá neikvæð umsögn samstarfsnefiidar banka og sjóða, Fiskveiðasjóðs, Byggða- stofiiunar og viðskiptabanka um sameininguna. Þessir aðilar geta ekki fallist á sameiningu frystihúsanna að óbreyttu. Samstarfsnefndin telur að miðað við hugmyndir heimamanna um sameiningu yrði skuldasetning nýja fyrirtækisins of mikil og eignir þess of hátt metnar. Morgunblaðið náði ekki í Bjarna Kr. Grímsson, bæjarstjóra á Ólafs- firði, í gær þar sem hann var ekki í bænum. Dagur hefur eftir honum í gær að þrátt fyrir afstöðu sam- starfsnefndar banka og sjóða og stjómar Atvinnutryggingarsjóðs til sameiningar frystihúsanna, sé hug- myndin um sameininguna alls ekki úr sögunni. „Við erum á fullu að vinna að ákveðnum tillögum í ljósi þessarar afstöðu. Það þurfa að koma til einhvetjar breytingar frá fyrri hugmyndum," hefur Dagvr eftir Bjama. Hann segir að ekki megi láta deigan síga í þessu máli, „það á að reyna til þrautar að koma þessu heim og saman. Vonandi skýrast málin í næstu eða þamæstu viku,“ segir Bjami. Gunnar Hilmarsson, stjómar- formaður Atvinnutryggingarsjóðs, segir í Degi að það hafi verið álit stjómarmanna sjóðsins að grund- völlur að rekstri nýs fyrirtækis væri að óbreyttu ekki það góður að unnt Frá vinstri^Gunnar Kárason stjórnarmaður, Þorvaldur Örlygsson og Ólafur Ólafsson gjaldkeri knattspyrnudeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.