Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigríður Harðardóttir ritstjóri, Björn Þorsteinsson starfsmaður ritstjórnar, Orlygur Hálfdánarson bókaútgefandi, Dóra Hafsteinsdóttir ritstjóri og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Ráðherra heimsótti útgáfufyrirtækið fyrir skömmu og kynnti sér gerð alfræðibókarinnar. Örn og Örlygur: Fyrsta íslenska al- fræðibókin í vinnslu Útgáfiikostnaður 75 milljónir króna BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur er með fyrstu islensku al- fræðiorðabókina í vinnslu og út- gáfukostnaður er áætlaður 75 milljónir króna. Bókin er byggð á dönsku alfræðiorðabókinni FAKTA- Gyldendals etbinds lek- sikon. Ritstjórn hefur yfírfarið um 40% af efíii verksins og áætl- að er að allt árið 1989 fari í að ljúka þeim 60% sem eftir eru. Áætlað er að bókin verði um 1.700 blaðsíður með um 45 þús- und uppftettiorðum. Samkvæmt upplýsingum Örlygs Hálfdánarsonar bókaútgefanda hafa um 100 sérfræðingar unnið við þýðingar á dönsku alfræðibók- inni og nýsamningar og verður um þriðjungur verksins séríslenskt efni. Um síðustu áramót var 96% af efn- inu komið frá sérfræðingum til rit- stjórnar sem yfirfer efnið, samræm- ir og býr til prentunar. Alfræðibók- in veitir upplýsingar um jafnt al- þjóðlegt sem íslenskt efni. Bókin kemur nýyrðum á framfæri og höfð hefur verið samvinna við orðanefnd- ir. Einnig hafa nýjar orðanefndir verið stofnaðar vegna vinnslu bók- arinnar. Skoðanakannanir Stöðvar 2 og DV: Sjálfetæðisflokkur stóreykur fylgið Meirihluti andvígur stjórninni Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt mikið samkvæmt skoð- anakönnunum DV og Stöðvar 2, en niðurstöður þeirra voru birtar í gær. í könnun DV fær flokkurinn fylgi 39,5% þeirra sem afstöðu tóku, miðað við 27,2% í síðustu kosningum og 27,8% í síðustu könnun DV. I könnuninni, sem Skáls gerði fyrir Stöð 2, fær Sjálfstæðis- flokkurinn 36,7%. Ef miðað er við þau 54%, sem afstöðu tóku í könnun DV, fær Alþýðuflokkur 10,8% en fékk 15,2% í kosningunum og 15,5% í síðustu könnun blaðsins. Fram- sóknarmenn tapa, fá nú 19,8% miðað við 24,1% í síðustu könnun, en þeir fengu 18,9% í kosningun- um. Alþýðubandalagið bætir við sig frá síðustu könnun. Þá fékk það 7,2% en fær nú 10,8% miðað við 13,3% í kosningum. Fylgi Kvennalista er nú 15,4%. í kosn- ingunum var það 10,1% og í síðust könnun DV 22,3%. Fyigi Stefáns Valgeirssonar, Flokks mannsins, Þjóðarflokks og Borgaraflokks mældist vart í könn- un DV. Stefán fékk ekki neitt, Flokkur mannsins 0,3%, Þjóðar- flokkurinn 1,5% og Borgaraflokkur 1,9%. í könnun Skáís fyrir Stöð 2 tóku 59,5% afstöðu. Þar af fær Al- þýðuflokkur 11,3%, Framsóknar- flokkur 19,6%, Alþýðubandalag 12,9% og Kvennalisti 14,4%. Stef- án Valgeirsson fær 0,6%, Flokkur mannsins 1,0%, Þjóðarflokkurinn 0,4% og Borgaraflokkurinn 2,5%. Skáís kannaði einnig stuðning við ríkisstjórnina. Af þeim 86,7%, sem afstöðu tóku, sögðust 60,6% andvígir stjórninni en 39,4% fylgj- andi. Létust af slysförum erlendis ÍSLENSKUR maður, Guðvarð- ur Jósep Skúlason, lést í bílslysi í Svíþjóð síðastliðinn laugar- ðag. og í gær lést á sjúkrahúsi í Barcelona á Spáni Valdimar Þorvarðarson frá Grundfar- fírði, en hann varð fyrir bíl þar aðfararnótt laugardagsins. Guðvarður var á ferð í bíl sínum ásamt eiginkonu sinni og fimm bömum á aldrinum eins til ellefu ára. Hann lenti í árekstri við hann bíl með fyrrgreindum afleiðingum. Eiginkonan handleggsbrotnaði en börnin sluppu við meiðsli að mestu. Slysið átti sér stað á þjóðvegin- um skammt fyrir utan bæinn Enköping. Mikil hálka var á vegin- um og er hún talin orsök slyssins. Fjölskyldan hafði búið í nokkur ár í Svíþjóð en maðurinn starfaði þar hjá SAS flugfélaginu. Valdimar var við nám í Dan- mörku og var á Spáni í námsferð. CHRYSLER SÝNING í DAG Ný sending komin af Chrysler árgerð 1989, mest selda ameríska bílnum á íslandi síðustu árin. Ríkulega útbúnir bílar á sérlega hagstæðu verði. DODGE SHADOW TURBO Sportlegir aksturseiginleikar og allur hugsanlegur aukabúnaður. Verð kr. 1.164.800.- PLYMOUTH SUNDANCE TURBO W Plymouth útfærsla af Shadow — hlaðinn aukabúnaði. Verð kr. 1.187.200.- JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BIL DODGE ARIES Hinn sívinsæli Aries, vel útbúinn ameriskur fólksbíll á sérlega hagstæðu verði. Verð kr. 974.200.- JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 OPIÐ KL. 9-18 VIRKA DAGA, 13-17 LAUGARDAGA 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.