Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 36
‘36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989
©1967 Univarxl Pr»»a Syndicata
„þetta. er mynol um Houdiní ■"
Ást er...
... að bjóða honum í
bílferð.
TM Reg. U.S. Pal Off.—all rights reserved
• 1989 Los Angeies Times Syndicate
Þú myndir skilja þetta ef
þú sæir konuna hans ...
I
I
|
f
i
í
j
HÖGNI HREKKVÍSI
I-
Snjómokstur í Reykjavík
Athugasemd við skrif Víkveria
Til Velvakanda.
Greinahöfundur sem skrifar í
Morgunblaðið undir nafninu
Víkveiji skrifar daglega í blaðið og
um marga málaflokka. Ég efa ekki
að hann er lesinn af mörgum, enda
um ágætar hugleiðingar að ræða,
oft og tíðum. í Morgunblaðinu í
morgun, 17. janúar, fannst mér þó
Víkveiji skjóta óþarflega föstu skoti
í saklausa sem eru snjómoksturs-
menn Reykjavíkurborgar.
Víkveiji hefur lent þama í hinu
alkunna vandamáli 'þess sem þarf
að skila grein daglega og gefst
honum því ekki alltaf tími til að
gaumgæfa það sem hann skrifar.
Víkveiji lenti í að þurfa að gera
annaðhvort fá sér jeppa eða fá sér
skóflu og moka sig í gegnum snjó-
ruðning sem moksturtæki borgar-
innar skildu eftir við útkeyrslu frá
bifreiðageymslu hans. Á hveijum
vetri má líta hliðstæða gagnrýni
um snjómokstur borgarstarfs-
manna og yfirleitt er því ekki svar-
að enda myndi það æra óstöðugan
að elta ólar við það þekkingarleysi
á eðli málsins sem jafna einkennir
siík skrif. Það sem vantar upp á í
þessum skrifum er beinlínis að fara
fram á að snjómokstursmennimir
taki snjóruðningana í vasana og
fari með þá heim til sín.
Það er ekki hægt að velta fyrir
sér hvort snjómokstur á einhveiju
tilteknu svæði er mikill og/eða góð-
ur án þess að velta líka fyrir sér
hvaða mannafli og tækjakostur er
til verksins. Það er ótrúlegt en eigi
að síður satt að allt gatnakerfí
Reykjavíkurborgar var mánudags-
morguninn 16. janúar hreinsað á 8
stundum af 7 vörubflum með snjó-
tönn. Þeir óku á þessum 8 stundum
samtals 812 km. Aðeins 7 starfs-
menn og verkstjóri sáu um að
hreinsa 100.000 manna borg. Vinn-
an hefst hjá þessum hversdags-
hetjum kl. 4 á morgnana, þá spretta
þeir upp úr heitu og notalegu rúm-
inu, ræsa tmkkana og ryðja eitt
stykki höfuðborg á augnabliki.
Við, hinir venjulegu vegfarendur,
eigum þessum mönnum mikið að
þakka og við vitum að þeir íjármun-
ir sem fara í snjómokstur koma
þúsundfaldir til baka í fækkun slysa
og greiðari samgöngum, sem aftur
stuðla að bætri tímanýtingu í at-
vinnulífinu.
Ég hef unnið víða til sjávar og
sveita, en ég hef ekki séð að aðrir
geri jafn mikið hvað þá meira en
áðumefndir snjómokarar. Ég efast
um að skattgreiðendum í Reykjavík
sé nægjanlega ljóst hvað margt í
rekstrinum hjá Reykjavíkurborg er
í rauninni vel gert og ódýrt. Það
eru sömu mennimir sem malbika
götunar okkar á sumrin og hreinsa
af þeim snjóinn á vetuma. Þetta
em aðeins 14 menn í allt, sem halda
starfsemi gangandi eftir þörfum í
20 stundir á sólarhring, helga daga
sem rúmhelga. Þjóðarhag væri bet-
ur komið ef enginn gerði minna en
þessir menn.
Þessir piltar sem fást við þessa
mikilvægu vinnu heyra ekki oft
þakkir vegfarenda fyrir störf sín,
enda hafa þeir öðrum hnöppum að
hreppa en að taka við blómum. Mér
þætti þó ekki til of mikils mælst
að öflugasti fjölmiðill landsins,
Morgunblaðið, léti það ógert að
væna þá um greindarskort, þó þeir
gerðu ekki hlé á vélmokstri einn
daginn fyrir skömmu til að hand-
moka innkeyrsluna hjá Víkveija.
Hefur Víkveiji leitt hugann að
því hve mörg gatnamót og hve
margar innkeyrslur eru í Reykjavík-
urborg. Bara í götunni sem ég bý
eru a.m.k. 150 innkeyrslur og
gatnamót og er gatan sú fjarri því
að vera með þeim stærri í borg-
inni. Þær aðstæður sem Víkveiji
gerði að kvörtunarefni eru á mörg
þúsund stöðum í borginni. Ekki
ætla ég Víkveija svo tilætlunarsam-
an að bara eigi að moka snjóruðn-
inginn sem lendir við hans inn-
keyrslu. Þær þúsundir sem hafa
hliðstæð vandamál greiða væntan-
lega skatta líka og teldu sig eiga
vísan stuðning í þessum efnum ekki
síður en sá er skrifar í Morgun-
blaðið ef á að fara sinna því að
keyra burtu ruðningá frá innkeyrsl-
um.
Þó okkar skeleggi og djarfi borg-
arstjóri tæki þá ákvörðun að fram-
kvæma svo fáránlega athöfn sem
brottkeyrsla á ruðningum við allar
innkeyrslur er, þá væri allur véla-
floti landsmanna hvergi nærri næg-
ur í það verkefni. En sem betur fer
gæta kosnir fulltrúar okkar Reyk-
víkinga peninganna betur en svo
að þeir hendi þeim í slíka þarfleysu.
Það tæki daga og það marga
daga. En snjómokstur er verkefni
sem þarf að leysa strax ef það á
að koma að gagni. Flestir verða að
komast í vinnuna á hveijum morgni
og þeim þætti það tæplega þess
virði að bíða eftir að einhver her-
deild kæmi einhvem næstu daga
og tæki frá þeim snjóinn. Þeir gætu
að vísu notað biðina til að skrifa
nöldur um seinagang í snjómokstri
á meðan.
Venjulegt fólk veit að skóflur
fást í byggingarvöruverslunum og
vandamálið er leyst á 5 til 10 mínút-
um, heilsan batnar og skattanir
hækka ekki að nauðsynjalausu.
Margar hendur vinna létt verk, það
er hægt að ryðja frá öllum inn-
keyrslum í borginni á sama hálftím-
anum með handskólfum, en allar
vinnuvélar landsins (sem til þessa
brúks henta) megnuðu það ekki á
Yíkverji skrifar
Fyrir nokkrum vikum skrifaði
Víkveiji um þann hrikalega
vanda sem starfsfólk í miðbænum
á við að stríða vegna skorts á bíla-
stæðum. Það er illmögulegt að
stunda vinnu þar um slóðir án þess
að eyða löngum stundum í leit að
stæði fyrir bflinn. Öðru hveiju eru
menn þó hólpnir og finna stæði
fljótlega, en það verður erfíðara og
erfiðara með mánuði hveijum.
Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt
vegna sífellds hringaksturs, en þó
fyrst og fremst mikið álag á taugar
og skap.
Það alversta er, að ástandið fer
versnandi en ekki batnandi. Fleiri
og fleiri stæði fara undir stöðu-
mæla vegna háværra kvartana
kaupmanna í miðbænum. Úr þeim
vanda hafa borgaiyfírvöld þó leyst
að mestu nema á háannatímum.
Höfuðvandinn eru bflastæði fyrir
þá sem vinna í miðbænum og þurfa
langtímastæði, frá því klukkan 8 á
morgnana til klukkan 5 síðdegis.
Það þýðir ekkert fyrir borgaryfír-
völd að benda á aukinn stæðis-
flölda, því þau eru miðuð við stutt-
an stanz. Starfsfólkið getur ekki
hlaupið úr vinnu með reglulegu
millibili til að borga í stöðumæla.
XXX
Stormsveitir stöðumælavarða
hafa gert ástandið enn verra
en verið hefur. Samvizkusemin er
að drepa þá, en því miður er til
lítils að láta reiðina bitna á þeim.
Eins og réttilega hefur verið bent
á af talsmönnum borgarinnar þá
eru þeir aðeins að gegna skyldu
sinni. En að hveijum skyldi reiðin
þá beinast? Höfuðábyrgðina bera
að sjálfsögðu kjörin yfirvöld —
borgarfulltrúar (meirihlutinn) vald-
ir af borgarbúum sjálfum. Man
nokkur eftir því að þeir hafi haft á
stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosn-
ingar að leggja starfsfólk fynr-
tækja í miðbænum í einelti og gera
því erfitt að stunda vinnu sína? Eða
bera kannski borgarfulltrúamir
enga ábyrgð? Eru það kannski
embættismenn borgarinnar sem
vandræðunum valda? Það væri eftir
öðm — þeir vilja ef til vill ekki vera
minni menn en kerfiskarlamir (og
-kerlingamar) í þjónustu. ríkisins
sem kemur ekkert við hvað pupull-
inn er að pípa.
XXX
Fyrr í vetur benti Víkveiji á,
hversu öngþveitið í miðbænum
myndi versna þegar snjóar legðust
yfir. Það hefur komið í Ijós. Lítið
er gert eins og fyrri daginn til að
halda bflastæðum opnum. Víða er
ekki unnt að nota þau vegna hálku
og ruðninga.
Þá bólar ekkert á ákvörðun borg-
aryfirvalda um að breyta tvístefnu-
akstursgötunum Öldugötu og Bám-
götu í einstefnuakstursgötur í því
skyni að fjölga þar bflastæðum. Það
hefur verið í athugun og undirbún-
ingi mánuðum saman. Akvörðunar-
taka um jafn flókið og margslungið
vandamál virðist þurfa sinn tíma.
Meðgöngutíminn er eins og hjá
fflum.