Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐE) íÞR&rrm noAJfiw LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 39' HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI KVENNA Mogunblaðið/Bjarni Sigrún Blomsterberg átti góðan leik í gær og skorar hér eitt þriggja marka sinna gegn Spartak Kiev. Framstóð ísovésku meisturunum Aðeins sex sovésk mörk í síðari hálfleik ÞAÐ er engin skömm að þess- um úrslitum," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, stórskytta úr Fram, eftir að lið hennar hafði tapað með sex marka mun fyr- ir Evrópumeisturum Spartak Kiev frá Sovétríkjunum. Þessi fyrri leikur liðanna í sextán liða úrlitum fór fram í gærkvöldi í Laugardalshöll, og lauk skemmtilegum leik með sigri gestanna 22:16. Sterkur vamarleikur, mikil bar- átta og stórleikur Guðríðar Guðjónsdóttur í sókninni kom í veg fyrir að sovésku handknattleiks- snillingarnir næðu Katrín að leika listir sínar Fiðríkssen ótruflaðir. skrífar Framstúlkurnar sýndu strax í byijun að þær ætluðu að selja sig dýrt. Þær voru taugaóstyrkar í sókninni framan af, og greinilegt að þær ætluðu Guðríði aðalhlutverkið þar. Vörnin var mjög góð og flest hrað- aupphlaup þeirra sovésku vom stöðvuð í fæðingu. Slæmur leik- kafli Fram undir lok fyrri hálfleiks gerði að verkum að Spartak Kiev leiddi í leikhléi 16:7. Síðari hálfleikur var mjög vel leikinn hjá Fram og það er örugg- lega ekki oft sem sovéska liðið skor- ar aðeins 6 mörk í einum hálfleik. Með góðri baráttu og skynsamleg- um leik gengu Framstúlkumar á forskot þeirra sovésku og kom mótstaðan greinilega á óvart. Loka- tölumar urðu 16:22 og má Framlið- ið vel við una. Guðríður Guðjónsdóttir átti mjög góðan leik bæði í vöm og sókn og skoraði grimmt. Sigrún Blomster- berg og Ingunn Bemótusdóttir vom eins og klettar í vörninni og reynd- ar á Framliðið allt hrós skilið fyrir góða frammistöðu. í Spartak Kiev er valinn maður í hverri stöðu, enda em þar níu leik- menn úr bronsverðlaunaliði Sov- étríkjanna frá síðustu Ólympíuleik- um. Homastúlkumar snjöllu Baz- anova og Garnusova áttu bestan leik að þessu sinni. Hinn litríki þjálf- ari liðsins, Igor Turchin, var ekki ánægður með frammistöðu stúlkn- anna og refsaði þeim með æfíngu strax eftir leikinn. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/2, Ing- unn Bemótusdóttir og Sigrún Blomsterberg 3 hvor, Ósk Víðisdóttir og Margrét Blöndal eitt mark hvor. Mörk Spartak Kiev: Garnusova 6, Bazan- mova 4/2, Gorb, Olesiuk og Semenova 3 mörk hver, Poliakh 2 og Shevchenco eitt mark. Það kom nokkuð á óvart þegar leikur Fram og Spartak Kiev hófst, að sovéska liðið lék í íslenskum Henson búningum, með auglýsingu frá fyrirtækinu á. Það mun gera það á næstunni, þvf í gærmorgun gengu forráðamenn liðsins á fund með Halldóri Einars- syni í Henson og gerðu samning til þriggja ára. KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Öruggt hjá Njarðvfldngum NJARÐVÍKINGAR unnu örugg- an sigur, 86:61, á Keflvíkingum í síðari leik liðanna í bikar- keppni KSÍ í Keflavík í gær- kvöldi. í hálfleik var staðan 47:37, UMFN í vil. Fyrri leikinn sem fram fór í Njarövík fyrir viku lauk með 5 stiga sigri UMFN, 95:90 og sigruðu Njarðvíkingar því samanlagt 181:151 íbáðumleikjunum. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin leika saman í 16 liða úrslit- um og Njarðvíkingar hafa ávallt sigrað. Leikurinn i gærkvöldi var aðeins jafn fyrstu mínútumar, en þá tóku Njarðvíkingar góðan sprett og breyttu stöðunni úr 20:18 í 20:34. Þetta virtist setja Keflvíkinga út af laginu og þeir kom- ust aldrei í takt við leikinn aftur. Tals- verð harka var í leiknum og upp úr sauð í síðari hálfleik þegar liðs- menn beggja liða létu hendur skipta og um tíma logaði allt í ryskingum. Lyktir urðu síðan þær að tveir leik- menn, einn úr hvoru liði vom útilok- aðir frá frekari þátttöku í leiknum. Stigahæstir hjá ÍBK vom: Axel Nikulásson 17, Sigurður Ingimund- arson 14, Guðjón Skúlason 10, Jón Kr. Gíslason 8. Hjá UMFN: Teitur Örlygsson 19, Hreiðar Hreiðarsson 16, Friðrik Ragnarsson 16, ísak Tómasson 13. Bjöm Blöndal skrífar GETRAUNIR 1 X 2 Ragnar Örn óstöðvandi Ragnar Öm Pétursson, formað- ur ÍBK, hefur hingað til verið óstöðvandi í getraunaleik Morgun- blaðsins. Ragnar Öm var aðeins með flmm leiki rétta í síðustu viku, en það var nóg til að halda áfram, því Halldór Einarsson var með §óra rétta og fellur því úr keppni. Adolf Guðmundsson, varamaður Austur- lands í stjóm KSÍ, tekur við af Halldóri og er hann boðinn velkom- inn til leiks um leið og Henson er þökkuð tveggja vikna þátttakan. Tölvuval gaf 4 mllljónlr í síðustu viku var potturinn þre- faldur. Kona í Mývatnssveitinni lét sölukassann velja fyrir sig raðir fyrir 400 krónur og datt í lukkupott- inn; var ein með 12 rétta og fékk rúmlega fjórar milljónir króna í vinning. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem tölvuval gefur meira en fjórar milljónir í vinning. pHmH Leikir21. janúar pgppr 1 Arsenal - Sheffíeld Wednesday 1 1 Coventry - Wimbledon 2 y 1 Liverpool - Southampton 1 1 W 2 Luton - Everton X X Middlesbro - Tottenham X i * i /^iypp 1 1 Newcastle - Charlton 1 Mgfe ' 3 1 Nott. Forest - Aston Villa 1 2 QPR - Derby X 2 West Ham - Man. Utd. 2 Pfl J ý | 2 Blackbum — Chelsea 2 1 Crystal Palace - Swindon 1 li — - 1 Oxford - Leeds 2 RAGIMAR ORIM ADOLF Ragnar Öm Pétursson, formaður ÍBK, er nú með í leiknum sjöttu vikuna í röð. „Ég er ánægður með að fá tækifæri til að keppa við gamla kókfélag- ann og vel við hæfi að fá einn frá Austfjörðum. Eg held mig við United, en það er engu að síður jafn- teflisfnykur af ieiknum gegn West Ham. Að öðru leyti er þetta borðleggjandi, en liðin fara sjaldnast eftir bókinni og því em þessi óvæntu úrslit," sagði Ragnar Öm. Adolf Guðmundsson hefur verið allt í öllu í knatt- spymunni á Seyðisfirði undanfarin 15 ár, en áður var hann virkur Víkingur. „Það er mikið að gera í starfinu og það hefur bitnað á félagsmálunum, sem eru ekki lengur aðalstarfið," sagði Adolf. En hann er ánægður með getraunimar. „Félögin hér hagnast vel á þeim eftir að tölvukassamir vora teknir í gagn- ið og um leið er stígandi hjá mínum mönnum í Manchester United," sagði Adolf. HANDBOLTI Kristján með gegn Tékkunfr Kristján Arason, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með Teka á Spáni, kemur viku fyrr heim en fyrirhugaði var. Kristján kemur heim á mánudaginn og getur hann því leikið báða landsleikina gegn Tékkum í næstu viku. Fyrri leikurinn fer fram í Hafnarfirði - á föstudaginn kemur. Kristján mun því leika sinn fyrsta leik í heimabæ sínum, gegn Tékkum, síðan hann fór til V-Þýskalands fyrir fimm ^ árum. KNATTSPYRNA Koemantil Barcelona Ronald Koeman, hollenski lands- liðsmaðurinn hjá Eindhoven, fer til Barcelona á morgun til að ræða við forráðamenn Barcelona, sem er tilbúnir að borga Eindhoven 300 millj. ísl. kr. fyrir Koeman. Það er reiknað með að Koeman skrkfi undir fjögurra ára samning við Barcelona. KNATTSPYRNA Guðmundur til Glasgow Guðmundur Haraldsson, milliríkjadómari í knatt- spymu, hefur verið settur dómari á leik Skotlands og Kýpur í hehns- meistarakeppninni. Leikurinn fer fram á Hampten Park í Glasgow 26. apríl. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða línuverðir fara með honum. Þeim verður ekki kak í norsku ullamær fötunum Grandagarði 2, Rvík., simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.