Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 15 janúar. Afmælis félaganna verður síðan minnst með ýmsum hætti á árinu. Hátíð yngri deildanna verður í Háskólabíói 11. febrúar, 29. apríl verður haldin ráðstefna um efnið hvað er að vera lútherskur og í vor er ráðgert að efna til sérstakrar gróðursetningar á félagssvæðinu við Holtaveg. Næsta haust er síðan ráðgert að hefja vetrarstarfið með opnu húsi á sem flestum starfs- stöðvum félaganna og hinar ýmsu deildir munu minnast afmælisins á fundum sínum. En hvað segja for- mennimir um framtíðina? Sjáið þið fyrir ykkur önnur 90 ár með blómlegu starfi? -Næstu 90 árin verður kannski starfað á annan hátt en hingað til - því tilboð um félagsstarf og sam- keppni um bömin hefur aukist og mun aukast. Það má kannski líta á það sem styrk félaganna að hafa haldið í við þessa samkeppni með hefðbundnu starfi sínu en við höfum líka starfsaðferðir og áherslur í starfínu til endurskoðunar á hveij- um tíma. Þar nýtist vonandi áfram hinn breiði flokkur félagsmanna til þess að leggja sameiginlega á ráðin og prófa sig áfram með nýjungar sem koma starfi KFUM og KFUK til góða og þjóna því markmiði fé- laganna að boða trúna á Jesú Krist og kalla æskuna til fylgdar við hann, segja þau Málfríður og Am- mundur að lokum. JÓNAS GÍSLASON og JÓHANNES TÓMASSON tóku saman. Starfsemi KFUM og KFUK Starf félaganna í Reykjavík er umfangsmikið og fjölbreytt. Starfs- stöðvar eru sex og sú sjöunda er í byggingu, auk starfs, sem unnið er í nágrannabæjunum. Aðaláherslan er lögð á bama- og unglingastarf, en deildir þess eru milli 20 og 30. KFUM og KFUK starfa í náinni samvinnu við Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga og Kristilegu skólahreyfinguna. Starfsstöðvar KFUM og KFUK í Reykjavík og nágrenni eru á eftir- töldum stöðum: Amtmannsstígur 2B Þar eru aðalstöðvar félaganna, skrifstofur, samkomusalur og Biblíuskólinn. Þar starfa þijár bamadeildir. Auk þess er þar skrifstofa Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga og Kristileg skólasamtök halda þar vikulega fundi. Holtavegnur Þar hafa félögin til umráða rúm- gott svæði með leikvöllum, þar sem mikið starf er unnið á sumrin, hald- in leikjanámskeið fyrir _böm og leikjakvöld fyrir unglinga. Á vetuma starfa þar tvær bamadeildir, ein millideild og ein unglingadeild. Langagerði 1 Þar er leikskóli félaganna til húsa auk tveggja bamadeilda og einar unglingadeildar. Maríubakki í Breiðholti Þar starfa tvær bamadeildir og ein unglingadeild. Safnaðarheimili Seljasóknar í Seljasókn hefur tekist samstarf með söfnuðinum og félögunum, sem fá að starfrælq'a tvær bamadeildir og tvær unglingadeildir í safnaðar- heimilinu. Hlaðbær 2 í Árbæjarhverfi Þar starfa tvær barnadeildir. Suðurhólar 35 í Breiðholti Þar er félagsheimili í byggingu og vonandi verður hægt að taka hluta hússins í notkun síðar á þessu ári. Lyngheiði 21, Kópavogi Þar starfa tvær bamadeildir, tvær > millideildir, ein unglingadeild og ein eldri deild. Sandgerði Þar starfa tvær yngri deildir og ein unglingadeild í grunnskólanum. Biblíuskóli KFUM og KFUK starfrækja Biblíuskóla, þar sem fólki gefst kost- ur á að fræðast um Biblíuna, helstu atriði kenninga evangelísklútherskr- ar kirkju og kristilegt starf. Kennsl- an fer fram í stuttum námskeiðum. Skólinn er öllum opinn. Utan Reykjavíkur starfa KFUM og KFUK á eftirtöldum stöðum: Hafiiarfirði Akranesi og Akureyri í Vestmannaeyjum störfuðu fé- lögin um margra ára skeið, en starf- ið þar liggur niðri um sinn. Landssamband Árið 1978 var stofnað Landssam- band KFUM og KFUK. Annast það ýmis sameiginleg mál félaganna. Formaður þess er nú séra Jónas Gíslason prófessor. Hjónin séra Bjarni Jónsson og frú Áslaug Ágústsdóttir, formenn KFUM og KFUK í áratugi ásamt Geir Hallgrimssyni þáverandi borgarstjóra. „Kom ... og hjálpa oss“ Seinasti áratugur 19. aldar og fyrsti áratugur þessarar aldar voru miklir umbrotatímar í is- lenzku þjóðlífi. Lokaþáttur sjálf- stæðisbaráttunnar var að heQast og menn voru ekki á eitt sáttir um hvaða leið væri greiðust að markinu, sem allir voru þó sam- mála um: Frjálst og sjálfstætt ísland! Kirkjan í andbyr Þessa umróts gæti einnig á kirkjulegu sviði. Kom þar einkum þrennt til: 1. Ýmsum þótti kirkjan of háð dönskum stjómvöldum, enda voru leiðtogar kirkjunnar í hópi æðstu embættismanna þjóðarinnar. Þess vegna töldu margir, að aðskilnaður ríkis og kirkju yrði báðum til góðs. 2. Hitt kom líka til, að róttæk áhrif náðu miklu fylgi meðal íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn. Var það sama þróun og víða í Evrópu á þessum árum. 3. Loks hafði trúfrelsi verið inn- leitt á íslandi með stjómarskránni 1874 og þar með var afnumin ein- okunaraðstaða þjóðkirkjunnar í trú- arefnum. Þegar kom fram yfir 1890 fóm fulltrúar ýmissa kirkjudeilda að leggja leið sína til íslands og boða kenningar sínar. Það var því hart sótt að íslenzku þjóðkirkjunni um seinustu aldamót og forvígismenn hennar snerust að vonum til vamar. Bréfið En hvað var helzt tii ráða þjóð- kirkjunni til vamar? Þá var það, að forstöðumaður Prestaskólans, Þórhallur Bjamar- son, síðar biskup, ritaði bréf ungum íslenzkum stúdent, sem hafði verið við nám í Kaupmannahöfn, en frétzt hafði, að hann væri að mestu hætt- ur námi, enda önnum kafinn í fé- lagsstarfi Kristilegs félags ungra manna þar í borg. í bréfinu hvatti forstöðumaður- inn unga stúdentinn til þess að koma heim til íslands, þar sem hann gæti gengið á Prestaskólann um leið og hann hæfist handa um kristilegt starf meðal barna í Reykjavík. Þau hlytu að standa hjarta hans nær en dönsk böm. Bréfið barst stúdentinum unga á tímamótum í lífi hans. Honum var sjálfum orðið ljóst, að hann yrði að taka ákvörðun um framtíð sína. Átti hann að halda áfram námi eða snúa sér alfarið að starfi í KFUM? Hann var í miklum vafa um, hvort væri rétt. Hann lagði því málið fram fyrir Guð í bæn og bað hann um að sýna sér eitthvert tákn um, hver vilji hans væri í þessu efni. Hann varð ókvæða við bréfið fyrst er hann las það, en uppgötv- aði þá, að bréfið var ritað sama kvöldið og hann hafði háð bænabar- Ljósrit af fyrsta prentaða fúnd- arboði Kristilegs unglingaQelags i febrúar 1899, eins og það hét. áttu sína frammi fyrir augliti Guðs. Svo fór að lokum, að ungi stúd- entinn taldi þetta svar Guðs við bænum sínum. Hann hlýddi því og sneri heim til íslands. Þessi ungi stúdent var Friðrik Friðriksson og þetta er ytra tilefni þess, að hann stofnaði KFUM og KFUK á íslandi árið 1899. íslenzka kirkjan kallaði Friðrik til starfa Það var því íslenzka þjóðkirkjan sem kallaði Friðrik til þess að stofna félögin. Minnir þetta óneitanlega á frá- söguna í Post. 16, en þar segir: „Og um nótt vitraðist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá hon- um og bað hann og sagði: Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss!“ Friðrik stofnaði KFUM 2. janúar 1899 og KFUK 29. apríl sama ár. Var því næsta eðlilegt, að í fyrstu stjóm félagsins voru skipaðir marg- ir af forvígismönnum íslenzku kirkj- unnar, enda flestir félagsmenn enn of ungir til þess að geta tekið að sér stjómarstörf. Brátt kom í ljós, að Þórhallur Bjamarson hafði metið stöðuna rétt, er hann ritaði þetta örlagaríka bréf. Sókninni gegn íslenzku þjóð- kirkjunni var hmndið og ég hygg, að fátt hafi reynzt áhrifaríkara kirkjunni til vamar á þessum ör- lagaríka tíma en starf KFUM og KFUK. Félögin hafa frá upphafi verið mikilvægur þáttur í starfi þjóðkirkj- unnar, þar sem mest áherzla hefur verið lögð barna- og unglingastarf. Þau starfa á kenningargmndvelli evangelísk-lútherskrar kirkju og vilja standa vörð um játningar hennar. Þegar spíritisminn og róttækar stefnur í guðfræði fóm að hafa áhrif innan kirkjunnar, urðu félögin bijóstvörn þeirra, sem vildu varð- veita kenningargmndvöll kirkjunn- ar óbreyttan. Óbreytt köllun í dag KFUM og KFUK vilja á 90 ára afmæli sínu enn halda fast við upp- haflega köllun sína að boða íslenzk- um æskulýð fagnaðarerindið sam- kvæmt kenningargrundvelii ís- lenzku þjóðkirkjunnar. Félögin em sjálfstætt og ftjálst leikmannastarf innan kirkjunnar og starfa með henni, en lúta eigin stjórn. 90 ára em alllangur starfstími félaga á Islandi. Þótt rétt sé á tíma- mótum sem þessum að skyggnast um öxl o g minnast horfinna leiðtoga til eftirbreytni horfum við þó fyrst og fremst fram á veginn. Verkefnin em sízt minni nú en við stofnun félaganna. Umrótið í samtíðinni er geysimikið. Þau vilja enn sem fyrr einbeita sér að því að boða íslenzk- um æskulýð trúna á Drottin Jesúm Krist sem frelsara sinn og Drottin, sem við eigum að þjóna í öllu lífi okkar. Guð gefi KFUM og KFUK trú- mennsku í þessu köllunarstarfi, svo að þau megi enn um ókomin ár eins og hingað til veita blessun inn í líf þúsunda íslenzkra ungmenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.