Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 „Þjóðargjaldþrot“ SIS á þessu ári eftir EyjólfKonráð Jónsson Deilur ráðherranna í fjölmiðlum eru nærri því daglegt brauð, helst verður hlé á þegar þeir bregða sér milli bæja eða landa. Oft eru þeir þó með hirð með sér sem sér um mismunandi ómerkilegan „frétta- flutning". Fæst af þessum ósköpum festist í minni þótt það þyki stund- argrín. Undantekningar eru þó frá reglunni og ber þar fyrst að nefna ummæli forsætisráðherrans um þjóðargjaldþrotið og staðhæfíngar Ú ármálaráðherrans um að Sam- band íslenskra samvinnufélaga yrði gjaldþrota á 10-14 mánuðum. Þeir sem þekkja vinnubrögð Ólafs Ragn- ars Grímssonar sáu auðvitað strax hvað hann var að fara. Og allir vita nú um gjaldþrot SÍS á þessu ári eða um næstu áramót eftir kenning- um og útreikningum fjármálaráð- herrans, sem telur sig nú réttiiega hafa heldur betur tökin á Framsókn með aðstoð fyrirrennara síns, flár- málasnillingsins Jóns Baldvins Hannibalssonar. Menn óttuðust að orð Steingríms Hermannssonar mundu stórskaða okkur á erlendum fjármagnsmörk- uðum, svo virðist þó ekki vera enn a.m.k., enda brostu vfst flestir þeir Sinfóníutónleikar Tónllst Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Áskell Másson......Impromtu Fr. Schubert....Sinfónía nr. 5 A. Dvorák ......Sellókonsert Einleikari: Ralph Kirshbaum. Stjórnandi: Frank Shipway. Impromtu eftir Áskel Masson er ákaflega ljóst í gerð, þar heyr- ist allt sem höfundurinn er að fást við og auk þess sem tónmál verksins er mjög lagbundið, býr það yfir sérkennilegum alvarleika og íhugandi þokka. Hugsanlega má leika verkið í heild aðeins hraðar, án þess að yfirbragð þess breyttist en þessi gerð verksins var sú túlkun er Shipway taldi henta því. Sú fimmta eftir Schubert, er elskuleg tónsmíð og minnir á Mozart, enda átti Schubert jafn létt um að yrkja og báðir þessir snillingar voru uppsprettur tón- rænna ævintýra. Túlkun Ship- ways var látlaus og hvergi reynt t.d. að yfirleika í hraða. Aðalviðburður kvöldsins var einleikur sellósnillingsins Kirsh- baum í Dvorák-konsertinum. Verkið er stórbrotið listaverk, ekki aðeins það sem einleikaran- um er lagt í hendur, heldur og það sem hljómsveitin og einstaka hljóðfæraleikarar verða að gefa þessu undurfagra verki. í heild var flutningur hljómsveitarinnar Ralph Kirshbaum góður en það var helst í „tútti“- köflunum að hljómanin var oft nokkuð gróf, sérstaklega hjá „brassinu", sem hættir til að gleyma þvf að samtímis því að leika sterkt, verður hljómanin að vera mjúk. Ralph Kirsbaum er snillingur en tækni hans skiptir ekki iengur máli, heldur sú tilfinningagjaf- mildi er geislar af túlkun hans og snertir við þeim tilfínningasviðum, sem dýpst eru í mannssálinni og eiga sér rótfestu í þeim guðdómi, sem ofin er saman í eitt af yfirskil- vitlegri fegurð og elsku. Þannig leikur aðeins mikill listamaður og þannig lék Ralph Kirshbaum sel- lókonsertinn eftir Dvorák á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands sl. fímmtudagskvöld. 21151 r— co CVJ ■ 1 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori / LARUS BJARNASON HDL. LOGG. FASTEIGNASALI í sölu er aö koma: Við Háaleitisbraut, neðarlega 3ja herb. góð íb. á 2. hæð, ekki stór en vel skipulögð. Vel meðfarin. Sólsvalir. Mikið útsýni. Vinsæll staður. Skuldlaus. íbúðin er laus strax. í tvíbýlishúsi í Háskólahverfinu við Aragötu. Aðalhæð í tvibýlishúsi 160 fm. Allt sór. Sólsvalir. Falleg lóð. Rúmgóðar stofur. f kjallara um 70 fm gott húsnæöi. Bflskúr. Góð kjör. Teikn. og nánari uppl. á skrifstofunni. 4ra herb. íbúð við Álfheima Stór og góð á 4. hæð 107,4 fm. Nýtt gter. 4ra ára innrétting í eldhúsi og á baði. Þarfnast málningar. Gott íbúöarherb. í kjallara meö sal- erni. Laus fljótlega. Sérhæðir í Laugardal 6 herb. efri hæð 150 fm. Allt sér. Tvennar svalir. 4ra herfo. þakhæð. Rúml. 100 fm nokkuð endurn. Sólsvalir. Geymsluris. Þetta eru góðar eignir á vinsælum stað. Sem næst miðborginni óskast gott einbýlishús fyrir þekktan athafnamann. Veröhugmyndir um kr. 14-18 millj. Nánari uppl. trúnaðarmál. Einbýlishús á einni hæð Læknir sem hyggst flytja til borgarinnar óskar eftir einbýlishúsi á einni hæð um 200 fm. Miklar og góðar greiöslur. í Vesturborginni eða á Nesinu Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum góöar ibúöir, sérhæöir eöa raðhús og ennfremur einbýlishús. Margskonar eignaskipti möguleg. Miklar peningagreiðslur. Opið í dag, laugardag, AIMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda. FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Qármálamenn í útlöndum sem hafa með íslensk málefni að gera eða skellihlógu og sögðu sig þekkja nokkuð til íslenskrar auðlegðar og framleiðslugetu. Illvígari voru aftur á móti staðhæfingar Ólafs Ragnars Grímssonar og verkuðu þegar í stað á þann eld sem innan SIS leyndist, eins og til var ætlast, svo að þar er nú logandi bál sem varla verður slökkt í bráð. Og þótt ráðherrann blaðri flestra manna mest er ljóst að ummæli hans hafa stórskaðað viðkomandi stórfyrirtæki og gert allar tilraunir til endurskipulagn- ingar erfiðari. Þegar þeir bræður Valur Am- þórsson og Guðjón B. Ólafsson bundust kærleiksböndum til að rétta við hag Sambandsins renndu þeir glaðbeittir á hræ Útvegsbank- ans. Þeir buðust til að kaupa gjald- þrota banka, sameina hann öðrum tveim og greiða ríkissjóði með fé Landsbankans eða veðsetningu eigna sem að réttum viðskiptahátt- um áttu að standa að veði fyrir skuldum við hann, en SÍS hefur um langan aldur notið þeirra sérrétt- inda að þurfa ekki að setja fullnægj- andi veð fyrir skuldum. Þegar upp var staðið átti því ríkið að borga sjálfu sér eða sefja sjálfu sér að veði allt klabbið, en SÍS að eignast það. Viðskiptaráðherra leist býsna vel á leiftursóknina og greiðslugetu SÍS svo að litlu munaði að „kaup“ yrðu gerð. Það fórst þó fyrir. En úr því Eyjólfur Konráð Jónsson „En getur formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga gengið inn í Landsbanka ís- lands 1. febrúar sem bankastjóri og lagt þar mat á eigin tillögur um sundurlimun fyrirtækis síns í mörg félög og greiðslugetu þeirra þegar þau leita við- skipta í bankanum?“ að ekki var hægt að „kaupa“ banka varð að komast inn í banka. Allt fjaðrafokið núna, eftir því sem fjár- málaráðherrann hefur frætt okkur um á rætur sínar að rekja til þess að fjármálabrellan mistókst, þess vegna sé Sambandið og þar með kaupfélög og SÍS-fyrirtæki gjald- þrota ef ekki koma til róttækar ráðstafanir. Þær eru að sjá dagsins ljós og nokkur dæmi um það eru: u.þ.b. sjö milljarða skattahækkanir á alþýðu og atvinnuvegi, stórfelldar launalækkanir, ný stofnun til að mismuna fólki og fyrirtækjum og síðast en ekki síst að „stela" enn einu sinni sparifé landsmanna með neikvæðum vöxtum og handlanga peningana til Sambandsfyrirtækja sem að mati fjármálaráðherra verða gjaldþrota á árinu. Þetta gleður auðvitað rauðliða sem svo viija nú nefna sig, formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. En getur formaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga gengið inn í Landsbanka íslands 1. febrúar sem bankastjóri og lagt þar mat á eigin tillögur um sundurlimun fyrir- tækis síns í mörg félög og greiðslu- getu þeirra þegar þau leita við- skipta í bankanum? Höfiwdur er alþingismaður Sjáif- stæðisOokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi. _________________________________fÉaterdfrfc rrnffi Umsjónarmaður Gísli Jónsson 471. þáttur Orðið hefur að ráði hjá Ís- lenskri málstöð og Morgun- blaðinu að taka upp samstarf í þessum þætti, og fagnar um- sjónarmaður því. Fer jiér á eftir hluti úr fréttagrein íslenskrar málstöðvar: „í byijun nýliðins árs hófst undirbúningur að útgáfu flug- orðasafns á vegum Flugmála- stjómar og mun væntanlega mörgum þykja það orðið tíma- bært, enda liðin yfír þijátíu ár frá útgáfu nýyrðasafns Halldórs Halldórssonar (Nýyrði IV. Flug). í fáum starfsgreinum er tungutak jafn-enskuskotið og hjá þeim sem starfa við flug, hvort sem það er um borð í flug- vélum eða á jörðu niðri. Fyrsta skilyrði til að auðvelda þeim verk sitt, sem vilja nota íslensku í daglegum störfum og geta fjallað um störf sín jafnt í rituðu sem töluðu máli, er að til sé aðgengilegt orðasafn er nær til allra þeirra hugtaka sem þörf er fyrir, bæði tæknilegra og al- mennra. Verkefni þetta á sér nokkuð langan aðdraganda. Frumkvæð- ið kom frá Pétri Einarssyni flug- málastjóra er beindi því til menntamálaráðherra í árslok 1985 að þörf væri á nýju orða- safni um flugmál. Það var síðan í upphafi árs 1987 að mennta- málaráðuneytið leitaði til fs- lenskrar málnefiidar og falað- ist eftir hugmyndum um til- högun þessa verks. Að tillögu nefndarinnar og í samráði við flugmálastjóra skipaði sam- gönguráðherra síðan sérstaka orðanefnd í september 1987 [Síðan eru nefndarmenn taldir og sagt frá starfsfólki og starfs- háttum]. Það er nýlunda að íðorðastarf sem þetta sé þannig alfarið kost- að af hinu opinbera og þess munu heldur engin önnur dæmi að orðanefnd hér á landi sé stjómskipuð. Frá því að ritstjór- inn [Jónína Margrét Guðnadóttir cand.mag.] tók til starfa hefur flugorðanefnd haldið vikulega fundi og hefur reynslan þegar sýnt að hún er heppilega saman sett mönnum með sérþekkingu á mörgum ólikum sviðum flug- mála. Þar að auki hefur svo verið leitað eftir ráðgjöf fjölda annarra sérfræðinga. Það er alkunna að orðasmiðir leynast þó víðar en í orðanefnd- um og því er brugðið á það ráð að kynna lesendum þessa pistils sumt af því sem orðanefndin hefur verið að glíma við en fínnst að þarfnist ef til vill betri lausn- ar, í þeirri von að þeir, sem áhuga hafa og fá snjallar hug- myndir um nýyrði, komi þeim á framfæri. Að vera „standbæ“. Margir kannast við enska orð- ið standby sem oft er notað í samsettum hugtökum eins og standby passenger, standby fáres og standby ticket. Þetta er orðin allútbreidd sletta í íslensku, auðvitað mest meðal þeirra sem starfa í flugi, en einn- ig meðal þeirra sem af ýmsum orsökum eiga kost á ódýrara fargjaldi en hinn almenni far- þegi. Þegar talað er um standby fáres merkir það að farþegi geti fengið ódýrara fargjald með vissum skilyrðum, t.d. ef hann er reiðubúinn að leggja á sig bið á flugvelli til að sjá hvort ein- hver sæti eru laus með tiltekinni flugvél sem bjóðast þá ódýrt án fyrirvara. Einnig getur verið um að ræða starfsmenn flugfélaga sem eiga kost á flugfari fyrir lágt gjald eða ekkert, ef laus rými eru í vélinni, og telst slíkt þá til hlunninda starfsfólks. Far- seðlamir, sem slíkir farþegar fá í hendur, eru þá standby tick- ets en einnig er það heiti haft um farseðla allra þeirra sem eru á biðlista, hvort sem þeir greiða fullt fargjald eða ekki. Farþegar með slíka farseðla eru svo nefnd- ir standby passengers. Orða- nefndin hefur Qallað um þessi hugtök og lagt til að kenna þau við „bið“, þ.e. „biðfargjald", „biðfarseðill" og „biðfarþegi", og farþegamir þá nefndir „bíðandi" eða „í bið“ í stað þess að vera „standbæ". Sá ljóður er þó á orðinu „bið- farþegi" að fleiri farþegar geta þurft að bíða á flugvöllum eftir flugfari en þeir sem er lýst að framan. Má nefna þá sem milli- lenda og skipta um flugvél og þurfa af þeim sökum ekki að fara gegnum útlendingaeftirlit, heldur er vísað í sérstakan sal sem á ensku kallast transit hall en „biðsalur" á íslensku. Farþegamir, sem hér um ræðir, hafa því verið nefndir „biðfar- þegar" (transit passengers) og má sjá hvort tveggja á ljósaskilt- um í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Er hugs- anlegt að þetta geti valdið ragl- ingi, en þó má ætla að „biðfar- þegar“ af þessum tveimur orsök- um þurfi varla nokkra sinni að þvælast hvorir fyrir öðram, og því sé tiltölulega auðvelt að forð- ast þann ragling. í rituðu máli ætti enn fremur að vera ljóst af samhengi um hvora þeirra er fjallað hveiju sinni. Hvemig líst lesendum á þessi orð? Hafa þeir tillögur um önnur betri? Með betri er einfaldlega átt við orð sem era líklegri en þessi til að verða fólki töm á tungu í stað slettunnar „stand- bæ“. Sé svo væri mikill fengur í að fregna af þeim, annaðhvort á þessum vettvangi eða með símtali eða 'bréfi til ritstjórans, en íslensk málstöð er . .. til húsa að Aragötu 9, 101 Reykjavík, og síminn er 28530. Það hefur oft og víða komið í ljós að íslendingar láta sér annt um varðveislu tungunnar og sýna nýyrðastarfí í ýmsum greinum mikinn áhuga. Þess vegna era vonir bundnar við að hið sama verði uppi á teningnum þegar í hlut eiga orð um flug og flugsamgöngur." ★ Umsjónarmaður tekur undir hvatningar í bréfi þessu. Hann minnir jafnframt á að við þetta vandamál var nokkuð glímt í 254. þætti. Langt er síðan, en umsjónarmaður ætlar ekki að fipa fyrir ykkur með því að rifja upp hvað þar stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.