Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 LýðurS. Hjáhnarsson, Akranesi — Kveðjuorð Fæddur 21.júlí 1957 Dáinn 16. janúar 1989 I gær, 17. janúar, var mér enn á ný sýnt hve stutt er milli lífs og dauða. Nú að kvöldi eins gleðirík- asta dags í lífi mínu hringdi í mig einn af vinum mínum í Hátúninu til að segja mér frá andláti sameig- inlegs vinar okkar, Lýðs Hjálmars- sonar. Vil ég kveðja hann hér með fáum orðum því vegna óviðráðanlegra ástæðna get ég ekki fýlgt honum á leiðarenda. Lýð kynntist ég fyrst fyrir tæp- um átta árum er ég var hvattur til að hitta nokkur fötluð ungmenni sem voru að reyna að mynda sér samtök til að vinna að sérhagsmun- um sínum. Af einhveijum sökum var ég valinn til forustu nýstofnaðr- ar nefndar um æskulýðsmál innan Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Kynntist ég því nokkuð fljótt og vel Hátúns- hópnum, hópi fatlaðra ungmenna sem annaðhvort bjuggu eða eyddu mörgum sínum stundum í Hátúni 12. Af þessum hópi er Lýður annar sem við höfum þurft að sjá á eftir allt of snemma. Lýður var að mínu mati eitt aðal- akkerið í félagsskap okkar. Auðvelt var að ná til hans þar sem hann vann hlutastarf við símavörslu í Hátúni 12. Nýtti ég mér það óspart bæði til að ráðfæra mig við hann um hin ýmsu mál svo og til að ná saman fólki á fundi ef mikið lá við. Samtök sem þessi hafa alls ekki ráð á að missa svo mæta menn sem Lýð en eigi má sköpum renna. Kveð ég nú vin minn Lýð að sinni með söknuði og þakka fýrir allt. Ættingjum hans og öðrum vandamönnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ásgeir Sigurðsson Góður drengur og vinur var kvaddur í gær. Leiðir okkar Lýðs lágu fyrst sam- an í Reykjadal, sumardvalarheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þar kynntist ég fyrst þeim eiginleik- um hans sem eru mér svo minnis- stæðir, hinu mikla keppnisskapi, viljahörku og óstjómlegum áhuga á fótbolta. Næst lágu leiðir okkar saman á Bamaspítala Hringsins, Landspít- alanum þar sem við vorum báðir til lækninga. Það var þó ekki fyrr en við fluttum báðir í Hátún 12, Reykjavík, Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, að vinskapur okkar hófst fyrir alvöm. Lýður var eins og fyrr segir mjög ákafur fótboltaáhugamaður. Eins og sannur Skagamaður hélt hann með ÍA í knattspymu og þeir vom fáir leikur ÍA-liðsins í Reykjavík sem Lýður lét sig vanta á. Hann fór meira að segja iðulega upp á Skaga þegar liðið lék. Það var eins með knattspymuna og annað sem Lýður hafði áhuga á, það var engin hálfvelgja í því. Iðulega þegar mað- ur fór með honum á leiki Skagaliðs- ins dáðist maður að því hve hann lifði sig inn í leikinn. Hann var ekkert að liggja á liði sínu heldur kallaði óspart inn á völlinn til „síns“ liðs og sagði þeim hvemig best væri að spila leikinn. Ósjaldan heyrði maður setningar eins og þessar: „Nota breiddina á vellinum, strákar!" eða ef honum fannst dóm- arinn ósanngjam: „Það má nú líkast til koma við þessa menn!“ Ef lið andstæðinganna var svo „óheppið" að Lýður sat við hliðina á vara- mannabekk þess var eins gott fyrir varamennina að hafa sig frekar hæga ef þeir vildu ekki komast í örlitla kennslustund hjá Lýð. Á sama hátt hafði Lýður mikinn áhuga á stjómmálum. Þegar kosn- ingar vom í nánd og flokkamir famir að kynna stefnumið sín í sjón- varpi sat hann gjaman við sjón- varpið og „rökræddi" við stjóm- málamennina. Það er hætt við að þá hefði endrum og sinnum rekið í vörðumar ef þeir hefðu þurft að svara honum í þeim rökræðum. Hann var trúr og tryggur Alþýðu- flokksmaður þó að, eins og hann orðaði það, hann hafí nú séð það eitthvað rauðara á sínum yngri ámm, en bætti svo strax við, ja, að vísu bara í bæjarstjómarkosn- ingum. Lýður var m.a. á lista hjá Alþýðuflokknum til síðustu alþing- iskosninga. Lýður vann hálfan daginn á skiptiborðinu á skrifstofu Sjálfs- bjargar. Hann tók einnig virkan þátt í félagsstarfí Sjálfsbjargar, sat m.a. á þingum landssambandsins og var í fleiri ár í stjóm Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Lýður var lengi for- maður húsráðs Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar og fulltrúi sinnar hæðar í því. Hann tók líka mikinn þátt í félagslífínu, spilaði brids og tefldi skák. Hann fór í flest- ar ferðir á vegum Sjálfsbjargar, bæði innan lands og utan. Lýður var góður félagi og það var gaman að skemmta sér með honum. Það var líka gaman að spjalla við hann og hann mundi ótrúlegustu hluti. Hann vissi til að mynda hvemig íslandsmótið í knattspymu hafði farið frá upphafí og röð efstu lið- anna. Um leiki Skagaliðsins þurfti ekki að spyija, hann vissi held ég úrslit allra leikja liðsins. í mjög mörgum tilvikum vissi hann hveijir höfðu skorað mörkin og gat lýst leiknum að einhveiju leyti. Lýður hélt alltaf mjög nánum tengslum við fjölskyldu sína. For- eldrar hans, Hjálmar og Katrín, ásamt systrum hans, Huldu og Hafdísi, búa á Akranesi. Þangað fór hann alltaf a.m.k. um jól og áramót. Hann heimsótti Esther systur sína til Þýskalands þar sem maður hennar er í námi og hún að vinna. Valur bróðir hans sem nú býr í Reykjavík fór með honum í ferðalög, m.a. utanlandsferðir. Hann var mjög stoltur af fjölskyldu sinni og bar mikla umhyggju fyrir systkinum sinum. En nú er skarð fyrir skildi. Það verður tómlegt víða eftir að Lýður er horfínn okkur. Það verður tómlegt meðal íbúa og starfsfólks á 4. hæð. Það verður tómlegt á vellinum. Það verður tómlegt í vinahópn- um. Það verður tómlegt á skrifstof- unni. Það verður tómlegt víða! Lögmáli heimsins lánast engum að breyta, lífið og dauðinn stöðuga glímu þreyta Óðar en varir kemur þá kallið stríða, kallið sem háum og lágum er gert að hlíða. Ævinnar stundir skiptast í ljós og skugga, skarpköldum rómi kveður hríðin á glugga. Hraðfleygra stunda góðra megum við minnast, mannlífsins gangur reynist að hittast og kynnast. Muna skal þann er máttu ei forlögin buga, manndómur stendur greyptur í okkar huga. Félagi góður er horfin til annarra heima, fann sem að ljósinu ræður megi hann geyma. (Jóhannes Benjamínsson 1989) Við vinir Lýðs og Sjálfsbjargar söknum hans. Foreldrum Lýðs og fjölskyldu hans vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að blessa þau og minningu hans. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Mig langar til að kveðja vin minn Lýð Hjálmarsson með nokkrum orð- Fæddur 22.júlí 1905 Dáinn 12. janúar 1989 í dag verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju elskulegur afí og langafí, Hallgrímur Ottósson sjó- maður, sem andaðist 12. þ. mán. Afi Grímur fæddist í Kjaransvík á Ströndum en fluttist ásamt for- eldrum sínum og systkinum í Hælavík þegar hann var á 1. ári. Foreldrar hans voru Ottó Helgi Helgason og Halldóra Sigurðardótt- ir. Afí var hraustur og duglegur maður, enda af þeirri kynslóð sem ólst upp við kröpp kjör og vandist því á unga aldri vinnu bæði til sjós og lands. í Amarfjörð kom hann 18 ára gamall, réðst sem vinnumað- ur á bæinn Feitsdal í Bakkadal. Á sumrin vann hann þar við bústörfj en á vetuma sendur á vertíð. I Bakkadal var mannmargt á þessum árum, þar var stunduð verslun, búskapur og sjósókn. Amarfjörður heillaði hann. í félagi við annan mann byggði afi bæinn Granda í Bakkadal. Þar bjó hann þar til hann giftist árið 1944 Sigurósk Sigurðar- dóttur, ættaðri úr Mosdal. Hún var þá ekkja með ungan son, Jón Krist- ján Ólafsson, sem afí gekk í föður- stað. Fyrir átti hún uppkomna dótt- ur, Fjólu Eleseusdóttur, móður mína. Reyndist hann þeim báðum vel, enda ekki við öðru að búast af svo hjartahlýjum manni sem afí var. Á seinni árum var Jón honum um en mér barst sú þungbæra frétt að morgni 16. janúar að hann hefði látist þá um nóttina. Ég kynntist Lýð fyrst er hann flutti í Sjálfsbjargarhúsið við Hátún fyrir 10 árum. Hann var strax eink- ar þægilegur í viðkynningu og mörg sameiginleg áhugamál gerðu kynn- in einn meiri. Lýður var mjög virkur í starfí íþróttafélags fatlaðra og átti ég því láni að fagna að vera með honum í boccia-sveit í nokkur ár en í bocc- ia náði Lýður mjög góðum árangri, m.a. tveim íslandsmeistaratitlum. Einnig spiluðum við saman bridge í mörg ár. Á þessum sviðum nutu mannkostir Lýðs sín vel, hann var kappsfullur og vildi gera sem best og var sjálfsgagnrýninn ef honum fannst betur mega gera. Sterk rétt- lætiskennd var honum í blóð borin og niðurstöður skyldu vera sann- gjamar hvort sem um var að ræða íþróttir fatlaðra, knattspymu eða stjómmál en á þessu hafði hann mikinn áhuga og ákveðnar skoðan- ir. Lýður fór mikið á völlinn og þeir vom ekki margir landsleikimir sem hann sleppti og liðinu sínu frá Akra- nesi veitti hann stuðning ef hann gat því við komið. Hann Lýður var ötull þátttakandi í félagstarfi Sjálfsbjargar og átti þar marga vini. Hann var meðal annars í stjóm félagsdeildarinnar í Reykjavík og tók þátt í ferðalögum og öðm sem Sjálfsbjörg stóð fyrir. Nú þegar Lýður hefur kvatt þennan heim er stórt skarð í vina- hópnum staðreynd og söknuðurinn er sár, en minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra sem nutum þess að eiga hann að vini. Sú minning er manni huggun á þessari stundu svo og að honum líði nú vel, laus við þrautir. Ég vil votta fjölskyldunni hans mína innilegustu samúð um leið og ég bið Guð að blessa minningu Lýðs Hjálmarssonar. Sigurður Björnsson Lýður fæddist 21. júlí 1957 og andaðist aðfaranótt mánudagsins 16. janúar 1989. Ég kynntist Lýð fyrst er hann varð heimilismaður í Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjarg- ar haustið 1978. Áður átti hann heima hjá foreldmm sínum á Akra- nesi. Eftir að hann kom á Dvalar- heimilið fór hann fljótlega að láta mikil stoð og stytta, og áttu þeir alla tíð heimili saman. Amma Sigurósk lést árið 1964, sá missir var afa sár, á milli þeirra ríkti alla tíð virðing og kærleikur. Þau bjuggu á Sæbakka á Bíldudal, að undanskildum nokkmm ámm þegar þau stunduðu búskað á fyrr- nefndum bæ, Granda. Hjá þeim var gott að vera sem lítil hnáta hvort heldur var á Sæ- bakka eða úti í sveit. Mér er efst í huga nú, þegar þau em bæði far- in, þakklæti fyrir allt sem þau vom mér. í hugum okkar er afí og Bfldudal- ur með sinn fagra fjallahring, Sæ- bakki og sjórinn ein óijúfanleg heild. Við sjáum hann fyrir okkur standandi úti á skansinum fyrir framan húsið, fjaran beint fyrir neðan og bátur í vör. Afi átti báta af ýmsum stærðum og gerðum, sem hann stundaði á handfæra- og hrognkelsaveiðar, auk þess rækjuveiðar í Amarfirði. Aldrei heyrði ég hann kvarta undan Iélegri afkomu, sagðist aldrei hafa tapað á útgerð,_ barlómur var hon- um víðsfjarri. Á vétmm var hann oftast á stærri fiskiskipum, og þá sem matsveinn. Mun hann þá hafa eignast marga góða vini, sem héldu tryggð við hann, fólk laðaðist að honum, og þá ekki síst böm. Síðast- liðið vor fór afí sína síðustu sjóferð 83 ára gamall, nokkmm dögum seinna hringdi hann til- mín og sagði: „Nú er ég hættur elskan mín.“ Það mætti segja mér að ekki t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, lést að kvöldi 19. janúar á Hrafnistu, Hafnarfiröi. Kristjana Þorsteinsdóttir, Gerður Ólafsdóttir, Magni Ingólfsson, Rebekka Ólafsdóttir, Valdimar Sveinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Útför t BJÖRNS BJARNASONAR magisters frá Steinnesi, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30. F.h. vandamanna og vina, Jónas G. Rafnar. Hallgiímur Ottósson, Bíldudal — Minning að sér kveða. Hann var í mörg ár formaður húsráðs þess, formaður skemmtinefndar og tók þátt í starfí Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, og undan- farið var hann meðstjómandi í stjóm félagsins. í mörg ár vann Lýður hálfan daginn á skrifstofu Vinnu- og dval- arheimilisins við símavörslu. Það er oft sagt að sá sem svarar í símann sé andlit viðkomandi stað- ar. Lýður var gott andlit, hann hafði mikla og góða rödd, var kurt- eis en þó ákveðinn í símann. Hann var yfírleitt í góðu skapi og léttur í lund. Mest allan þann tíma sem Lýður var á dvalarheimilinu vorum við borðfélagar í hádeginu. Við höfðum ólíkar pólitískar skoðanir og studdum sitt íþróttafélagið hvor í knattspymu. Lýður var dyggur stuðningsmaður Alþýðuflokksins og ennþá dyggari stuðningsmaður ÍA í knattspymu. Það kom því oft fyr- ir að skipst var á skoðunum um þessi mál meðan setið var að snæð- ingi og einstöku sinnum gat hitnað í kolunum en allt var það í góðu og við virtum hvor annars skoðan- ir, en þetta reif okkur upp úr drunga hversdagsleikans og kom blóðinu á hreyfingu. Lýður átti fleiri áhuga- mál, hann hlustaði á tónlist, spilaði brids og tefldi. Hann tók þátt í flest- um bridsmótum sem haldin voru innan Sjálfsbjargar, en stundaði skákina minna síðustu árin. Þá var fötlunin orðin það mikil að hann varð að hafa mann með sér til þess að færa taflmennina. Lýður ferðað- ist nokkuð og mér er minnisstæð ferð til Lúxemborgar haustið 1987, þegar við tókum okkur saman nokkrir fatlaðir félagar og fengum okkur ófatlað fólk til að hjálpa okk- ur. Með Lýð var Valur bróðir hans sem hjálpaði honum í ferðinni. Þetta var samstæður hópur og ferðin mjög vel heppnuð. Lýður átti sinn þátt í því að gera ferðina skemmti- lega og minnisstæða. Síðustu mán- uðina ágerðist fötlun Lýðs mikið en það var aðdáunarvert að sjá hve vel hann bjargaði sér þrátt fyrir það og hve vel hann gat sinnt símanum allt til síðustu áramóta. Við starfsfélagar hans söknum hans, en verum minnugir þeirra orða að minningin um góðan dreng lifír. Foreldrum Lýðs og systkinum sendum við samúðarkveðjur. Theodór A. Jonsson hefði átt við hann að bíða lengi í aðgerðarleysi, og þess þurfti hann ekki. Kallið kom, löngum vinnudegi er lokið. Góður maður er genginn, tómlegt verður að koma næst á Sæbakka, þar er afí ekki lengur með sína glaðværð og góðmennsku. Hann er farinn í ferðina sem okkur er öllum ætlað að fara. Við munum sakna hans, ég veit að Jón, Fjóla og Baldur þakka honum fyrir allt. Við Gunnar og bömin okkar biðjum guð að blessa hann. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt; (V. Briem) Svala Siguijónsdóttir og Qölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.