Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 40
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! EIGNA DÐIIIM! 27711 MJN; G H 0 IT SSTB Æ T I 3 Swiw Kristinsson, sðlusljóri - Þotteifur Guímuiidss«i, söhim. &áfdtfurHa)li)órsson.kidr.-U(WsteinnBcckM..sim<123M LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Erlendu fisk- markaðarnir: Meira fæst fyrir karfa enþorskinn FREMUR óvenjulegt ástand hef ur ríkt á fiskmörkuðunum I Bret- landi og Þýzkalandi að undan- förnu. Að jafhaði gefur fisksalan í Bretlandi meira af sér en í Þýzkalandi, en það er alveg öfiigt nú. Venjuleg fæst hæsta verðið fyrir þorsk og ýsu en nú gefa karfinn og ufsinn mest af sér. Meðalverð úr skipalöndun- um í Þýzkalandi var til dæmis í þessari viku allt að 36 krónum hærra en í Bretlandi. Þorlákur ÁR seldi á mánudag 124 tonn í Bremerhaven fyrir sam- tals 11,6 milljónir króna. Meðalverð ~var 93,80. Þorskur í afla hans fór á 75,25 krónur, ýsa á 118,06, karfi á 105 og ufsi 73. Daginn eftir seldi Víðir HF á sama stað 200 tonn. Heildarverð var 18,6 milljónir króna, meðalverð 93,17. Verð á helztu tegundunum var nánast það sama og hjá Þorláki. Loks seldi Viðey RE 190 tonn í Bremerhaven á fimmtudag. Heildarverð var 18,8 milljónir króna, meðalverð 99,06. Engin ýsa var í aflanum, en þorsk- ur fór á 83,74, ufsi á 83,25 og *-- karfi á 105,03. Jón Baldvinsson RE seldi í Hull á mánudag samtals 192 tonn. Heildarverð var 14,4 milljónir, með- alverð 74,83. Nánast allur aflinn var þorskur, sem að meðaltali fór á 73,88. Ýsa, 1,5 tonn, fór á 144 og grálúða, 1,3 tonn á 112,39. Á miðvikudag seldi Gjafar VE 84,5 tonn í Hull. Heildarverð var 5,4 milljónir, meðalverð 63,43. Uppi- staða aflans var þorskur, sem fór á 61,35. Ýsa, 7,8 tonn, fór á 97 krónur. Loks seldi Ottó Wathne NS 128 tonn í Grimsby á miðvikudag. Heildarverð var 9,4 milljónir, með- alverð 73,78. 105 tonn voru af .. þorski, sem fór að meðaltali á 76,63 jMrónur. Verð fyrir gámafisk í Bretlandi var misjafnt. 18 tonn af kola fóru á 135 krónur kflóið, ýsan, 130 tonn, fór á 123 krónur og þorskur, 342 tonn, á 76 krónur. Rfldsbankaniir hækka innlánsvexti um 2% Niðurlæging- fyrir ríkisstjórnina, segir Sverrir Hermannsson Morgunblaðið/Þorkell Á strandstað í gærkvöldi. Ljóshnötturinn, sem ber í frammastrið efst til hægri, er þyrla Land- helgisgæzlunnar. Á litlu myndinni má sjá er tveir úr áhöfninni fagna því að hafa fast land undir fótum. Björgunarþyrlan er í baksýn. Danskt flutningaskip strandaði við Grindavík: Skipinu siglt upp í fjöru DANSKA flutningaskipið Mar- iane Danielsen strandaði skammt utan við innsiglinguna í Grindavikurhöfh um kvöldmat- arleytið í gærkvöldi. Svo virðist sem skipinu hafi verið siglt beint upp í fjöru og að sögn þeirra, sem höfðu talstöðvarsamband við skipstjórann virtist þeim hann vera undir áhrifúm áfeng- is. Reyna átti að ná skipinu á flot á flóðinu í nótt ef aðstæður leyfðu og var togarinn Júpíter kominn á strandstað i gær- kvöldi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var einnig kölluð til og flutti hún skipverja frá borði, að undanskildum yfirmönnunum Ijórum sem neituðu að fara frá borði. Mariane Danielsen er 2.600 tonn að stærð með 12 manna áhöfn, þar af eru 8 Filippseyingar en yfirmenn- imir fjórir eru danskir. Hingað kom skipið frá Englandi að lesta mjöl. Skipið kom til Grindavíkur í gær- morgun og vildi þá svo slysalega til að það tók niðri í innsiglingunni í höfnina. Við það kom gat á tvo af jafnvægistönkum. Var þá ákveð- ið að sigla skipinu til Akureyrar og gara við skemmdirnar þar. Bjarni Þórarinsson hafnsögu- maður í Grindavík segir að hann hafí lóðsað skipið út úr höfninni. Virtist allt í stakasta lagi um borð. Hinsvegar segir- hann að rétt eftir að hann var farinn frá borði hafi skipinu verið siglt beint upp í fjör- una austan við bæinn. BANKARÁÐ Landsbankans ákvað hækkun vaxta af inn- og útlánum sínum í gær. í Búnaðarbanka var ákveðið að hækka vexti á kvöld- fiindi bankaráðs á fimmtudag. Aðrir bankar skiluðu einnig ákvörðun- um um vaxtahækkanir til Seðlabanka, nema Útvegsbankinn sem hyggst ákveða vaxtahækkun í dag. í Landsbankanum hækkuðu vext; ir á almennum sparisjóðsbókum um 2%, en á útlánum um 1%. í Búnaðarbanka hækkuðu vextir á almennum bókum um 1,8% og á óverðtryggðum útlánum um sama hlutfall. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að vaxtahækkun Landsbankans sé alger sigur í baráttu sinni við fjármálaráðherra, sem lýsti sig andvíg- an vaxtahækkunum ríkisbankanna, og niðurlæging fyrir ríkisstjórn- ma. Samkvæmt heimildum Morgun- biaðsins urðu töluverðar deilur á bankaráðsfundum ríkisbankanna milli bankaráðsmanna stjómar- flokkanna og bankastjóra, um það hversu mikil vaxtahækkunin ætti að verða. í báðum tilfellum mun hafa náðst samkomulag um mála- miðlun. Fundurinn í bankaráði Bún- aðarbankans var langur, og að sögn Friðjóns Þórðarsonar, varafor- manns ráðsins, urðu töluverðar deil- ur og skoðar.askipti á fundinum. Iljá Búnaðarbanka hækkuðu innlánsvextir á sérkjarabókum um 4,75% og 5%. Vextir á verðtryggð- um útlánum Iækka hins vegar úr 8% í 7,75%. í Landsbanka hækka vextir á Kjörbók um 4,25%. Flestir bankar voru óvenjuseinir að skila ákvörðunum um vexti til Seðlabankans í gær, en nýtt vaxta- tímabil hefst í dag. Ástæðan fyrir seinkuninni var að Hagstofan beið með að birta nýja byggingarvísitölu þar til eftir klukkan 16. Lánskjara- vísitala er reiknuð meðal annars út frá byggingarvísitölu. Bygging- arvísitalan hækkaði um 3,3% frá miðjum desember. „Þetta er niðurlag fyrir ríkis- stjórnina eins og það gerist flat- ast," sagði Sverrir Hermannsson er hann var spurður hvaða þýðingu vaxtahækkun Landsbankans hefði. „Þessi ákvörðun var tekin á fagleg- um grunni. Við gerum ráð fyrir að vextirnir verði endurskoðaðir eftir tíu daga. Verðbólgan er meiri en við héldum og þetta er allt komið á fljúgandi ferð.“ „Ég nenni ekki að elta ólar við orðháka," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra er orð Sverris voru borin undir hann. „Þetta er frekar niðurlæging fyrir Sverri því að hann hefur boðað mikla vaxtahækkun en fékk þriðj- ung af henni, ef ég skil rétt. Nafn- vaxtahækkunin var ekki mikil, en ég tel að vextirnir hefðu átt að vera óbreyttir. Menn verða að mæla verðbólguna á meira en einum mánuði. Bankamir hafa aldrei fengist til að lækka vexti í hvelli, þótt verðbólga hafi verið nánast í núlli." Björgunarsveitin í Grindavík var strax kölluð út. Reyndu menn frá henni að komast um borð af sjó og fóru út í björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Þeir urðu hinsvegar frá að hverfa vegna mikils brims. Skip- stjórinn á Mariane sendi út beiðni um að fá dælur um borð þar sem mikill leki væri kominn í vélarrúm skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var send frá Reykjavík með dælur og slökkviliðið í Grindavík kom einnig á strandstað með dæl- ur. Um það leyti var björgunarsveit- in að undirbúa að skjóta fluglínu um borð en síðan var tekin ákvörð- un um að nota þyrluna til að flytja skipveija frá borði. Skipveijarnir átta vom komnir í land um ellefu- leytið og gistu þeir á Flughótelinu í Keflavík í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.