Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 38
38 r MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KNATTSPYRNA Viðeyingafélagið Aöalfundur Viöeyingafélagsins verður haldinn í Síöumúla 17 sunnudaginn 22. janúar og hefst kl. 15.00. Venjuleg aöalíundarstörf. Stjórnin. Múrarar múrarar Veggprýði hf., sem er umboós- og þjónustuaðili fyrir sto utanhúss- klæðningarefnin, óskar eftir að komast í samband vió múrara sem víðast ó landinu, er óhuga hafa ó að kynna sér meðferð og ósetningu sto utan- hússklæðningarinnar. Opid laugardag og sunnudag ffrá kl. 13.00-17.00. VEGGPBYÖÍS Bíldshöföa 18 (Bakhús) 112 Reykjavík - Sími 673320 Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 3. LEIKVIKA - 21, JANÚAR 1989 11 ■ 2 Leikur 1 Arsenal - Sheff. Wed. Leikur 2 Coventry - Wimbledon Leikur 3 Liverpool - Southampton Leikur 4 Luton - Everton Leikur 5 Middlesbro - Tottenham Leikur 6 Newcastle - Charlton Leíkur 7 Nott. For. - Aston Villa Leikur 8 Q.P.R. - Derby Leikur 9 West Ham - Man. Utd. Leikur 10 Biackburn - Chelsea LeikurH Cr. Palace - Swindon Leikur 12 Oxford - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir kl á laugardögum er 91-84590 og - Munið hópleikin 17:15 84464 n fWotgmifrEiifttfr Gódan daginn! Mætir Omar með hjálminn? Stórmót í innanhússknattspyrnu á morgun STÓRMÓT Samtaka íþrótta- fréttamanna og Adidas fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi á sunnudaginn. Mótið hefst kl. 13 og keppa átta af bestu liðum landsins. Liðunum er skipt í tvo riðla. í A-riðli leika KR, Grótta, KA og FH. í B-riðli leika Fylkir, Valur, Akranes og Fram. Hið víðfræga Stjömulið Ómars Ragnarssonar mun mæta úrvalsliði íþróttafréttamanna í „sýningar- leik.“ kl. 17.25. Lið Ómars er skip- að frægum köppum sem eru þó flestir þekktir fyrir annað en knatt- spyrnu. „Ég er að safna liði og það verð- ur að sjálfsögðu „Stjömulið." Þar verðum við. bræðumir, ég og Jón, Hemmi Gunn og Magnús Ólafsson. Þú ættir kannski að hafa hann feit- letraðan því hann er svo stór,“ sagði Ómar og hló. „Nú svo er ég að leggja snömr fyrir Ladda, Jón Pál og þá feðga Albert og Inga Bjöm. Það gengur hinsvegar erfiðlega að ná í þessa menn og væri gott ef þeir hefðu samband við mig,“ sagði Ómar. Á vellinum verða þeir bræður Ómar og Jón og einig sonur Óm- ars, Þorfinnur, en hann leikur með liði íþróttafréttamanna. Leikið verður 2x7 mín. í riðlakeppn- inni og verður tímaseðilinn þessi: Kl. 13.00 KR-Grótta 13.15 KA-FH 13.30 Fylkir-Valur 13.45 Akranes-Fram Spurnlngin er hvort að Ómar mæti með hjálminn til að að brjótast í gegn- um starkan vamarmúr íþróttafrétta- manna. 14.00 Grótta-FH 14.15 KR-KA 14.30 Valur-Fram 14.45 Fylkir-Akranes 15.00 KA-Grótta 15.15 FH-KR 15.30 Akranes-Valur 15.45 Fram-Fylkir Tvö efstu liðin í riðlinum komast í undanúrslit. Úrslitaleikurinn verð- ur svo leikinn kl. 18. AMERÍSKI FÓTBOLTINN San Fransico er sigurstranglegra Mætir Cincinnati í úrslitaleiknum í NFL-deildinni ÚRSLITALEIKURINN í ameríska fót boltanum, hinn svokallaði „Super Bowl“-leik- ur, fer fram í Miamiborg á morgun. Leikurinn er á milli San Fransico 49ers og Cin- cinnati Bengals og erfyrr- nefnda liðið talið sigurstrang- legra, enda leikið mjög vel und- anfarna tvo mánuði. Keppnistímabilið hefur verið nokkuð ólíkt hjá þessum liðum. Cincinnati byijaði keppnistímabilið með miklum látum og vann fyrstu sex leiki sína, síðan Gunnar fór að halla undan Valgeirsson fæti hjá liðinu, en skrifar þegar í úrslita- keppnina kom small leikur þess saman að nýju. San Fransico byijaði ekki sérlega vel, eftir fyrstu 11 umferðimar hafði liðið tapað fímm leikjum, en þá fór liðið í gang og hefur spilað geysi- lega vel undanfarna tvo mánuði. Cincinnati byggir leik sinn upp á NBA-úrslit Midvikudagfur: Detroit - New Jersey Nets....103:90 76ers - Boston Celtics......115:104 Dalias Mavericks - Denver....102:92 Miiwaukee - Chariotte.......118:106 Golden State - New York.....133:119 L.A. Lakers - L.A. Clippers..111:90 Fimmtudagur: Phoenix Suns - Charlotte....126:112 Cleveland - Indiana.........113:106 Chicago - Miami Heat........112:108 Washington - San Antonio....116:112 Sacramento - New York.......112:106 Seattle - Houston...........124:108 sterkum hlaupumm og vöm San Fransico mun eflaust einbeita sér að því að stöðva þá, einkum hinn skemmtilega „Ickey" Woods. Hann er þekktur fyrir að taka mjög skemmtileg dansspor þegar hann skorar og það vilja leikmenn 49ers örugglega ekki sjá í Miami. Styrkleiki San Fransico fellst í frábærri leikstjóm kastarans Joe Montana. Montana hefur leikið frá- bærlega undanfarnar vikur. Hann meiddist á miðju keppnistímabili en hefur nú náð sér af þeim meiðslum. Þetta verðu þriðji úrslitaleikurinn sem San Fransico leikur á þessum áratug og stjómaði Montana liði 49ers í báðum fyrri leikjunum sem unnust. Aðal kantmaður (en þeir grípa einkum sendingamar) 49ers, Jerry Rice, meiddist á æfíngu í Miami á mánudag og er ekki ör- uggt að hann leiki. Montana sagði brosandi við blaðamenn í gær að hann myndi draga Rice inn á leik- völlinn kvað sem það kostaði á sunnudag! Veðbankar telja San Fransico sigurstranglegra í leiknum og sam- kvæmt kokkabókum þeirra á 49ers að vinna með fimm stigum. Þrátt fyrir að bannað sé að veðja á fót- boltaleiki í Bandaríkjunum (fyrir utan Nevadafylki) er talið Banda- ríkjamenn eyði 2.5 milljörðum dala (125 milljarða króna) í ár á þennan leik. Það er nánast þjóðaríþrótt að veðja á úrslitaleikinn á vinnustöðum í Bandaríkjunum og hefur lögregla lítið aðhafst þótt margir fari lítt í felur með veðstarfssemi í kringum þennan leik. íuémR FOLK ■ BALDUR Maríusson var kjörinn formaður Knattspymu- ráðs Reykjavíkur á ársfundi ráðs- ins á fimmtudagskvöld. Baldur og Eiríkur Helgasoii voru í kjöri og sigraði Baldur 32:10 í kosning- unni. Hann tekur við af Gísla Sig- urðssyni, sem gaf ekki áfram kost á sér. KRR færði Gísla stóra styttu fyrir vel unnin störf um árabil, en Gísli gaf KRR bikar, „Gíslabikar", sem keppt skal um í Reykjavíkur- móti 1. flokks. ■ ÁSTRALSKA sjónvarpsstöð- in Network Seven“ hefur keypt Olympíusýningarréttinn til Ástr- alíu árið 1992 og greiddi fyrir með 33,3 milljón dollurum. Áður hafði NBC náð réttinum til Banda- ríkjanna og reitt fram 416 milljón dollara. ■ DIEGO MARADONA hefur tilkjmnt forráðamönnum Napólí að hann ætli að taka sér tíu daga frí frá keppni og æfingum. „Ég er að sálast í bakinu og verð að taka það rólega," sagði kempan við frétta- menn. Napólí leikur á útivelli gegn Sampdoria um helgina og má illa við að leika án snillingsins, en liðið er tveimur stigum á eftir Inter sem skipar efsta sætið. ■ TVEIMUR breskum kylfing- um hefur verið meinað að keppa á Trinidad Open golfmótinu. Þeir heita Simon Bishop og Jeremy Bennett, en Bishop vann_ einmitt mótið fyrir tveimur árum. Ástæðan sem gefin hefur verið er sú að þeir hafí tengsl við Suður-Afríku. Fé- lagamir vom rasandi af bræði, sögðu að þeir hefðu ekki komið til forboðna landsins í átta ár og og aldrei hefði staðið til að fara þang- að aftur. ■ BRIAN CLOUGH, hinn litríki framkvæmdastjóri Nottingham Forest komst heldur betur í frétt- imar eftir að lið hans hafði gersigr- að QPR 5:2 í 8 - liða úrslitum deild- arbikarkeppninnar í vikunni. í leiks- lok mddust um 300 áhorfendur inn á völlinn og urðu þá margir undr- andi að sjá stjórann spretta á fætur og fljúgast á við unglinga. Sjónar- vottur sagði Clough hafa orðið laus höndin við að minnsta kosti fjögur ungmenni og slíkt flokkaðist undir skrílslæti. Ef einhver hefði átt að lumbra á fólkinu þá hefði það verið lögreglan sem raunar fjölmennti inn á völlinn og gerði einmitt það. Sjálf- ur segist Clough hafa orðið áhyggjufullur og óttast mjög að áhangendum liðanna lysti saman. Hann hefði einungis ætlað að leggja löggunni lið. Reiknað er með því að aganefndin taki málið fyrir fljót- lega og má gera ráð fyrir því að stjórinn skapstóri fái einhvers konar refsingu fyrir athæfið. Kokhraustur að vanda lýsti Clough því yfír að hann myndi ekki hika við að gera slíkt hið sama ef staðan kæmi upp. Ekki er líklegt að yfirlýsingin verði honum til framdráttar er aganefnd- in afgreiðir málið. Um helgina Körfuboltl íslandsmótið, sunnudag Þór-ÍBK........Akureyrikl. 20 UMFG-KR...Grindavík kl. 20 Valur-UMFT..Valshúsi kl. 20 IS-Haukar.Kennarah. kl. 20 UMFN-ÍR....Njarðvík kl. 20 Blak í dag kl. 14.30 leika í 1. deild karla KA og Þróttur Neskaupstað á Akur- eyri og strax á eftir sömu lið í 1. deild kvenna. Kvennalið Þróttar R. og Víkings leika í Hagaskóla kl. 14. Fijálsar Meistaramót íslands innanhúss hefst í Laugardalshöll og Reiðhöllinni kl. 11.20 í dag, en keppni I Baldurshaga hefst kl. 13.30 í dag og kl. 10 á morg- un. Þá verður einnig keppt í Laugar- dalshölt kl. 13.30. Námskelð í dag kl. 10-18 heldur Knattspymu- þjálfarafélag fslands þjálfaramámskeið í Garðaskóla, Garðabæ. Þráinn Haf- steinsson, íþróttakennari, leiðbeinir. C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.