Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR'1989 17 Samband íslenskra viðskiptabaiika: Hægt að minnka vaxtamun — ef þjónusta er verðlögð í samræmi við kostnað Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sambandi íslenskra við- skiptabanka. Samband íslenskra viðskipta- banka telur nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum athugasemd- um vegna þess neikvæða áróðurs, sem rekinn er gegn íslenskum pen- ingastofnunumum þessar mundir. Reynt er að gera rekstur þessara stofnana sem tortryggilegastan í augum almennings. Þótt sagan geymi orð og gjörðir slíkra áróðurs- manna er engu að síður nauðsyn- legt að minna stjómvöld og almenn- ing á nokkur atriði er snerta þróun þessara mála á undanfömum miss- emm. Tímabil óðaverðbólgu, mið- stýrðra vaxtaákvarðana og nei- kvæðra raunvaxta á sparifé á síðasta áratug, ætti að vera öllum landsmmönnum í fersku minni, a.m.k. þeim er urðu fyrir þeirri bi- tru reynslu að sjá sparifé sitt brenna upp á verðbólgubáli. Verðtiyggingarsamanburður á svokölluðum sérkjarareikningum, sem bankar bjóða í dag, tryggir sem betur fer jákvæða raunvexti. Nú mun um helmingur af sparifé vera bundið á slíkum reikningum. Jafn- framt verður að tryggja ávöxtun almennra innstæðna. Þessi viðleitni til verðtryggingar á sparifé hlýtur að endurspeglast í þeim vöxtum sem ákveðnir eru á útlánum á hverj- um tíma. Þess ber þó að geta, eins og sést á meðfylgjandi línuriti, að bankamir hafa ekki elt toppa í vísi- tölubreytingum, hvorki upp né nið- ur. En það eru einmitt helstu rök áróðursmeistara nú, að þessi munur innláns- og útlánsvaxta sé of mikill og að bankamir séu tregir að lækka en fljótir til að hækka. íslenskt bankakerfí sé það dýrasta í.heimi, ásamt því að íslenskir bankar séu verst reknu fýrirtæki í landinu. Bankastarfsemi er þjónustugrein og sem slík ein af homsteinum hvers þjóðfélags. Tilgangur hennar er að miðla fjármagni frá þeim sem spara, til bæði fyrirtækja og ein- staklinga sem standa í fjárfesting- um og rekstri, og auk þess að veita fjölbreytta fjármála- og greiðslu- þjónustu í nútíma samfélagi. Það er hins vegar staðreynd sem ekki verður horft framhjá að í fámennu og stijálbýlu landi, eins og ísland er, verður öll þjónustustarfsemi vafalaust dýrari en hjá stórþjóðum. Þetta á við um bankastarfsemi eins og aðra þjónustustarfsemi. Bönkum Níu innbrot á hálfiim mánuði NÍU innbrot hafa verið framið i hús og fyrirtæki í Skipholti og nærliggjandi götum í Reykjavík frá 6. janúar sl. Málin eru óupp- lýst og er ekki vitað hvort sömu menn hafa verið á ferð í öll skipt- in. Meðal þeirra fyrirtækja sem brotist hefúr verið inn f eru IJós- mynda- og hljómtækjaverslanir og sums staðar er talsverðra verðmæta saknað. RLR vinnur að rannsókn mál- anna og sagði Jón H. Snorrason deildarstjóri það hvorki einsdæmi né óvenjulegt að skyndilega bæri svo mikið á innbrotum í ákveðnum götum eða hverfum bæjarins. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfírlögregluþjónní forvamadeild lögreglunnar í Reykjavík vildi benda á að fólk gæti gert innbrotsþjófum erfíðara um vik, til dæmis með því að ganga úr skuga um að dyr og gluggar væru tryggilega læstar að næturlagi. ber þó eins og öðrum fyrirtækjum að sinna hlutverki sínu með sem hagkvæmustum hætti. í þeirri hol- skeflu árása á bankakerfíð, sem nú dynur yfir, ber að varast að draga of einhliða ályktanir af samanburði við önnur lönd. í könnun sem Sam- band íslenskra viðskiptabanka lét gera og byggði á athugunum OECD á vaxtamun og kostnaði í bönkum aðildarlanda, kom í ljós að vaxta- munur hér á landi var alls ekki frá- brugðinn því sem hann var t.d. á Norðurlöndum. Vert er þó að benda á að stór hluti af þessari skýrslu OECD frá 1980, sem síðar var end- urútgefín 1985 með áorðnum breyt- ingum, fer í að skýra hvers vegna samanburður á vaxtamun og kostn- aði sé varhugaverður milli landa og að megintilgangur skýrslunnar sé að sýna þróun í hveiju landi fyrri sig. Það þjónar ákaflega vel hags- munum þeirra er ráðast á banka- kerfí, bæði hér á landi og erlendis, þar sem svipuðu moldviðri hefur verið þyrlað upp (t.d. í Noregi) að gleyma að geta þessara fyrirvara sérfræðinga OECD. Eitt af þeim atriðum, sem nefnt er í umræddri skýrslu, snertir íslenskt bankakerfí sérstaklega, en bent er á að umfang og verðlagning greiðslumiðlunar s.s. gíró og tékka- viðskipta sé mjög mismunandi milli landa og geti þar af leiðandi haft áhrif á samanburð á vaxtamun, þóknunartekjum og kostnaði, þegar mælt er sem hlutfall af niðurstöðu- tölum efnahagsreiknings. Það er staðrejmd að íslenskar innláns- stofnanir stunda umfangsmeiri greiðslumiðlun en víðast annars staðar og að tékkanotkun á íslandi er margföld á við það sem tíðkast t.d. á Norðurlöndunum. Það er líka staðreynd að þessi þjónusta er ekki verðlögð í samræmi við það sem hún kostar. Væri verðlagning raun- hæf væri hægt að lækka vaxta- mun. Hörðustu andstæðingar þess að bankar hér á landi verðleggi þessa umfangsmiklu þjónustu í samræmi við kostnað hafa einmitt __— --------------------------i us. BFtEöSTEKKI iL- verið stjómvöld sem með beinum eða óbeinum hætti hafa lagt hart að bönkum að hækka ekki þjónustu- gjöld gegnum tíðina og jafnvel beitt þrýstingi til að slíkar hækkanir væru dregnar til baka. í umræðum að undanfömu hefur komið fram að útflutningsatvinnu- vegimir þoli ekki þau innlendu vaxtakjör sem hér hafa verið f gildi, háir innlendir raunvextir séu að sliga undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Ekki verður hér gert lítið úr vanda þessara greina en bent á að yfír 70% af öllum útlánum útflutn- ingsgreina em bundin í erlendri mynt og háð erlendri vaxtaþróun. Mikil hækkun varð á þessum vöxt- um á síðastliðnu ári. T.d. hækkuðu vextir á dollar úr 7,5% í 9,5% frá upphafí til loka nýliðins árs og vext- ir á pundum úr 9,25% í 13% á sama tíma. Þessum vöxtum ráða ekki íslenskir bankar eða stjórnvöld. Þessu til viðbótar hækkuðu þessir gjaldmiðlar verulega í verði gagn- vart íslenskri krónu á árinu, dollar um 29,56% og pund um 24,58%. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísi- tala um 19,1%. Þessar tölur sýna að raunvextir erlendra lána vom mun hærri en innlendra lána með vöxtum og verðtryggingu á sl. ári. í þessu sambandi má nefna að hlut- deild erlendra lána fer sívaxandi í efnahagsreikningum bankanna. Fýrir umsýslu og áhættu, sem þess- um lánum fylgir fyrir bankana, er vaxtamunur aðeins 1,25%. Hafa verður þennan hluta í starfsemi bankanna í huga þegar rætt er um of háan vaxtamun, sem og alla vaxtaberandi liði í efnahagsreikn- ingi. Eins og vikið var að í upphafí telja bankamir sér skylt að benda á ofangreindar staðreyndir í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp um óhæfílegan kostnað bank- anna og innlend lánskjör. Óskandi væri að þessar athugasemdir gætu orðið til þess að efla málefnalega umræðu um bankarekstur. Breyt- ingar í átt til aukins hagræðis í íslensku bankakerfí munu eiga sér stað. Þessar breytingar munu af eðlilegum ástæðum þó taka þeim mun lengri tíma sem óvissa er meiri um starfsskilyrði til banka- rekstrar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.