Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B OG LESBOK 17. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ræða George Bush 41. forseta Bandaríkjanna: Tími alræðisstjórna er alls staðar á imdanhaldi Forsetinn sagði nýja vinda frelsis og framfara blása um heimsbyggðina Wa.shington, London, Moskvu. Reuter. George Bush sver William Rehnquist hæstaréttardóm- ara embættiseið sem 41. for- seti Bandaríkjanna. Á milli þeirra er Barbara Bush for- setafrú en lengst til hægri sést Ronald Reagan, fráfar- andi forseti. Athöfiiin fór fram á tröppum þinghúss- ins. HUNDRUÐ þúsunda manna voru til staðar í Washington er George Bush sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna um eittleytið í gær að staðartima. Að lokinni ræðu hins nýja forseta föðmuðu fyrrum forsetahjón, Ronald og Nancy Reagan, þau Bush og eiginkonu hans, Barböru, að sér. Síðan stigu Reagan-hjónin upp í þyrlu, sem beið þeirra skammt frá þinghúsinu þar sem athöfhin fór fram, og héldu áleiðis til Kalifórníu. Bush bárust heillaóskir frá þjóðarleiðtogum um allan heim og sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í bréfi til Bush að gífúrleg reynsla hans yrði „ómetanleg" fyrir Bandarikin og allan hinn fijálsa heim. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagðist vona að ríkin tvö myndu í sameiningu vinna að lausn heimsvandamálanna og brýnast væri að útrýma stríðshætt- unni. I ræðu Bush gætti bjartsýni varðandi heimsmálin en forsetinn ræddi einnig ýmis vandamál sem mjög brenna á Bandaríkjamönnum, þ. á m. fátækt og fíkniefhavanda. Forsetinn hóf ræðu sína með því að segja að meðal viðstaddra væri maður sem hefði unnið sér varanleg- an sess í hjörtum Bandaríkjamanna og sögu þeirra; Ronald Reagan. Bush sagðist vilja fyrir hönd þjóðar- innar þakka Reagan fyrir allt sem hann hefði gert fyrir Bandaríkin og var þessum orðum hans ákaft fagn- að af mannfjöldanum. Eftir að hafa beðið fólk að sameinast í bæn sagði forsetinn m.a.: „ ... Við lifum á tímum friðar og velmegunar. En við getum bætt um betur því að nú blása nýir vindar og heimurinn virðist genginn í end- umýjun lífdaga sem helgaðir eru frelsinu. Ef til vill er ekki búið að hrinda öllum einræðisherrum af stalli en ljóst er að enginn dáir þá framar í hjarta sínu. Tími alræðisins er á undanhaldi — fomeskjulegar hugmyndir þess hrynja nú eins og sölnað lauf af gömlu, lífvana tré. Ferskur vindur blæs og þjóð sem bergt hefur bikar frelsisins er nú rejðubúin að láta hendur standa fram úr ermum. Bijóta þarf nýtt land og vinna nýjar dáðir. Stundum virðist okkur fram- tíðin vera þoku hulin. Við bíðum í von um að létti til svo að við getum ratað rétta leið. En nú virðist sem við getum gengið hindmnarlaust á braut framtíðarinnar. Miklar þjóðir halda nú í lýðræðis- átt á vit frelsis. Karlar og konur um allan heim láta nú hið fijálsa mark- aðskerfi vísa sér leiðina til velmeg- unar. Alls staðar er barist fyrir tjáning- arfrelsi og fijálsri hugsun; helstu vörðum á veginum tii þeirrar and- legu og siðferðislegu fullnægju sem aðeins frelsið getur veitt okkur. .. I fyrsta sinn á þessari öld, e. t. v. í fyrsta sinn í sögunni, þurfum við ekki að finna upp nýtt stjómarfyrir- komulag, þurfum ekki að skeggræða fram á nótt kosti og ókosti hinna margvíslegu stjórnkerfa. Við þurfum ekki að leita réttlætis hjá krýndum einvöldum. Við þurfum aðeins að gæta þess sjálf... Bandaríska þjóðin sýnir aldrei fyllilega sitt rétta andlit nema hún beijist fyrir göfugum hugsjónum. Við eigum í slíkri baráttu nú. Mark- mið hennar er að mýkja drættina í ásjónu þjóðfélags okkar og vinna að bættum heimi. Vinir mínir, við höfum verk að vinna. Huga þarf að þeim sem ekk- ert heimili eiga, þeim sem ráfa um í reiðileysi. Sum börn skortir allt, ástúð jafnt sem eðlilega umhirðu ... Eitt sinn var lausnin talin sú að beita almannafé til að útrýma öllum slíkum vandamálum. En við höfum komist að raun um að svo er ekki og hvað sem því líður þá eru fjárhag okkur takmörk sett. Vinna þarf bug á hallarekstri ríkisins. Vilji okkar er sterkari en fjárhagurinn en viljann má að sönnu ekki skorta... ' Á sama hátt og miklir menn verða miklar þjóðir að standa við orð sín. Þegar Bandaríkjamenn lýsa skoðun sinni er það gert af heilum hug — hvort sem um er að ræða samning eða eið sem unninn er á marmara- þrepum. Sjá enn fremur fréttir á bls. 18. Reuter Pólland: Walesa vill viðræður Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, óháðu verkalýðsfé- laganna í Póll- andi, sagði í gær, að taka ....... bæri alvarlega ákvörðun stjórn- valda um að leyfa Samstöðu og kvaðst mundu beita sér fyrir samningum. Kosningar í Sovétríkjunum: Sakharov valinn frambióðandi Moskvu. Reuter. ANDREI Sakharov, sem kunnur er fyrir baráttu sína fyrir auknum mannréttindum í Sovétríkjunum, var í gær útnefiidur frambjóðandi í væntanlegum þingkosningum fyrir kjördæmi eitt í Moskvu. Áður hafði sovéska vísindaakademían hafnað honum og hefúr það vakið reiði og hneykslan margra. Starfsmenn Lebedev-eðlisfræði- stofnunarinnar í Moskvu ákváðu að útnefna eðlisfræðinginn og frið- arverðlaunahafann Sakharov sem frambjóðanda í Oktíjabrskaja-kjör- dæmi í borginni og fóru leikar þannig við atkvæðagreiðsluna, að rúmlega 1.500 voru því samþykkir en 22 á móti. Á fundinum þar sem þetta var ákveðið fóru margir hörð- um orðum um forsætisnefnd vísindaakademíunnar og tóku undir með Sakharov, að hún hefði haft lýðræðið að spotti með því að hafna honum og 100 mönnum öðrum án þess að bera það undir félagsmenn. Stofnanir eins og vísindaaka- demían geta útnefnt sína eigin þingmenn og hefur gætt mikillar óánægju með þann hátt, sem þær hafa á því. Á vísindaakademían örugg 25 sæti á þingi en til að fryggja þá menn, sem forystan hefur velþóknun á, útnefndi hún aðeins 23 og lét tvö sæti af hendi. Segja einnig margir, að sjálf mið- stjórn kommúnistaflokksins hafi orðið sér til skammar þegar hún útnefndi aðeins 100 menn í 100 sæti og sýndi með því, að hún hef- ur litlar mætur á iýðræðinu. Sjálfur verður Sakharov að takast á við tvo eða þrjá aðra frambjóðendur í kosningunum. Walesa sagði, að landsnefnd Samstöðu kæmi saman á sunnu- dag og ákvæði þá hvort unnt væri að taka upp viðræður við stjórn- völd. Sagði hann að tilboðið um lögleiðingu Samstöðu uppfyllti ekki óskir almennings en væri þó mikilvægt skref, sem ekki hefði verið þrautalaust fyrir kommún- istaflokkinn. „Ég get ekki talað fyrir landsnefndina en sjálfur vil ég leggja mitt af mörkum til að leysa vandamálin í pólsku sam- félagi," sagði Walesa. Kommúnistaflokkurinn vill leyfa Samstöðu gegn því, að hún taki höndum saman við stjórnina um endurreisn efnahagslífsins en nán- ar á að skera úr um það í viðræð- um aðilja. Ákvörðun flokksins hefur vakið Iitla hrifningu meðal forsvars- manna opinberu verkalýðsfélag- anna, sem segjast óttast óróa á vinnustöðum og viðurkenna, að líklega muni einhveijir ganga Sam- stöðu á hönd. Vestrænir stjómarerindrekar í Póllandi segja, að kommúnista- flokkurinn hafi unnið vissan sigur á sjálfum sér með ákvörðuninni en á hana muni þó fyrst reyna í viðræðunum við Samstöðu. Bandarísk Boeing-þota: Hreyfill dattaf Chicago. Reuter. ANNAR hreyfillinn á þotu af gerðinni Boeing 737-200 í eigu Piedmont-félagsins slitnaði af væng hennar og féll til jarðar skömmu eftir flugtak frá O’Hare-flugvell- inum í Chicago í gær. Tókst flugmönnunum að lenda þot- unni aftur án þess að nokk- um um borð sakaði. Á fimmtudagskvöld datt vænghluti af tveggja hreyfla Boeing 757 þotu Eastern Air- lines flugfélagsins skömmu eft- ir flugtak frá Atlanta-flugvelli og varð hún að lenda strax aftur á vellinum. Bandarísk flugmálayfirvöld reyna nú að finna orsakir þessara óhappa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.