Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 31 Minning: Áki Þorsteinsson Ólafsfírði Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. í dag verður jarðsettur frá Ólafs- fjarðarkirkju tengdafaðir minn, Áki Þorsteinsson, og finnst mér þessar ljóðlínur eiga vel við sem upphafs- orð minningargreinar um mann, sem nánast allt sitt líf helgaði „sveitinni sinni" og vildi helst ekki annars staðar vera. Áki fæddist í Ólafsfirði 16. jan. árið 1910 og var því tæplega 79 ára þegar hann lést en hann kvaddi þennan heim 12. jan. sl. Hann var sonur Guðlaugar Sveinsdóttur og Þorsteins Jónssonar. Þá bjuggu í Brautarholti í Ólafsfirði bamlaus hjón, Margrét Ámadóttir og Rand- ver Jónsson. Þeim treysti Guðlaug fyrir drengnum sínum og gengu þau honum í foreldrastað. Og svo líða árin. Fyrr en varir em áhyggjulítil æskuár að baki og alvara fullorðinsára tekur við. Áki fór á sjóinn og upp frá því var hans aðalstarf tengt fiski og vinnu við fískverkun. í rúm 40 ár vann hann í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar og geri aðrir betur. Áki kvæntist Sigurbjörgu Elínu Guðmundsdóttur frá Háaskála í Ólafsfirði. Hann réðst í að byggja íbúðarhús, sem hann kom upp með miklum dugnaði. Það stendur í brekkunni fyrir ofan höfnina og einhvem tíma hafði ég orð á því við hann að fallegra hússtæði hefði hann tæplega getað valið. En erfitt hefur það verið á þeim ámm að reisa sér hús svo að segja með tveim höndum. Þau Sigurbjörg og Áki eignuðust einn son, Gísla Vilhjálms, en þegar hann var 5 ára gamall dó Sigur- björg. Má fara nærri um hvflíkt reiðarslag það hefur verið fyrir Áka og hygg ég að það sár hafi aldrei að fullu gróið. Rúm 33 ár em nú liðin síðan ég kom fyrst til Ólafsfjarðar í þeim tilgangi að heilsa upp á tilvonandi tengdaföður minn. Áuðvitað var ég spennt og kannski dálítið kvíðin. Hvemig myndi nú Áka lítast á konueftii einkasonar síns? Ekki veit ég það en hitt veit ég að ég hlaut ákaflega hlýjar móttökur og fljótt fann ég að ég hafði ekki aðeins eignast tengdaföður, heldur einnig góðan vin. Hann var skemmtilegur að tala við, hafði góða kímnigáfu og sagði vel frá. Margir höfðu orð á því við mig að Áki væri ákaflega bamgóður og því átti ég eftir að kynnast. Ári seinna lögðum við aftur leið okkur norður. Þá höfðum við Gísli eignast son, Ingólf, sem nú fór í sína fyrstu heimsókn til afa í Ólafs- firði. Þeir urðu strax mestu mátar og hefur aldrei borið skugga á vin- áttu þeirra. „Þetta máttu ekki gera, elsku drengurinn hans afa,“ var allt og sumt sem Áki sagði er Ing- ólfur í óvitaskap blés á öskuna í öskubakka afa síns. Áki hafði mikið yndi af tónlist. Hann hafði fallega tenórrödd og söng ámm saman í karlakór í Ólafs- firði. Einnig söng hann um tíma í kirkjukómum. Hann spilaði vel á munnhörpu og hafði á sínum yngri ámm stundum spilað fyrir dansi á þetta litla hljóðfæri. Áki gerði ekki víðreist, vildi helst alltaf vera heima. Þó heimsótti hann okkur Gísla til Kaupmannahafnar en þar bjuggum við í eitt ár. Gísli var þá bundinn í vinnu svo það kom að miklu leyti í minn hlut að sýna Áka borgina. Honum þótti sjálfsagt mikið koma til allra gömlu bygging- anna, en mesta ánægju hafði hann af því að rölta með mér um Strikið og virða fyrir sér hið fjölbreytta mannlíf, sem þar iðar. Og það var- skemmtilegt að upplifa borgina með augum manns, sem sárasjaldan hafði komið út fyrir heimabyggð sína. Ég gleymi því heldur ekki hve glaður hann varð, er við í einni versluninni hittum fyrir íslenska afgreiðslustúlku, sem var okkur hjálpleg. — Það var mikið blessuð stúlka í hans augum. Þessi minningabrot eru sundur- laus en með þeim vil ég kveðja Áka og þakka honum samfylgdina um leið og ég bið honum blessunar í nýjum heimkjmnum. Hvfli hann í friði. Bjarney Ingólfsdóttir + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA PÁLÍNA ÞORLÁKSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardag, kl. 14.00. Sigrfður Valgeirsdóttir, Guðríður Valgeirsdóttir, Jón Valgeirsson, Jósef Valgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Oddný Jónsdóttir, Másstöðum — Minning Fædd 27. október 1902 Dáin 11. janúar 1989 Þann 11. janúar sl. lést á Héraðs- hælinu á Blönduósi Oddný Jóns- dóttir. Oddný var fædd á Másstöðum í Vatnsdal 27. október 1902 og var dóttir Jóns Kristmundar Jónssonar og Elínborgar Margrétar Jónsdótt- ur. Eignuðust þau þijá dætur, Þor- björgu sem dó árið 1952, Guðrúnu og Oddnýju sem var yngst þeirra systra. Móðir Oddnýjar lést árið 1914. Jón kvæntist seinni konu sinni, Halldóru Gestsdóttur, árið 1920 og eignuðust þau eina dóttur, Elín- borgu, kennara á Skagaströnd. Einn vetur stundaði Oddný nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og nam við Kvennaskólann í Reykjavík í tvo vetur. Skólaganga Oddnýjar var mun meiri en almennt gerðist á þessum tíma, enda starf- aði hún síðar við almenna kennslu í Víðidal og í Reykjarfírði á Strönd- um. Hún var mikil hannyrðakona og var um tíma lausráðinn kennari við Kvennaskólann á Blönduósi, kenndi vefnað og pijón. Árið 1955 hófu systursynir Oddnýjar, Jón og Zophonías, synir Guðrúnar og Pálma á Bjamastöð- um, búskap á Hjallalandi, næsta bæ sunnan Másstaða. Þar sem Oddný hafði aldrei gifst þótti henni sjálfsagt að styðja við bakið á frændum sínum og gerðist ráðs- kona hjá þeim. Þar bjó hún til árs- ins 1980 er hún fluttist með þeim bræðrum að Hnausum í Þingi. Sumarið 1956 kynntist ég þessu ágæta fólki er ég var sendur í sveit að Hjallalandi, þá að verða átta ára gamall. Ástúð og umhyggja Oddnýjar var sérstök og átti hún sinn þátt í því að í mínum huga kom ekki annað til greina en komast í sveitina eins snemma á vorin og mögulegt var og heim til Reyjavíkur var aldrei farið fyrr en eftir seiiini réttir á haustin. Annað sumarið mitt á Hjallalandi lést faðir minn og var Oddný beðin að tilkynna mér andiátið. Gerði hún það af slíkri nærgætni og með þeim hætti að sorgin sem því fylgdi var ekki eins þungbær og ég hygg hún hefði orðið ella. Fróð kona var Oddný og hafði hún næmt eyra fyrir góðum kveð- skap. Hún komst oft mjög skemmti- lega að orði og sagði hlutina ekki eins og allir aðrir. Aldrei leiddist litlum dreng að vera í nálægð við hana, hvort held- ur hún var við mjaltir, heyskap, að pijóna eða var að vefa á stóra vef- stólinn. Frá henni streymdi öiyggi og hlýja. Aldrei hejrði ég Oddnýju hallmæla nokkrum manni, hún var hógvær kona og lítillát. Oddný hafði átt við vanheilsu að stríða nú um skeið. í haust gekkst hún undir aðgerðir á Héraðshælinu á Blönduósi og á Landspítalanum. Augljóst var að hún færi ekki að Hnausum aftur og þegar Ellert, systursonur hennar á Bjamastöð- um, og Vigdís, kona hans, buðu henni að dveljast hjá þeim með syst- ur sinni, Guðrúnu, síðustu æviárin þáði hún það og gladdist jrfír því að geta verið áfram innan um sitt fólk. En þrátt fyrir það vissi Oddný að kallið kæmi innan tíðar og hafði búið sig undir það. í huga hennar og hjarta var friður og ró. Frá Másstöðum og Hjallalandi er hvað fegurst útsýni yfir Vatns- dal. Fjöllin, Hnjúkurinn, Flóðið með sínum svanasöng og Vatnsdals- hólamir. Stórkostlegt landslag. Þama var Oddný alin upp og þar dvaldi hún nánast alla sína ævi. Ég mun ætíð minnast hennar í þessu fagra umhverfi. Um leið og Oddný er nú kvödd með djúpri virðingu og þakklæti sendi ég samúðarkveðjur til bræðr- anna í Hnausum og heimilisfólksins á Bjamastöðum. Utför Oddnýjar Jónsdóttur verð- ur í dag frá Þingeyrakirkju. Sigurður Dagbjartsson Ragnhildur Maríus■ dóttir - Minning Fædd 27. nóvember 1960 Dáin 2. nóvember 1988 Mig langar að minnast elskulegr- ar vinkonu minnar, Röggu, eins og hún var kölluð. Hún barðist við erfíðan sjúkdóm í rúm tvö ár. Við Ragga höfum verið vinkonur frá því við vorum í sama bamaskóla. Þar kom hún öllum í gott skap, var ætíð hress og kát. Hún skilur eftir sig margar góðar minningar. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé horfín okkur. Eiginmanni sínum kynntist hún á unga aldri og var það ást við fyrstu sýn. Þau eignuð- ust jmdislega dóttur í maímánuði 1981. LÍfið blasti við fjölskyldunni og þau fóru utan til náms. Hún lagði stund á tækniteiknun en Nonni tæknifræði og brautskráðust bæði. Framundan var líf og starf. En Guð kallaði Röggu til sín. Megi hún sofa rótt og megi Guð styrkja Nonna og Steinunni litlu og fjöl- skyldur þeirra í hinni miklu sorg. Hulda K. Reynisdóttir + Móðir mín, tertgdamóðir og amma, HERDÍS JÓNSDÓTTIR, áður Öldugötu 11, Hafnarfirðl, lést á Hrafnistu, Reykjavík 7. janúar sl. Bálför hennar hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstaklega viljum viö þakka starfsfólki E-álmu Hrafnistu. Alma Guðmundsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Ólafur Emilsson og fjölskylda. + Hjartkær móðir okkar MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR Fannborg 7 (áður Neðridal), Kópavogi, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði þann 20. janúar. Guðrún Jóna Þorkelsdóttir, Katla Þorkelsdóttir, Hekla Þorkelsdóttir, Vllhjálmur Þorkelsson. + Sonur okkar, VALDIMAR ÞORVARÐARSON, Sæbóli 46, Grundarfirði, lést af slysförum á sjúkrahúsi í Barcelona á Spáni föstudaginn 20. janúar. Fyrir hönd barna og systkina hins látna, Ásdís Valdimarsdóttir, Þorvarður Lárusson. + Útför SIGURÐAR JÓHANNS JÓNSSONAR, Skólastig 11, Akureyri, sem lést 13. janúar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.30. Þórunn Björnsdóttir, Björn Sigurðsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖLDU KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR, Sóivallagötu 16, Keflavfk. Jóhann Jóhannsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Elndfs Kristjánsdóttir, Hörður Ingi Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Guðleif Harpa Jóhannsdóttir, Páll Arnason, Gísli Hlynur Jóhannsson, Sigrfður H. Guðmundsdóttir, Sigurlaug Hanna Jóhannsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.