Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 32
32 M I p MJ ViAh ,ts UOOACOIA011AJ 0107' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. 3. AJR 1989 fclk í fréttum ROLLING STONES Jagger og félagar á sviðinu Mick Jagger, Keith Richards, Mick Taylor og Ron Wood, allir úr hljómsveitinni Rolling Sto- nes, tóku þátt í óundirbúnum hljóm- leikum með ýmsum stjömum í Waldorf Astoria hótelinu í New York á dögunum. Aðeins Charlie Watts og Bill Wyman sátu heima. Hljómsveitin er nú orðin 25 ára gömul en hefur ekki farið í hljóm- leikaferð síðan árið 1982 og ekki tekið upp hljómplötu síðan 1986. Heyrst hefur að mikið ósamlyndi sé á milli Micks Jaggers og gítar- leikarans Keiths Richards og að hljómsveitin ætli að binda enda á ferilinn með kveðjuhljómleikum síðar á þessu ári. Mick Jagger gaf þó í skyn á tónleikunum í New York að hljómsveitin ætti ekki eftir að syngja sitt síðasta á næstunni. „Þeir myndu ekki nenna þessu ef ekki væru jafn miklir peningar í veði,“ sagði Pete Townshend á hljómleikunum. „Við megum þakka fyrir að Mick skuli hafa svona dýr- an smekk." Ekkert ósamlyndi er á milli Micks Jaggers og Keiths Richards eftir þessari mynd að dæma, en hún var tekin þegar félagarnir veittu verðlaunum móttöku á óundirbúnum hljómleikum í New York. Tina Tumer faðmar Jagger sinn að sér á hljómleikunum i Waldorf Astoria hótelinu í New York. Þar sungu þau saman lögin „Honky Tonk Woman“ og „I Can’t Tum You Loose.“ SÖGULEG MEGRUN Sameiginlegt mark mið er 400 kíló Kynlíf? Hver? Við? Ertu eitt- 11 hvað verri? Heldurðu að við séum loftfimleikapar?" Slík voru svör heimsins feitasta kærustupars er þau voru spurð um daglegt líf og heilsufar. Slíkum spumingum eru þau Brenda, 30 ára og 190 kfló að þyngd, og Michael, 24 ára og vegur 457 kfló, vön að svara. Þau hittust fyrir ári og með þeim tókust miklir kærleikar. Þau dvelja nú á sjúkrahúsi í New York í Banda- ríkjunum í þeim tilgangi að grenn- ast, samanlagt um 400 kfló. „Ég hef misst 20 kíló á tveimur mánuðum. Það er sérstakur megr- unarkúr sem læknamir hér fyrir- skipa en Brenda hefur sína eigin uppskrift. Hún léttist á síðasta ári um 60 kfló. Við óhlýðnumst reyndar læknum og kjósum að nota eigin aðferðir. Drekkum mikið af vatni og lifum á vítamíni,“ segir Michael. Saga þeirra er ótrúleg. Brenda hafði komið fram í sjónvarpsþætti þar sem hún útskýrði hvemig 60 kíló runnu af henni. Michael varð umsvifalaust ástfanginn af henni. Hann hringdi til sjónvarpsstöðvar- innar, fékk númerið og bauð stúlk- unni heim til sín þar sem hann bjó með móður sinni (180 kíló). Brenda kom og féll strax fyrir Michael sem verið hafði rúmliggjandi í fjölda ára. Þau ákváðu að deila lífinu sam- an en Brenda vildi að sjálfsögðu koma Michael út úr húsinu. Til þess þurfti 30 grannvaxna menn og krana sem færði manninn á risa- stóran pallbfl og í sjúkrahúsið þar sem þau em nú. Hann er enn rúm- liggjandi og Brenda er ekki fær um að standa. lengur á fótunum en 4-5 tíma dag hvem. Þegar Michael var aðeins 7 ára Vó hann 70 kfló. Hann hætti í skóla þegar hann var tíu ára gamall, enda þá orðinn 120 kfló að þyngd. Kenn- aramir vom smeykir um Michael og sögðust þá ekki geta tekið ábyrgð á baminu. Og næstu árin þyngdist hann gegndarlaust. „Ég hef reiknað það út að á næstu þrem- ur ámm geti ég grennt mig um 300 kfló. Þá verður líf í tuskunum hjá okkur. Við ætlum að gifta okkur og eignast böm,“ segir Michael og er gott í honum hljóðið, enda hefur hamingjan heimsótt hann. Brenda ætlar að losa sig við 100 kíló, sem sé samanlagt 400 kflóa megmnar- kúr. Skyldi engan undra þegar þau segjast bíða í ofvæni eftir þeirri stund er þau geti farið að hreyfa sig eins og flest annað fólk! Loni Ander- son í bobba Leikkonan Loni Anderson er víst þekkt fyrir að láta aldr- ei nokkum mann sjá sig fyrr en hún hefur sett upp sinn dag- lega andlitsfarða. Samkvæmt heimildum var það því hrein hörmung er henti hana hér um daginn. Snemma morguns, áður en farðinn var kominn á sinn stað, hafði Loni skroppið út í garðinn fyrir utan hús sitt. Því miður varð henni það á að læsa sig úti. Nágrannamir sáu þó fljótlega hver var þama á ferð og Iánuðu konunni síma. Og ekki bara síma, andlitsfarða þurfti einnig að lána Loni — með tilliti til þess að lásasmiður- inn átti erindi að húsi hennar. Michael og Brenda. \ „...SÍÐAN ERU LIÐIN MÖRG ÁR" Módel 79 á Britnklóarballi! Nú er tækifærid til að uppiifa aftur ball með einhverri albestu stuðhljómsveit allra ffrna - í Broadway. Hver man ekki eftir lögunum Skólaball, Nína og Geiri, Rock'n Roll öll mín bestu ár, Síðasta sjóferðin, Eitt lag enn, Þjóðvegurinn, Upp í sveit o. fl. o. fl. o. fl. Á miðnætti verður Módel 79 með þrumu sýningu á HIND íþrótta- og sundfatnaði frá Bikarnum, Skóla- vörðustíg 14. Bjóddu þér d ball með BRIMKLÓ!!! ElSCACWAy . . . af t u r s e tn d ð u r ’ Aldurstakmark 20 ár. Miðaverð kr. 750,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.