Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 MAGIMÚS GAUTI GAUTASON Fæddur: 8. ágúst 1950 á Akureyri. Foreldrar: Edda Magnúsdóttir og Jó- hann Gauti Gautason. Heimilishagir: Kvænt- ur Hrefnu G. Torfadótt- ur og eiga þau þijú böm: 15 og 9 ára stúlk- ur og 3 ára dreng. Menntun: Stúdent frá MA 1970, próf í rekstr- arhagfræði frá háskó- lanum í Uppsölum í Svíþjóð 1974. Lítt áberandi og rólegur stjómandi Magnús Gauti Gautason tek- ur við starfil kaupfélags- stjóra Kaupfélags Eyfirðinga 1. febrúar næstkomandi. Magnús Gauti hefiir starfað hjá KEA allar götur síðan 1974, er hann lauk námi. Þeir sem lítt þekkja til kunna að efast um að hann sé sá rétti í starf kaupfélagsstjóra, en samstarfsmenn og aðrir sem þekkja Magnús Gauta vel efast ekki. Hann er sá rétti, segja þeir, og á efitir að koma á óvart. Mað- urinn er lítt áberandi og virkar mjög ró- legur, kannski einum of, en þeir sem til þekkja segja hann mjög traustan, hæfilega stífan á mein- ingu sinni og telja að hann verði góður stjómandi. „Það kom mér ekki á óvart að hann skyldi ráðinn kaupfélags- stjóri og ástæðan er einföld: hann hefur unnið mikið með mér og ég þekki hann vel. Það hefði satt að segja komið mér mjög á óvart hefði hann ekki verið ráðinn,“ sagði starfsmaður KEA. Hann sagði stjóm félagsins boða greini- lega stefnubreytingu með ráðn- ingu Magnúsar Gauta. „Þeir sem þekkja hann annars vegar og Val Amþórsson hins vegar vita að þeir em mjög ólíkir menn og starfsaðferðir þeirra em væntan- lega einnig ólíkar." Framsóknar- maður á Akureyri, sem þekkir vel til kaupfélags- ins, segir um verðandi kaup- félagsstjóra: „Hann er frekar ómannblendinn, hægur en mjög traustur maður. Ég hygg að hann eigi eftir að skila sínu og vel það. Hann á éftir að koma efasemda- mönnum á óvart.“ Eins og áður segir lauk Magnús Gauti námi 1974. Hann nam rekstrarhagfræði, og hefur síðan SVIPMYNP eftir Skapta HaUgrímaon unnið sig upp metorðastigann hjá KEA smám saman. Hann er flokksbundinn framsóknarmaður, en hefur ekki verið virkur í starfi flokksins. Um árabil lék Magnús Gauti handknattleik með KA, stóð í marki liðsins og þegar honum fannst nóg komið, vorið 1985, átti hann 324 leiki að baki í meist- araflokki. Kunningi Magnúsar Gauta frá unglingsámnum segir hann hafa virkað kæmlausan fram eftir aldri; allt þar til á miðtjum mennta- skólaámnum. „Síðan breytti hann um stíl, ef svo má segja,“ segir þessi viðmælandi blaðsins. „Þá kynntist hann eiginkonu sinni, Hrefnu Torfadóttur, og ég held að hún hafi haft mikil áhrif á hann. Mér fannst hann breytast mikið við þau kynni." Kunningi Magnúsar til margra ára kannast við sögusagnir um .að Magnús Gauti sé ekki sá rétti í kaupfélags- stjórastólinn. „Þetta fólk telur að kaupfélagsstjóri eigi að vera með vissa ímynd. Hann á að vera í bæjarstjóm, í forystu í frímúrara- stúku bæjarins og svo framvegis. Eins og Valur hefur verið. Ég held þvert á móti að tími sé til kominn að þetta breytist. Magnús Gauti er hægur og lítt áberandi og ég held að það geti orðið gott fyrir kaupfélagið að vera ekki með allt of áberandi mann sem stjóra. Ég held að gassagangurinn í Val hafi skaðað kaupfélagið." Sami maður telur álit „fólksins á göt- unni“ hluta af þeim „gamla stíl“ Akureyringa að treysta helst aldr- ei heimamanni fyrir neinni ábyrgðarstöðu, eins og hann orðar það: „Fólk heldur einfaldlega að heimamenn séu ekki nógu góðir. En Gauti er úrvalsmaður. Hans bíður örugglega mjög erfitt starf — erfíðara en margir halda, og þó ég þekki ekki hans fræðilega starf er ég viss um að hann á eftir að spjara sig.“ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Bifreið varnarliðsins sem lögreglan í Keflavík tók úr umferð, en hún er merkt Pósti og síma eins og sjá má. Varnarliðsbifreið tekin úr umferð: Merkt Pósti og síma en hvergi á skrá Keflavík. LÖGREGLAN í Keflavík tók á föstudaginn bifreið merkta Pósti og síma úr umferð, þar sem bíllinn finnst hvergi á skrá hjá Bifreiða- skoðun íslands. Bíllinn, sem er af tegundinni AMC Homet, árgerð 1977, var með skráningarmerkin J-256 og í bílnum var skoðunar- vottorð útgefið af Bifreiðaskoðun íslands 29. desember 1988. í skoð- unarvottorðinu er Póstur og sími, Keflavíkurflugvelli/Hafiiargötu 89, Keflavík sagður eigandi bílsins sem sé tryggður hjá Samvinnu- tryggingum. Oskar Þórmundsson lögreglufull- trúi í Keflavík hefur málið til með- ferðar og sagði hann að í ljós hefði komið að varnarliðið ætti bílinn og hefði Póstur og sími annan bíl til umráða, en sá væri nú á verkstæði á Keflavíkurflugvelli til viðgerðar. Ekki hefðu allir verið yfirheyrðir sem tengdust málinu og hefði stöðvar- stjóri Pósts og síma í Keflavík neitað að mæta til yfírheyrslu. Óskar sagði að lögreglustjórinn á Keflavíkurflug- velli úthlutaði J-númerum og hefði hann vísað á vamarmálanefnd sem gefið hefði heimild til að skrá um- rædda bifreið. Upplýst er að starfsmenn Pósts og síma tóku VL-númer, sem bifreið- ir í eigu vamarliðsins em jafnan skráðar með, af — og settu J-númer- in í staðinn. í bifreiðinni var sérstakt bensínúttektarkort sem eingöngu er ætlað vamarliðsbifreiðum. BB Fundir á Akureyri HALLDÓR Blöndal hefiir við- talstíma alla næstu viku á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Kaupvangi, á milli 17 og 18. Halldór segir að þessir viðtalstímar séu liður í fundaferð um lq'ör- dæmið. Hann mun ásamt Ólafi G. Einarssjmi halda almennan fund í Kaupvangi á miðvikudagskvöld, þar sem þeir fjalla um atvinnu- og skattamál. Steingrímur leið- ur á Qölmiðlafólki ENN BÓLAR ekkert á nýjum viðræðufundi ráðherra ríkisstjómarinn- ar við fulltrúa Borgaraflokksins um hugsanlega sljómaraðild hans, þannig að tryggja megi ömggan þingmeirihluta stjómarinnar. Flokksformenn sfjómarflokkanna hafa verið á fundaflandri, til þess að koma rauðum og grænum boðskap sínum á framfæri við þjóðina og Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks, er erlendis. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segist telja að næsti fundur með Borgaraflokknum verði á mánudag, en borgaraflokksmenn séu nú að skoða útreikninga Þjóðhagsstofiiunar á tillögum þeim sem þeir lögðu fram á fyrsta fundinum. Vaxtaslagurinn, hnútukast og orðaskak þeirra Sverris Her- mannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar er líklega það sem vak- ið hefur mesta athygli undanfarið. Að minnsta kosti hefur þessi slagur orðhákanna fengið hlutfallslega hvað mesta umfjöllun í fjölmiðlum. Ætli það sé ekki óhætt að segja að þeir kumpánamir hafi verið okk- ur fréttamönnunum dijúg upp- spretta í hálfgerðri „gúrkutíð", en það nefnum við þau tímabil þegar við horfumst í augu við fréttahall- æri, en stöndum samt sem áður frammi fyrir þeirri staðreynd að við verðum að fylla ákveðið rými af „fréttum", hvort sem það er á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi. Nú, ekki hjálpar það til í gúrkutíðinni blessaðri að ekkert þing situr, og gerir ekki fyrr en í næsta mánuði. Því þurfum við kannski venju frem- ur að heija af meiri aðgangshörku en ella á þá stjórnmálamenn sem eru í sviðsljósinu, þ.e. rikisstjómina, í von um að eitthvað fréttnæmt komi frá „þeim háu herrum". Það kann að vera orsök þess að forsætisráðherrann, Steingrímur Hermannsson, er óvenju pirraður á okkur fjölmiðlafólkinu, og segist nú íhuga það af fullri alvöru, með hvaða hætti hann geti takmarkað aðgang okkar að sér og öðrum ráð- herrum. Nú er það alls ekki svo að erfitt sé að skilja pirring forsætisráðher- rans, þegar litið er til þeirrar aðstöðu sem er fyrir hendi í sameiginlegri biðstofu forseta- embættisins og forsætisráðherra- embættisins í stjómarráðinu. Stof- an er lítil og þröng og menn geta gert sér í hugarlund hvemig er umhorfs þar, mér liggur við að segja að jafnaði tvo morgna í viku, þ.e. þriðjudags- og fimmtudagsmorgna, þegar haldnir era ríkisstjómarfund- ir í fundaherbergi forsætisráðu- neytisins, sem er inn af biðstofunni þröngu. Þar hafa að undanfömu beðið fréttamenn tveggja sjón- varpsstöðva, ásamt kvikmynda- tökumönnum og hljóðmönnum; fréttamenn a.m.k. tveggja útvarps- stöðva; fréttamenn allt að fímm dagblaða, ásamt ljósmynduram og hugsanlega einhveijir lausamenn í fréttamennsku og ljósmyndun. Þetta er vænn hópur og fylgibúnað- ur mikill, einkum hjá sjónvarpslið- inu, þannig að raunar eram við eins og rollur í rétt og grillir vart í auð- an fersentimetra á gólfinu þegar verst lætur. Það kemur í hlut hins elskulega dyravarðar forsætisráðuneytisins, Hans Kr. Eyjólfssonar, að sýna okkur hvað mest umburðarlyndi á meðan á biðinni stendur, og undan- tekningarlaust gerir hann það af stakri góðmennsku og glaðværð. Guðrún Sigurðar- dóttir, ritari for- sætisráðherra, fer ekki heldur var- hluta af átroðn- ingnum, þó að hún eigi það ekki beinlínis á hættu að verða troðin undir, eins og bless- aður ljúflingurinn hann Hansi. Loks þegar biðinni er lokið, og ráðherramir tínast út, einn af öðr- um, ráðumst við til atlögu, úr fjar- lægð séð, líklega eins og hrægamm- ar og ráðherramir komast ekki einu sinni til þess að nálgast yfirhafnir sínar. Þannig neyðast þeir til þess, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að svara fjölmiðlungunum. Þessi atgangur okkar er farinn að pirra forsætisráðherrann í nokkram mæli, eftir því sem hann segir sjálfur, og kveðst hann nú mm DACBÓKmb STfÓRNMÁL efiir Agnesi Bragadótlur Mynd/GVA Hans Kr. Eyjólfsson, dyravörður forsætisráðuneytisins í áratugi. íhuga að loka fyrir okkur stjórnar- ráðinu. Það kann vel að vera að slíkt muni reynast nauðsynlegt, en ætli ekki sé réttara að skipuleggja vinnuaðstöðu fréttamanna með öðr- um hætti en þeim að útiloka þá frá fréttauppsprettunni, eða að láta þá híma úti undir gafli stjómarráðsins, í íslenskum vetrarveðram. Sljórn- málamenn verða að átta sig á því að við erum að reyna að vinna okk- ar starf, þ.e. að koma því á fram- færi við þjóðina, sem er að gerast á vettvangi stjórnmálanna. Við komum ekki hlaupandi og skrifum fréttir, bara þegar það hentar þeim. Matið á því hvað er fréttnæmt er sem betur fer í höndum fjölmiðl- anna en ekki stjómmálamannanna. í það súra epli verða þeir bara að bita og fínna lausn á þessu vanda- máli sem er í takt við árið 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.