Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 17 fyrr í þessum mánuði á þessa leið: “„Hvað fór úrskeiðis við síðasta stjórnarsamstarf?“ — var ein af þeim spurningum sem forsætisráð- herra velti upp. Hann minntist á þá gagnrýni sem hann lá undir frá hendi sumra samráðherra sinna fyrir að vera of svartsýnn, finna of mikið að og gagnrýna ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. „En sá er vinur er til vamms seg- ir,“ sagði forsætisráðherra ...“ Það hlýtur að vera gott að eiga slíkan vin — eða hvað? Orð missa merkingu Þótt þessi tilfærðu ummæli séu valin af handahófí eru þau samt dæmigerð. Reglan virðist vera sú að grípa til stórorðra lýsinga og einkunnargjafar til að ná í gegn til íjölmiðla. Það segir auðvitað sitt um fréttamatið. Hættan er hins vegar sú, að orð missi merk- ingu. Þegar síðan menn hafa eitt- hvað raunverulegt til málanna að leggja tekur enginn eftir því. Þetta minnir á söguna um strákinn sem að tilefnislausu kallaði úlfur, úlfur og loks þegar úlfurinn kom, tók enginn mark á viðvörun stráksins. Mér sýnist að dægurmálaum- ræðan og sífellt orðaskak um veig- alítil framkvæmdaatriði hafi ýtt langtímastefnumótun til hliðar. Stjómmálamenn eru svo uppteknir af sjálfum sér, fjölmiðlum og úr- lausnarefnum líðandi stundar, að þeir gefa sér ekki tíma til að hug- leiða og marka stefnu fyrir framtíðina. í stað þess að setja almennar leikreglur og láta síðan fólk og fyrirtæki í friði við að fást við dagleg viðfangsefni sín, standa stjómmálamenn bullsveittir í björgunaraðgerðum fyrir einstakl- inga og einstök fyrirtæki. Hvað höfum við lært? Enginn spyr, hvað við getum lært af mistökum undanfarinna ára, þegar við eyddum um efni fram í mesta góðærinu. Hvað fór úrskeiðis og hvað getum við lært af reynsl- unni? Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að óhjákvæmilegar sveiflur í sjávarútvegi berist jafnóð- um út í allt efnahagskerfið og ýti undir óráðsíu og eyðslu umfram efni? Hvaða aðferðum getum við beitt, þegar hagur sjávarútvegsins batnar á ný, til að efla ráðdeild og fyrirhyggju og leyfa fyrirtækjunum að geyma ágóðann til mögra ár- anna? Hvernig getum við jafnað lífslqörin milli ára og útilokað þau vandræði, sem verða, þegar aitur dregur saman í næstu niðursveiflu? Og hvemig getum við undirbúið okkur undir vaxandi samkeppni á erlendum mörkuðum? Hvemig get- um við hratt en öragglega tileinkað okkur þær fíjálsræðishugmyndir, sem leitt hafa til bestu lífskjara í heiminum? Hvernig getum við auk- ið framleiðslu og afkastagetu þjóð- arbúsins og stækkað þannig það, sem til skiptanna er? Þetta era spumingar, sem okkur ber að svara áður en nýtt góðæristímabil brestur á. Þessar spurningar verða þeim mun áleitnari, þegar sijómmála- menn sökkva sér í deilur um smá- atriði. Kannski er þessi gagnrýni ósanngjöm, en þá segi ég bara, eins og forsætisráðherrann: „Sá er vinur, sem til vamms segir.“ Frelsi og sjálfsvirðing En snúum pkkur nú að öðra en stjórnmálum. Ég las um jólin bókina „Býr íslendingur hér?“ Þetta er reynslusaga Leifs Mullers, sem var handtekinn af nazistum og færður í fangabúðir þeirra í Sachsenhaus- en. Þessa bók ættu allir að lesa. Lýsing Leifs á fangabúðunum er holl áminning fyrir okkur, sem telj- um mannréttindi vera jafn sjálf- sagðan og eðlilegan hlut eins og andrúmsloftið. Kuldi, hungur og sjúkdómar urðu banamein þúsunda blásaklausra manna. Það er nógu erfítt fyrir okkur í velsældinni að setja okkur í spor þeirra, sem slíkt máttu þola. Hitt er þó hryllilegra, hvemig mannfyrirlitningin gat náð tökum á mönnum. Maður verður agndofa, þegar því er lýst, hvemig troðið var á sjálfsvirðingu fanganna og þeir niðurlægðir á svívirðilegan hátt. Hvemig gátu þessi ósköp gerst fyrir fáeinum áratugum í þessum heimshluta, þar sem okkur er tamt að trúa, að menningin rísi hæst? Og við vitum, að slíkur skepnuskap- ur er stundaður enn þann dag í dag í einræðis- og alræðisríkjunum, þar sem almenn mannréttindi era fótum troðin. Lestur þessarar bókar hlýtur að staðfesta og styrkja okkur í trúnni á nauðsyn þess að fara vel með frelsið, sem er hvorki útbreitt né sjálfsagður hlutur. Við skiljum betur en áður að frelsinu verður að fylgja ábyrgð á eigin verkum, sjálfsvirðing og virðing fyrir frelsi annarra og rétti þeirra til að njóta sjálfsvirðingar. Er ekki hollt fyrir okkur mitt í velmeguninni og dæg- urþrasinu, þar sem smáafturkippur kallast kreppa, að leiða hugann stundum að slíkum grandvallar- atriðum. Það hlýtur einnig að valda áhyggjum, að maður hefur oft og einatt á tilfinningunni að sumir stjórnmálamenn eyði svo miklum tíma í að tala, að þeir hafi engan tíma til að hlusta, hugsa eða lesa. KJOLFOT - SMOKING OG ALLT TILHEYRANDI ♦Smokingleiga* ♦Sersaumum allar stærðir* Einkaumboó á íslandi Þaö er sérstaklega ánægjulegt aö geta sagt frá því, aö Húsgagnahöllin h/f hefur gert einkaum- boössamning við stærstu dýnuverksmiöju Norö- urlanda, sænska fyrirtækið SCAPA, sem fram- leiðir i miklu úrvali heimsþekktar gæðadýnur, fjaöradýnur og vatnsdýnur. í dag kynnum við dýrustu dýnuna þeirra, sem sögö er vera alveg einstök gæöavara, enda full- yröa framleiöendur, að engin fjaöradýna á mark- aöinum sé vandaðri og betri aö liggja og sofa á. Þetta er dýnan Lux Ultraflex, sem kostar í verslun okkar kr. 28.900,- í stæröinni 90x200 cm. Sœ1 ife ipi Penang sett: 48.680,- meö standard dýnum. Besta dýnan sem þú getur keypt kostar 28.900,-. Lappasett kostar 1.600,-. Meiðasett kostar 3.500,- >' ~V' ' ••;.*• *>■ «'<■ ,-V \y .v. Sí . .-X- -í, ■ > **:: '. »* -.** ■£*WS®! LUXULTRAFLEX Fjaöradýna, stífeöa mjúk, meö tvöfalt fjaörakerfiá tréramma. I efri fjaöramottunni eru 240LFK fjaðrir á fermetra ogíneöri mottunni 130Bonellfjaörirá fermetra. Dýnunni fylgir þvottekta yfirdýna. Stærðir: 90 cm, 105cm, 120cmog 160cm. n Húsgagn&höllin REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.