Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 SVERRIR HERMAIWSSOV BAVKASTJÓRI Orðhvatt tryggðatröll ÞAÐ er aldrei logn um þennan mann. Honum virðist líða best þegar hann getur rifið stólpakjaft, á kjarnyrtri íslensku, sem sumir nefna gullaldarmál en aðrir skondna, dönskuskotna íslensku. Hann hefur áorkað ýmsu I pólitík, enda baráttumað- ur að eðlisfari, hvort sem er í pólitík, á skytteríi eða í lax- veiði. Hann er ekki maður uppgjafar. Sverrir Hermannsson, bankasljóri Landsbankans hefur verið gagnrýndur miskunnar- laust af pólitískum andstæðingum sínum, og þeirri gagnrýni hefiir vaxið fiskur um hrygg síðustu dagana. Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur, er vin- ur Sverris frá blautu bamsbeini. Þeir ólust upp saman í Ögurvík, þar sem aðeins lítill lækur skildi á milli húsa foreldra þeirra. Þeir léku sér saman „frá því við vorum óvitar, segir Helgi. „Sverrir varð snemma framtakssamur og hress. Við brölluðum margt saman frá þriggja, fjögurra ára aldri. Snemma hófum við baráttu fyrir réttlætinu, sem var fólgin í því að berjast á móti kjóanum, því kjóinn beitti kríuna ranglæti. Við vomm vinir kríunnar og þar af ieiðandi þurftum við að taka henn- ar málstað gegn kjóanum, sem var hinn versti fugl. Kjóinn átti hreiður skammt fyrir innan húsið á Svalbarði, heimili Sverris. Eitt vorið tókum við okkur til og stungum burtu þúfuna, til þess að hann væri ekki að hrella kríuna en þá flutti hann sig til, bölvaður og verpti utar í víkinni. Þá gerðum við út leiðangur og vígbjuggumst með prikum og skinnhúfur niður fyrir eyru,“ rifjar Helgi upp. Hann segir það vera __________________ persónueinkenni Sverris að standa vörð um réttlætið og það hafi hann ávallt gert. Hann hafi strax verið hugmyndaríkur og kjarkmikill og ekki vflað nokkum hlut fyrir sér. „Við vomm mjög miklir vinir á ísafirði. Við tókum báðir mikinn þátt í félagsmálum og Sverrir varð strax framarlega í hópi, eins og hann er enn. Hann átti það til þá, eins og hann á enn, að segja meiningu sína vel völdum orðum,“ segir Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, læknir, en hann kynnt- ist Sverri þegar ijölskylda Sverris fluttist til ísaijarðar. Þá var Sverrir 14 ára gamall og þeir urðu bekkjarfélagar í Gagnfræða- skóla Ísaíjarðar. Haraldur Bessason, rektor Há- skólans á Akureyri, var bekkjar- bróðir Sverris í Menntaskólanum á Akureyri og herbergisfélagi á Garði á háskólaámm þeirra. Har- aldur segir um Sverri: „Sverrir er mikill ágætismaður, en ég vil ekki skjalla hann. Hann er traust- ur vinur og ábyggilegur að öllu leyti. Sverrir er eins og tröllin - það er tröllatryggð í honum, og þannig reynist hann öllum vinum sínum. Hann getur skammað þá, jafnvel reiðst við þá, en það skipt- ir engu máli. Ekki neita ég því að sem unglingur gat hann verið dálítið stríðinn og gamansamur, og er enn. Hann færist allur í aukana, þegar hann er kominn á sviðið og hefur lítið breyst að því leyti. Það lætur hátt í honum og hann sagði mér einu sinni að það væri vegna þess að þau systkinín hefðu verið svo mörg á heimilinu, að það hefði þurft að láta heyra í sér! Það sem var alltaf eftirtekt- arverðast við Sverri, og er raunar enn, var það hversu vel hann komst að orði. Auk þess er hann gæddur ótrúlegu minni, þannig að hann getur þulið ólíklegustu texta utanbókar. Mér kæmi ekki á óvart þótt hann gæti enn þulið Njálu, eins og hún leggur sig. Það er einhver safi úr Vestíjarðakjálk- anum og ijöllunum, sem hefur komist inn í hans tungu þegar hann var barn. Maður sá það strax, þegar hann var unglingur, að þessi óhemju duglegi maður, sem átti afar létt með að læra og hafði slíkt þrek að hann vann að félagsmálum meðfram námi af feikna krafti, að hann hlyti að verða mjög skeleggur í þjóðmál- um.“ Eiginkona Sverris er Gréta Lind. Hún og Sverrir kynntust í Gagnfræðaskóla ísaijarðar. Þau eiga fimm böm og eina fósturdótt- ur, sem er sonardóttir þeirra, Gréta. „Okkur öllum finnst afi mjög góður fjölskyldufaðir,“ segir ________________ Gréta og bætir ejtirAgnesi Bragadóttur HELGIG. ÞÓRÐARSOIM „Snemma hófum við baráttu fýrir réttlætinu, sem var fólgin í því að berjast á móti kjóan- um, því kjóinn beitti kríuna ranglæti." STEINGRIMUR HERMANNSSOIM „Mérfannst hann fljótur að framkvæma hluti og vera hreinskiptinn í samskiptum. Hins vegar er það ekkert nýtt, að hann þarf að passa munn- inn sinn, eða „strigakjaftinn" eins og hann kallaði það sjálf- ur.“ , Teikning/ Pétur Halldórsson BARÐI FRIÐRIKSSON „Hann þolirekki leti og læpu- skaps ódyggðir. Hann erekki einn af þessum sem eru á endalausu vinsældasnati, sem oddbrýtur viljann til þess að framkvæma það sem þarf." við að Sverrir reyni . að eyða eins miklum tíma í faðmi fjöl- skyldunnar og hann geti, en iðulega þurfi hann að láta annað ganga fyrir, og á því hafi fjöl- skyldan fullan skilning. Pólitískur samheiji hans og þingflokksbróðir, hefur þetta eitt um Sverri að segja: „Ég hef aldr- ei kunnað við manninn." Ýmsir aðrir í þingflokknum eru jákvæð- ari í hans garð. Sverrir er af þeim sagður stórorður. Hann gangi hratt til verks og iðulega með miklum bægslagangi. Oft nái hann árangri vegna þessa. „Mest- ur ljóður á hans ráði, að mínu mati,“ segir einn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, „er að eftir að hafa verið all kjaftagleiður, eins og honum er einkar lagið, þá er oft eins og hann skorti úthald til þess að ljúka málum.“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Sverri svo: „Sverrir kann svo mikið í íslensku að þegar hann fer á kost- um ruglar sú kunnátta andstæð- inga hans í ríminu. Hann er mjög sérstæður maður og sker sig úr. Menn verða að taka hann eins og hann er, en út frá sjónarmiði stjórnmálaflokks, þá er það kostur að hafa litríka menn í baráttunni. Meira að segja finnst mér að það geti verið upplífgandi fyrir banka að fá eins og einu sinni á áratug svona litríka menn inn í banka- kerfíð.“ Þingmönnum ber saman um að Sverrir hafi á þingmannsferli sínum verið afar áberandi í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins og störfum sínum á þingi. „Sverrir er afar vel máli farinn. Sumir segja að hann tali gullaldarís- lensku, en það er auðvitað al- rangt. Hann talar dönskuskotna íslensku, sem hann hefur einkum tileinkað sér með lestri annála,“ segir pólitískur samherji hans. Barði Friðriksson hefur um ára- tuga skeið verið vinur Sverris og veiðifélagi. „Sverrir gleymir aldrei þegnum drengskap né efndum eigin loforða. Sverrir er besti vin- ur og nærgætnasti félagi sem maður getur átt. Ég er búinn að vera með honum í veiðiferðum, upp undir 30 ár. Hann er allra manna skemmtilegastur og fróð- astur í bókmenntum. Ef hann á að stjórna einhveijum þá þolir hann ekki leti og læpuskaps ódyggðir. Hann er einn af þessum mönnum sem nennir og þorir að stjóma og er ekki einn af þessum sem eru á endalausu vinsælda- snati, sem oddbiýtur viljann til þess að framkvæma það sem þarf,“ segir Barði um vin sinn. Sem baráttumanni er Sverri lýst þannig af samheijum sínum að hann hafi iðulega farið fremst- ur í flokki, þegar hann hafi trú á baráttumálinu. „Þá halda engin bönd Sverri. Hann fer óhikað gegn almenningsáliti, áliti sam- heija sem andstæðinga, ef hann er sannfærður um réttmæti mál- staðarins. Það hefur oft gerst þannig að framganga hans hefur verið slík að hann hefur beinlínis stungið samstarfsmenn sína af!“ segir einn þingmaður og hlær við tilhugsunina. Hann sé öldungis ófeiminn við að axla einn ábyrgð, hvort sem henni fylgi upphefð eða skðmm. Pólitískir andstæðingar Sverris vanda honum ekki kveðjurnar. Segja að hvergi nokkurs staðar í hinum vestræna heimi gæti bankastjóri þjóðbanka komist upp með orðbragð það og yfirlýsingar sem Sverrir hafi beitt að undan- förnu, án þess að verða að segja af sér. Það sé séríslenskt fyrir- brigði að Sverri líðist framkoma af þessu tagi, átölulaust. „Sverrir er kerling. Það er dá- lítið mikið af þessum brussum fyrir vestan, en þetta er aðallega einkenni á kvenpeningi. Þær láta mikinn, með pilsaþyt og látum, fara offari og kunna sér ekki hóf í neinum hlut.“ Svo lýsir pólitískur andstæðingur Sverri. Andstæð- ingar hans segja jafnframt að Sverrir hafi mjög gætt eigin hags- muna sinna með þátttöku sinni í stjómmálum. Hann hafi ekki „kunnað að greina á milli stjórn- málamannsins og fyrirgreiðslu- potarans, fyrir sína hönd, bræðra sinna og fjölskyldu.“ Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir: „í mínu sam- starfi við Sverri sem ráðherra líkaði mér vel við hann. Mér fannst hann fljótur að fram- kvæma hluti og vera hreinskiptinn í samskiptum. Hann er að vísu dálítið fljótfær og hefur gert hluti sem hefðu mátt skoðast betur. En ég hef alltaf metið menn sem eru duglegir, hreinskiptnir og ákveðnir. Hins vegar er það ekk- ert nýtt, að hann þarf að passa munninn sinn, ef ég má taka mildilega til orða, eða „striga- kjaftinn" eins og hann kallaði það sjálfur." „Sverrir er sá maður sem Sjálf- stæðisflokkurinn reiddist mest, þegar flokkurinn með Alþýðu- flokki í stjórnarandstöðu var á móti stofnun Framkvæmdastofn- unar, sem átti að verða fyrir- greiðslubyggðastofnun,“ segir þingmaður krata. „Geir Hall- grímsson, til dæmis beitti sér mjög hart gegn henni og sömu- leiðis Gylfi Þ. Gíslason. Það var kosningaloforð Sjálfstæðisflokks- ins að hún skyldi lögð niður þegar Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda 1974. Efndimar voru þær að Sverrir Hermannsson var gerð- ur að kommissar við hliðina á Tómasi Ámasyni. Þar vom því tveir þingmenn úr Austurlands- kjördæmi, og þá aðstöðu sína notaði Sverrir purrkunarlaust til atkvæðakaupa. Tómas sá um framsóknarmennina og fram- sóknarfyrirtækin og Sverrir um hina.“ Andstæðingar sem samheijar telja Sverri kjarkmann og að hann hafi náð árangri í pólitík á vissum sviðum. Jafnvel á ólíklegustu svið- um. Flokksbróðir hans nefnir sem dæmi að Sverrir hafi einatt gefið sig út fyrir að vera miðjumaður í Sjálfstæðisflokknum, sem -segði fijálshyggjunni stríð á hendur, en fáir menn hafi í reynd komið fram einkavæðingarmálum í jafn ríkum mæli og Sverrir Hermannsson. Hann nefnir sem dæmi Siglósíld og Landssmiðjuna. Andstæðingum sem vinum og samheijum ber öllum saman um einn kost Sverris: Að hann sé for- áttuskemmtilegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.