Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 11
' MORGUNBLAÐIÐ- SUNNUÐAGUR 22. JANÚAR 1989
“11
síðar í þessari viku, bendir til þess
að vinnutími hafi ekki styst eins
mikið og tölur Kjararannsóknar-
nefndar gefa til kynna. Samkvæmt
könnuninni hefur vinnutími styst
um eina klukkustund frá nóvember
1987 til nóvember 1988. Stefán
Ólafsson, forstöðumaður Félagsví-
sindastofnunar, sagði að ástæður
þessa gætu verið þær að könnunin
næði til stærri hóps en ekki aðeins
ASÍ félaga og einnig gæti verið að
menn ynnu meira svart, sem kæmi
þá fram þegar menn væru spurðir
en ekki í opinberum tölum. Þórarinn
V. Þórarinsson sagði að menn hefðu
einna helst orðið varir við samdrátt-
inn í yfírvinnu í fiskvinnslu og til
dæmis í loðnubræðslu, þar sem
menn ynnu mikið fyrri hluta árs
og væru vanir að hafa miklar ráð-
stöfunartekjur þá.
Ekki liggja fyrir neinar kannanir
á því hvemig fólk nýtir þennan
aukna frítíma og svör fólks sem
Morgunblaðið ræddi við voru mjög
mismunandi. Það er þó ljóst að á
sama tíma og fólk er að minnka
við sig vinnu skerðast tekjur þess,
þannig að fólk hefur síður ráð á
dýrri tómstundaiðju, eins og ein
kona sem rætt var við benti á; hún
sagðist hafa farið á námskeið þegar
hún fékk tíma til þess, en hún
væri að hætta af því að þau væru
svo dýr.
Er samdrátturinn stað-
greiðslunni að kenna?
Venjulega er stytting vinnutíma
íslendinga sett fram sem afleiðing
af samdrættinum í efnahagslífinu,
en gæti hugsast að þessu væri öfugt
farið, að styttri vinnutími væri or-
sök þess samdráttar sem orðið hef-
ur í þjóðfélaginu? Sigurður Snæv-
arr, hagfræðingur f Þjóðhagsstofn-
un, telur að svo geti vissulega ver-
ið. Staðgreiðslan hefði þá leitt til
minnkandi yfirvinnu, sem hefði or-
sakað minni verðmætasköpun og
lægra kaup, sem hefði dregið úr
eftirspum. Það er ekki auðvelt að
sanna eða afsanna slíka kenningu
og með henni er auðvitað ekki ver-
ið að líta fram hjá atriðum eins og
verðfalli á erlendum mörkuðum og
falli dollarans. Svo er alltaf spum-
ingin um hvað sé orsök og hvað
afleiðing; eggið eða hænan, sam-
drátturinn í vinnutíma eða efna-
hagslífi.
Þrettán af fimmtíu viðmælendum
Morgunblaðsins sögðust hafa dreg-
ið úr eyðslu í kjölfar skattkerfís-
breytingarinnar. Ástæðan er sú að
ef fólk jók vinnu sína í gamla kerf-
inu kom reikningurinn frá hinu
opinbera ekki fyrr en árið eftir og
þá voru ekki allir búnir að leggja
fyrir fúlgur fjár til skuldadaga.
Margir lentu því í eins einskonar
vinnuvítahring, eins og einn við-
mælandi Morgunblaðsins (sjá
ramma). Fólk var kannski að
byggja, vann myrkranna á milli, en
var samt búið að eyða afrakstrinum
af vinnunni þegar það fékk skattinn
í hausinn. Þá var ekki um neitt
annað að ræða en að vinna jafn
mikið eða meira til að borga skatt-
skuldirnar, sem aftur þýddi háa
skatta, sem aftur þýddi mikla vinnu.
Verðbólga og stundum óðaverð-
bólga ruglaði fólk síðan enn frekar
í ríminu.
Skattkerfisbreytingin kom þeim
ekki síst til góða sem hafa sveiflu-
kenndar tekjur og þurftu fyrir
breytingu að greiða hálaunaskatta
þegar tekjurnar voru í lágmarki.
„Kostur staðgreiðslukerfisins er
ekki síst sá að skattamir fylgja
hagsveiflunni. Ég þori ekki að
hugsa um hvernig ástandið væri
ef fólk væri á þessu samdráttar-
’ skeiði að borga skatta af hátelquár-
inu 1987,“ sagði Þórarinn V. Þórar-
insson. •»
Skattbyrðin hefur aukist í
staðgreiðslunni
Margir þeir sem Morgunblaðið
ræddi við töldu að þeir borguðu
hærri skatta í staðgreiðslunni, þó
að þeir segðust ekki hafa reiknað
það nákvæmlega út. Vilborg Þor-
steinsdóttir, formaður Verka-
HvaÖ segir fólk
um staÖgreiÖsluna?
Einn af fimm hefur dregið
úrvinnu og eyðslu
NÍU MANNS af fímmtiu sem
Morgunblaðið spurði á förnum
vegi sögðust hafa dregið úr
yfírvinnu vegna tilkomu stað-
greiðslu skatta og þrettán sögð-
ust hafa dregið úr eyðslu þess
vegna. Flestir viðmælendur
voru jákvæðir i garð skattkerf-
isbreytingarinnar og nefíidu
helst að nú vissu þeir að þeir
ættu peningana í launaumslag-
inu og ættu ekki skattaskuldir
yfír höfði sér. Margir sögðust
þó hafa það á tilfínningunni að
þeir borguðu meira í skatt i
staðgreiðslunni en áður.
Flestir þeir sem spurðir voru
um áhrif staðgreiðslukerfis-
ins á vinnutíma sinn sögðu að
hann væri frekar bundinn og stað-
greiðslan réði minnstu um hann.
„Ég myndi draga úr yfírvinnu ef
ég gæti,“ sagði 64 ára gömul
kona, skrifstofustjóri, og svipað
viðkvæði var hjá mörgum. Fólk
sagðist sjá nú miklu betur hve
stór hluti af yfirvinnutekjunum
færi í skatta og það ýtti ekki
undir áhuga á aukavinnu, en hún
væri oft óhjákvæmileg. „Ég skil
ekkert í þessum mönnum að leyfa
fólki ekki að vinna, þeir eiga að
taka peningana annars staðar,"
sagði 65 ára gömul afgreiðslu-
kona. Hjá sumum hafði yfírvinna
dregist saman vegna samdráttar
hjá fyrirtækjum og eru þeir að
sjálfsögðu ekki taldir til þeirra
sem drógu úr yfírvinnu vegna
staðgreiðslunnar. Einn karl sagði
að eiginkona sín hefði hætt að
vinna utan heimilis eftir að stað-
greiðslan kom til sögunnar.
Hvemig eyða þeir sem hafa
minnkað við sig yfírvinnu auknum
frítíma? í skólavinnu, sagði 24 ára
húsasmiður og jafnaldri hans
sagðist eyða mestöllum frítíma
sínum í fótbolta. Fyrir íjölskyld-
una, sagði 36 ára gömul kona. í
lestur og námskeið sagði 49 ára
gömul kona. Hún sagði námskeið-
in hins vegar orðin of dýr þannig
að hún væri að hætta því.
Flestir sögðust einnig eyða
svipað og áður og skattamir hefðu
þar minni áhrif en hvað það kost-
aði að lifa. Margir sögðust hafa
eytt um efni fram í tíð gamla
kerfísins og sumir þeirra sögðust
enn eyða um efni fram. Þeir sem
sögðust eyða minna vegna stað-
greiðslunnar sögðu það leiða af
sjálfu sér að ráðstöfunartekjur og
þar af leiðandi eyðsla væm minni
í staðgreiðslunni. Margir sögðust
telja að skatturinn væri hærri nú
en áður en sumir bættu því við
að þeir hefðu ekki reiknað það
út til hlítar.
kvennafélagsins Snótar í Vest-
mannaeyjum, sagði að fólk skiptist
þar nokkuð í tvo hópa; sumt teldi
sig koma betur út úr staðgreiðsl-
unni, en annað verr. Bolli Þór Bolla-
son, skrifstofustjóri í ijármálaráðu-
neytinu, sagði að þegar staðgreiðsl-
an var sett á hefði verið reiknað
með að skattbyrðin yrði jafn mikil
og hún yrði að óbreyttu kerfi. Skatt-
byrðin árið 1987 hefði hins vegar
orðið alveg sérlega lítil vegna þess
að tekjur manna jukust mikið það
árið og flestir áttu í litlum vandræð-
um með að borga skattana af tekj-
um ársins þar á undan. Þannig
hefði skattbyrðin aukist á milli ára
í staðgreiðslunni, en það væri ekki
vegna þess að álögur hefðu þá auk-
ist, heldur vegna þess að árið 1987
hefði fólk borgað óvenju lítinn hluta
af launum sínum í skatt.
Hefiir staðgreiðslan áhrif á
verslunarmannahelgina?
Áhrif kerfísbreytinganna fyrir ári
síðan á hegðun og hugsunarhátt
íslendinga virðast vera greinileg,
en sumir viðmælendur Morgun-
blaðsins gengu enn lengra í víðtæk-
um ályktunum um þetta efni en
gert hefur verið hér að framan.
Einn þeirra, sem fyrir hógværðar
sakir vildi ekki auglýsa nafn sitt,
benti á að vegna þess að húsnæðis-
bætur kæmu til útborgunar á sumr-
in hefðu margir nú einna mesta
peninga í höndunum á þeim tíma
sem tekjumar voru áður í lág-
marki, og þetta hefði jafnvel haft
áhrif á hegðun fólks um verslunar-
mannahelgina. Hér er umræðan þó
komin út á nokkuð hálan ís og lítið
um vísindaleg leiðarmerki og því
kannski rétt að láta staðar numið.
HEFUR STAÐGREIÐSLAN
BREYTT LÍFI ÞÍNU?
Losnaði úr
„vinnuvítahring“
r-
Eg tek alla þá yfirvinnu
sem býðst bæði fyrir
og eftir breytinguna, en ég
er óhress með hvað þeir
taka mikið af henni,“ sagði
Edda Ragnarsdóttir, 44 ára
talsímavörður. Hún sagðist
hafa lent í eins konar víta-
hring í gamla skattkerfínu
þannig að mikil vinna hefði
þýtt mikla skatta, sem aftur
hefði kallað á mikla yfír-
vinnu svo að aldrei var hægt
að slaka á. Staðgreiðslu-
kerfið væri betra að því leyti
að skattarnir væru þá strax
á hreinu, en Edda sagðist
ekki hafa reiknað út skatt-
hlutfallið, þannig að hún
vissi ekki hvort hún borgaði
meira eða minna en áður.
Edda sagðist eyða nokkuð
svipað og áður.
Skiptir
litlu máli
Eg vinn meiri yfirvinnu
eftir að staðgreiðslan
var sett á,“ sagði Gunnar
Valgeirsson, 31 árs skrif-
stofumaður. Hann sagði að
það væri þó ekki vegna
staðgreiðslunnar að hann
hefði aukið við sig yfírvinnu,
heldur væri starfíð einfald-
lega með þeim hætti. Gunn-
ar sagðist alls ekki eyða
minna en áður og taldi að
staðgreiðslan skipti ósköp
litlu máli fyrir sig. Hann
sagði að það væri þó miklu
þægilegra að vita að maður
ætti allan þann pening sem
væri í launaumslaginu.
Hætti yfirvinnu
og gerði við húsið
Hilmar Símonarson,
fimmtugur viðgerðar-
maður, sagðist hafa dregið
mikið úr yfirvinnu við til-
komu staðgreiðslunnar. Áð-
ur hefði hann alltaf unnið
um 10 yfirvinnutíma á viku,
en nú léti hann sér nægja
38 stunda vinnuviku. Hilm-
ar sagði aukinn frítíma hafa
komið sér vel, því hann hefði
þurft að endumýja húsið
sitt þegar staðgreiðslan var
sett á. Hann sagðist finna
fyrir því að hann hefði ekki
eins mikið á milli handanna
og áður og eyðslan hefði því
minnkað. Hann hefði hins
vegar aldrei lent í vinnuvíta-
hring fyrir tíma staðgreiðsl-
unnar, alltaf staðið í skilum.
Hilmar sagði að hann og
konan veittu sér minna en
áður og minnkandi yfír-
vinna kæmi því fyrst og
fremst fjölskyldunni og hús-
inu til góða.
Eyði miklu
minna
Ragna Jóhannesdóttir,
28 ára skrifstofumað-
ur, sagðist eyða miklu
minna nú en áður. Þá hafí
peningamir oft verið búnir
þegar kom að skuldadögum
við skattinn. Ragna sagðist
aldrei hafa unnið yfírvinnu,
þannig að ekki væri um
neinn samdrátt þar að ræða
en maðurinn hennar hefði
aftur á móti dregið úr yfir-
vinnu, þannig að nú gæfist
frekar tækif æri fyrir tóm-
stundir og fjölskyldulíf.
Hugsunarháttur-
inn hefur
lítið breyst
r-
Eg held að hugsunar-
hátturinn hafí lítið
breyst með staðgreiðslunni.
•Það væri fyrir löngu búið
að setja mig inn ef maður
hegðaði sér eins og ríkis-
stjómin og eyddi um efni
fram,“ sagði Andrés Sveins-
son, 54 ára fulltrúi hjá Pósti
og síma. Hann sagðist telja
staðgreiðslukerfíð betra en
hitt, maður ætti þá það sem
eftir stæði og menn frei-
stuðust síður til að gera út
á guð og lukkuna. Andrés
sagðist vinna alveg eins og
áður, hann ynni ekki mikla
mikla yfirvinnu, heldur eins
og hann teldi að hann yrði
að gera.