Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR' 22.' JANÚAR <1989 Nýr lífsstíll íslendinga? ■ Flestir virðast ánægðir með staðgreiðslu skatta. ■ Margir telja sig borga meira en áður. ■ Yfírvinna dróst greinilega saman við staðgreiðsluna. ■ Stuðlaði staðgreiðslan að samdrættinum? i i Sigurðar Jóhannessonar hjá Kjarar- annsóknamefnd. Kaupmáttur dag- vinnulauna hefði aukist, þannig að fólk hefði kannski síður þurft á yfirvinnu að halda og svo gæti hugsast að fólk hafí unnið óvenju- lega langan vinnudag á skattlausa árinu 1987, sem varundanfari stað- greiðslunnar. Samdráttur í efnahagslífinu er hins vegar ekki líkleg orsök stytt- ingu vinnutímans um áramótin. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að vinnuveit- endur hefðu greinilega orðið varir við að fólk vildi ekki vinna auka- vinnu í byijun árs 1988, en fram- boð á yfirvinnu hefði þá verið mik- ið. Síðar á árinu hefði samdráttur- inn í efnahagslífmu gert vart við sig og þá hefði þörf vinnuveitenda fyrir yfirvinnu minnkað. Þetta kem- ur heim og saman við tölur Kjarar- annsóknamefndar. Eftir að vinn- utími á viku minnkaði um 1,8 stund í byrjun árs jókst hann um 0,1 stund á öðmm ársfjórðungi og minnkaði síðan aftur um hálfa klukkustund á þriðja ársíjórðungi. Það er rétt að geta þess að könn- un Félagsvísindastofnunar Háskól- ans, sem birt verður væntanlega arar „könnunar“ þá sýna tölur Kjararannsóknanefndar svo ekki verður um villst að yfírvinna dróst saman þegar staðgreiðslan var sett á. Á ijórða ársfjórðungi 1987 vann fólk innan Alþýðusambands íslands að meðaltali 48,2 stundir, sem er jafnt ársmeðaltalinu. Þessi vinn- utími snöggminnkar svo á fyrsta ársflórðunp 1988, eftir að stað- greiðslunni er hmndið í fram- kvæmd, niður í 46,4 stundir á viku. Þessi samdráttur á vinnutíma hlýt- ur auðvitað fyrst og fremst að þýða minnkandi yfirvinnu, sem hefur þá dregist saman um allt að 20%. Það geta verið fleiri skýringar en staðgreiðslan á því að vinnutími dróst saman um áramótin, að sögn eftir Huga Ólafsson STAÐGREIÐSLA SKATTA var á sínum tíma lofuð af mörgum sem ein mesta endurbót á skattakerfinu í marga áratugi. Til þess var tekið hve hið nýja kerfi væri einfaldara og skilvirkara fyrir ríki og sveitarfélög, en minna rætt um hvaða áhrif breytingin hefði á almenning. Nú er komin eins árs reynsla af staðgreiðslukerfinu og Morgunblaðið ákvað í tilefiii af því að þukla á púlsi þjóðlífsins og reyna að svara þeirri spurningu hvort staðgreiðslan hefði breytt hegðun og jafnvel hugsunarhætti íslendinga. Svarið er ,já“. Greinilega dró úr yfírvinnu þegar staðgreiðslan var sett á og margir segjast einnig hafa dregið úr eyðslu eftir að þeir voru sviptir tækifærinu að eyða skattpeningunum fyrirfram. Vinnutími snöggminnkaði um áramótin 87/88 Af fimmtíu manns sem Morgun- blaðið spurði á fömum vegi sögðust níu hafa dregið úr yfirvinnu vegna staðgreiðslu skatta, en hinir sögðu að skattkerfisbreytingin hefði engin áhrif haft á vinnutíma sinn. Ef ein- hver efast um vísindalegt gildi þess- Það er einkum tvö atriði sem staðgreiðslukerfíð breytir. Annarsvegar minnka ráðstöfunar- tekjumar og fólki er ekki gefínn kostur á að eyða því fé sem keisarans er áður en það er innheimt. Hins vegar sér fólk það strax svart á hvítu hvað það borgar í samneysluna og mörgum þykir nú að ansi stór hluti yfírvinnu hverfí beint þangað, en gerðu sér ef til vill ekki eins vel grein fyrir því áður. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.