Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 4- KVÖLDSTUND í BORGARSTJÓRN „Mergurinn liggur einhvers staðar Jyrir utan umrœöuna “ Sumar fundargerðanna vekja ekki áhuga borgarfulltrúanna, það er mesti munur því að þær eru a.m.k tólf alls. Þá snarar Magnús L. sér í að láta samþykkja og svo er sú næsta tekin til skoðunar eins og það heitir á afleitri íslensku. Enn fer Guðrún í pontu og enn er verið að tala um gamalt hús og glerhýsi á bakvið, það er hinn ósmekkleg- asti samsetningur að dómi Guðrún- ar. Þó getur verið að þetta sé sama húsið og hún var að tala um áðan. Eg er ekki alveg viss en ég heyri að Guðrún er í hinni mestu geðs- hræringu og talar um „hroðalegt menningarslys". Það skilst mér að væri bygging glerhýsisins. Næsta vers er að Elín Ólafs- dóttir vill komast að. Fer þá ekki betur en svo að Davíð segir að málið sem hún ætlar að tala um sé bara alls ekki komið á dagskrá. Við svo búið verður Elín að lötra í sæti sitt, bótin að það er ekki langt að fara. Svo fær hún orðið þegar málið er tekið á dagskrá augnabliki síðar. Og er hin hvassyrtasta. Fund- argerð fræðsluráðs er hvorki meira né minna en hneyksli segir hún. Það er ekkert verið að skafa utan eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur myndir: Sverrir Vilhelmsson FUNDURINN er byijaður þegar ég kem. Bjarni P. er í pontu, hann er að tala um að eitthvað sé athugavert við eldvarnareftir- litið. Bjarni hefur verið að hringja í menn út af þessu og einhveijir hafa sent honum bréf. Ég skil hvorki haus né hala, en það er varla Bjarna að kenna. Maður má heyrilega ekki missa úr nokkrar minútur. Svo mikið skil ég að þetta er grafalvarlegt mál. Eg glugga í dagskrána, sem í vændum er. Sé að þarna á að ræða nokkrar ilmandi fúndar- gerðir ýmist borgarráðs eða nefnda eða ráða. Þetta verður að afgreiða, áður en að ræðu borgarstjóra um Qárhagsáætlun 1989 kemur. Sú ræða er upp á 125 blaðsíður. Ég hugsa áhyggju- fúll: Borgarsljóri verður að hafa bæði hraðlestur og rétta öndun á valdi sinu. Lesa 125 blaðsíður upphátt í einni bunu. Eins og vera ber með ábyrga borgarfulltrúa eru allir mættir. Áhorfendur eru tveir. Fulltrúamir- sitja við eins konar tungllaga borð, minnihlutaflokkafulltrúarnir hægra megin frá mér á áhorfendapöllunum séð, meirihlutinn í vinstriátt. Fyrir enda salarins sitja borgarstjóri og forsetinn sem stjómar við sérstakt borð og yzt til hægri er ræðupúlt. Þar er Bjami enn og hann er enn að tala um eldvamirnar. Af því að ég er ekkert inni í umræðuefninu virði ég fyrir mér borgarstjórann mér til afþreyingar og hugarhægðar. Davíð horfir fram fyrir sig svipbrigðalaus, en ég hef á tilfinningunni að hann sé ekki í neinu sólskinsskapi. Kannski kvíðir hann fyrir að lesa allar 125 blaðsíð- umar á eftir, hugsa ég full skiln- ings. Oddviti minnihlutans, Sigur- jón Pétursson, er niðursokkinn í að lesa Pressuna. Áður en yfir lýkur hafa allir borgarfulltrúar gluggað í þetta eftirsótta blað. Guðrún Ágústsdóttir biður um orðið, þegar kemur að einhverri fundargerðanna sem snýst um varðveislu gamalla húsa. Eða niður- rif þeirra. Ég næ því ekki alveg. Guðrún segir að Jörundur hunda- dagakóngur hafí tyllt niður tá í ein- hveiju húsi, sem mér heyrist að standi til að rífa. Það kemur ekki til mála að nún leggi blessun sína yfír það. Guðrún les úr Þórbergi máli sínu til stuðnings. Ég næ ekki alveg kjama málsins, en stend með Guðrúnu; það kemur ekki til mála að rífa hús sem kóngur hefur heiðr- að með nærvem sinni. Þetta ætti náttúrlega að liggja í augum uppi. Bjarni P.- að hugsa um eld- vamareftirlitið. Árni Sigfús son — beðið um hvað — eða eftir hveiju. Davíö— . . . okkur er sönn ánægja að leggja þessa áætlun fram. Sigurjón-niðursokkinn í Pressuna. Guörún-hvíslað um Jömnd? af hlutunum. Málið snýst um for- mann fræðsluráðs og fræðslusijóra það fer ekki á milli mála. Elín hækk- ar róminn og gefur myndrænar yfirlýsingar. „Mergurinn málsins liggur einhvers staðar utan við umræðuna,“ segir hún. Það fínnst engum þetta fyndið nema mér; ég sé merginn fyrir mér hvar hann liggur og engist einhvers staðar úti í móa. „Kjarni málsins týnist í þessu stílvopnabraki," heldur Elín áfram 6 ■t V b -=4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.