Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 16
71 6801 HAI'MAL .SS ÍIUOAaUMMUa glGAJaVIUOHOM T6 • "mÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAÓuR 22. JANÚAR 1989 „Sá er vinur, er til vamms segir“ Kunningi minn, sem dvalist hefiir un nokkurra ára skeið erlend- is, sagði að það væri sérkennileg reynsla að koma heim og fylgj- ast með fréttum af stjórnmálum í íslenzkum fjölmiðlum. I því landi, sem hann hefur starfað að undanförnu, kemur forsætisráð- herrann sjaldan fram í fréttum sjónvarps. Þegar hann hins vegar birtist á skjánum hefiir hann undantekningarlaust einhvern boð- skap að flytja til þjóðarinnar. Hér á landi virðist hins vegar eitthvað vanta, ef forsætis- ráðherrann eða fjármála- ráðherrann koma ekki fram í sjón- varps- og útvarpsfréttum, þótt þeir eigi í raun ekkert erindi við þjóðina. Þeir sem fylgjast með fréttum fá svo stóran skammt af stjóm- málamönnum á hveijum degi, að það gegnir furðu hvemig þeir lifa slíkt af án þess að fá annaðhvort ofnæmi fyrir stjómmálum eða verða ónæmir gagnvart þeim. Það hlýtur einnig að valda áhyggjum, að maður hefur oft og einatt á tilfinningunni að sumir stjómmálamenn eyði svo miklum tíma í að tala, að þeir hafi engan tíma til að hlusta, hugsa eða lesa. Margir þeirra, sem fylgjast með, em reyndar þeirrar skoðunar, að slíkar áhyggjur séu á rökum reist- ar. Þingið hefur verið sent heim. Ég er að taka til á skrifborðinu, blaða í úrklippum og búa mig und- ir framhald'þinghaldsins. Um leið og ég rita þessar línur fletti ég dagblöðunum og hlusta á útvarpið. Helstu fréttimar em um flugelda- sýningar og fundaherferð „á rauðu ljósi“. Forsætisráðherrann heldur líka fundi og segir öðmm til syndanna. Þingið var að vísu sent heim til að ríkis- stjómin gæti leitað allra leiða til að leysa efnahagsvandann. En forystumenn stjómarflokkanna mega ekki vera að því að leggja höfuðið í bleyti. Þeir em of uppteknir við að tala og kenna öðram um ástandið. Það er oft erfítt að sjá skóginn fyrir tijánum í pólitíkinni. Hvað hefur breytzt á undanfömum misser- um? Mér sýnist í fljótu bragði eins og minna fari fyrir hugmyndabarát- tunni en áður. í staðinn höfum við fengið orðaskak og orðaleikfimi. Nú gildir að tala í krassandi blaða- fyrirsögnum. Stefnan skiptir ekki mestu máli. Meira er lagt upp úr að taka djúpt í árinni. Stórorðar yfirlýsingar Þegar ég blaða í bunkanum á borðinu fínn ég ótal dæmi um yfir- lýsingar sem vöktu athygli í þeirri andrá, sem þær em gefnar, en hafa síðan gleymst í tímans rás. Ólafur Ragnar krafðist þess fýrir rúmu ári í þing- ræðu að Jón Baldvin drægi matarskattinn til baka og sagði síðan orðrétt: „Þegar þú ert búinn að því getur þú komið og rætt við samtök launafólks. Fyrr en þú gerir það ertu brennimerktur sem maður, sem ekki er hægt að treysta." Hér talar maður, sem kann að gefa góð ráð og fara eftir þeim — eða hvað? Jón Baldvin er enginn eftirbátur Ól- HUGSAD UPPHÁTT í dag skrifar Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstceðisjlokksins afs Ragnars. Fyrir síðustu kosn- ingar barðist hann af alefli gegn núverandi samstarfsmönnum í Framsókn og sagði m.a.: „Takist að losa flokkinn úr greipum þeirra hugmyndasnauðu og afturhalds- sömu verrfeðmnga, sem sitja á fleti fyrir, er engan veginn víst að dagar Framsóknar séu taldir ... Það hefur lengi verið vitað, að Framsóknarflokkurinn er pólitískt rekald, að hann virðist ekki eiga annað erindi í íslenzkri pólitík en að reka tryppi landbúnaðarkerfís- ins og gæta hagsmuna SÍS — á kostnað skattgreiðenda ... Efna- hagslíf þjóðarinnar hefur enn ekki beðið þess bætur að Framsókn komst til valda árið 1971.“ Þessi maður veit hver á sök á vandanum og hveija á að forðast — eða hvað? Forsætisráðherrann er mjög laginn við að gefa mergjaðar lýs- ingar á ástandinu. „Róm brennur“ sagði hann fyrir ári og „þjóðar- gjaldþrot blasir við“ sagði hann í haust. Málgagn forsætisráðher- rans segir frá almennum fundi LÁTTV BODGRmSLUR VISA GRBDA GÖTU ÞÍNA! VtSA VISA ISLAND BOÐBERI NÝRRA TÍMA i CREIDSLUMIDLUN MW Wm WW W^^MW WRK& mNr mmr Ira m M IbjP Jf i VÍSA reglubundnum greiðslum komið í fastan farveg Greiðslur færðar með tölvuboðum: * áskriftargjöld blaða og tímarita * afnotagjöld útvarps og sjónvarps * rafmagnsreikningar * endurnýjun happdrættismiða Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn. Skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr amstri, bið og umstangi, ónæði heima fyrir og létta blaðberum störf. Aðeins eitt símtal og málið er leyst: Morgunblaðið S 69 11 40 Stöð 2 S 67 37 77 Ríkisútvarpið ® 68 59 00 Das ® 1 77 57 Rafmagnsveita Reykjavíkur © 68 62 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.