Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 ERLEIMT INNLEIMT Vextir hækka Bankar hækkuðu vexti af inn- og útlánum sínum á fostudag. Ríkisbankamir hækkuðu innláns- vexti sína um 2% og útlánsvextina um 1-2%. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að vaxtahækkunin sé sigur gegn ríkisstjóminni, sem vildi vexti óbreytta. Sameining tryggingafélaga Forsvarsmenn Brunabótafé- lags íslands og Samvinnutrygg- inga hafa tilkynnt að rekstur fé- laganna verði sameinaður í nýtt hlutafélag, sem þeir segja að verði stærsta tryggingafélag hérlendis. Með sameiningunni vonast félögin til að ná fram verulegri hagræð- ingu og Iækkun tilkostnaðar í rekstri. Þá hefur verið tekin end- anleg ákvörðun um sameiningu Sjóvátryggingafélags íslands og Almennra trygginga, en vinna við undirbúning sameiningarinnar hefur staðið yfír undanfarið. Banaslys í Hvalfirði Fullorðin hjón létust í umferð- arslysi, er bifreið þeirra fór út af veginum undir Fossárhlíð í Hval- fírði síðastliðinn sunnudag. Bif- reiðin, sem rann til í mikilli hálku á veginum, steyptist fram af veg- brúninni og endaði í sjónum 30-40 metram neðar. Hjónin vora Iátin er lögreglan kom á vettvang skömmu eftir að slysið varð. Skipsstrand við Grindavík Danska skipið Mariane Dani- elsen strandaði við Grindavík á föstudagskvöld. Skipið hafði tekið niðri í innsigling- unni fyrr um dag- inn, og þegar lóðs- inn var farinn frá borði á útleið, tók það strikið beint upp í fjöra. Þyrla Land- helgisgæzlunnar bjargaði áhöfíiinni. Flugleiðir kaupa þriðju Boeing 737-400 þotuna Stjóm Flugleiða hefur ákveðið að festa kaup á þriðju þotunni af gerðinni Boeing 737-400 og verð- ur hún afhent í mars 1990, en félagið fær afhentar tvær þotur af þessari gerð í vor. Flugleiðir hafa á hálfu öðra ári samið um smíði fímm nýrra þotna að verð- mæti tæplega 10 milljarðar króna. Skipverja bjargað á síðustu stundu Skipveija á Ágústi Guð- mundssyni GK, Pétri Asgeiri Steindórs- syni, var bjarg- að úr sjónum á síðustu stundu eftir að hann dróst útbyrðis með netafæri. Náð- ist skipveijinn um borð í gúmmí- bát frá Stafnesi GK sem var nær- statt, en þyrla Landhelgisgæsl- unnar flutti hann síðan á Borg- arspítalann, þar sem hann náði sér fljótlega eftir volkið. Vopnaðir unglingar réðust inn á unglingaheimili Fjórir vopnaðir og grímuklædd- ir unglingar réðust inn á ungl- ingaheimili við Efstasund í Reykjavík aðfaramótt fímmtu- dags, og höfðu þeir einn ungling sem þar var í gæslu á brott með sér. Lögreglan hefur haft upp á einum þeirra er réðust inn á heim- ilið og einnig þeim er numinn var á brott þaðan. ERLENT Bush sver embættíseið George Bush sór á föstudag embættiseið for- seta Banda- rílqanna. Bush er 41. forseti Bandaríkjanna og tekur við af Ronald Reagan sem verið hefur við stjómvölinn undanfarin átt ár og er vinsælast- ur allra fráfarandi forseta Banda- ríkjanna í 40 ár. Hátíðahöldin vegna embættistökunnar hófust á miðvikudag og stóðu fram á laug- ardag. Búist er við því að Bush komi til með að fylgja svipaðri stefnu og Reagan en hann þykir boða meiri varfæmi í samskiptum við Sovétmenn en forveri hans. Mótmæli í Tékkóslóvakíu Þúsundir manna komu saman á Wenceslas-torgi í Prag á sunnudag til að minnast námsmannsins Jans Palachs, sem brenndi sig til bana 16. janúar 1969 til að mótmæla innrás Sovétmanna. Mótmælin héldu áfram út vikuna og beittu sveitir öryggislögreglu táragasi, vatnsdælum og kylfum til að dreifa mannfíöldanum. Einhliða fækkun kjamavopna Edúard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétrflganna, skýrði frá því að Sovétmenn hefðu afráð- ið að fækka skammdrægum kjam- orkuvopnum sínum í A-Evrópu er hann ávarpaði fulltrúa á fram- haldsfundi Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu á fímmtu- dag. Hann tiltók hins vegar ekki hversu umfangsmikil fækkunin yrði en Sovétmenn njóta mikilla yfirburða á þessu sviði vígbúnaðar. Pólskir kommúnistar deila Miðstjóm pólska kommúnista- flokksins sam- þykkti á aðfara- nótt fimmtudags að heimila starf- semi frjálsra verkalýðsfélaga með mjög ákveðnum skilyrðum. Þessi tillaga olli mikilum deilum innan flokksins og að sögn pólskra fjölmiðla hót- aði Wojciech Jaruzelski flokks- Ieiðtogi að segja af sér legðust fundarmenn gegn þessum breyt- ingum. Nýr lögmaður í Færeyjum Flokkamir íjórir sem myndað hafa nýja stjóm í Færeyjum náðu á þriðjudag samkomulagi um að Jógvan Sundstein, formaður Fólkaflokksins, tæki við embætti lögmanns Færeyja. Marcos að dauða kominn Lögfræðingur Ferdinands Marcosar, fyrr- um einræðis- herra Filippseyja, skýrði frá því á miðvikudag að Marcos væri að dauða kominn og gæti ekki svarað til saka í dóms- máli sem höfðað hefur verið gegn honum í Bandaríkjunum. Quayle sver embættiseiðinn Dan Quayle sór á föstudag embættiseið varaforseta Bandaríkjanna. Qua- yle sem er 41 árs gamall er fæddur í Indíanapolis í Indíana-ríki í Banda- ríkjunum. Hann bauð sig fram til setu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 1976 og vann óvæntan sigur. Tveimur áram síðar var hann endur- kjörinn. Árið 1980 bauð hann sig fram í kosningum til öldungadeildarinn- ar og náði kjöri. Hann vann aftur sigur er hann sóttist eftir endurlqori sex áram síðar en sem varaforseti verður hann forseti öldungadeildarinn- ar og kemur það í hlut ríkisstjóra Indíana að tilnefna mann í hans stað. Eiginkona hans Marilyn er varaforsetanum á vinstri hönd en við hlið hennar standa tvö böm þeirra hjóna, Corinne og elsti sonurinn, Tucker. Öryggismál á Evrópuþmginu: Hvatt til aukinna sam- skipta við Islendinga Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í vikunni samþykkti Evrópuþingið í Strasborg ályktun um mikilvægi Norðurlanda í öryggi og vörnum Verstur-Evrópu. I ályktuninni er lögð áhersla á mikilvægi þessara landa fyrir stöðugleika í álfíinni og þeim tilmælum er beint til ráð- herranefnda Evrópubandalagsins (EB) að þær efli samskipti banda- lagsins við Island á öllum sviðum. * Alyktunin var samþykkt í kjölfar umræðu um skýrslu sem spánski þingmaðurinn Perinat Elio lagði fram. í henni er gerð grein fyrir stöðu öryggis- og vamarmála í norðanverðri Evrópu og leidd rök að því að Norðurlöndin hafí úrslita- þýðingu fyrir vamir Vestur-Evrópu. Bent er á að ef til þess kæmi að Islendingar og Norðmenn yrðu aðilar að EB yrði það ómetanlegt framlag til einingar í Evrópu og myndi efla samstöðu EB og Átlantshafsbanda- lagsins. í ályktun þingsins segir að í ljósi mikilvægra öryggishagsmuna og vegna sögulegra tengsla beri að auka samskiptin við ísland og Fær- eyjar og Grænland sérstaklega hvað varðar efnahagsþróun, umhverfís- vernd og menningarsamskipti. Mikil kirkju- sókn í Noregi Tekur allri ann- arri menningar- starfsemi fram Norínform ÞAÐ hefur komið dálítið á óvart, að í Noregi er kirkjusóku meiri en nemur samanlagðri aðsókninni að kvikmyndahús- um, leikhúsum og knattspyrnu- völlum. Samkvæmt tölum firá norsku hagstofúnni sótti nærri helmingur landsmanna ein- hvers konar guðsþjónustu á síðasta ári og tíundi hver tók þátt í 10 trúarathöftium eða fleiri. Hagstofan upplýsir einnig, að í fyrra hafí 29% Norðmanna farið í leikhús, 14% hlýddu á kon- serta og 16% sóttu annars konar tónleika. Listsýningar drógu til sín 28% þjóðarinnar, 27% sóttu söfn og 46% fóru einhvem tíma í kvik- myndahús á árinu. Samkvæmt upplýsingum norska kvikmyndasjóðsins vora seldar á síðasta ári 12,4 milljónir aðgöngu- miða að kvikmyndasýningum og þegar aðsóknin er mest, á sunnu- dögum, fara allt að 50.000 manns í bíó. Ein milljón manna sá leiki í fyrstu og annarri deild norsku knattspymunnar, hálf önnur millj- ón fór í leikhús eða í óperana og þijár milljónir manna komu í eitt- hvert þeirra 500 safna, sem era landinu. Samtals er hér um að ræða 17,9 milljónir manna eða nákvæmlega sama fjölda og tók þátt í starfsemi þjóðkirkjunnar og fríkirkjunnar á árinu 1987. Ef tekið er tillit til starfsemi annarra, kristinna trúfélaga er augljóst, að kirkjulífið er miklu umfangsmeira en öll önnur menn- ingarstarfsemi í landinu. Heilsuleysi Svía veldur at- vinnurekendum áhyggjum Þrátt fyrir langlífi þjóðarinnar er Qöldi veikindadaga hvergi meiri StokkhóLmi. Reuter. SVÍAR, sem verða allra karla og kerlinga elstir, eru einnig þeir, sem oftast e_ru frá vinnu vegna veikinda. Á árinu 1987 tapaðist 23,1 vinnudagur að jaftiaði á hvern launþega vegna sjúkleika og bendir allt til, að heilsufarinu hafi hrakað tölu- vert síðan, sænskum atvinnu- rekendum til mikillar áhyggju. etta er mjög alvarleg þróun, sagði Per Zetterquist, tals- maður sænsku vinnuveitendasam- takanna, SAF. „Þótt menn meini vel með auknum tryggingabótum, sumarleyfi og bamsburðarleyfí þá era takmörk fyrir því hvað fyrir- tækin geta þolað mikið vinnu- og framleiðnitap." Þegar Svíinn leggst veikur sér tryggingastofnun- in um að borga honum 90% fyrri launa allt frá fyrsta degi og langflest fyrirtæki sjá um þau 10%, sem upp á vant- ar. Samkvæmt upplýsingum frá tiyggingunum námu sjúkrabætur á síðasta ári 20 milljörðum skr. eða 157 milljörðum ísl. kr. Þegar svo þess er gætt, að til stendur að auka sumarleyfíð um viku, úr fímm í sex, getur útkoman orðið sú, að hver einasti launþegi verði frá vinnu í rúmlega níu vikur á ári. Þegar skoðaðar eru veikinda- skýrslur fyrir nokkur ár kemur í ljós, að samband virðist vera með atvinnuleysi á hveijum tíma og fjölda veikindadaga. Á árinu 1983 þegar 3,5% vinriufærra manna vora án atvinnu vora veikindadag- ar að meðaltali 18 á hvern laun- þega en síðan hefur þeim fjölgað og hafa aldrei verið fleiri en nú þegar atvinnuleysið er 1,1%. Tals- menn verkalýðsfélaga og vinnu- veitendur líta hins vegar ólíkum augum á ástæðuna. „Krafan um aukna framleiðni á uppgangstímum í iðnaði veldur því, að fólk gengur of nærri sér. Af því stafa veikindin og vinnu- slysin,“ sagði Jan Edling, starfs- maður sænska alþýðusambands- ins. Vinnuveitendur halda því hins vegar fram, að all- ar þessar bætur ýti undir fjarvistir og „veikindi". Þrátt fyrir fleiri veikindadaga hafa lífslíkur Svía aukist jafnt og þétt á síðustu ára- tugum. Til jafnaðar verða sæn- skir karlmenn 74,2 ára og konurn- ar 80,2. Era Svíar í hópi þriggja langlífustu þjóðanna. Skammvinnu veikindin verst Það era einkum skammvinn og skyndileg veikindi, sem eru at- vinnurekendum erfíðust, enda geta þeir ekki búið sig undir þau í veikindafríi? og neyðast því til að hafa fleiri á launaskrá en annars væri þörf fyrir. I nýrri skýrslu, sem er að koma út frá vinnuveitendasambandinu, er einmitt bent á þessa nýju þró- un, þessi fyrirvaralausu og skammvinnu veikindi meðal Svía. Þar kemur fram, að algengast sé, að fólk leggist í fjóra daga og virðist sem tiltölulega lítill hópur eigi stóran hluta veikindadag- anna. 1987 var helmingur sæn- skra launþega veikur í Qóra daga eða skemur en 35% aldrei. BAKSVID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.