Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 #■ t atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bifvélavirkjar Stórt bifreiðaumboð óskar eftir góðum bif- vélavirkjum. Góð laun í boði fyrir rétta menn. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „B - 2633“. Nýútskrifaður byggingaverkfræðingur úr Háskóla íslands óskar eftir vinnu fram að hausti. Ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 622453. Offsetljósmyndari Góðu fyrirtæki vantar góðan og vanan offset- Ijósmyndara, sem á auðvelt með að vinna með öðrum, til starfa við litgreiningu (scanner). Umsóknir, sem tilgreina starfsreynslu og launakröfur, skal senda til auglýsingadeildar Mbl. fyrir kl. 12.00, fimmtudaginn 26. janúar 1989, merktar: „Litgreining 1“. Farið verður með allar umsóknir er berast sem trúnaðarmál. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingadeild Við deildina er laus til umsóknar 50% staða félagsráðgjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða félagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir 1. febrúar. Laus störf Sérverslun (12) Falleg sérverslun í Hafnarfirði óskar að ráða afgreiðslumann til starfa sem fyrst. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00. Vinna á laugardögum er ekki skilyrði. Lögð er áhersla á snyrti- mennsku, þjónustulund og góða framkomu. Símavarsla (16) Heildsölufyrirtæki leitar að manni til starfa við símavörslu, heilsdagsstarf, nýtt skipti- borð, góð vinnuaðstaða. Ýmis tilfallandi verk- efni, s.s. póstur, skjalaröðun o.fl. fylgir síma- vörslunni. Sendill (25) Þjónustufyrirtæki í Reykjavík leitar að sendli til að annast sendiferðir og ýmis létt störf, vinnutími frá kl. 10.00-14.15. Starfinu fylgja innkaup og framreiðsla á léttum hádegis- verði. Nauðsynlegt að hafa bíl. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Viosamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja. frammi á skrrfstofu okk- ar, merktar númeri viðkomandi sta.rfs. Skrifstofumaður Meinatæknafélag íslands óskar eftir starfs- manni í 50% starf á skrifstofu félagsins. Reynsla í skrifstofustörfum æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Meinatæknafélagi ís- lands, pósthólf 5435, 125 Reykjavík fyrir 1. febrúar. Svæfingalæknir Staða svæfingalæknis við sjúkrahúsið í Keflavík er hér með auglýst laus til umsókn- ar. Um er að ræða 80% stöðu með bakvökt- um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. „Page-maker“ Við leitum að starfsmanni til afleysinga- starfa, sem hefur reynslu af notkun „page- maker" forrits við uppsetningu á texta. Nauð- synlegt er að viðkomandi hafi auga fyrir upp- setningu og útliti- texta. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-5. Afleysmga- og ráðnmgaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Vantar Sölumenn til starfa hjá heildverslunum og framleiðslu- fyrirtækjum. Sala á: ★ Matvælum. ★ Tæknivörum til matvælaframleiðslu. ★ Hljómflutningstækjum. ★ Heimilistækjum. ★ Byggingavörum. ★ Fatnaði og vefnaðarvöru. Leitað er að reyndum sölumönnum sem geta starfað sjálfstætt. Vöru- og markaðs- þekking nauðsynleg. Störfin fela í sér alhliða sölu í gegnum síma og með persónulegum heimsóknum, ennfremur innkaup og sam- skipti við erlenda aðila. Ritara til starfa hjá heildverslunum og þjónustufyrir- tækjum. Starfssvið: ★ Ritvinnsla. ★ Erlendar bréfaskriftir. ★ Skjalavarsla. ★ Gjaldkerastörf. ★ Móttaka ★ og fleira. Leitað er að riturum á aldrinum 25-30 ára. Versiunarmenntun. Góð enskukunnátta og reynsla af skrifstofustörfum skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Holger Tórp á skrif- stofu okkar kl. 10-12 og 13-15. Skriflegum umsóknum skal skilað fyrir 27. janúar. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRUITI Húsasmíðameistari óskar eftir vinnu á eigin vegum, t.d. við parketlögn, hurðarísetningar, uppsetningu á innréttingum, minni háttar nýsmíði eða við- hald. Upplýsingar í síma 45885. Eggert. félagsmAlastofnun reykjavíkurborgar Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa við heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi allt niður í 4 tíma á viku. Upplýsingar í síma 18800. Iðjuþjálfi Kristnesspítali óskar að ráða iðjuþjálfa að nýrri endurhæfingadeild spítalans. Iðjuþjálfuninni er ætlað pláss í rúmgóðu og björtu húsnæði í fögru umhverfi. í upphafi felur starfið í sér uppbyggingu á starfsem- inni en síðan stjórnun hennar. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Sjúkrahúsið á Blönduósi Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkrahúsið á Blönduósi vill ráða í eftirtaldar stöður: ★ Hjúkrunarfræðinga, bæði í fullt starf og hlutastarf. ★ Sjúkraliða frá 1. mars. Leitið upplýsinga um hvað við höfum að bjóða ykkur hjá hjúkrunarforstjóra í símum 95-4206 og 95-4528. NÁMSGAGNASTOFNUN Sundaborg t - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 PÓSTHÓLF 5192 ■ 125 REYKJAVÍK Tölvuvinnsla - útgáfustörf Námsgagnastofnun óskar eftir starfsmanni til útgáfu- og ritarastarfa. Helstu verkefni eru: - Hreinritun handrita. - Uppsetning og umbrot texta til prentunar, unnið er á umbrotsforritið Page Maker. - Önnur verkefni er tengjast útgáfustörfum. Einnig þarf viðkomandi að geta sinnt almenn- um ritarastörfum, s.s, bréfaskriftum á íslensku, ensku og dönsku. Leitað er að reglusömum starfsmanni með reynslu og þekkingu af setningu handrita og slíkri vinnu. Kunnátta í meðferð Macintosh tölvu og for- ritanna Word og Page Maker er nauðsynleg, svo og góð kunnátta í íslensku, ensku og dönsku. *, Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Námsgagnastofn- un, Laugavegi 166, pósthólf 5192, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrúar nk. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.