Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 Htargp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Ríkisstjóm í upplausn Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar fékk ákveðinn umþóttunartíma, eftir hin óvæntu stjómarslit sl. haust, til þess að sýna hvers hún væri megnug. Hún hafði tækifæri til þess frá hausti og fram að ára- mótum að gera þingi og þjóð grein fyrir stefnu sinni í efna- hags- og atvinnumálum. Ríkis- stjómin getur ekki ásakað stjómarandstöðuna fyrir að tefja störf hennar eða tmfla. í Reykjavíkurbréfí Morgunblaðs- ins hinn 11. desember sl. sagði m.a.: „Hitt er svo annað mál, að enn sem komið er, hefur mynd núverandi ríkisstjómar ekki skýrzt nægilega mikið til þess að hægt sé að fjalla um stefnu hennar og störf að nokkm ráði. Sennilega verður það ekki fyrr en þetta ár er lið- ið og í ljós hefur komið, hvemig til hefur tekizt um fjárlagaaf- greiðslu og hvemig ríkisstjómin hyggst taka á vandamálum at- vinnuveganna.“ Afgreiðsla fjárlaga og þær skattahækkanir, sem ríkis- stjómin beitti sér fyrir í lok desember og byrjun janúar sýna, að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar er hefðbundin vinstri stjóm. Þeir flokkar, sem að henni standa, virðast ekkert hafa lært og öllu hafa gleymt. Þeir em á skömmum tíma bún- ir að ganga svo langt í skatt- heimtu á einstaklinga og fyrir- tæki, að jörðin brennur undir fótum ráðherranna af þessum ástæðum einum en fleira kemur til. Ríkisstjómin stendur frammi fyrir gjaldþroti stefnu sinnar í vaxta- og peningamálum. A meðan verðstöðvun hélt gat. stjómin haidið fram rökum fyrir því, að nafnvexti ætti að lækka og það var gert. Nú fer verð- bólgan vaxandi á ný vegna að- gerða ríkisstjómarinnar sjálfrar og þá gerir hún tilraun til þess að kúga ríkisbankana til hlýðni. Sú staðreynd ein, að bankaráð ríkisbankanna hafa samþykkt vaxtahækkun er mikilsverð vegna þess, að hún sýnir, að þeir, sem Alþingi hefur kjörið til setu í bankaráðum, em ekki tilbúnir til að ganga í einu og öliu erinda ráðherra. Þessar vaxtahækkanir em mikið áfall fyrir stjómarstefnuna. Þar við bætist, að augljós ágreiningur er innan ríkisstjóm- arinnar um vaxtastefnuna. Al- þýðublaðið, málgagn eins stjómarflokkanna, lýsir því yfir á forsíðu í gær, að innan stjóm- arinnar sé gmndvallarágrein- ingur um stefnuna í vaxtamál- um. Aðstoðarmaður banka- málaráðherra lýsir því yfír í við- tali við blaðið, að vaxtastefna Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, sé ekki væn- leg til árangurs. Augljóst er af þessu, að djúpstæður ágreining- ur er kominn upp á milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins um stefnuna í pen- ingamálum. Þessi ágreiningur á eftir að fara vaxandi eftir því sem verðbólgan eykst og vext- imir hækka. Það sem einkennir þessa stjóm er annars vegar stórfelld- ar skattahækkanir og hins veg- ar gmndvallarágreiningur um vaxtastefnuna. Jafnframt situr ríkisstjómin aðgerðarlaus á meðan Róm brennur, svo að vitnað sé til orða forsætisráð- herra við annað tækifæri. Þessi ríkisstjóm hefur nákvæmlega ekkert gert til þess að tryggja rekstrargmndvöll atvinnuveg- anna. Gengisbreytingin í byrjun ársins var ekkert annað en lag- færing á stöðu krónunnar gagn- vart dollar og atvinnuvegimir vom ekki betur settir eftir hana en í upphafí stjómarferils nú- verandi ríkisstjómar. Eigið fé atvinnufyrirtækj- anna hefur verið að brenna upp undanfarin misseri með ótrúleg- um hraða. Atvinna er að drag- ast saman. Það verður stöðugt erfíðara fyrir fólk að fínna vinnu við sitt hæfí. Hvert atvinnufyrir- tækið á fætur öðm markar þá stefnu að ráða ekkert fólk, jafn- vel þótt einhveijir starfsmenn hætti og mörg fyrirtækjanna takmarka eða banna yfírvinnu. Allsheijar samdráttur einkennir allt þjóðlífíð. ísland er eina landið innan OECD, sem stend- ur frammi fyrir slíkum sam- drætti. Annars staðar er hag- vöxtur vaxandi og veigengni mikil. Það fer ekkert á milli mála, að þessi stjóm, sem hafði tölu- verðan byr hjá almenningi í upphafí, er að missa fótfestu. Síðustu skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið vom birtar í fyrradag í Stöð 2 og DV og sýna, að ríkisstjómin nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið í mikilli lægð frá kosningunum 1987, virðist vera að endurheimta sitt fyrra fylgi. Það kom rækilega í ljós síðustu daga þingsins fyrir jól, að ríkisstjómin hefur ekki starf- hæfan meirihluta á Alþingi. Viðræður hennar við þingmenn Borgarafiokksins em ótrúlega dauflegar miðað við þær vonir, sem ráðherramir gerðu sér eftir að þeir fengu stuðning tveggja þingmanna Borgaraflokksins fyrir jól. Öll orka ráðherranna fer í fundakapphlaup. Forsætis- ráðherra er í harðri samkeppni við utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra um fundasókn út um land. Þegar á þetta allt er litið er ekki ofmælt, að ríkis- stjóm Steingríms Hermanns- sonar sé í upplausn og standi frammi fyrir gjaldþroti efna- hagsstefnu sinnar. 2NÚ vitum við • að öflug vísindi hafa verið einna markverðust tíðinda á þeirri hæpnu skálm- öld sem við lifum. All- ir vita hvemig um- horfs væri ef læknisfræðinni hefði ekki fleygt fram, svo og ýmsum vísindum öðrum sem hafa stuðlað að framförum í samgöngum og fjöl- miðlun, svo að dæmi séu nefnd. En það er óþarfi að eigna djöflinum framfarimar og afskrifa guð. Það er einnig óþarfi að eigna þær mann- inum sem guði og þykjast geta horft forsjónarlaust til framtíðar- innar. Auk þess vitum við að krists- laus veröld er einsog hvert annað munaðarleysingjahæli, þar sem kærleikann vantar einsog í heldur ömurlegum uppeldisstofnunum Die- kens. Ég lenti einhvem tíma í orða- sennu við konur f kirkju Christian Science-manna í Boston, en þær fræddu mig á því að ekki mætti sækja lækni ef botnlanginn spryngi í bami. Bænin dygði. Og ef hún dygði ekki, væri það guðleg ákvörðun. Þá ætti bamið að deyja. Það fauk í mig. Hver hefur leyfi til að afskrifa læknavísindin með þeim hætti? spurði ég með þjósti. Hver hefur leyfi til að afskrifa undralyf einsog pensilín? Það hefur enginn leyfi til þess, svaraði ég sjálfum mér. Pensilín er ekki af hinu illa, það er af hinu góða. Það er í raun kraftaverk. Eða af hveiju ættum við að framselja svo dýr- mætt tæki, já svo dýrmætan hvítan galdur, flugnahöfðingjanum sjálf- um og árum hans einsog hann hafí fundið upp lyfið? Nei, pensilín er bæn í verki. Öll góð lyf em bæn í verki. Eitthvert dýrðlegasta framlag guðlegrar for- sjónar gegn sorg og þjáningu. Og bamið með spmngna botnlangann lifír fyrir undursamlegt kraftaverk. Það var hálfgerður trúvillingur sem blessaðar konumar kvöddu þennan lærdómsríka dag þama í Nýja Englandi. Eg geri ráð fyrir að Malcolm Muggeridge skilji á milli menntaðra lækna samtímans og töfralækna og kuklara fortíðarinnar þegar hann afgreiðir Fijálslyndið og þá sem boða vísindi í stað trúar. Þeir em raunar í sama báti og konumar í Boston, þótt róið sé á ólík mið. Þess vegna meðal annars er ástæðulaust fyrir nokkum mann að vera samskipsmaður þeirra. En það er eitthvað á milli þess- ara öfga; maðurinn sjálfur í allri sinni takmörkuðu dýrð. Og þótt hann sé einungis sjálflýsandi fluga sem hverfur inní myrkrið, veit hann af öðm ljósi og meira og þess vegna er myrkrið þolanlegra en ella. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ 1989 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. janúar Það hefur varla verið sársaukalaust fyrir Norðmenn að horfa á sjónvarpsþættina sem nú er verið að sýna í íslenska sjónvarpinu um Vidkun Quisling. Mann- inn sem landráð og þjóðsvik em kennd við um heim allan eftir að hann seldi Noreg í_ hendur nasistum fyrir tæpum 50 ámm. A hinn bóginn er gagnlegt fyrir allar þjóð- ir að ganga þannig á ný í gegnum viðkvæm skeið í sögu sinni. Raunar má segja að sérhver kynslóð verði að gera það með sínum hætti. Fýrir tilstilli sjónvarpsins er á margan hátt auðveldara en ella að velqa slíkar þjóðammræður. Með sjónvarps- myndinni er unnt að ná til mikils fjölda fólks samtímis og stuðla þannig að al- mennum umræðum og uppgjöri um við- kvæm og vandmeðfarin mál. íslandssagan geymir ekkert dæmi um einstakling sem hefur svikið þjóð sína eins og Quisling gerði og galt fyrir með lífí sínu. Við þurfum ekki að rifja upp jafn dapurlega þætti úr þjóðarsögunni og Norð- menn gera þama. Hins vegar höfum við lítið notað sjónvarpstæknina til að endur- skapa þætti úr þjóðarsögunni. Nú em brátt 50 ár síðan lýðveldi var stofnað hér á landi. Mætti ekki gera sjón- varpsþætti um aðdraganda lýðveldisstofn- unarinnar, þar sem lýst væri andstæðum sjónarmiðum þeirra sem þá deildu um hvemig staðið skyldi að stofnun lýðveldis og slitum sambandsins við Dani. I ár era 40 ár liðin frá því að ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu. Fátt er deilt meira um enn í dag en það sem þá gerð- ist. Þar væri góður efniviður í sögulega endursköpun fyrir framan sjónvarps- myndavélina. Þannig mætti telja marga fleiri atburði íslandssögunnar sem standa okkur nær og fjær í tíma sem féllu vel að þáttagerð. Hvað t.d. um Jömnd hunda- dagakonung? Eða um Tyrkjaránið? Og Þjóðfundinn 1851? Hér hafa einkum verið tíunduð söguleg atvik er snerta samskipti okkar út á við. Hrein’ innanríkismál em ekki síður verðug viðfangsefni. Mikilvægar ákvarðanir í ut- anríkismálum hafa þó löngum vakið meiri og langvinnari umræður og deilur hér en önnur pólitísk og sagnfræðileg viðfangs- efni. Hafa skjöl um þessa þætti jafnan vakið mikla athygli. í síðasta hefti tíma- ritsins Andvara er unnt að kynnast einni slíkri fmmheimild. í nýjasta hefti tímaritsins And- vara sem Hið íslenska þjóðvinafé- lag gefur út skrifar Jakob F. Asgeirs- son æviþátt um Pétur Benediktsson sendiherra, banka- stjóra og alþingismann, sem var fyrsti sendiherra íslands í Sovétríkjunum og í Enginn sér- staJkur sómi vegna lýð- veldisstofh- unar grein Jakobs er að fínna lýsingu Péturs á viðhorfi Sovétstjómarinnar til íslands sumarið 1944 þegar lýðveldið var stofnað. Jakob F. Ásgeirsson segir: „Þann 7. maí gekk hann [Pétur Bene- diktsson] á fund Kalinins, forseta æðsta ráðs Sovétríkjanna, og afhehti honum er- indisbréf sitt frá ríkisstjóra íslands, en hitti síðan Molotov utanríkisráðherra stutt- lega að máli. Pétur kvað ráðstjómina aug- sýnilega gera sér ljósa grein fyrir hemað- arlegri þýðingu íslands, jafnt í stríði sem friði. í samræðum þeirra lét Molotov þess m.a. getið „að ísland yrði að ófriðnum loknum áreiðanlega miklu þýðingarmeira en áður. „Mikill áhugi er fyrir Islandi," sagði hann, „í Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu." Ég reyndi nokkmm sinn- um að leiða talið að áhuga Sovétrílganna fyrir íslandi," skrifaði Pétur, „óbeint þó, t.d. með því að tala um þýðingu íslands sem miðstöðvar eða áningarstaðar fyrir skipalestimar. Játti hann því, en notaði ekki tilefnið til að skýra nánara áhuga Rússa fyrir landinu ... Ráðherrann var annars mjög vinsamlegur, en sýndist held- ur í vandræðum með, hvaða umtalsefnum hann ætti að bijóta upp á við mig. Hann er ekki hár maður en þéttvaxinn, stál- grátt hár og skegg á vör, ennið mikið en þó einkum breitt, og er sem það breikki ofanvert og slúti fram; talar hægt og hreyfir sig ekki hratt: er nokkuð sem hann íhugi hvert orð eða fótmál. Sýnist maður- inn allur þéttur fyrir og þybbinn." Þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöll- um ákváðu Bretar og Bandaríkjamenn að sýna íslendingum þann vináttuvott að láta sendiherra sína í Reykjavík hafa amb- assadors-titil við hátíðarhöldin, en Sovét- menn neituðu að eiga samleið með banda- mönnum sínum við það tækifæri og gáfu það glöggt til kynna að þeir vildu „ekki gera íslandi neinn sérstakan sóma í sam- bandi við lýðveldisstofnunina", eins og Pétur komst að orði. Ekki stóð þó á Sovét- mönnum að viðurkenna hið nýja lýðveldi og forsætisráð Sovétríkjanna tók við nýju trúnaðarbréfí íslenska sendiherrans, undir- rituðu af hinum nýkjöma forseta íslands. í skýrslu 28. ágúst 1944 reyndi Pétur að kasta „nokkra ljósi á hina einkennilegu afstöðu Sovétstjómarinnar" og skrifaði: „í fyrsta lagi er skilnaður við Danmörku þeim sennilega vanþóknanlegur út af fyrir sig, — og ekki síst nú, þegar Rússar em um það bil að fagna heimkomu hinna glöt- uðu sona í Eystrasaltslöndunum ... í öðra lagi þá em Bandaríkjamenn, í augum stjómvaldanna hér, greinilega á bakvið allt sem er að gerast í stjómmálum á ís- landi. Það er í návist þeirra, sem hefur fengið íslendinga til þess að skilja við Dani, svo að landið geti orðið útvörður vesturhvelsins gagnvart Evrópu. Gætnari og betri menn í landinu vom heldur á móti þessu sjálfstæðisbrölti. Raunar var yfírgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar með því að skilja við Dani og stofna lýðveldi, — en maður hefur haft fregnir af meiri- hluta í þjóðaratkvæði fyrr. Ekki sendu Bandaríkin Eistlandi, Lettlandi og Litháen sérstaka ambassadora til að óska þeim til hamingju, þegar æðsta ráð Sovétríkjanna varð við umsókn þeirra og tók þau inn í sambandið. Það er því engin ástæða til annars en að kunna sér hóf, þegar verið er að halda upp á þessa nýjustu aukningu ameríska heimsveldisins. Mér dettur ekki í hug að segja, að ég geti lesið hug herra Molotovs, en mér fínnst ekki liggja fíarri sanni að ætla, að afstaða hans geti verið eitthvað þessu lík. Þegar ég var að tala utan að því við hann, að stjómin hér ætti að senda sérstakan ambassador til hátíðahaldanna á Þingvöll- um, nefndi ég, hvað Bandaríkjamenn hefðu gert. „En Englendingar?" sagði Molotov þegar í stað, og þá í svipinn gat ég ekk- ert sagt um afstöðu þeirra. Ég efast ekki um, að Molotov hefur sagt við sjálfan sig, að þama sæi maður: Það þyrfti engan að furða, þótt Bandarílqamenn ætluðu að halda króganum undir skím. Þeirra væri faðemið, svo að þeim mætti vel renna blóð- ið til skyldunnar. Nú gat ég innan margra daga skýrt utanríkisráðuneytinu hér frá því, að fleiri ríki hefðu fylgt á eftir og sent íslandi sérstakan fulltrúa til lýðveldis- stofnunarinnar. Ég efast ekki, að herra Molotov hafí verið sagt frá þessu, en hann hefur í mörg hom að líta, og hefur trúlega verið búinn að mynda sér skoðun um málið, sem hann taldi enga þörf á að breyta.““ Er sagt frá því í þætti Jakobs F. Ás- geirssonar, hvemig Sovétstjómin brást við eftir að Bandaríkjastjóm fór fram á það opinberlega að fá hemaðaraðstöðu á ís- landi til „langs tíma“. Pétur Benediktsson segir að þá hafí félagi Molotov vikið sér að honum í veislu og sagt: „Við óskum ekki eftir neinum hemaðarstöðvum á ís- landi." Og Molotov bætti því við að ísland ætti að vera fyrir íslendinga eina. Og Pétur Benediktsson segir einnig: „Skoðun mín er sú, að ekki megi vænta mikilla afskipta af þessu máli frá stjóm- völdunum hér. Framkoma þeirra gagnvart íslandi áður, — einkum í sambandi við stofnun lýðveldisins og í skrifum um landið í því sambandi, — bendir á, að Rússar hafí „afskrifað" ísland sem landsvæði, er Bandaríkin hafí þegar í hendi sér. Kannski hafa þeir ekki verið svo glámskyggnir á stefnu bandamanna sinna í þessu máli? Ég sé ekkert, sem bendir á, að þeir hreyfi neinum mótmælum ... Áhugi þeirra fyrir málinu er eðlilegur: þeir vilja fylgjast með styrkleika vina sinna, og þeir spyija sig eðlilega, gagnvart hvaða hættu Bandaríkin þykist Jiurfa að tryggja sig með herstöðv- um á Islandi nú. Auk þess sé ég ekki, að það sé of illgimislega til getið, ef maður lætur sér detta í hug, að þeir spyiji sjálfa sig, hvaða „compensation" þeir geti farið fram á til þess að vega á móti þessum bita, ef hann fellur í skaut Bandaríkja- manna. Ef stjómin hér skyldi hreyfa nokkmm mótmælum við Bandaríkjamenn út af þessu máli, er ég sannfærður um, að það væri aðeins sem þáttur í því að fá sem stærsta sneið í sinn hlut á einhveiju öðm sviði.“ Skilgrein- ingin stenst tímans tönn Það var haustið 1945 sem Banda- ríkjamenn lögðu fram beiðnina um herstöðvar á íslandi til langs tíma. Þeirri beiðni var hafnað af Olafí Thors forsætisráðherra en haustið 1946 var gengið frá Keflavíkursamningnum svo- nefnda þar sem mælt var fyrir um brott- för bandaríska herliðsins sem hingað kom upphaflega með samningi ríkisstjóma ís- lands, Bandaríkjanna og Bretlands 1941. Keflavíkurflugvöllur var afhentur íslend- ingum 25. október 1946, og 8. aprfl 1947 hurfu síðustu bandarísku hermennimir úr landi. American Overseas Airways tók við rekstri flugvallarins í umboði bandaríska hermálaráðuneytisins. Flugvélum í fomm fyrir Bandaríkjastjóm vegna hemáms Þýskalands var áskilinn afnotaréttur af Keflavíkurflugvelli. Til þess að sinna eftir- litsskyldum í Þýskalandi var Bandaríkja- stjóm heimilt að reka flugvöllinn með óbreyttum borgumm og búnaði sem rekst- urinn krefðist. Því er þetta tíundað svo rækilega hér að þess verður oft vart í umræðum manna á meðal að Bandaríkjaher hafí í raun og vem aldrei horfíð héðan af landi frá því hann kom samkvæmt samkomulaginu frá 1941. Þetta er rangt. Samkvæmt Keflavík- ursamningnum hurfu bandarískir hermenn af landi brott og þeir komu aftur sam- kvæmt vamarsamningnum sem gerður var 1951. Hitt er athyglisvert við frásögn Péturs Benediktssonar að Sovétmenn litu þannig á að velviiji Bandaríkjamanna í garð Islendinga vegna lýðveldisstofnunar- innar 1944 og herstöðvabeiðnin 1945 sýndu svo ekki væri um villst að ísland væri á áhrifasvæði Bandaríkjastjómar og Sovétstjómin gæti við svo búið ekki gert sér neinar vonir um ítök í landinu. Hún „afskrifaði" ísland. Þetta var á þeim tíma, þegar Bandaríkin og Sovétríkin vom enn bandamenn. Þetta breyttist strax eftir að stríðinu lauk. Séð frá Moskvu hefur aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu 1949 og gerð vamarsamningsins 1951 þó aðeins verið staðfesting á því að niðurstaðan sem Molotov og félagar hans komust að 1944 og 1945 og Pétur Benediktsson lýsir hafí verið rétt. Um stórveldin þ. á m. Sovétrík- in og stofnun lýðveldis má annars lesa í ritgerð eftir Þór Whitehead í Skími 1973. I umræðum um afstöðu Sovétríkjanna til íslands hefur það löngum vafíst fyrir mönnum að skýra hvers vegna Sovét- stjómin hefur greinilega tekið aðra afstöðu til íslands en t.d. Noregs. Að svo sé má t.d. rökstyðja með því að vísa til óhróðurs- skrifa sem um árabil hafa birst reglulega í sovéskum blöðum um Noreg og norska stjómmálamenn en hafa verið frekar sjald- gæf um ísland og íslendinga. Undantekn- ingar em þó til frá þessu eins og t.d. ný- Stalin, Lenín og Kalinín. Hinn síðastnefndi var forseti æðsta ráðs Sovétríkjanna 1937 til 1946 og tók við trúnaðar- bréfi fyrsta sendiherra íslands. Kalinin stofiiaði Prövdu 1912. Myndin af þeim félögum er tekin 1919, tveimur árum eftir byltinguna. Pétur Benediktsson, fyrsti sendiherra íslands í Sovétríkj unum. Hann taldi að skilnaður íslands við Danmörku hefði sennilega verið Sovétmönnum „van- þóknanlegur“. lega þegar Pravda réðst á Jóhann Ein- varðsson, formann utanríkismálanefndar Alþingis, svo sem frá hefur verið skýrt hér í blaðinu. Oftar en einu sinni hefur komið fram að Sovétmenn frekar en velji frekar þann Afrranív kost í samskiptum ogranir við íslendinga að hafa í frammi blíðuhót en hótanir eða ögranir. Ef þeir hafa komist að þeirri nið- urstöðu þegar árið 1944 að ísland væri þeim tapað í baráttunni við Bandaríkja- menn um áhrif og ítök þá hefur þeim jafn- framt orðið ljóst að það væri helst með því að sýna á sér betri hliðina sem þeir næðu einhveijum árangri gagnvart okkur. Norðmenn hafa eins og kunnugt er aldrei gert tvíhliða vamarsamning við Banda- ríkjamenn eða aðra bandamenn sína og Norðmenn leyfa ekki erlendar herstöðvar í landi sínu á friðartímum. Það er hluti af öiyggisstefnu Norðmanna að aðhafast ekkert sem Sovétmenn gætu talið sem ögran við sig og m.a. þess vegna banna Norðmenn heræfíngar bandamanna sinna sem em mjög tíðar í Norður-Noregi norð- austan við ákveðna línu sem dregin er fjarri landamæmm Sovétrílqanna. Steftia Norðmanna byggist á því annars vegar að tryggja öryggi sitt og aðhafast ekkert sem geti dregið úr öryggiskennd Sovét- manna. Hér á landi hafa aðstæður verið aðrar. í krafti vamarsamningsins höfum við ver- ið ftjálsari en ella í öllum samskiptum við Sovétríkin. Við höfum ekki lagt sömu áherslu og Normenn á „friðmæli" við Sov- étmenn í öryggismálum. Hins vegar hafa margir og áhrifamiklir aðilar viljað taka með silkihönskum á öllum ágreiningsefn- um við Sovétstjómina vegna viðskipta- mála. Taka þessir aðilar það mjög óstinnt upp þegar vakið er máls á því að Sovét- Blíðuhót Viatsjeslav Míkhailovitsj Molotov, ut- anrikisráðherra Sovétríkjanna 1939 til 1949 og aftur 1953 til 1956. Hann skrif- aði undir griðasáttmála Hitlers og Stalíns 1939. Molotov sagði 1944, að eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar yrði ísland „áreiðanlega miklu þýðing- armeira en áður“. Molotov andaðist 1986,96 ára gamall. menn kunni að nota viðskiptin til að hafa pólitísk áhrif hér á landi. Um tilraunir þeirra til þess em til þannig dæmi að um það ætti ekki að þurfa að deila frekar. Málsvarar Sovétstjómarinnar á íslandi vom ákafír andstæðingar Keflavíkursamn- ingsins 1946, aðildarinnar að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og vamarsamningsins 1951. Þessari staðreynd verður ekki mót- mælt þótt á hinn bóginn sé ósanngjamt að segja, að allir þeir sem vom á móti þessum mikilvægu samningum hafí af hugsjónaástæðum eða trú á heimskomm- únismann tekið þá afstöðu. í ljósi þess sem Pétur Benediktsson segir í skýrslum sínum frá 1944 og 1945 gætu menn rétt ímynd- að sér hvemig það hefði verið túlkað í Moskvu ef ekkert samkomulag hefði verið gert við Bandaríkjamenn 1946 og þeir hefðu orðið ofan á í umræðum á Islandi 1949 sem höfnuðu aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Þá er enginn vafí á því að Molotov og félagar hefðu breytt um skoðun frá 1944 og 1945 og litið þannig á að ísland væri ekki lengur undir handar- jaðri Bandarflq'anna og hagað sér í sam- ræmi við það. Það er þessi hlið málsins sem alltof sjaldan er rædd í umræðum um öiyggis- og vamarmál þjóðarinnar og megindrættina í utanríkisstefnu hennar. Menn halda gjaman uppi gagnrýni á nú- verandi ástand án þess að hugsa það til enda hveijar afleiðingamar yrðu ef tekin yrði upp gagnstæð steftia. Þar sem Pétur Benediktsson minnist á „compensation" eða að Sovétmenn kynnu að vilja eitthvað „í staðinn" fyrir ísland þá héldu menn á þeim ámm að þeir myndu krefjast t.d. aðstöðu á Svalbarða eða á Borgundar- hólmi. Þeir em á Svalbarða, án þess að hafa þar herstöð en frá Borgundarhólmi fór sovéska hemámsliðið tíu mánuðum eftir að eyjan hafði verið frelsuð úr hönd- um Þjóðveija og með því skilyrði að Dan- ir kæmu einir stjómarháttum þar í samt lag, það er án aðstoðar bandamanna sinna. „Nú eru brátt 50 ár síðan lýðveldi var stofhað hér á landi. Mætti ekki gera sjónvarps- þætti um aðdrag- anda lýðveldis- stofrunarinnar, þar sem lýst væri andstæðum sjón- armiðum þeirra sem þá deildu um hvernig staðið skyldi að stoftiun lýðveldis og slit- um sambandsins við Dani. I ár eru 40 ár liðin frá því að Island gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Fátt er deilt meira um enn í dag en það sem þá gerðist. Þar væri góður eftii- viður í sögulega endursköpun fyr- ir framan sjón- varpsmyndavél- ina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.