Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 Okkar landsþekkta víkingaskip er hbðið gómsætum réttum í hádeginu, þannig að allir finna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi. Víkingabáturinn svignar af þorramat. Verd pr. mann aóeins kr. 995,- Sérstakur sérréttamatseóill á kvöldin Boróapantanir í síma 22322. HÓTEL FLUGLEtÐA JsMp HÖTEL SALZBURG Þau giftu sig ■ Þröstur Sverrisson og Sigríður María Jónsdóttir ■ FJölnir Sverrisson og Kristína Anderson ■ Guðjón Kristinn Hall- dórsson og Helga Þórhalls- dóttir ■ Ármann Gunnarsson og Margrét Þ. Hallgrímsdóttir Hér með er óskað eftir inns- endum nöfnum þeirra sem gengið hafa í hjónaband ný- verið. Vinsamlegast hringið í síma 691162 á skrifstofu- tíma eða sendið upplýsingar um nöfn brúðhjóna og brúð- kaupsdag ásamt símanúm- eri. Umslagið skal merkt: Morgunblaðið „Fólk í frétt- um“ Pósthóif 1551, 121 Reykjavík. Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru úr Hafnarfirði. Það eru þau Þröstur Sverrisson og Sigríður María Jónsdóttir. At- höfiiin fór fram í Fríkirlqunni í Hafiiarfirði þann 31. desem- ber síðastliðinn og var það séra Einar Eyjólfsson sem gaf þau saman. etta var ákveðið með aðeins ijögurra daga fýrirvara. Bróðir minn og sambýliskona hans komu heim frá Svíþjóð og þetta varð á endanum bræðra- brúðkaup," segir Þröstur. „Þetta gekk allt mjög vel. Það var búið að hóta mér því, að láta mig fara að skellihlæja í kirkjunni, svo ég horfði ekki á nokkum mann, bara beint fram,“ segir Sigríður og Þröstur bætir við að sumir hafi nú verið stressaðir, það hafi sést á blómunum, sem hristust úr vendinum á gólfíð! Þessu er harð- lega mótmælt af eiginkonunni. „Við sáumst fyrst á dansleik í Skiphól árið 1980 og þá bara eitt augnablik. Svo hittumst við eftir nokkra mánuði og af sérstökum ástæðum fékk hún að gista hjá mér í viku og fór ekkert eftir það. Svo trúlofuðum við okkur fljótlega,“ segir Þröstur. „Bam- eignir segirðu, við eigum sjö ára telpu og ég vil gjaman eignast þrjú böm, það ákvað ég nú áður en ég fór að hugsa um karlmenn, BRÚÐHJÓN VIKUNNAR „Ég trúi á örlög“ Brúðhjón vikunnar. Þröstur Sverrisson og Sigríður María Jónsdóttir. en honum finnst tvö vera alveg nóg. Þetta hefur eiginlega verið eina ágreiningsefnið okkar,“ segir Sigríður. Þau töldu það ekki nauðsynlegt að hjón hefðu sömu áhugamál. Annars hafði þeim gefist lítill frítími saman. Þröstur er hús- asmíðameistari og hefur verið í kvöldskóla með fullri vinnu, en hefur nú lokið námi. „Það var hræðilegt, enginn tími fyrir fjöl- skylduna, alltaf sami rúnturinn, vinna, skóli, sofa, vinna . . ., segir Sigríður. „Það er ekkert sem hefur breyst eftir giftinguna, en maður er ömggari á margan hátt.“ Hvort við trúum á örlög? „Já ég trúi á örlög,“ segir Sigríður, en smiðurinn bætir við. „Ég held að maður smíði þau sjálfur“. Frísem hljómar vel! Salzburg er rétti staðurinn fyrir þá sem vilja fyrst og fremst njóta hvíldar í fríinu sínu á friðsælum og vinalegum stað. Hún er ólík öllum öðrum borgum og Hohensalzburgkastalinn sem gnæfir þsir yfir gefur henni tilkomumikinn svip. Ekki mun væsa um sælkerana í Salzburg því þar er að finna ógrynni gimilegra kaffihúsa og matsölustaða. Nóg er um listsýningar, merk söfn og glæsilegar byggingar sem fróðlegt er að skoða. Merki Mozarts er enn haldið á lofti í Salzburg því g þar hljómar tónlistin á stærri óg smærri § tónleikum allt árið um kring. | w Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða I ferðaskrifstofur og fáið nánari upplýsingar. Upplýsingar og farpantanir í síma 25100. FLUGLEIÐIR jS LEIKLIST HEF ALLTAF HUGSAÐ MÉR AÐ VEIH)A LEIKARI - segir Ingvar Már Gíslason sem leikur Emil í Kattholti hjá LA Ingvar Már Gíslason heitir 12 ára piltur sem leikur Emil í Kattholti í samnefndu leikríti hjá LA. Strax eftir að Ingvar vissi að Sunna Borg, sem er leikstjóri verksins, vildi fá hann í prufii fór hann að kynna sér Emil í Kattholti. „Ég fór að lesa bækumar og reyndi að kynna mér hvemig strákur hann er. Mér finnst hann fínn strákur. Skammarstrikin koma alltaf á óvart. Hann ætlar ekkert að gera þetta.“ Síðan hófust æfingar, og Ingvar Már sagðist ekki hafa fundið sig strax í hlutverkinu, „en eftir að sviðsmyndin og hljómsveitin komu fannst mér það allt öðruvísi. Þá var allt í lagi.“ Hveraig finnst þér að standa uppi á sviði fyrír framan fullt hús áhorfenda? „Ég hef aldrei leikið áður. Ég kveið fyrir því að vera fyrir framan alla, en ég vandist því strax á fyrstu sýningunni." Hann sagði að sér hefði gengið vel að muria textann sinn: „Það kemur fyrir að það gleymist eitt og eitt orð, en ég bjarga mér alltaf út úr því. Það kemur aldrei að sök,“ sagði hann. Hveraig taka krakkarnir í skólanum því að þú sért að leika? „Það eru nokkrir krakkar sem kalla mig Emil! Það er svo sem allt í lagi, en stundum pirrandi. Það eru sumir í skólanum búnir að sjá leik- ritið og öllum sem ég hef talað við fannst gaman.“ Hvað fannst þér skemmtileg- ast í leikritinu? „Tannpínuatriðið. Ég á að draga tönn úr Línu. Hún þorir ekki að fara til Palla í Smiðjunni. Ég reyni þrisvar en það gengur ekki og hún er alltaf jafn hrædd. Síðan ákveður hún að fara til Palla í Smiðjunni og láta hann draga tönnina úr.“ Hefurðu hugsað þér að leika meira í framtíðinni? „Ja, ég hafði alltaf hugsað mér að verða leikari, frá því ég var 6 eða 7 ára. Og ég vildi vera í ein- hveiju leikriti þar sem ég yrði stutt- klipptur...“ Nú!... „ ... Já, þetta angrar mann svo mikið þegar það fer oní augun. Mér finnst ég með fullsítt hár núna. En ég veit ekkert hvort ég leik meira eftir að hætt verður að sýna Emil. Það verður að koma í ljós, en það yrði mjög gaman,“ sagði Ingvar Már „Emil“ Gíslason. REYKINGAMENN ERU LIKA MENN BARA EKKI EIIVIS LENGI RÍS2000 Reyklaust ísland árið 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.