Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGIJR 22. JÁNÚAR 1989 l*í og krefst nú bókunar. Þá fara full- trúar meirihlutans að hlæja, kímni- gáfa mín og þeirra á ekki samleið í þessu. Maður þarf ugglaust að sækja fleiri borgarstjórnarfundi en einn til að átta sig til fullnustu á hvað borgarfulltrúum finnst spaugilegt. Það hvarflar að mér í skarpskyggni minni að húmorinn hér á bæ tengist pólitiskri afstöðu. Gæti það verið? Kannski er bara drepfyndið að biðja um bókun. Það er ekki gott að vita. Þegar Elín hefur lokið máli sínu stendur Davíð upp, hann er sárpirr- aður og hneykslast á óviðfelldnu orðalagi. Myndræna þess hefur far- ið fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Guðrún fer enn í stólinn. Málglöð kona í dag, Guðrún. Og hún er líka að tala um fundargerð sem tengist Ölduselsskóla, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs! Þetta finnst mér hvorki andríkar né frumlegar umræður. Kom að því að við Davíð erum sammála, eftir tal Guðrúnar segist borgarstjóri vera aldeilis hissa á hvað hafi komið yfir „bless- aðan“ borgarfulltrúann. Það er Guðrún sem hann er að tala um og án teljandi hlýju, í þreytulegum umburðarlyndistón. Davíð segir að Guðrún hafi ekkert gert annað en lesa upphátt það sem borgarfulltrú- ar hafi fyrir framan sig. Hvort hún haldi að borgarfulltrúar séu bæði ólæsir og blindir. „Ég ætti kannski að lána henni löngu ræðuna mína fyrst hún er í þessu lestrarstuði," segir Davíð. Ég sé ekki betur en Guðrún flissi og hún segist vera tilbúin að hjálpa honum. Svona eru menn nú gamansamir í borgar- stjórn. Ekki hefði hvarflað að mér að borgarfulltrúar minnihlutans vildu láta bendla sig við ræðu borg- arstjóra. Kannski samkomulagið hér sé bara til fyrirmyndar. Kannski þessi undiralda gremju sem ég þyk- ist finna af næmri skynjun minni þama niðri í salnum, einkum milli Davíðs og minnihlutans, sé eintóm ímyndun. Mér þykir brátt nóg komið, þegar Sigrún Magnúsdóttir stendur upp og fer að tala um þessa sömu fund- argerð og heldur staffírug með Guðrúnu. Ekki vegna þess ég hafi neitt á móti Sigrúnu, það er nú eitt- hvað annað, mér finnst þessar um- ræður eiginlega ekki snúast um neitt, sem máli skiptir. Bara endur- teknar upphrópanir, og ekki ýkja málefnalegar. Fundurinn hófst klukkan fimm og það er ekki fyrr en klukkutíma og kortéri síðar, að borgarstjóri kemst loks að til að flytja ræðuna sína. En þá emm við líka búin að afgreiða allar fundargerðimar, án þess að nokkur meirihlutafulltrúi — að borgarstjóra undanskildum — hafi sagt orð. Davíð þrýstir á hnapp í borðinu og annað ræðupúlt skýst upp á hans borði. Hagkvæmt fyrir- komulag. Einhver hefur náð í stóra könnu með vatni og veitir áreiðan- lega ekki af. Davíð reynist vera hraðlæs. Gamli lestrarkennarinn hans hefði bara átt að vera hér, hugsa ég. Mæli lestrarhraðann, sjö blaðsíður á 5 mínútum. Fínn árangur það. Ekki er verra, að mér heyrist allt vera í besta lagi í borginni. Tekjur em þótt lygilegt sé meiri en reiknað var með — þótt ég skijji að vísu aldrei af hveiju tekjuhækkun eða telqulækkun virðist alltaf koma svona flatt upp á menn, ég hélt að allt væri þrautreiknað og með öllu fylgst. Klukkan sjö hefur Davíð lokið við að þyjja upp gjöldin og leggur til að menn fái sér í svanginn. Það fer ekkert á milli mála hver ræður á þessu heimili. Það er eins og það á að vera. Svo fara allir að borða gómsætan mat og við þessar fáeinu hræður sem erum þama á pötlunum borðum líka. Ljósmyndarinn tekur mynd af því hvemig minnihlutafulí- trúarnir borða og svo aðra af full- trúum meirihlutans. Þeir virðast dús við það. Svo kemur borgarstjór- inn og hann vill fá að vera í friði með sinn mat. Engar myndatökur, takk fyrir. Enda verður hér að hafa hraðar hendur, því að Davíð sagði og skrifaði hálftíma í mat og þegar hálftíminn er liðinn drífur hann sig inn og heldur áfram með ræðuna sína og kærir sig kollóttan þó að fulltrúar minnihlutaflokkanna séu ekki komnir. Nú hefur ræðunni verið dreift á borðin og fulltrúarnir fylgjast með eins og samviskusamir nemendur. Þeir fletta allir í einum kór. Sam- hentir borgarfulltrúar. Hér er mikið þulið af upplýsingum, og maður þarf að vera annað hvort borgarfull- trúi eða sérfræðingur til að geta innbyrt allan þennan fróðleik. Minnihlutafulltrúamir strika undir öðm hveiju með mismunandi litum tússpennum, þama ætla þeir að gera breytingartillögu fyrir seinni umræðuna, álykta ég af eðlislægri skarpskyggni. Þykist sjá að ég hafi rétt fyrir mér, þri að fulltrúar meiri- hlutans strika hér um bil hvergi við, enda hljóta þeir að hafa lesið þetta allt og amenað. Davíð hefur talað í tvær klukku- stundir og miðar prýðilega. Ég styrkist enn í þeirri trú að þetta sé allt í góðu standi. Það fáa sem ekki er það heyrist mér vera að kenna kolvitlausri ríkisstjómar- stefnu. Því er ég hjartanlega sam- mála Davíð. Öðm sinni í kvöld hugs- um við sem ein sál. Og var eigin- lega kominn tími til. A blaðsíðu 115 segir Davíð Herra forseti og hægir nú á lestrinum; gerir harða atlögu að minnihluta- fulltrúum fyrir að falsa fullyrðing- ar. Hann segir að þeir séu óhressir yfir því að fjármál borgarinnar hafi ekki farið úr böndunum á þessum erfiðleika- og óvissutímum. Aldrei hefði þetta hvarflað að mér. Ég skil ekki almennilega af hveiju borgarfulltrúar sem fólkið kýs til að fara með sín mál ættu að vera plagaðir af Þórðargleði ef allt er í kaldakoli? Þetta gengur ekki al- mennilega upp. Borgarstjóri telur upp hvað borg- in er að gera og honum finnst alveg fráleitt að að vera með múður út af ráðhúsframlögum, vetrargarða- framlögum og ráðast gegn borgar- leikhúsinu, þegar eiginlega allt fé er sett í indæla skógrækt, dagvist- arstofnanir, þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða, fyrir utan skóla og heilsugæslustöðvar. Enda segist hann kynna fjárhagsáætlunina með mestu ánægju, enda þótt hann láti ekki eftir sér að leyfa ánægjunni að speglast á andliti sínu. Siguijón Pétursson kveður sér hljóðs og fer létt með að rífa og tæta í fjárhagsáætlunina. Hann gengur svo langt að færa rök fyrir því að það sé rétt staðhæfing að verið sé að lækka framlög en ekki hækka til ýmissa þjóðþrifamála, hvað sem borgarstjóri segir. Hann segir að ijárhagsáætlunin byggi á þeirri forsendu að það verði engin verðbólga á Qárhagsárinu, engin gengislækkun og síst kauphækkan- ir, hvað þá heldur samdráttur í at- vinnu. Mér heyrist að honum fínn- ist ekki sennilegt að svo verði. Siguijón beinir tali að „gæluverk- efnunum“ og ætti honum þó að vera orðið ljóst, að þetta orð og umræða um verkefnin fara í taug- arnar á Davíð. Hann kallar Vetrar- garðinn ekki virðulegra nafni en skopparakringluna og ekki líst hon- um betur á ráðhúsbygginguna. Þar er ekki aldeilis þröngt fyrir dyrum sums staðar, að sögn Siguijóns, þótt framlög lækki til góðu mál- anna. Nú hefur fundurinn staðið í fimm klukkutíma. Þegar seinni umræða fer fram eftir hálfan mánuð skilst mér að venjan sé að hann standi fram undir morgun. Einkum af því minnihlutinn er alltaf að koma með tillögur til breytinga og meirihlutinn er alltaf að fella þær. Menn eru bdnir að fá sig fullsadda í bili. Sú heíð hefur ekki verið brotin hér sem gildir í þessum kreðsum: ónot og skætingur, í besta falli yfirlætisleg- ar ofanígjafir. Þetta er pólitík.Hún er ekki þol- anlegri fyrir það. Ég er ekki frá því að Elínu hafi ratast rétt orð á munn: „Mergurinn málsins liggur einhvers staðar utan við umræð- una.“ LAUN Launaforritíð frá Rafreikni LAUN hentar fyrir alla almenna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lág- marksupplýsingar, LAUN sér um allt annað. Rúmlega 20.000 íslendingar fá greidd laun sem unnin eru í for- ritinu LAUN enda er það mest notaða launaforritið á Islandi. Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Einar J. Skúlason hf. Símar 91-681011 & 686933 Metsölublað á hverjum degi! Áskriftarsíminn er 83033 BORGARTÚNI 1&SÍMI 28577-SÍÐUMÚLA 1 SÍMI685244 - TROMP-reikning sem er alltaf laus og án úttektargjalds, - 12 mánaða sparibók, - skuldabréf Sparisjóðs vélstjóra fyrir þá sem vilja spara til lcngri tíma, - ný spariskírteini ríkissjóðs. SPARIFJÁR- EIGENDUR! Yið innlausn spariskírteina ríkissjóðs býður Sparisjóður vélstjóra hagkvæmar ávöxtunarleiðir til lengri eða skemmri tíma: 85.40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.